Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 10
*mIISfW*ÍfííI
2B!“wS
[** •»
MIÐBÆR Kópavogs. Tilsýndar - og úr lofti - er meiri borgarbragur á miðbæjarkjarnanum á hálsinum en miðbæ Reykjavíkur. En myndin leiðir líka í Ijós að miðbæjarkjarninn er eins og hraunstraumi
armiðstöð með Listasafn Kópavogs og hljómleikasal, sem er í byggingu, verður vestan gjárinnar, en þarna slitnar það samhengi sem eitt sinn átti að verða. Ljósmym
EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON
Upphaflegg átti miðbær Kópavogs að ná frá Hamra-
borginni vestur yfir gjána. Sökum kostnaðar hefur
ekki verið lagt í að byggja yfir hana, en þar með
lítur út fyrir að stór, samfelldur miðbær verði ekki
að veruleika uppi á hálsinum. Framundan er að
byggja geysistóran verzlunarkjarna í Smáranum og
lítur þá út fyrir að verulegur hluti af miðbæjarstarf-
seminni færist með tímanum þangað.
ILESBÓK 1. nóvember 1997 var fjallað
um miðbæ Reykjavíkur og spurt hvort
hann hæfði menningarborginni. Niður-
staða mín var sú að svo væri ekki. Mið-
bær Reykjavíkur hefur ekki glæsileika
fortíðarinnar til að byggja á og í Kvos-
inni hefur aðeins verið byggt eitt
markvert hús í nærri 70 ár, sem hlýtur
að teljast gersamlega með ólíkindum. Verzl-
unin er að mestu leyti flúin þaðan; aftur á
móti hefur miðbær höfuðstaðarins auðgast
mjög af krám, kaffihúsum og veitingastöðum
sem áður voru í fátæklegra lagi.
Aður en lengra er haldið í umfjöllun um
miðbæi í þéttbýli á íslandi skal undirstrikað
að allt annar mælikvarði hlýtur að vera lagð-
ur á miðbæ höfuðborgar landsins en miðjuna
í öllum smærri bæjum. A miðbæ Reykjavík-
ur þarf að vera alvöru borgarbragur sem er
þó naumast til nema einna helzt í veitinga-
geiranum. Það er út af fyrir sig gott og við
skulum ekki vanmeta það.
Enda þótt Akureyri, Hafnarfjörður og
Kópavogur séu næstir að stærð við Reykja-
vík, gegna miðbæir þar nokkuð öðru hlut-
verki en í Reykjavík. I öllum bæjum viija
menn þó að miðbærinn þeirra hafi á sér
menningarlegan svip og sumstaðar er veru-
legur metnaður í þá veru sem höfuðborgin
gæti tekið til fyrirmyndar.
En umfram allt gegnir miðjan í flestum
bæjum tvískiptu hlutverki: Þar eru annars-
vegar stofnanir eins og bæjarskrifstofur,
bankar og tryggingarfélög, og hinsvegar
verzlanir og veitingahús. Það þykir til þæg-
inda að búa nærri þessari þjónustu og í öll-
um miðbæjum er æskilegt að fólk búi, ella
verður kjaminn eins og dauðs manns gröf
eftir lokunartíma stofnana og verzlana.
Miðbær Kópavogs við Hamraborg uppi á
Kópavogshálsinum hefur ekki verið því
marki brenndur. Kópavogsbúar geta bent á
með nokkru stolti, að þar býr fólk og nýtur
þeirra þæginda að geta farið gangandi í
verzlanir, á bæjarskrifstofumar, í bókasafnið
og jafnvel á bílastæðin sem er vel komið fyr-
ir undir húsunum.
Þó að Hamraborgin sé ekki meðal þeirra
háhýsa sem hvað bezt eru teiknuð, nær hún
samt að bregða alvöru borgarsvip á næsta
nágrenni. Húsin era böm síns tíma og ekki
beinlínis ljót, en maður getur ekki annað en
óskað þess að þau væru jafn vel hönnuð og
sumar háu blokkirnar sem risið hafa niðri í
Kópavogsdalnum uppá síðkastið og era með
því bezta sem gert hefur verið hér af því
tagi.
