Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Page 2
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
SVEINSSAFNI
Sveinssafn -
verka eins
stærsta safn
listamanns
SVEINSSAFN, safn um verk Sveins Björns-
sonar listmálara, verður formlega stofnað á
sunnudaginn við opnun sýningar í Hall-
grímskirkju á Passíusálmamyndum Sveins.
Að sögn Erlendar Sveinsson hafa nú rösk-
lega 7000 verk eftir Svein verið skráð og er
safnið þar með stærsta safn verka eftir einn
listamann hér á iandi. „Og enn eru ekki öll
kurl komin til grafar,“ segir Erlendur.
Markmið safnsins er að varðveita, skrásetja
og kynna verk Sveins Björnssonar. Nú er
unnið að því að koma safninu fyrir í nýju
húsnæði að Trönuhrauni 1 í Hafnarfirði, þar
sem verða geymsla og vinnuaðstaða. Ekki
verður fjárfest í sýningarhúsnæði að sinni,
heldur leitað eftir samstarfi um sýningar við
þá, sem ráða sýningarsölum.
Unnið er að skráningu verkanna og hafa
nú um 7600 verk verið tölvuskráð, þar af
305 eftir aðra málara en Svein, og m.a. á að
gera safnkostinn aðgengilegan á netinu. Að
sögn Erlendar er notuð sama aðferð við
skráningu safnsins og notuð hefur verið við
skráningu verka Kjarvals, en til þess safns
heyra rösklega 5000 verk með skissum og
teikningum.
Fyrirhugað er að rekstur Sveinssafns
byggist einkum á styrktarframlögum, út-
leigu og sölu á birtingarrétti.
Sýningin í Hallgrímskirkju er fyrsta sýn-
ingin, sem Sveinssafn efnir til.
I Passíusálmarnir/15
Verk Braga Ás-
geirssonar í SPRON
SÝNING á verkum eftir Braga Ásgeirs-
son listmálara verður opnuð í útibúi
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis,
Áifabakka 14 í Mjódd, á morgun, sunnudag
kl. 14.
„ÞETTA eru að hluta til myndir, sem ég
hef unnið rólega í á undanförnum árum, en
aðrar vann ég algjörlega á síðasta ári og sum-
ar í einni lotu,“ svarar Bragi Ásgeirsson
spumingu Morgunblaðsins um sýninguna og
listamanninn. „Ein hefur sérstöðu, en er þó
gott dæmi um vinnuferlið að baki sumra
myndverka minna í tímans rás. Stofninn og
hugmyndin var fyrir hendi eftir fjöruferðir
með bömum mínum um 1970, en ég útfærði
hana ekki fyrr en á miðju síðasta ári.
Myndverkin geta þannig átt býsna langan
aðdraganda og þar sem þetta er kynning á
verkum mínum vildi ég að þessi þáttur kæmi
fram og yfirleitt hvemig ég vinn í myndir um
árabil. Eg vil að hver og ein mynd sé alveg
sérstök en síður endurtekning eða endurómur
þess sem ég var að gera áður, þótt myndefnið
kunni að vera skylt.
Allar era þessar myndir sóttar í hrif frá
hlutveruleikanum og þannig er myndaröðin,
Austrænar ásjónur, áhrif frá Kínaferð minni
um árið, og ég geri ráð fyrir að flestar mynd-
anna beri með sér skírskotanir til hlutlægra
lifana í umhverfinu. Hugmyndin að stærstu
myndinni á sýningunni, Himnaman, er sótt í
teikningu frá 18. öld sem ég sá einhvern tím-
ann í franskri uppboðsskrá, en hef ekki hirt
að muna eftir hvem hún er, færði í stílinn og
bætti ýmsu við frá eigin brjósti, eins og fugl-
inum.
Eg vinn afar sjaldan í myndröðum, en það
Bragi Ásgeirsson
er nú einmitt það sem ég hyggst stefna meira
að á næstunni hvemig sem til tekst, getur allt
eins verið dæmt til að mistakast. En þetta er
nú að velkjast fyrir mér og hugmynd er hug-
mynd og þá er að bretta upp ermarnar.
Ég býst við að ég fylli þann flokk mynd-
verkasmiða, sem hættir eru að hafa áhyggjur
af því sem er að gerast í heimslistinni, þótt
sitthvað láti mig engan veginn ósnortinn, en
vinn út frá eigin hugmyndum, lifunum og
skaphöfn.“
Sýning Braga mun standa til 5. júní nk. og
verður opin frá kl. 9.15-16.00 alla virka daga,
þ.e. á sama tíma og útibúið.
Við slaghörpuna
Sólrún Braga-
dóttir syngur
frönsk lög í
Gerðarsafni
:SÓLRÚN Bragadóttir
og Jónas Ingimundar-
son flytja franska
söngva í Gerðarsafni,
mánudaginn 9. febrúar
kl. 20.30.
Halldór Hansen flyt-
ur inngangsorð og
kynningar um franska
sönglagið á tónleikun-
um. Á efnisskrá eru lög
eftir helstu höfunda
Frakka, s.s. Bizet,
Duparc, Povlence, Ra-
vel, Satié og Fauré. Einnig verður brugðið
upp tónmyndum úr frönskum óperum eftir
Gounod, Massenet o.fl.
