Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 17
tíminn er, með öllum sínum áreitum, gervi-
tunglum, suðandi viðtækjum, ósandi bílvélum,
yfirfullum stórmörkuðum, mygluðum geit-
arostum og geimskipum á gulum kjólum, sem
svífa um í ódáðageimi. Og upphaf og endimörk
þessa alls er þessi örlitla kúla sem við köllum
jörð. Um þetta landslag ferðast maðurinn,
„með nýrun full af draumum".
Arið 1986, voru múramir margir, sumir
standa enn, aðrir eru horfnir í moldina eða
uppá hillu hjá sagnfræðingum og steinasöfnur-
um. Berlínarmúrinn hrundi einn daginn, Grát-
múrinn í Jerúsalem bifast ekki, Hljóðmúrinn
lætur sem ekkert sé, hörmulegastur er þó Ba-
belsturninn ógurlegi: sjálfur Talmúrinn!
Kannski hafa hávaðinn og kaupæðið það hlut-
verk eitt að ræna fólk mennskunni. Og hvað er
þá til ráða, vilji menn brjóta niður Talmúrinn!
Doka við og spjalla saman um stund. Forðast
fordæmingu og sleggjudóma. Þröngsýni og
þvergirðingshátt. Mætast á miðri leið. Er ljóð-
ið kannski ísinn sem bráðnar fyrir þínu innra
auga, blindu eða sjáandi?
Á talmúmum
framanvið iðandi
æpandi grátandi
múginn
hangir símtólið
óhreyft
á snaga sínum
og bíður þess
aá flytja boð
milli manna
í fárinu öllu, á hlaupum milli Bónusverslan-
anna og Vildarkorta-tilboðanna, Visarað-
greiðslnanna og skyndibitastaðanna; gerir fólk
stuttan stans og staðnæmist við skjámyndir af
landshöfðingjunum og hlýðir annarshugar á
hátíðaræðumar. Enn er þjóðemiskenndin sá
knémnn sem höggvið skal í. Hvað sem öllu
kvótabraski, launamisrétti og vinnuþrælkun
líður, skulu menn elska sitt Ættland framí
rauðan dauðan:
Röndóttar veifur
á bólstruðum himni
glitrandi lúðrar
urrandi trommur
glaðbeittir munnar
í margradda söng
beindregnar b'nur
af rixandi mönnum
í hænsnfuglatakti
og fólksmergðin
sundruðíbt
en samstillt í hjarta
sem einn einasti maður:
með brjóstið fleyti
fleyti fullt
afást
á hatrinu.
Við frostmark ó Þvergirðingseyri
Árið eftir, 1987, sendir Kjartan frá sér smá-
sagnasafn sem hann nefnir Frostmark. Safnið
geymir sex sögur og fylgir eitt ljóð hverri sem
einhverskonar inngangur. Sögunum fylgja líka
tilvitnanir eftir höfuðpersónu bókarinnar, sjálf-
an Ebeneser Frostmark. Svosem: „Hið upp-
hafna er orðið.“ Og: „Úti á heimsenda eru augu
hinna blindu."
Þó Ebeneser vaði á súðum og láti ýmislegt
spaklegt falla, er þó öllu líklegra að táknmálið
sé meira og minna sótt til Biblíunnar. I verkum
Kjartans Amasonar, er hugmyndin um Guð-
dóminn aldrei langt undan. Við kynnumst Da-
víð í samnefndri sögu sem næturverði í Marm-
arahöllinni, bankastofnun í ótilgreindri borg.
Davíð ráfar næturlangt um Marmarahöllina og
hugsar um fyrirrennara sinn sem varð fyrir því
óláni að sturlast eina nóttina og hlaupa í bók-
staflegri merkingu útum glerið og hverfa blóð-
risa á braut. Lesanda koma óðar í hug þeir
fyrrum fjárhirðar og blóðidrifnu konungar
Gamla Testamentisins, Davíð og Sál, barátta
þeirra og andvökur allar. Vöku Þór og fleiri
nafngreindar persónur skjóta líka upp kollin-
um í hugleiðingum næturvarðarins, að hætti
síðmódemískra höfunda níunda áratugarins.