Sem hluti af stærra miðbæjarskipulagi eru
Hamraborgarhúsin góð, en því miður lýkur
þarmeð því sem hægt er að hrósa. Sjálft mið-
bæjarrýmið uppi á hálsinum klofnar í sundur
vegna þess að verzlunarhúsin norðanmegin
standa lægra. Torgið - eða bílastæðin - fram-
an við þau eru sundurslitin frá hliðinni hin-
um megin götunnar. Og það er engu líkara
en að gatan með öllum sínum furðulegu og
fáránlegu þröskuldum hafi verið lögð síðar
og að gatnagerðina hafi ekkert varðað um
það sem búið var að gera umhverfis. Gatna-
kerfið í Kópavogi hefur alltaf verið óskiljan-
lega slæmt og í afleitri tengingu við aðal um-
ferðaræðina að sunnan, Hafnarfjarðarveg-
inn. Til dæmis má það heita furðulegt að
ekki skuli vera hægt að aka út af Hafnar-
fjarðarveginum og inn í Kópavog eftir að
kemur norður úr gjánni. Það mun þó vera á
döfinni að bæta úr því.
Of dýrt að byggja yfir gjána.
A sjöunda áratugnum var farið að hugsa
fyrir framtíðar miðbæjarkjarna uppi á háls-
inum. Um 1970 fór sendinefnd úr Kópavogi
til Skotlands og Englands til þess að leita
hugmynda og má segja að sú þyrping hárra
húsa sem nú blasir við austan við gjána hafi
orðið til fyrir áhrif frá ýmsu sem menn
kynntust þá og töldu gott.
Miðbærinn var skipulagður 1972. Þá var
gert ráð fyrir því að byggt yrði yfir gjána og
að sá miðbæjarkjami sem nú er við Hamra-
borg næði allar götur þangað sem Listasafn
Kópavogs er nú. Að þessi hugmynd komst
ekki í framkvæmd stafar einfaldlega af að
hún kostar of mikla peninga. Aætlað er að
kosta mundi 300-400 milljónir króna að
byggja steinsteypta plötu yfir gjána milli
brúnna og eðlilega hafa allar bæjarstjómir
gugnað á slíkum fjáraustri.
Víst má telja að gjánni verði ekki lokað. Sú
lausn getur naumast komið til greina meðan
völ er á byggingarlandi annarsstaðar, en það
sem byggt er vestan gjárinnar er þá og verð-
ur slitið úr nánu samhengi við Hamraborgar-
kjamann. Eg vil samt ekki láta hjá líða að
hrósa forráðamönnum Kópavogs fyrir þann
menningarlega metnað sem birtist í Lista-
safni Kópavogs, einni fegurstu byggingu á
fslandi, og hljómleikasalnum sem nú er í
byggingu. Fyrirhugað er að bæta þar við
bókasafni og náttúrufræðistofu. Listmenn-
ing og fræðaiðkun fá veglega aðstöðu á
þessu svæði með kirkjuna á næsta leiti, en
það verður alveg sér, handan gjárinnar, og
myndar tæpast heild með miðbænum við
Hamraborg.
Það má sjá það nú og vera vitur eftirá, að
líklega var alltaf misráðið að velja miðbæn-
um stað uppi á hálsinum. Þrengslin þar ættu
að hafa verið nokkuð fyrirsjáanleg og má
segja að í ungum bæ með ótal möguleika
hefðu menn átt að geta leyst þetta dæmi bet-
ur. Að öðra leyti er þessi miðja eins og við
má búast í bæ sem samvaxinn er öðrum bæj-
um á báða bóga og þar að auki aðeins snertu-
spöl frá stærstu verzlunarmiðstöð landsins.
Ris annar miðbær á
i Kópavogsdalnum?
Ollum era kunnar þær hugmyndir sem
viðraðar hafa verið um stórar verzlunarmið-
stöðvar í Kópavogsdal, eða á Smárasvæðinu
eins og gjarnan er sagt. Annarsvegar er
Smáratorg; tvær skemmur sem alls eru að ►
HÉR ER Miðjan eins og svæðið er sk
sjá nýju '
RÝMIÐ í miðbænum rofnar í tvennt um þennan vec
endilöngu. Ljósm.Lesbók/Goll
VERÐA TVÆR „MIE
ÍO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 1998