Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 8
ÚR TEIKNIBÓK ÞORVALDS: Ríðandi fólk og gangandi, hús og tré við danska götu eða þjóðveg. TEIKNIBÓK ÞORVALDAR SÍVERTSEN EFTIR ÁRMANN JAKOBSSON Enn hefur lítilli birtu verið brugðið yfir íslenska listasögu fyrir árið 1850. Veldur þar miklu hversu fá- brotnar heimildir eru um listir íslendinga en einnig eru dæmi þess að heimildir um listiðju og listáhuga íslendinga séu til en látnar afskiptar. Það er útbreiddur misskilningur að íslend- ingar hafí nánast verið þjóð án lista öldum saman og ekki á það síst við um myndlistina. Enn er ekki til neitt mikið yfirlitsverk um ís- lenska listasögu fram til 1850 en þó hefur verið sýnt fram á að hér á landi voru lista- menn, jafnvel þegar þjóðin var sem fátækust. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður (1877-1961) hefur sett saman ágætt verk, ís- lenskir listamenn, í tveimur bindum og komu út árin 1920-1925. Þar sagði hann sögu átta íslenskra myndlistarmanna frá 18. og 19. öld en tveir störfuðu raunar erlendis, annar þeirra Bertel Thorvaldsen. Þá hefur Björn Th. Björnsson ritað nokkuð um myndlist þessa skeiðs og einnig Kristján Eldjám. Myndlistarmaðurinn Hjalti Þorsteinsson, prófastur í Vatnsfirði, starfaði á 17. og 18. öld, Sæmundur Magnússon Hólm, prestur á Helgafelli, og Ólafur Ólafsson, lektor á Kóngsbergi, undir lok 18. aldar. En það er fyrst upp úr 1830 að fjölga fer þekktum myndlistarmönnum og með Amgrími Gísla- syni og Sigurði Guðmundssyni er íslensk myndlistarsaga hafin af fullum þunga. En þá er sagan aðeins hálfsögð. Fleiri hljóta að hafa fengist við myndlist en hinir fáu sem eiga verk varðveitt á Þjóðminjasafni og í kirkjum t landsins. Eitt af verkefnum þeirra sem fást við lista- j sögu hlýtur að vera að grafa upp annað varð veitt íslenskt myndlistarefni fyrri alda í von j um að skapa heillegri mynd af íslenskri list- iðkun fyrri alda. Hér greinir frá litlu handriti sem gæti þó talist athyglisvert í ljósi hinnar • brotakenndu þekkingar á íslenskri myndlist > fyrir 1850. Það er Teiknibók Þorvalds Sívert- sen í Hrappsey. Er undirrituðum ókunnugt ' um að hennar hafi áður verið getið á prenti. Teiknibók þessi er varðveitt á Landsbóka- safni (Lbs. 413, fol.). A kápunni er letrað nafn teiknarans, Th. Sivertsen. Ekki kemur fram hvenær teikningamar eru gerðar en á einni myndinni er ártalið 1821 letrað rómverskum tölustöfum. Bókin er alls 24 blöð. Það fremsta og þau fimm öftustu era auð en á 18 hægri síðum era blýantsteikningar. Fremst era blýantsteikn- ingar eða skissur. Sumar þeirra eru greini- lega æfingar. Þannig er ein síðan þakin aug- um, augnlokum, nefjum og eyram, á annarri era nokkur andlit, hendur og fætur, á þeirri þriðju vangasvipir, með og án augna og á enn einni síðunni era fullgerðar rissmyndir, bæði tveir vangasvipir og andlitsmyndir og auk þess þrjú sett af vörum. Eftir nokkrar síður fara að koma fullgerð- ar myndir. Flestar era af landslagi sem er greinilega ekki íslenskt en gæti verið nor- rænt. A einni síðu má sjá efst varðturn úr steini á klettahæð og liggur stígur upp að en neðar á sömu síðu er stærri mynd af manni, konu og bami að draga bát að landi í vina- legri fjöra en aftan við má sjá timburhús í skógarlundi og fjær glyttir í kirkjuturn innan um fleiri tré. Þá fylgja allmargar skyggðar blýant- steikningar af bóndabæjum, kirkjum, reisu- legum steinhúsum, öllu í gróðarsælu lands- lagi. Einn af þessum bóndabæjum stendur við á sem yfir liggur myndarlegasta steinbrú en bátar sigla undir. A einni mynd sjást tveir örsmáir menn ræðast við innan um róm- verskar súlur. Innan um þessar fullgerðu