Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 17
ANDLEGT LÍF KAREN- AR BLIXEN Nýlega birtist bréfasafn danska skáldsins Karenar Blixen (1885-1962). Það annaðist m.a. Frank Lasson óperusöngvari, sem áður gaf út m.a. bréfasafn Ijóð- skáldsins Sophusar Claussen. ÖRN OLAFSSON fjallar um bréfin og einnig góðar og vondar bækur um Blixen. Æsilegt líf, spilavíti og skemmtistadir settu svip á líf listmálarans Francis Bacons. Sumir segja að fólkið í myndum hans sé skelfilega afskræmt. hét að mála yfir og reyna aftur. Að því leyti skipti næstum hver dráttur í verkum hans sköpum, svo það má nánast líta á hvert verk sem hið mesta glæfraspil þar sem sköpun- arkrafturinn er að veði í hvert einasta sinn, sem penslinum er brugðið á léreftið. Og ef einhver vill tengja verk Bacons lífi hans sjálfs er hér sami sálarháski á ferðinni og þegar hann stóð tímunum saman við spila- borð spilavítanna eða kastaði sér úti í glæfralegt skemmtanalíf. Bacon hafnaði því alfarið að hann væri að túlka sýn sína á einhvern hátt. Hann væri ekki expressjónisti og reyndi heldur ekki að skapa raunveruleika í myndum sínum. I flestum myndum hans er fólk. En fólkið er fremur líkami en sál, öllu heldur kjöt, því auk þess sem hann málaði gjarnan kjöt- skrokka og var alla tíð heillaður af þeim, þá er holdið, kjötið, dregið fram í flestum myndum hans. Hann heimsótti gjarnan sláturhús og slátrarabúðir, bæði til að horfa á skrokkana og anda að sér heitri kjöt- anganinni, sem nánast fylgir myndum hans - og þetta kjötæði hjá manni sem heitir Bacon býður óneitanlega upp á ýmsar hug- renningar. Kjötfletirnir eru oft eins og sveipaðir titrandi hitahulu líkt og hrátt kjöt og ekki bara venjulegt hold. Sumir segja að fólkið í myndum hans sé skelfilega afskræmt, en það má líka segja að sköpunarkraftur Bacons hafi verið svo öflugur að hann snýr og vindur fólk til, skapar fjölhliða verur í mörgum flötum. Allt þetta fólk málaði Bacon fremur eftir ófull- komnum ljósmyndum en að láta það sitja fyrir hjá sér og handverkssnilld málarans kemur fram í að þó andlit hans séu við fyrstu sýn ekki nálægt raunveruleikanum þá eru þau það samt, því í dráttum hans eru andlitin jafnauðþekkjanleg og ljósmynd. Fjölhliða sýn Bacons Eitt þekktasta viðfangsefni Bacons er páfamynd Velázquez af Innocentiusi X, sem Bacon vann úr mestallan 6. áratuginn og þar eru einmitt þess helstu einkenni hans þegar komin fram: Margar myndir af sama viðfangsefninu, þunnir litir í sterkum, fáum dráttum og línur er marka myndbygging- una. Litir Bacons voru yfirleitt ekki sker- andi, en í myndum sem hann málaði á þess- um árum með beinni skírskotun til verka Van Goghs notaði hann ákafa sterka liti til að hylla þennan meistara, sem Bacon fannst sjálfum að hann ætti ýmislegt sameiginlegt með. Auk þess að mála yfirleitt fólk dugði hon- um sjaldnast aðeins ein mynd heldur málaði hann seríur, gjaman þríverk, „triptych“. Ekki til að draga hugann að þríverkum, sem löngum hafa einkennt trúarlega list, því þeirri samlíkingu hafnaði hann alfarið, heldur til að hafa tækifæri til að sjá aðstæð- ur fyrir sér í mörgum flötum. Rétt eins og persónur og efni einstakra mynda voru gjarnan undnar í marga fleti, þá þurfti svo enn að útvíkka sýnina í fleiri en eina mynd. Þríverk málað 1972 er eitt margra verka sem hann málaði eftir dauða Dyers, þar sem hinn látni kemur við sögu. I þessum myndum líkt og mörgum öðrum er svört og drungaleg dyragætt að baki og persónan að hluta leyst upp. Á þessum árum málaði hann líka margar sjálfsmyndir eins og Sjálfsmynd frá 1973 er dæmi um. Hér er enn ein fjölflata mynd, þar sem persónan í myndinni sést eins og aftan frá líka í dyragættinni og býður upp á vangaveltur um tengsl þessara tveggja. Gólfið er hrár striginn og hringjunum sem bregður fyrir í buxunum er minning um að- ferð, sem hann notaði alla tíð, en hún fólst í að draga í myndirnar form, oft ferhyrninga og hringi líkt og málarar endurreisnarinnar notuðu við mynduppbyggingu sína