Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 12
TEIKNING af Smáralind frá brezka ráðgjafarfyrirtækinu BDP sem verið hefur ráðgjafi lóðareigenda. REYKJANESBRAUT MIÐJAN „MIÐJAN". Skipulagshugmynd frá Kópavogsbæ sem sýnir hvar þungamiðjan hefur verið hugsuð, enda Ifklegt að þar verði hinn raunverulegi miðbær Kópavogs þó að ætlunin sé núna að hann verði áfram uppi á hálsinum. flatarmáli 14 þús. fer- metrar og eru nú þegar orðnar að veruleika. Hinsvegar Smáralind, 45 þús. fermetra verzl- unarmiðstöð, sem allar líkur eru á að rísi á næstunni. Þetta eru samtals nærri 60 þús- und fermetrar fyrir nýj- ar verzlanir, eða um 6 hektarar. Fyrr á öldinni -rhefði þó fremur verið talað um 18 dagsláttur og almennt voru tún á miðlungsjörðum ekki mikið stærri. Nú á sem sagt ein slík túnstærð að bætast við verzlunar- rýmið á höfuðborgar- svæðinu og hefur viða mátt heyra þá skoðun, að hér sé unnið meira af kappi en forsjá og að lít- ið vit sé í þessu. Hér skal engin afstaða teldn til þess, enda ekki tilgangur minn í þessum pistli að leggja mat á slíkt, heldur að spá í þá breytingu sem fyr- ir bragðið verður á miðbæ Kópavogs. Engar fyrirætlanir eru um það hjá Kópa- - vogsbæ að stíga skrefið til fulls og færa alla miðbæjarstarfsemi niður í dalinn. Miðstöð stjómsýslunnar i bænum verður áfram uppi á hálsinum og menningarstofnanimar er bú- ið að negla niður vestan við gjána. Ekki er það víst, en svo gæti farið að verzlunin hverfi að mestu úr gamla miðbæn- um uppi á hálsinum eftir að risin er langstærsta verzlunarsamsteypa landsins í næsta nágrenni. Ný veitingahús, kaffihús og ölstofur rísa ugglaust í tengslum við Smára- lind þar sem nægilegur mannfjöldi mun skapa ákjósanleg skilyrði fyrir veitingar jafnt sem verzlun. Jafnframt gæti farið svo að veitingastöðum fjölgaði ekki uppi á hálsin- um, en vonandi leggjast þeir ekki af; allra sízt hin bráðfallega kaffistofa í Gerðarsafni. • Verzlunin verður sá segull sem dregur að sér alla líflega miðbæjarstarfsemi og nú má spyrja þeirrar spumingar hvort ekki hafi verið mistök að gera ekki í upphafi ráð fyrir einum sterkum og glæsilegum miðbæ niðri í dalnum. Langt er síðan menn komu auga á staðinn og má rifja upp að forráðamenn Sambands íslenzkra samvinnufélaga renndu eitt sinn hým auga til þessa svæðis með framtíðar aðsetur Sambandsins í huga. Smáralind verður fyrsta „mollið“ eftir am- erískri fyrirmynd sem rís á íslandi. Eins og margir hafa séð í Ameríku em víðáttumikil flæmi í kringum þesskonar verzlunarmið- stöðvar lögð undir bflastæði og svo verður einnig umhverfis Smáralind. í vaxandi mæli er það svo að einkabfllinn ræður ferðinni - og skipulaginu. í stað þess að mynda verzlunargötu í gömlum og hefð- bundnum stfl er bærilegt aðgengi fyrir bfla látið ganga fyrir. Þannig er hin almenna krafa nú um stundir og erfitt er að spyma gegn broddunum. Málið snýst fyrst og síðast um að skipuleggja bæ og bæjarmiðju sem gott er að búa í og flestum finnst slæmt að sinna sínum útréttingum þar sem engin bíla- stæði em í nánd. í rauninni gerir ekkert til í bæ eins og Kópavogi þó að miðbæimir séu tveir, ef það er til þæginda. Enda þótt bæjarskrifstofur, Félagsmálastofnun, bókasafn og sitthvað fleira verði áfram uppi á hálsinum, finnst mér líklegra að það sem fyrirhugað er á Smárasvæðinu muni leiða til þess að þar verði hin raunvemlega þungmiðja. Frá bæj- arskrifstofum Kópavogs hefur borizt skyssa að skipulagi, sem þar er nefnd MIÐJAN og birtist hér. Mín tilfinning er sú að með þessu blaði sé nokkuð