En vefurinn er ofinn fleiri þráðum.
I upphafí sögunnar stendur Leónardo da
Vinci við geysimikla marmarablökk, og hyggst
höggva úr henni mann einn ungan, glæsilegan
á velli og bjartan, sem hefur á loft slönguvað
sinn og hyggst fella ómennskan risa með smá-
steini, og frelsa með þeirri gjörð þjóð úr ánauð.
En Leónardo fallast hendur frammi fyrir verk-
efni sínu, leggur frá sér tólin og snýr sér að
öðrum hugarefnum, sannfærður um að Davíð
muni ekki lifna úr marmaranum undan meitli
sínum.
Nokkru síðar ber Michelangeló þar að, og
hann sér strax í hendi sér að í marmaranum
búi mynd sem bíði þess eins að verða höggvin
út. Innan tíðar lýkur listamaðurinn verki sínu.
Úr marmaranum rís nú fagurbjartur mikil-
fenglegur unglingur með slönguvað í hendi. Úr
þeim efniviði sem einn hverfur frá, vinnur ann-
ar sinn höfuðsigur. í mörg þúsund ár hefur
marmarinn beðið meistara síns í fjöllunum við
Carrara. Þeim sem kemur og gefur steinunum
líf.
Tónninn í Frostmarki er dekkri og inn-
hverfari en í Dagbók Lasarusar. Gamansemin
sem setti svip sinn á ljóðin er þó ekki horfin.
Bókinni lýkur með titilsögunni, biksvartri
kómedíu sem á köflum líkist hrímþoku sem
umlykur menn, dýr og blóm, svo hvergi sjást
nokkur skil nema síður væri. Á köflum er eins
og ljósið sé horfíð. Týnt og tröllum gefið.
Eben Varman, fæðist í Köldusveit í Krapa-
hreppi. Eftir skólagöngu í heimasveit sinni
heldur hann á miðjum áttunda áratugnum til
áframhaldandi náms við menntaskólann í Höf-
uðborginni. En þar unir hann hag sínum illa
þótt á þvi séu eftilvill engar haldbærar skýr-
ingar. Þegar hann situr og sleikir á sér blóma-
barnalokkana innanum hina lubbana í bekkn-
um og reynir að einbeita sér, er hugurinn sam-
stundis floginn á stað sem hann hefur enga
hugmynd um hvers vegna togar svona í hann.
Eben brennir allar brýr að baki sér, hættir
námi og heldur á vit drauma sinna. Staðurinn
uppljómaði er Þvergirðingseyri. Fyrstu nótt-
ina dvelur Eben Varman á Hótel Mánaskini.
Útum gluggann í sólarátt blasir fjallið Þver-
girðingur við og byrgir mönnum sýn. Til að
gera langa sögu stutta, er skemmst frá því að
segja að Þvergirðingseyri er enginn sælureitur
á jörðu, frekar en Köldusveit í Krapahreppi,
eða sjálfur Höfuðstaðurinn. Mannlífið þar er
um margt kunnuglegt. I góðsemi vegur þar
hver annan. Verði einhver fyrir sparld, sparkar
hann aftur í þann sem stendur neðar en hann í
rottustiganum og síðan áfram koll af kolli. Allir
nota alla í þeim tilgangi einum, að því er virð-
ist, að svala lægstu hvötum sínum. Enda fer
svo að Eben VaiTnan týnir sjálfum sér og verð-
ur úti á Þvergirðingseyri, breytist í Ebeneser
Frostmark. Það sem áður var hlýtt og kennt
við varma, verður að frosti.
Kannski ráfum við öll um í hrímþokunni á
Þvergirðingseyri. Týnd öllum, mest okkur
sjálfum. Neitum að hlusta á aðra. Þráumst við
að sldlja aðrar manneskjui- og mætum þeim
með sjálfsþótta og þvergirðingshætti. Að sýna
annarri manneskju skilning, er sennilegasta
erfiðasta þraut sem lífið leggur okkur á herðar.