án þess formin sæjust nokkurn tímann. Á þeim 34 verkum á sýningunni í Louisiana til loka apríl gefst hrífandi tækifæri til að kynnast verkum og aðferðum Bacons niður í kjölinn - eða öllu heldur niður í strigann.. ETTA bréfasafn Blixen er nær 1.400 bls. í tveimur þykkum bindum, og nær yfir rúma þrjá áratugi, frá því hún fluttíst frá Kenýa, 1931, til dánardags. Það heitir Breve fra Danmark, því áður hafði birst þykkt bindi, Bréf frá Afríku, sem náði yfir þau sautján ár sem hún bjó í Kenýa, 1914-31. Samanlagt nær þá bréfasafn henn- ar yfir mestan hluta ævi hennar, nær hálfa öld, frá þvi hún var um þrítugt. Þetta seinna bréfasafn hefur það fram yf- ir hitt, að hér eru einnig bréf til Blixen. Hún átti bréfaskipti bæði við ættingja, vini í Af- ríku, Danmörku og víðar, útgefendur og allskyns menntafólk. Itarlegar nafnaskrár greiða aðgang að bréfasafninu. Ekki er heldur allt birt, enda þekkja allir bréfritar- ar það, að þeir endurtaka mikið efni frá bréfi til bréfs, þegar þeir skrifa ýmsu fólki. Hér er sáralítið um endurtekningar, og út- gefandinn hefur skotið inn skýringargrein- um eftir þörfum, jafnvel glefsum úr blaða- greinum sem vísað er til. I heild verður út- koman afar fjölbreytileg mynd af lífi skálds- ins og umhverfí, einkum ríkulegu andlegu lífi hennar. Skelfileg bók Auðvitað stenst þetta bréfasafn ekki sam- jöfnuð við frábær skáldverk hennar, en ann- ar samanburður er nærtækari, það eru ævi- sögur skálda, sem margir lesa. Judith nokk- ur Thurmann hefur birt ævisögu Blixen, sem víða hefur farið, því miður, þetta er skelfileg bók. Látum nú vera andlausa smásmygli í upptalningum á þýðingarlausum smáatrið- um í lífi skáldsins, hitt er öllu verra, að Thurmann leiðir skáldverkin beint út frá þeim, sem einskonar sjálfkrafa ummyndun! Þannig lokar hún skáldverkum Blixen við einstrengingslegan og ómerkilegan skilning á þeim, en það sem hrífur mest við þau, er einmitt að frá einstökum viðburðum og mannlýsingum opna þau sig til æ víðtækari og merkari sýnar. í bréfasafninu koma fjöl- breytilegar túlkanir sagna Blixen, bæði frá henni og öðrum. Svona eins og til að vera hæfilega mikið út í hött tók hún sér gamalt arabískt kjörorð: „Þrennt skiptir mestu að gera vel, að sitja hest, skjóta af boga og segja satt.“ „Og hún gat ekkert af þessu!“ sagði bróðir hennar Tómas. En sannleikur- inn er sá, að hún laug til að segja satt. Með öðrum orðum, skáldskapur hennar beindist að kjarnanum, sýndi hve mikilvægt var fyr- ir persónur sagnanna að fara sínar eigin leiðir, hvað sem umhverfi þeirra áleit. Þess- vegna var Blixen aldrei klisjukennd, þótt hún væri fornfáleg, sögur hennar gerðust iðulega öld fyrir ritunartíma, og meðal að- alsins meðan hans var enn mátturinn og dýrðin. Og frásagnaraðferð hennar hefur líka þótt fornfáleg, jafnvel miðað við íhalds- sömustu samtímahöfunda hennar. Samt eru sögur hennar sígrænar, eilífferskar, því hversu krókóttur sem söguþráðurinn er, stefnir hann alltaf að þungamiðju. Hún s.agði að henni hefði lærst þetta þegar hún hitti fyrst negrana í Kenýa og þeir spurðu hana: „Hver ert þú?“ Henni vafðist tunga um tönn, því venjuleg svör hennar í Dan- mörku; „Eg er frænka biskupsins, dóttir Dinesen þingmanns“, o.s.frv. voru merking- arlaus í þessu umhverfi. Svo hún fór að leita kjarnans. Tortryggð heima fyrir Sögum Blixen var fádæma vel tekið frá fyrstu tíð, einkum í Bandaríkjunum, þar sem hún birtist fyrst, flestar bækur hennar urðu bók mánaðarins í helsta bókaklúbbi landsins, og fengu mikla útbreiðslu. En í Danmörku mætti hún oft tortryggni, t.d. frá ríkjandi krötunum, almennt ríkti sú skoðun að skáldverk væru umfram allt tæki til að innræta skoðanir, og var þá ekki góðs að vænta af „eftirlegukind aðalsins", verk hennar kæmu „stríðandi alþýðu“ ekki við. Barónessan komst þó einu sinni svo langt að skrifa grein í Land og folk, blað danska kommúnistaflokksins. Ásamt ýms- um helstu skáldum Dana hyllti hún þar Halldór Laxness fimmtugan. Þar þakkar Blixen