spámannlega að verki staðið og að þarna verði með tímanum hinn raun- vemlegi miðbær Kópavogs, hvort sem menn kjósa að nefna hann svo eða bara MIÐJU. Bæjarstjómarmenn í Kópavogi benda raun- ar á, að í Smáranum sé hin eina og sanna miðja á höfuðborgarsvæðinu og það er ein af röksemdunum fyrir verzlunarmiðstöðinni. Þó svo verði, sé ég þó ekki fyrir mér að þar geti orðið fallegur miðbær. Skemmumar við Smáratorg, sem búið er að reisa, era áreiðanlega góðar til síns brúks, en langt í frá að vera nokkurt augnayndi. Bflastæða- flæmið í kringum hina fyrirhuguðu Smára- lind verður það ennþá síður. Hvorttveggja er langt frá hinni gömlu, evrópsku fyrirmynd, þar sem verzlunargötur skerast á glæsilegu torgi. Gjaman vildi ég að Reykjavík gæti skartað einhverju slíku, en vissulega má færa rök fyrir því að sú hugmynd eigi ekki við og sé bara úrelt fyrir Kópavog og aðra hliðstæða bæi. JORGE LUIS BORGES ÉG ÓFEIGUR SIGURÐARSON ÞÝDDI Höfuðkúpan, bjartans leynda þel, heljarslóð sem kem ei auga á, draumaheimar, hverful álitaspá, hnakkaliður, beinin, iðarhvel. Pessir hlutir eru ég. Ótrúlega er ég líka minning frá sverðahjómi og minning einmana vestursólarvega sem verða og dreifast í gulli, skugga, tómi. Ég er, sá er sér börðin frá hafnarbakkanum; bækumar fágætu, fágætu leturstungur eyddar eftir tímans kattatungur; mín tilvist fyllist öfund gagnvart sálugum. Undarlegra er að vera hann sem orðin þessi einhverstaðar spann. Jorge Luis Borges, 1899-1986, vor orgentínskt skáld og of mörgum talinn eitt alfremsta skáld heimsins á þessari öld. Hann var mikill aðdáandi forníslenzkra bókmennta og Gylfaginningu Snorra þýddi hann á spænsku. Borges varð blindur en lét það ekki aftra sér frá að koma til Islands. Þýðandinn er háskóla- nemi og Ijóðið þýddi hann úr spænsku. JÓN FRÁ PÁLMHOLTI Á RÚSTUM HRUNINS HEIMS Gul skógarlaufin fljóta á saurbrúnu vatni. Hér er ekkert blátt nema himinninn. Meðfram bökkum fljótanna grotna bátaskýlin og sumsstaðai* mara leifar bátanna í hálfu kafi. Á engjum Uruguay ganga nautahjarðir á beit. Meðfram akvegum rísa timburverksmiðjur. Gistihúsin auglýsa hamborgara og kók á $6. Á knæpunum glitra borðin af þýskum bjór. Akramir breiða úr sér og þekja hæðirnar. Naktar trjágreinar á berangri geyma minningar um lönd skógardýranna. Ogferðamenn reika um hrundar indíánaborgir. Skógurinn geymir þó enn dulmál hins villta smágerða lífs sem nærist á botni hans. Enn má heyra þytinn afhrópum kynslóðanna efmenn hlusta eftir horfnum söng aldanna. Laufblöðin falla yfír þreytt höfuð okkar og hér hlýt ég að spyrja hvaða minningar tíminn flytur með sér til framtíðarinnar. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. Ljóðið er ort í Buenos Aires I janúar sl. eftir 3 daga ferð inní frumskóginn. MARKKU PAASONEN GJOF AAÁLFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR ÞÝDDI dagurinn flýtur fram og aftur handan gluggans, skítugur grár straumur cortex sem fleygt er í öllu drasli net, olíukönnur, gamall jakki í sefínu andar tómi sínu, hinni guðdómlegu einu opinberun, er dagurinn gaf okkur í þessu andardragi brosir lífíð: sama sem dauði? Grár vökvi hefur streymt í lifandi ganga skrokksins og heldur í honum lífí: Okeanos, ferskvatn aðalkvísl Hadesánna, ósæð fleytir um limina 6- nothæfu dóti. Það dugaríþetta Ijóð: fúnir bátar, rúm, of þröngar kistur gjöfhins framliðna, sem ég hitti stundum. Höfundurinn er finnskt skáld, f. 1967. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 14. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.