Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 6
 Morgunblaðið/Jóhann Hjálmarsson TOMAS Tranströmer býr sig undir að leika Skrjabin einhent á píanó. 1 11 m i, 11] 4 '7 1 i'l 1 y ,|! HEIMA HJA TOMASI • • • • TRANSTROMER I VASTERAS LESTIN frá Stokkhólmi fer þýðlega yfír landið í áttina til Vásterás. Á meðan horfi ég út um gluggann og reyni að fínna eitthvað í landslaginu sem minnir á ljóð Tomasar Tran- strömer. Það gæti verið himinninn, trén og snjórinn, stök húsin, lands- tagið sem er kyrrt og einmanalegt. Monica, kona skáldsins, hafði sagt okkur Ragnheiði að biðja leigubflstjórann á braut- arstöðinni að aka okkur til Tranströmers, það nægði því að þau hjón væru fastir við- skiptavinir. Við vorum að sjálfsögðu með heimilisfangið, ég í kollinum, en nafn skálds- ins dugði. Okkur var ekið upp að dyrum rað- húss í útjaðri borgarinnar. Þar var friðsælt, skógur í nokkurra metra fjarlægð. í Svíþjóð er eins og allir rithöfundar sem búa úti á landi eigi sér skóg, einkaskóg, og ekki að undra að skógurinn, trén séu áberandi í sænskum bókmenntum. Tomas bíður okkar í setustofunni og byrj- ar á að fullvissa okkur um að sér líði ágæt- lega. Það er rifjað upp að við höfum ekki hist síðan á Bókastefnunni í Gautaborg í október 1990 þar sem hann kom fram ásamt Matthíasi Johannessen sem hann hafði ósk- að eftir sérstaklega að lesa með. Sama ár hafði hann fengið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bók sína, För levande och döda (1989), en í nóvember varð hann fyrir því áfalli sem breytti lífi hans. Sumir héldu að Tomas myndi ekki ná heilsu aftur. En með hjálp Monicu hefur honum farið ótrúlega fram. Hann hefur aldrei verið afkastamikill í skáldskap sínum, síst nú, en tekist að vinna úr og fullgera drög að ljóðum og líka ort ný. Síðasta ljóða- bók hans er Sorgegondolen (1996), en stutt minningabók, Minnena ser mig (1993) sem hann var byrjaður á fyrir veikindin hefur einnig komið út. Monica lýsir fyrir okkur hvernig Tomas hafí komið ljóðunum í end- anlegt form með því eins og hún segir „skrifa aftur og aftur“. Sjálf er Monica sem Sænska skáldið Tomas Tranströmer er kunnasta núlif- andi skáld Norðurlanda oq fer vequr hans vaxandi. Tranströmer fékk heilablæðingu árið 1990, missti málið og lamaðist að hluta. Hann hefur nú náð sér þannig að hann getur gert sig skiljanlegan, farið í stuttar gönguferðir og ort þótt hægt gangi. JÓHANN HJÁLMARSSON sem þekkt hefur Tranströmer lengi og [pýtt Ijóð hans sótti hann heim í Vasterás og skáld- ið spilaði fyrir hann Skrjabin einhent á píanó. MONICA Tranströmer telur að Tomasi muni henta vel að yrkja hækur. er hjúkrunarfræðingur að mennt, vel að sér í skáldskap og rifjar upp bragreglur jap- anskrar hæku um leið og hún segir að hækuformið gæti hentað Tomasi vel. Hún stingur upp á því við Tomas að hann spili fyrir okkur. Tomas sest við píanóið og spilar lag eftir Skrjabin einhent. Hann er einbeittur á svip og tónamir hljóma vel í ró stofunnar. Monica segir að til séu furðu mörg píanólög fyrir vinstri hönd og þess njóti Tomas sem er lamaður hægra megin. Það er nýbúið að veita finnsku skáldkon- unni Tuu Forsström bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1998 fyrir ljóðabókina Eft- er att ha tillbringat en natt bland hástar. Monica fer viðurkenningarorðum um skáld- skap Tuu og Tomas kinkar kolli. Ljóð Norð- mannsins Bjorns Aaamodt virðast þau líka þekkja. Tomas blaðar í sænskri þýðingu Johns Swedenmark á annarri tilnefndri bók, Vötn þín og vængur eftir Matthías Johannessen. Hann les nokkur ljóð djúpt niðursokkinn í þau. Hann lítur síðan upp og segir: „Mjög gott.“ Rómanskar hvelfingar Við Tomas erum saramála um að það séu ekki alltaf bestu ljóðin að mati skáldanna sjálfra sem verði vinsæl. Stundum eru það ljóð sem skáldin hafa verið í vafa um hvort ætti að taka með í bók, ljóð sem fyrirhafnar- lítið hefur verið að yrkja. En hver er endan- legur dómari? Lesendur væntanlega. Tomas er sjaldan fljótur með ljóð, meðal undantekninga er ljóðið Islenskur vetur sem hann orti hér á landi. Monica nefnir sem dæmi um vinsældir ljóðið Rómanskar hvelfingar eftir Tomas sem birtist í För levande och döda og er meðal þeirra ljóða hans sem þýdd eru á flest mál. Njörður P. Njarðvík hefur þýtt það á íslensku (Tré og himinn, Urta 1990). Ljóðið lýsir trúarlegri hugljómun sem skáldið verð- ur fyrir í Markúsarkirkjunni í Feneyjum 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.