Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 15
TÍUNDA janúar birtist grein eft- ir Davíð Erlingsson, dósent í ís- lensku, í Lesbók Morgunblaðs- ins. Greinin heitii* „Menning, vandræðagangurinn í meðferð hugtaksins“ og fjallar um hug- takið „menning“ og meinta mis- beitingu þess. Nú er það ætíð leiðinlegt að fá á sig ákúrur líkt og þær að maður „tali eins og hálfviti ...“, sé „haldinn úrvalshyggju-viðhorfinu" og ástundi „sér- greinar-sérdrægni“ - allt er þetta orðbragð orðrétt haft eftir háskólakennaranum - en það er hreinasta hátíð hjá því að þurfa að þumlunga sig gegnum steypustílinn sem hann hrærir saman við væna skammta af útúrsnúningi, rangfærslum, dylgjum og öðrum fíflakúnstum sem þeir viðhafa, sem tipla á hálum ís rökleysu og fullyrðingavað- als. Til að það fari ekki milli mála hver tali að þessu sinni eins og hálfviti langar mig að benda á nokkrar staðleysur í málflutningi Davíðs. Fyrsta og stærsta staðleysan - vegna þess að upphaf hennar er blásin 1 fjórtán punkta feitletur - er þessi: „Menn- ing er allt atferði og lag félagsverunnar mannsins sem hún hefur til og á því að vera maður í samfélagi sínu (sem einnig vísast til með þessu orði, menning), en með þessu verulagi aðskilur hún sig frá og hefur sig að eigin trú upp yfir aðra hópa og þeirra veru- lag, sem ríkir fyrir utan félagsheimkynni mannsins, að áliti hans.“ Þótt framsetningin sé með af- brigðum þvælin fæ ég ekki lesið annað út úr setningunni en það að allt athæfi teljist menning sem framið er af tegundinni og félagsverunni homo sapiens - hinum viti boma manni. Að ég skuli ekki vilja kvitta undir svo útjaskaðan skilning á hugtakinu gerir mig líkastan hálfvita í aug- um dósentsins. Hann sakar mig um úrvalshyggju og sérgreinar- sérdrægni af því að mér láist að taka það fram að vændi, kynlífs- þrælkun, barnaníðsla, fram- leiðsla eiturlyfja og fíkniefna- smygl - svo nokkur dæmi séu tekin af sérmannlegu athæfi sem ekki þekkist meðal annarra dýi*ategunda - eigi jafnmikið til- kall til hugtaksins menning og ástundun lista og vísinda. Nú má Davíð mín vegna leggja hvaða merkingu sem hann vill í orðið menning, en hann hefur engan einkarétt á túlkun þess og reyndar veit hann það manna best sjálfur. Loðmullulegur aðdragandinn að skilgreiningu hans er svo upp- fullur af fyrirvörum að það er engu líkara en hann eigi í alvar- legum brösum með undirpúkkun fullyrðinga sinna: „Vísindamenn fleiri en ég viti hafa skilgreint hugtakið á fjölmargan veg, hver eftir sinni aðfararleið. Eigi að síður mun óhætt að ætla, að flestar af þeim skilgreiningum muni í rauninni ganga upp í þeirri, sem leiðir nokkuð beint fram af almennri fræðilegri mannlífsathugun og af merking- um orðsins sjálfs og ættingja þess ...“ Þegar maður nokkur vildi hljóma sann- færandi sagði hann að það sem hann stað- hæfði væri satt og rétt, að minnsta kosti svo að segja alveg um það bil. Þannig hljómar einnig áðurnefnd stofnanafroða, sem á að taka af allan vafa um að skilgreining Davíðs á hugtakinu menning sé fram borin í nafni 99,9% vísindamanna af þessum heimi. Hver viti borinn lesandi sér þó í hendi sér að dós- entinn er aleinn um skilgreiningu sína enda getur enginn talað í nafni óskilgi*einds hóps