myndir era rissur, einkum af baksvip nakinna vöðvafjalla auk gyðju í skógarlundi, tveggja bóndabæja og ein rissmýnd virðist vera af skírnarfonti. Bæði vangasvipimir sem áður vora nefndir og þessir nöktu kroppar virðast undir ný- klassískum áhrifum og yfir þeim grískt yfir- bragð. Aftast era litmyndir þar sem grænn og blár litur era allsráðandi. Þær fremstu sýna vatnsdælu og súlu í fögra grösugu landslagi en síðan sést stúlka í bláum kjól festa blóm á ögn hærri súlu sem er ofan á h'tilli hæð en rannar neðst. Þá eru þrjár myndir sem sýna meira landslag. Sú fyrsta er af reisulegu steinhúsi við árbakka og á hinum bakkanum er heljarmikið tré. Önnur sýnir mann á hesti ríða eftir þjóðvegi en i baksýn er bær og feiknar stórt tré slútir yfir veginn. Seinasta myndin í bókinni er jafnframt ein sú vandaðasta. Það er litmynd af vegi þar sem manneskjur sjást við vinnu, á hestbaid, í hestvagni og ein situr og hvílir sig. Vinstra megin er trjálundur eins og í erlendum lysti- görðum, hægra megin bóndabær, að því er virðist úr stemi og til hliðar við hann tré af mismunandi tegundum. í fjarska glyttir svo í fleiri hús. í þessari mynd eru allmargir litir og hún er skyggð af kostgæfni. Eins og sést á þessari upptalningu virðist óhætt að álykta að Þorvaldur hafi annaðhvort teiknað erlent landslag sem hann hafði fyrir sér, notast við bækur eða jafnvel eigið ímynd unarafl. Teiknibók hans sýnir ákveðna þróun TEIKNINGAR af húsum, að líkindum í Danmörku. ÚR TEIKNIBÓK ÞORVALDS: Stúlka viö dælu og tré í landslagi. ÚR TEIKNIBÓKINNI: Blýantsteikningar af kastala og kirkju. frá æfingum til fullgerðra mynda sem benda til náms í dráttlist. Að öðra leyti er tilurð Teiknibókarinnar gáta. Teiknibók Þorvalds Sívertsen er ótvíræð heimild að fleiri fengust við dráttlist en þeir sem urðu frægir af og hún hefur því veralegt menningarsögulegt gildi. Frá þessu skeiði þekkjast nánast engar myndir eftir íslenska menn. Virðist líklegt að fleira af þessu tagi sé til í handritum, á Landsbókasafni og víðar. En hver var þessi Þorvaldur Sívertsen sem fékkst við teikningu í upphafi 19. aldar? Þorvaldur Sívertsen var fæddur og alinn upp á íslandi en var við jarðræktamám í Dan mörku 1818-1821 „með styrk af alþjóðarfé“. Einnig mun hann þar hafa kynnst dráttlist inni og þar sem ártalið 1821 sést í Teiknibók- inni getur jafnvel verið að teikningarnar séu allar frá Danmerkurdvöl hans. Hafi hann verið í skipulegu námi er óhætt að fullyrða að hann hljóti að hafa talist efnilegur. Þorvaldur var fæddur að Núpi í Haukadal í Dalasýslu 29. mars 1798, sonur Sigurðar Sig- urðssonar umboðsmanns og Katrínar Þor- valdsdóttur. Eldri bróðir hans var Ólafur Sí- vertsen, síðar prófastur í Flatey og alþingis- maður (1790-1860). Þegar hann kom út aftur varð hann sveinn Skúla sýslumanns Magnús- sonar að Skarði (1768-1837), sonar Magnúsar Ketilssonar ritstjóra og sýslumanns (1732-1803) og giftist dóttur hans, Ragnhildi (1800-1852) 6. júní 1823. Frá 1824 var hann umboðsmaður Skógarstrandaijarða og bjó á hluta í Hrappsey en frá 1834 í Hrappsey allri ásamt Kiðey. Frá 1829 var hann aðstoðarsýslumaður Skúla Magnússonar, tengdaföður síns, uns hann lést og settur sýslumaður 1837-1838 en við sýslunni tók Kristján Magnussen, mágur hans (1801-1871). Héldu þeir langfeðgar sýslunni frá 1754 til 1860. Síðar var Þorvald- ur settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu og Strandasýslu. Hann var þingmaður Dala- manna 1845-1851, sat á fyrsta endurreista þingi Islendinga. Þorvaldur var mikill búhöldur, góðgerðar- samur og naut mikils traust manna. Hann skipti sér mjög af stjórnmálum og voru þeir Ólafur