Auðvelda leiðin er að verða að ísklumpi. Þessi
myrka saga er að formi til sögð í sendibréfi
sem Frostmark sendir Morgunpóstinum til
birtingai'. Þar léttir hann á skjóðu sinni og
dregur fátt undan. Að síðustu ber hann dauða
sinn til baka, segir h'fið svella í æðum sér og
gerir eftirfarandi játningu: „Eg Ebeneser
Frostmark er til!“ Áttatíu og sjö ára gamall ár-
ið 1987, jafngamall öldinni.
Draumur þinn rælist tvisvar
Við annan tón kveður tveimur árum síðar í
skáldsögunni: „Draumur þinn rætist tvisvar".
Stuttri sögu í fjórum hlutum þar sem hverjum
hluta fylgir tilvitnun í ævafomar bókmenntir.
Hafi Frostmark verið myrk bók, þá er
„Draumurinn“ sleginn birtuhljómi frá upphafi
til enda, þó frásögnin fjalli um mildnn og sáran
harm. Titill sögunnar gæti, að hætti höfundar,
verið trúarleg skírskotun í Endurkomuna,
Sáttmála Guðs og manna; eða jafnvel í sjálfa
hringrás mannlífsins. Fæðingu og dauða.
Kafla A fylgir eftirfarandi orðskviður eftir
Saadi frá Shiraz: „Hvorki er ég kameldýri til
byrði né ber ég byrði þess, hvorki stjórna ég
né heldur er mér stýrt. Hvorki óttast ég hið
liðna, þessa andrá né ókomna tíð. Ég fylli
lungu mín lífsanda, ég fylh líf mitt lífi.“
„Draumurinn" er bamslega einföld saga,
enda að mestu sögð útfrá sjónarhomi barns.
Lýst er hfi drengs frá því hann kemur í heim-
inn, þartil hann á miðjum aldri hverfur okkur
sjónum, þá þjakaður af þungbæmm sjúkdómi
sem breytt hefur lífsskilningi hans. Textinn er
ber og blátt áfram, hættulega nálægt því á
stundum að ganga nærri viðkvæmustu taugum
lesenda. En heildaráhrifin eru ijúfsár. Bókin er
skrifuð af þessu einstaka samspili sársauka og
kímni sem einkennir Kjartan Ámason. Aug-
ljóslega býr djúpur harmur að baki, en frá-
sögnin er að venju hófstillt. Meira leynist í
textanum en kemur í Ijós við fystu kynni.
„Draumurinn" hefur líka þá sérstöðu, held
ég, að vera fyrsta skáldsagan sem gerist að
mestu leyti í Kópavoginum, og lýsir ágætlega
lífi bama og unglinga þar í bæ á sjöunda og
áttunda áratugnum. Þeir sem shtu bamsskón-
um, og spariskónum í þessu undarlega holti
suður af Reykjavík, ættu að kannast við sögu-
sviðið. I holtinu þar sem annar hver hóll er
kenndur við álf, og sumir vegimir líka. Hangs-
ið á skiptistöðinni eftir strætó í bæinn, til að
horfa á Clint og þá félaga kála nokkmm bófum
í bíó, rifjar upp margar hálfgleymdar minning-
ar um það menningarefni sem ungmennum
stóð til boða á þeim tíma. Menn flykktust með
strætó í Tónabíó til að sjá hetjuna Clint freta
með hólknum á allt sem hreyfðist. Þetta var
fagnaðarerindi Hollywoodmanna til heims-
byggðarinnar á þessum árum og er sjálfsagt
enn: „Hey you son of a bitch! If you double-
cross me, I’ll kill ya!“
I upphafi sögunnar sveimar örn yfir hvítri
fönn, kona fylgist með þegar fuglinn hnitar
hringi á festingunni, rétt undir skjannabjört-
um skýjum. „Jæja þá er hann kominn,“ segir
hún við sjálfa sig og býr sig til langferðar. Bók-
ina á enda er þessi kona á ferð þar til hún nær
áfangastað sínum og kemur í stofu þar sem
liggja tvær sængurkonur. Konan strikar rak-
leiðis að annarri þeirra og kyssir á koll bams-
ins: - Sko hann þekkir þig, segir þá stúlkan.
