Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 2
LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU UOÐ OG LIFANDI MYNDIR DAGSKRÁ um Svein Bjömsson listmál- ara verður í Hallgrímskirkju sunnudag- inn 15. febniar og hefst kl. 17. Dagskráin nefnist Ljóð og lifandi myndir og er í tengslum við sýningu á verkum Sveins sem opnuð var í kirkjunni sl. sunnudag. Sveinn lést í apríl í fyrra. Matthías Johannessen skáld les ljóð í minningu Sveins og segir frá kynnum þeirra. Erlendur Sveinsson kvikmynda- gerðarmaður sýnir brot úr kvikmyndinni Málarinn, sem hann er að vinna að um listsköpun foður síns og segir frá gerð myndarinnar. Þar er m.a. fylgst með Sveini þegar hann er að mála mynd við Passíusálma Hallgríms Péturssoanr og lýsir Sveinn glímunni við það verk í við- tali við Matthías. Þessar myndir Sveins, sem hann málaði við Passíusálma Hall- gríms, eru uppistaða sýningarinnar í for- dyri Hallgrímskirkju. KAMMERTÓNLEIKAR [ GARÐABÆ UÓÐATÓNLEIKAR MAGNEU TÓMASDÓTTUR OG GERRITS SCHUIL Á ÖÐRUM tónleikum tónleikaraðarinnar Kammertónleikar í Garðabæ syngur Magnea Tómasdóttir sópransöngkona við undirleik Gerrits Schuil, sem jafnframt er listrænn stjómandi og skipuleggjandi Kammertónieik- anna. Tónleikamir verða í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju laugardaginn 14. febrúar kl. 1.7. Á tónleikunum verða flutt söngljóð eftir Mozart og Richard Strauss, bæði þau sem flestir tónlistarannendur þekkja og þau sem sjaldnar eru flutt. Þó að langt sé á milli þess- ara tveggja tónskálda í tíma eiga þau æði margt sameiginlegt. Báðir sömdu til dæmis óperur og höfðu gríðarlegan áhuga á leikhús- inu. Strauss var mikill aðdáandi Mozarts og hafði iðulega verk hans á efnisskrám tónleika þar sem hann lék eða stjórnaði. Ein af þekkt- ustu óperam Richards Strauss, Der Rosenka- valier, er án efa, þrátt fyrir ólíkt tónmál, sam- in undir áhrifum af Brúðkaupi Fígarós og Cosi fan tutte. Bæði þessi tónskáld lögðu sig eftir að semja sönglög og gerðu það frá unga aldri til æviloka. Mozart var ellefu ára þegar hann samdi sitt fyrsta sönglag og Strauss gerði fyrstu tilraunir sínar í þá átt þrettán ára að aldri. Á það skal og minnt að Mozart lagði grundvöllinn að því söngljóði sem varð að há- þróuðu listformi á 19. öld með Schubert og Schumann og öðlaðist loks nýjar víddir með tónskáldum eins og Richard Strauss. Ráðin við Kölnaróperuna Magnea Tómasdóttir hóf söngnám hjá Unni Jensdóttur en hélt síðan til náms við Trinity College of Music í Bretlandi árið 1993. Þar stundaði hún nám hjá Hazel Wood og útskrif- aðist þaðan vorið 1996. Á námsáranum sótti hún fjölmörg námskeið hjá frægum og virtum söngvurum, þ.á m. Roger Vignoles, Ian Partridge og Elly Ameling, og kom fram á fjölmörgum tónleikum. Meðal annars hélt hún tvívegis einsöngstónleika í St. Martin in the Fields-kirkjunni í London. Einnig vann hún nokkrum sinnum til verðlauna í skóla sínum og árið 1996 komst hún í undanúrslit hinnar frægu samkeppni National Mozart Competit- ion í Bretlandi. Á námsárunum tók hún þátt í ýmsum óperauppfærslum á vegum Trinity College, en síðastliðið haust var hún ráðin til Óperannar í Köln þar sem hún mun starfa með óperustúdíói þessarar virtu stofnunar næstu tvö árin. Meðal annars hefur hún sung- ið þar hlutverk í Aldu eftir Verdi og mun síðar í vetur syngja hlutverk Donnu Elviru í Don Giovanni eftir Mozart. Gerrit Schuil hefur búið og starfað hér á landi síðastliðin fjögur ár og tekið virkan þátt í tónlistarlífi Islendinga, bæði sem píanóleik- ari og hljómsveitarstjóri. Hann nam píanóleik við Tónlistarháskólann í Rotterdam en stund- aði síðan framhaldsnám í London og