Þetta eru fyrstu tónleikarnir af þremur
sem fluttir verða á næstunni með franskri
tónlist. Næst eru kammertónleikar með
þeim Martial Nardeau, Sigrúnu Eðvalds-
dóttur, Ingu Rós Ingólfsdóttur, Jönah
Chang og Elísabetu Waage. Þeir verða 29.
febrúar.
Þriðju og síðustu tónleikarnir í þessari
frönsku tónleikaröð verða 9. mars. Þá kem-
ur til landsins franski píanistinn Désiré
N’Kaoua, og flytur verk eftir Debussy og
Ravael.
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Þjóðminjasafn íslands
Oþekktar ljósmyndir Sæmundar Guðmunds-
sonar í Bogasal. Til 15. febr.
Listasafn Islands
Ný aðfong. Salur 1-3. Til 3. mars.
Salur 4: Asgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þor-
láksson, Jón Stefánsson Jóhannes Kjarval.
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfírlitssýning á verkum Ásmundar Sveinsson-
ar.
Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyjugötu
41
Ásmundarsalur. Riekoo Yamazaki: Japönsk
skriflist. Gryfja: Inga Rósa Loftsdóttir: Mál-
verk. Til 15. febr. Arinstofa: Ný aðföng. Til 29.
mars.
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Ur Kjarvalssafni - Sýningarstjóri Thor Vil-
hjálmsson.
Líkamsnánd, norrænt sýningar- og safn-
fræðsluverkefni til 1. mars.
Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74
Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr
Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka.
Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Til marsloka.
Nýlistasafnið
Guðrún Vera Hjartardóttir, Jón Bergmann
Kjartansson, Sólveig Þorbergsdóttir og Gretar
Reynisson. Til 15. febr.
Hafnarborg
Björg Þorsteinsdóttir sýnir vatnslitamyndir og
Kristján Jónsson sýnir málverk. Til 23. febr.
Hallgrímskirkja, anddyri
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í list
Sveins Björnssonar.
Stöðlakot
Jóhann Jónsson. Vatnslitamyndir og teikning-
ar. Til. 8. febr.
Ráðhús Reykjavíkur
Sigþrúður Pálsdóttir. Til 26. febr.
Galleríi Sævars Karls, Bankastræti
Margrét H. Blöndal. Til 4. mars.
Gallerí Horn
Söfnunarsýning til endurreisnar listasafni
Samúels Jónssonar. Ti 11. feb.
Galleríkeðjan Sýnirými
Sýnibox: Þriðja árs nemar Grafíkdeildar MHÍ.
Gallerí Barmur: Birgir Snæbjörn Birgisson.
Gallerí Hlust: Hljóðmynd verksins „Afþreying
fyrir tvo“ eftir Pétur Örn Friðriksson. Síminn
er 551 4348.
20 m2: Birgis Snæbjarnar Birgisson. Til 15.
febr.
Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8
Ólafur Gíslason. Deila með og skipta. Birgir
Eggertsson, Baldur Gunnarsson, Ólafur Stef-
ánsson, Finnur Leifsson, Magnús Skúlason og
Erna Árnórsdóttir. Til 15. feb.
SPRON, Álfabakka 14, IVb’ódd
Bragi Ásgeirsson. Til 5. júní.
Mokkakaffi
Ljósmyndasýning Gunnars Kristinssonar. Til
5. mars.
TÓNLIST
Sunnudagur 8. febrúar
Seltjarnarneskirkja: Strengjasveit Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar. Kl. 17.
Grensáskirkja: Nýi tónlistarskólinn. Kl. 17.
Grensáskirkja: Strengjasveit Tónlistarskólans
í Reykjavík. Kl. 20.
Mánudagur 9. febrúar
Gerðarsafn: „Við slaghörpuna": Frönsk tónbst.
Sólrún Bragadóttir og Jónas Ingimundarson.
Kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Kaffi, sun. 8., mið. 11. febrúar.
Meirí gauragangur, frums. 11. febr.
Yndisfríð og ófreskjan, sun. 8. febr.
Grandavegur 7, surt. 8., fim. 12. febr.
Fiðlarinn á þakinu, fös. 13. febr.
Borgarleikhúsið
Galdrakarlinn í Oz, lau. 7., sun. 8. febr.
Feður og synir, lau. 14. febr.
Feitir menn í pilsum, lau. 7., fös. 13. febr.
Hár og hitt, fös. 13. febr.
Augun þín blá, fim 12. febr.
íslenski dansflokkurinn: Útlagar, frums. lau. 7.
febr. Fös. 13. febr.
Loftkastalinn
Bugsy Malone, sun. 8. febr.
Fjögur hjörtu, fim. 12. febr.
Listaverkið, lau. 7., fös. 13. febr.
Islenska óperan
Ástardrykkurinn, lau. 7. febr., fös. 13. febr.
Leikfélag Akureyrar
Á ferð með frú Daisy, lau. 7., fös. 13. febr.
Hafnarijarðarleikhúsið
Hermóður og háðvör
Grafarvogskirkja
Heilagir syndarar, frums. þrið. 10. febr. Mið.
11. febr.
Síðasti bærinn í dalnum, lau. 7., sun 8. febr.
Kaffileikhúsið
Revían í den, lau. 7., fos. 13. febr.
Möguleikhúsið
Einar Áskell, sun. 8. febr.
Nemendaleikhúsið
Börn sólarinnar, sun. 8., mán. 9., fim. 12. febr
Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir
að birtar verði í þessum dálki verða að hafa
borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á
miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn-
ing/listir, Krínglunni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
5691222. Netfang: menning @mbl.is.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998