Konan brosir og augu hennar verða tvær
lýsandi perlur í andlitinu. Fer undir kápu sína
og dregur fram lítinn böggul sem hún flettir
sundur: - Ég prjónaði hosur á litlu fætuma og
vettlinga so honum yrði ekki kalt á höndunum.
Hann er so viðkvæmur þessi esska sona ný-
kominn inní lífið.
Kafla B fylgir eftirfarandi hugleiðing frá
Hasan frá Basara: Ég mætti bami sem hélt á
lifandi ljósi. Ég spurði barnið hvaðan það kæmi
með þessa týru. Bamið slökkti ljósið og svar-
aði: „Nú skalt þú segja mér hvert það fór.“
„Draumurinn" er sannkallaður óður til lífs-
ins. Lokahlutinn sækir tilvitnun sína í Jóhann-
esarguðspjall, og styrkir það enn grunsemdir
um að höfundur sé sjálfum sér líkur: „Hann á
að vaxa en ég að minnka.“
Aðalpersóna sögunnar kemur að dánarbeði
ömmu sinnar sem söguna alla hefur reynst
honum styrk stoð. Lífsglöð, hlátumiild og með
svör á reiðum höndum við flestum ráðgátum
tilverannar. Með öðmm orðum hin dæmigerða
íslenska bókmenntaamma. Nú skilja leiðir að
sinni. Enn og aftur sækii' hann styrk til hennar
og finnst allt vera hégómi nema þetta kyrrláta
friðsæla andlit. Bókinni lýkur þama við dánar-
beðið:
Legg hönd þína oná sængina; stend upp og
kyssi þig á ennið. Fikra mig frá rúminu; stansa
og sný mér við: Nú eram við tvö í heiminum
amma mín. Vertu sæl.
Ferðin úteftir ganginum langa er ferð á
enda veraldar. Þarsem gangurinn endar sé ég
skært Ijós. Enn á ný mun ég deya inní ljósið.
Ég elska lífið og allt sem í því er.
Augu hinna biindu
Auk bókanna þriggja hefur Kjartan á und-
anfömum áram skrifað á annan tug örleikrita,
meðal annars flokk sem hann kallar: „Stríðum,
vinnum vorri þjóð.“ Nöfn leikritanna, Vindur,
hold og andi, og Skotmenn, gefa allgóða hug-
mynd um innihaldið.
„Ég stend utan allra trúfélaga þótt ég sé
mikill aðdáandi guðdómsins og sé sannfærður
um tilvist hans.“ Þessi orð era höfð eftir Kjart-
ani í viðtali við Morgunblaðið, þann 14. febrúar
1997. Þaraa held ég að við séum komin að
kjarnanum í skáldverkum hans. Lesandi
skynjar sterka trú, sannlifaða, blessunarlega
lausa við fordæmingu, kreddu og bölsýni. Trú-
arafstöðu sem boðar sýn til allra átta. Meirað-
segja nafngiftir verkanna virðast styðja þessa
skoðun.
Sýndarveraleiki umlykur okkur á alla vegu.
Áhrifamiklir fjölmiðlar flytja dag hvem lausn-
arboð plastkortamanna sem heilagan sann-
leika, og við fylgjum á eftir nauðug viljug.
Samfélag þar sem allt er falt fyrir fé, er Boð-
orð tímans. Máske er markmið kaupahéðn-
anna einungis það eitt, að gera manneskjuna
að frípunkti. Andlegi þátturinn sýnist hafa beð-
ið ósigur fyrii' þeim veraldlega. Vonandi þó að-
eins í svip. Fyrr en varir hlýtur eitthvað annað
að taka við. Nýjar hugmyndir að fæðast sem
fylla þetta tómarúm, sem orðið er eins og risa-
stór blaðra, míglek og að því komin að springa.
Þegar þær hugmyndir ná fram að ganga, hljót-
um við að hafna þessu leiða hlutverki:
„strandaglóps í stórmarkaði.“
En það eru alltaf grasbalar í auðninni. Ein-
lægni og öfgaleysi ásamt hófsemi, einkenna
verk Kjartans Ámasonar. Græskulaus gaman-
semi er aldrei langt undan og stundum skýtur
málfræðingurinn upp kollinum og leikur sér að
fóllum, beygingum og óræðri merkingu orð-
anna. Skáldverk hans era annarrar ættai' en
þau sem mest er hampað um þessar mundir.