París, og hefur haldið píanótónleika í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum svo og á fjöl- mörgum alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Gerrit Schuil nam hljómsveitarstjórn hjá hinum heimsfræga rússneska hljómsveitarstjóra Kirill Kondrashin og starfaði síðan um árabil sem stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar hol- lenska ríkisútvarpsins, sem á þeim árum var jafnframt aðalhljómsveit Hollensku ríkisóper- unnar í Amsterdam. Einnig hefur hann stjórnað fjölmörgum hljómsveitum í Evrópu og í Bandaríkjunum, bæði í óperahúsi og tón- leikasal. Miðasala er opin í Kirkjuhvoli við Vídalíns- kirkju í Garðabæ milli 15 og 17 tónleikadag- inn. NÝ TÓNLEIKARÖÐ AÐ HEFJA GÖNGU SÍNA í ÍSLENSKU ÓPERUNNI HALLDÓR Haraldsson píanóleikari kemur fram á fyrstu tónleikunum í nýrri röð ein- leikstónleika, sem eru samstarfsverkefni Fé- lags íslenskra tónlistarroanna (FÍT) og Is- lensku óperunnar, í íslensku óperanni á morgun, sunnudag, kl. 17. Mun hann leika sónötu í b-dúr, D. 960 eftir Franz Schubert og sónötu op. 5 eftir Johannes Brahms. Halldór hélt tónleika með sömu efnisskrá í Gerðarsafni í Kópavogi 24. nóvember síðast- liðinn og ástæðan fyrir því að hann endur- tekur leikinn nú er sú að Ragnar Bjömsson tónlistargagnrýnandi skoraði á hann, í ann- ars lofsamlegum dómi í Morgunblaðinu, að endurtaka tónleikana á öðram stað þar sem hljómburðurinn í Gerðarsafni hefði ekki ver- ið nægilega góður. Varð píanóleikarinn við áskoraninni. Halldór kveðst lengi hafa verið með verkin í vinnslu enda séu þau mikil vexti. „Upphaf- lega lagði ég til atlögu við þau án þess að hafa endilega tónleika í huga. Það er því stórkostlegt að fá tækifæri til að flytja þau á tvennum tónleikum með svo stuttu millibili. Það er alltaf sárt að leggja verk frá sér strax eftir eina tónleika, sérstaklega þegar maður hefur lagt mikla vinnu í undirbúninginn.“ Halldór er landsþekktur fyrir píanóleik Morgunblaöið/Golli HALLDÓR Haraldsson píanóleikari ásamt Margréti Bóasdóttur, markaðsstjóra fslensku óper- unnar og stjórnarmanni i FÍT. sinn og störf að tónlistarmálum en hann er, sem kunnugt er, skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Auk einleikstónleika, hér heima og erlendis, hefur hann margoft leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands og leikið með Gísla Magnússyni verk fyrir tvö píanó. Halldór er einn af stofnendum Tríós Reykja- víkur og lék með því um árabil. Halldór hefur sinnt mörgum mikilvægum störfum í þágu íslenskra tónlistarmanna og segir Margrét Bóasdóttir, sem sæti á í stjóm FIT, að það sé félaginu sönn ánægja að bjóða honum að hefja leikinn í nýju tónleika- röðinni. Einnig segir Margrét að félagið fagni upp- hafi samstarfs við Islensku óperana en í húsi hennar hafi verið haldnir margir af eftir- minnilegustu tónleikum íslenskrar tónlistar- sögu. Þá hafi Reykjavíkurborg veitt FIT styrk til tónleikahalds á árinu og fyrír vikið vilji félagið leggja sitt af mörkum til að við- halda því glæsilega merki sem Tónlistarfé- lagið í Reykjavík hélt á lofti áratugum sam- an. Þess má til gamans geta að Halldór hélt einmitt sína fyrstu einleikstónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík árið 1965. Halldór ber lof á framtak FÍT og íslensku óperannar. Tækifæri íslenskra einleikara til að glíma við stór og krefjandi verk séu alltof fá. „Þetta er lofsvert framtak sem á vonandi eftir að falla í góðan jarðveg." HALLDOR HARALDS- SON RlÐUR Á VAÐIÐ MENNING/ LISTIR i NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands Óþekktar ljósmyndir Sæmundar Guðmunds- sonar í Bogasal. Til 15. febr. Listasafn Islands Ný aðföng. Salur 1-3. Til 3. mars. Salur 4: Asgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þor- láksson, Jón Stefánsson Jóhannes Kjarval. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinsson- ar. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Ásmundarsalur. Riekoo Yamazaki: Japönsk skriflist. Gryfja: Inga Rósa Loftsdóttir: Mál- verk. Til 15. febr. Arinstofa: Ný aðföng. Til 29. mars. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Úr Kjarvalssafni - Sýningarstjóri Thor Vil- hjálmsson. Líkamsnánd, norrænt sýningar- og safn- fræðsluverkefni til 1. mars. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Til marsloka. Nýlistasafnið Guðrún Vera Hjartardóttir, Jón Bergmann Kjartansson, Sólveig Þorbergsdóttir og Gretar Reynisson. Til 15. febr. Hafnarborg Björg Þorsteinsdóttir sýnir vatnslitamyndir og Kristján Jónsson sýnir málverk. Til 23. febr. Hallgrímskirkja, anddyri Passíusálmar Hallgríms Péturssonar í list Sveins Björnssonar. Stöðlakot Jóhann Jónsson. Vatnslitamyndir og teikning- ar. Til. 8. febr. Ráðhús Reylqavíkur Sigþrúður Pálsdóttir. Til 26. febr. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Margrét H. Blöndal. Til 4. mars. Gallerí Horn Söfnunarsýning til endurreisnar listasafni Samúels Jónssonar. Ti 11. feb. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: Þríðja árs nemar Grafíkdeildar MHÍ. Gallerí Barmur: Birgir Snæbjörn Birgisson. Gallerí Hlust: Hljóðmynd verksins „Afþreying fyrir tvo“ eftir Pétur Órn Friðriksson. Síminn er 551 4348. 20 m2: Birgir Snæbjörn Birgisson. Til 15. febr. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Ólafur Gíslason. Deila með og skipta. Birgir Eggertsson, Baldur Gunnarsson, Ólafur Stef- ánsson, Finnur Leifsson, Magnús Skúlason og Erna Árnórsdóttir. Til 15. feb. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd Bragi Ásgeirsson. Til 5. júní. Mokkakaffi Ljósmyndasýning Gunnars Kristinssonar. Til 5. mars. TÓNLIST Sunnudagur 8. febrúar Seltjarnarneskirkja: Strengjasveit Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Kl. 17. Grensáskirkja: Nýi tóniistarskólinn. Kl. 17. Grensáskirkja: Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík. Ki. 20. Mánudagur 9. febrúar Gerðarsafn: „Við slaghörpuna": Frönsk tónlist. Sóirún Bragadóttir og Jónas Ingimundarson. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Kaffi, sun. 8., mið. 11. febrúar. Meiri gauragangur, frums. 11. febr. Yndisfríð og ófreskjan, sun. 8. febr. Grandavegur 7, sun. 8., fim. 12. febr. Fiðlarinn á þakinu, fös. 13. febr. Borgarleikhúsið Galdrakarlinn í Oz, iau. 7., sun. 8. febr. Feður og synir, lau. 14. febr. Feitir menn í pilsum, lau. 7., fös. 13. febr. Hár og hitt, fös. 13. febr. Augun þín blá, fim 12. febr. Islenski dansfiokkurinn: Útlagar, frums. lau. 7. febr. Fös. 13. febr. Loftkastalinn Bugsy Malone, sun. 8. febr. Fjögur hjörtu, fim. 12. febr. Listaverkið, lau. 7., fös. 13. febr. ísienska óperan Ástardrykkurinn, lau. 7. febr., fös. 13. febr. Leikfélag Akureyrar A ferð með frú Daisy, lau. 7., fós. 13. febr. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og háðvör Grafarvogskirkja Heilagir syndarar, frums. þrið. 10. febr. Mið. 11. febr. Síðasti bærinn í dalnum, lau. 7., sun 8. febr. Kaffileikhúsið Revían í den, lau. 7., fós. 13. febr. Möguleikhúsið Einar Áskell, sun. 8. febr. Nemendaleikhúsið Bðm sólarinnar, sun. 8., mán. 9., fim. 12. febr Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- inglistir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning @mbl.is. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 14. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.