honum góðar bækur, sérstaklega þriðja hluta Islandsklukkunnar, Eldur í Kaupinhafn. Hún hafi grátið yfir þeirri bók, og það hafi ekki hent hana þessa hálfu öld sem Halldór hafði lifað. Grethe Rostbpll var menntamálaráðherra íhaldsflokksins danska þangað til kratar tóku við fyrir þremur árum. Hún er kandídat í dönskum fræðum, og var kennari við lýðháskóla áður en hún tók sæti á þingi. Líklega hefur hún oft farið yfir sögur Blixen í bókmenntatím- um, því nú hefur hún gefið út bók um þær, Længslens vingeslag. Hún tekur þar fyrir þær 35 sögur, sem Blixen birti sjálf í bók, en lítur hjá hinum fimmtán, Efterladte for- tællinger. Túlkun Rostbpll er býsna lágfleyg. Það er vegna þess, að hún fylgir sögu fyrir sögu, í sömu röð og þær standa í bókum Blixen, bók eftir bók. Fyrst er endursögn á efni hverrar sögu, síðan túlkun á sérkennum persóna, samspili þeirra og öðrum merkum atriðum. Af þessari aðferð leiðir miklar end- urtekningar, og litla yfirsýn. Venjuleg vinnubrögð fræðimanna eru því frekar þau, að krota slíkar athugasemdir hverja fyrir sig á smámiða (núna líklega fremur á ek. tölvu“miða“), og eftir að allt efnið hefur ver- ið kannað á þann hátt, að raða upp athuga- semdum, tengja það sem saman á, stilla upp andstæðum, og skapa sjálfur efnisröð. Setja síðan fram heildartúlkanir og tilgátur, og KAREN Blixen. Ekkert lát er á bókum um hana. fara aftur í efnið til að kanna hvort eitthvað stríði gegn þeim. Niðurstöður þessa eru loks tengdar við bakgrunn, þekkingu á öðr- um höfundum, samfélagi o.fl. Þannig fæst eins mikil yfirsýn og kostur er, en aðferð Rostboll hefur þó það sér til ágætis, að bók- in er einkar aðgengileg þeim sem ekki - muna einstakar sögur vel. Við ljúkum þessum pistli með sýnishorni úr einu bréfa Blixen, sem hún skrifaði Ellen systur sinni í maí 1946. Sú hafði látið í ljós þá skoðun að nasisminn væri eitthvað sér- staklega þýskt. Karen Blixen var á öðru máli, og fann vaxtarskilyrði félagslegs fárs svosem krossferða og trúvillingabrenna kirkjunnar á miðöldum, galdrabrenna á 17. öld, ógnarstjórnar Robespierre fyrir tveim- ur öldum, nasismans og stalínismans á þessari, og bókstafstrúarmanna nú. Þar skipti meginmáli: „Hugmynd eða meginregla er boðuð sem ófrávíkjanleg og helg í sjálfri sér, og að hana verði að framkvæma. Yfirlýst sannfæring um að fólk sem ekki fellur undir slíka hugmynd eða meginreglu, eða sem beinlínis beiti sér gegn henni, hafi þarmeð gerst útlagar, njóti ekki lengur neinna mannréttinda, og í rauninni megi segja að slíkir einstaklingar séu ekki lengur mannverur. Yfirlýst sannfæring um að það saurgi fólk og spilli því að setja sig inn í hugsunarhátt andstæðinga eða þeiiTa sem annað álíta. Yfirlýst sannfæring um að því eindregnar sem fólk haldi sig frá því að þekkja and- stæðinginn eða skilja málstað hans, þeim mun hreinna verði það. Þetta er hugmyndin um villutrú. [...] Án þeirrar hugmyndar get- ur engin einstrengingsleg og meðvitað hug- læg lífsskoðun sigrað. En þar sem það hef- ur gerst, og það er sett fram sem grundvall- arregla að undiroka hugsana- og málfrelsi, A þá ríkir glundroðinn. Því þá verður það samviskusamt hugsjónafólk sem fer að þjóna hinum djöfullegu öflum, því ákafar sem það er samviskusamara. Þetta heiðar- lega fólk getur vel varðveitt með sér svo mannlegar tilfinningar að harma ástand sem það sjálft hefur átt þátt í að skapa, og aumkva fórnarlömbin, sem það sjálft tor- tímir. En það forðast umfram allt hitt, að saurgast af þekkingu og skilningi á þvílíku ástandi og slíkum fórnarlömbum, og á „villutrúnni“ sjálfri, óttast að slíkt gæti leitt það sjálft í glötun. Það getur í nafni heilagr- ar hugmyndar sætt sig við frávik frá sann- • leikanum, en það þorir ekki að hætta á frá- vik frá heilögu hugmyndinni sjálfri. Þetta fólk er „í góðri trú“, svo fremi að það orða- lag megi hafa um það að ákveða að vera blindur.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 1998 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.