„Úti á heimsenda em augu hinna blindu,"
mælti Ebeneser Frostmark. Það er því við
hæfi að hverfa aftur til upphafsins, til Ijóðanna
í Dagbókinni, og láta Lasaras sjálfan um loka-
orðin:
Núið
er umkringt
tveimur þáum:
einu
semvar
ogöðru
sem verður
ERLENDAR BÆKUR
ERRATA
George Steiner: Errata: An exa-
mined life. Weidenfeld & Nicolson
1997.
George Steiner fæddist í París
1929, þegar óveðursský hrönn-
uðust upp yfir Mið-Evrópu og
fjóram áram síðar varð Adolf Hitler
ríkiskanslari Þýskalands. Foreldrar
Steiners voru gyðingar, frá Vínar-
borg og faðir hans starfaði þar við
banka og stundaði alþjóðleg banka-
viðskipti. Steiner lýsir honum sem
viljasterkum manni gæddum einstök-
um gáfum, sem gerði sér ekki sérlega
háar hugmyndir um „homo sapiens".
rrata: i
An examincd lifc
G E O R C E S ! !■; i N’ 1. I
i
Hann þoldi ekki lygar jafnvel ekki þá
„hvítu lygi“ og sljóleiki og fúsk var
eitur í hans beinum. Hann áttaði sig
fullkomlega á því sem var að gerast í
Mið-Evrópu samtímans, betur en
flestir ættingjar hans, raunskyn hans
var einstakt og svo mjög að ýmsir
vinir hans töldu hann svartsýnis-
mann, þegar hann skynjaði flestum
betur að barbararnir vora þegar
komnir inn í borgina.
George Steiner ólst upp við sam-
evrópska arfleifð, foreldrar hans
vora Evrópubúar og dáðu bæði
franska, þýska og enska menningu
þótt faðir Steiners væri Zionisti.
Steiner gekk í franska menntaskóla
og stundaði framhaldsnám í Chicago,
Oxford og Harvard, þar sem hann
kenndi síðar og víðar. Bækur hans
fjalla um Humaniora, bókmenntir,
listir, músík og sögu tungumálanna
og klassíska arfleifð og barbarisma
20. aldar. Hann er með bestu essay-
istum nútímans. Hann ólst upp við
frönsku, þýsku og ensku, hefur skrif-
að flestar bækur sínar á ensku og
einnig á þýsku.
After Babel og Real Presences eru
meðal snjöllustu verka hans. Leikrit
og novellur ásamt fjölda greina í TLS
og New York Review of Books og
fleiri tímarita.
Stíll Steiners er grípandi, það er
líkast eins og hann ætti í samræðum
við lesandann, sæti jafnvel í stól á
móti honum og talaði. Persóna hans
er alltaf nálægt, því einlægni hans er
óbrigðul og þekking á efninu gjör-
tæk. Stíllinn er oft mjög „þéttur" og
sannur. Það er þessi skemmtilega ná-
lægð höfundarins sem gætir ekki síst
í þessari bók hans „Errata". Um-
þenkingar og frásagnir um eigin verk
og lífsreynslu, en lífsreynsla hans er
dýpri og næmari en almennt gerist,
kennd hans fyrir klassík, bókmennt-
um og músík er öðrum þræði lífsandi
hans. Hann fjallar um gyðingdóminn,
guðfræði, heimspeki og efni bóka
sinna. Hann lýkur uppgjöri sínu eða
leiðréttingum með því að þýðingar-
mestu gildi siðaðs lífs eða móralsks
lífs séu: ástin og upphaf fram-tíðar í
málfræði eða mennskum málum.
Fullkomnunin verður þegar ástin
gengur inn í framtíðina.
Það er ógerlegt að rekja efni þess-
arar bókar í smáatriðum, Steiner er
hér allur og hljómborð hans er vídd-
in.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998 1 7