vísindamanna og fullyrt um almennan skiln- ing þeirra á títtnefndu hugtaki. Reyndar virðist það aldrei hvarfla að Davíð að al- þjóðlegt heiti hugtaksins menning feli í sér ákveðið gildismat og því setur hann íslenska hugtakið hvergi í samband við ræktun eins og sérhver maður mundi gera sem veit hvað orðið „kúltúr" þýðir. Menning er ekki jafnhlutlaust hugtak og Davíð vill vera láta og því nær það ekki yfir „allt atferði og lag félagsverunnar manns- ins“ heldur einungis það sem gerir mann að meiri manni en hann var áður en hann tók að leggja stund á ræktun sinna mannlegu þátta. Rækti maður ekki hæfileika sína verður trauðla sagt að hann ástundi menn- MARHNUTUR MENNING- ARINNAR Vandræðagangur hugvísindamanna EFTIR HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON Svar við grein Davíðs Erlingssonar í Lesbók, 10, jan. 1998, þar sem fjallað var um menningarhugtakið og vandræðaganginn í meðferð þess. VEMD» AS A <0V his wicketi seme of huinnur suggcsis cvdting sev his llngers focus on hcr touchcs, hc’v venus a* a b<»y ne helícves in boauty he's vcnus is a 1k>v hc’f» cxploring rhc tastc of hcr arousal so acctiratc hc sctx off thc hcauty in hcr hc's vcnus as a boy he hchevcs in beauty hc’x vcmis as a bov SlÐA úr sýningarskrá Nútímalistasafnsins í Stokkhólmi Borta men hemma, frá 1994. Þar var söng- og Ijóðasmíð Bjark- ar Guðmundsdóttur tekið sem fullgildri myndlist meðal annarrar myndiistar. ingarlega viðleitni eða taki þátt í almennu menningarstarfi. Hitt eru svo ómerkilegar aðdróttanir þegar Davíð þykist sjá að ég og nafni minn Björn Th. séum haldnir því sem hann kallar úrvalshyggju-viðhorf. Menn sem hafa þann starfa að fjalla um listsköp- un fyrr og nú vita mætavel að listagyðjan fer ekki í manngi-einarálit. Listskilningur og listrænir hæfileikar hafa aldrei farið eft- ir menntun eða stöðu einstaklinga í mannfé- lagsstiganum. Að brigsla okkur um tví- skinnung í þessum efnum er ekki annað en rakalausar dylgjur. Eins er út í hött að ásaka mig f'yrir þrengingu hugtaksins list. Grikkir til forna - upphafsmenn lista - kölluðu handverk, verklag og myndlist einu orði tekne, sem þýðir list. Tónlist og bókmenntir kölluðu þeir hins vegar mousike. í öllum evrópskum tungumálum er því uppi sama tilhneiging, sú að nota list yfir myndlist, en músík yfir tónlist. Sé Þjóðverji spurður „Wer ist dein Lieblingskunstler?" - Hver er uppáhalds- listamaður þinn? - minnist hann Durers fremur en Beethovens eða Goethes. Sama máli gildir um Frakka, ítali, Svía, Dani, Finna og Englendinga. Hví skyldu íslendingar temja sér ein- hvern annan skiling á hugtakinu list en aðr- ir Evrópubúar síðustu 2000 árin eða svo? Og hvar var Davíð með stílvopnið þegar Þorsteinn Thorarensen gaf út Listasögu Fjölva og Nútímalistasögu Fjölva - báðar einvörðungu um myndlist - löngu áður en Saga listarinnar kom út hjá Máli og Menn- ingu? Eða hví hefur hann aldrei mótmælt þeirri ósvinnu þegar sífellt er talað um „list- ir og bókmenntir" hér á landi eins og bók- menntir væru eitthvað annað en listir? Þá koma fram sérkennileg óheilindi í málflutningi Davíðs þegar hann reynir að bregða fyrir mig fæti vegna eðlilegrar sundurgreiningar minnar á orðunum „vit“ og „skyn“, en ég þarf ekki frekar en aðrir landar mínir að nota mörg, aðskiljanleg orð til að lýsa sama fyrirbærinu. í jafntæru máli og íslensku má samstundis greina muninn á hugtökum vit og skyn. Skyn er allt sem numið er með skynfærum - sumir kjósa að segja með skilningarvitunum - óháð frekari flokkun hugans. Lítil setning skýrir muninn betur en nokkur lýsingarorð fá lýst: „Eg skynjaði návist einhvers í myrkrinu án þess að vita hver það var.