báðir og frændur þeirra meðal helstu stuðningsmanna Jóns Sigurðssonar. Um þá sögu alla má fræðast rækilega í þriggja binda verki Lúðvíks Kristjánssonar, Vestlendingar, sem nýlega hefur verið endurútgefið. Þor- valdur lést 30. apríl 1863. A Landsbókasafni era auk Teiknibókarinn- ar nokkur handrit önnur úr fóram Þorvalds Sívertsen sem merkileg mega teljast. Þar má nefna æviágrip hans og bróður hans, Ólafs Sívertsen, og minnisbók Þorvalds um árin 1821-1860 með eigin hendi. Frá áranum sem Þoi-valdur sat á alþingi era ritgerðir um landsmál sem tengjast setu hans þar. Einnig mun Þoi’valdur hafa ritað annál sem varðveittur er á Landsbókasafni með hendi Gísla Konráðssonar rithöfundar (1787-1877) ásamt þætti frá Húsavíkur-Lalla með hendi Þorvalds sjálfs. Gísli og Þorvaldur munu hafa skrifast á og Þorvaldur verið heimildar maður Gísla um sagnaþætti og þjóðsögur. Einna athyglisverðast af handritum með hendi Þorvalds Sívertsen er 154 blaðsíðna handrit, ritað 1805-1820 af þeim Ólafi, bróður hans. Hafa þeir bræður þá verið í bernsku og æsku. Þetta er greinilega eins konar glósu- bók þeirra þar sem í er tímatal með Noregs konungasögum, útdráttur úr Gloseram Páls Vídalín (1667-1727), fréttablöð frá árunum 1807, 1814 og 1816 og fróðleikur um landa- fræði, rómversk trúarbrögðj fornar og nýjar kvenhetjur, fjarðanöfn á Islandi, latneska málfræði og reiknireglur. Virðast þeir bræð- ur hafa verið miklir alfræðibókarmenn, eins og fleiri unglingar á ýmsum öldum. Ekki vekur síður athygli hversu greiðan aðgang þeir hafa haft að miklum fróðleik og er ótvírætt að synir betri bænda á Islandi vissu meira um erlendar þjóðir en margur kynni að hyggja í fljótu bragði. Þannig era í glósubókinni æviágrip stórhöfðingjanna Dj- engis kan, Timur leng, Saladdíns, Aurangzebs stórmóguls og Péturs mikla sem synir Sigurðar á Fjarðarhorni hafa skráð væntanlega eftir erlendum kennslubókum en þó eflaust líka að ein hverju leyti eftir munn- legri frásögn þar sem nöfn kappanna era stundum stafsett á kynlegan hátt (Aurangzeb er þannig Oran Zeb). Auk þess era allmörg handrit á Lands- bókasafni sem farið munu hafa um hendur Þorvalds Sívertsen og bera ýmissi menning- arviðleitni vitni. Á Landsbókasafni er varð- veittur Naifi Sigurðar Péturssonar með hendi hans. Þeir bræður, Ólafur og Þorvald- ur, hafa ritað nöfn sín á um 400 síðna handrit frá 1675 sem geymir Lögbók Magnúsar Nor- egskonungs. Einnig hefur Þorvaldur átt al- fræðirit sem aðrir hafa tekið saman og m.a. geyma Gullasna Apuleiusar, ævisögur merkra 18. aldar manna, sögur byskupa, forna annála, lagarit Sveins Skúlasonar, Kon- ungs skuggsjá og söfn með fomaldar og ridd- arasögum. Afkomendur Þorvalds urðu til þess að halda nafni hans á lofti. Kristín, dóttir hans átti Jón Thoroddsen sýslumann og rithöfund og meðal sona þeirra var Þorvaldur Thorodd- sen vísindamaður sem var skírður eftir afa sínum. Katrín átti Jón Árnason þjóðsagna safnara. Teiknibókin barst Landsbókasafni frá Boga Th. Melsteð árið 1929, samkvæmt Handritaskrá þess. Verið gæti að hún hafi farið um hendur Jóns Amasonar eða Þor- valds Thoroddsen áður en Bogi eignaðist hana. Það efni sem varðveist hefur úr fóram Þor- valds Sívertsen sýnir þann menningaranda sem einkennt hefur mörg íslensk heimili í upphafi 19. aldar þó að vissulega teljist Þor valdur til yfirstéttarinnar. Á Teiknibók hans sést að hann lagði sig einnig eftir listum sem íslendingar höfðu þá enn lítt stundað svo að vitað sé. Hún ætti því að vera áhugaverð fyrir þá sem rannsaka íslenska myndlistarsögu. Höfundurinn er íslenskufræðingur. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.