“ Væri skyn og vit eitt og sama hugtakið mundi setningin missa marks. Af þessu má sjá að eigi einhver í vand- ræðum með hugtök þá er það Davíð Erl- ingsson sjálfur. Ástæðurnar leyna sér ekki. Hann er eins og svo fjölmargir, íslenskir menntamenn haldinn þeirri þráhyggju sem ég kalla stundum menningarlegan marhnút. Það er sú hughyggja húmanískra fræði- manna að þeir séu komnir á æðra plan . vegna sérhæfingar sinnar og eigi því ekki lengur samleið með því venjulega fólki sem við köllum gjarnan almenning. Reyndar fer slík hughyggja vaxandi í réttu hlutfalli við kreppu húmanískra fræða, m.a. vegna þess langvarandi fjársveltis sem þau búa við hér- lendis. Þannig lýsir menningarlegur marhnútur sér gjarnan í tilhæfulausri sektarkennd vegna yfírburðastöðu sem margir hugvis- indamenn ímynda sér sig vera í gagnvart fólki sem þeir telja veikburða og varnar- laust sökum þess eins að það hefur ekki gengið hina akademísku braut eins og þeir. Þessi firra verður þeim mun hjákátlegri þegar þess er gætt að raunvísindamenn - menn með miklu sterkari stöðu gagnvart al- menningsálitinu og fjárveitingarvaldinu en hugvísindamenn - eru öldungis lausir við slíka fyrirvara. Lækni sem vinnur að bar- áttu gegn krabbameini dettur ekki í hug að leggja niður vopn þótt hann komist að þvi að almenningur fylgir honum ekki lengur eftir í sértækum skilningi hans á eðli lækn- ingarinnar. Rafmagnsverkfræðingi kemur heldur ekki til hugar að hætta við tölvurannsóknir sínar þótt þær séu orðnar svo sérhæfðar að engir nema nánustu kollegar hans skilja hvert hann stefnir. Allar list— og hugvísindarann- sóknir eru eins og barnaleikur í samanburði við flókið ferli tækni og raunvísinda, og samt gengur fjöldi manna í húmaníska geiranum með þann uppskrúfaða ótta í kollinum að hugur þeirra svífi skýjum ofar í ómælisdjúphygli og sérræktaðri kunnáttu. Stundum vakna slíkir menn þó upp af sjálfblekking- unni, til dæmis þegar þeir kom- ast að því að „lítt menntaður ná- unginn“ veit margfalt meira um leyndardóma flókinnar nútíma- tækni en þeir sjálfir, eða það rennur upp fyrir þeim að þeir hafa ekki roð við „greyinu" á al- mennum vinnumarkaði. Lítil dæmisaga sýnir hve langt menningarlegur marhnút- ur getur leitt þessa ólánsömu menntamenn. Eitt sinn rakst ég á lögfræðiefni frá Úganda á veitingahúsi í miðborg Stokk- hólms. Ég innti hann eftir því hvernig hann kynni við sig sem námsmaður í Svíþjóð. Hann bar þjóðinni vel söguna í öllum efn- um nema því sem sneri að per- sónulegri viðkynningu. Hann sagði skólafélaga sína nefnilega . tipla á tánum í nærveru sinni, til dæmis með því að samsinna hvaða þvælu sem hann bæri á borð fyrir þá. í návist hans sýndu þeir slíkt smeðjulegt skapleysi að honum lá við velgju. Hann taldi einsýnt að misskilin kurteisi þeirra væri blandin þeirri hégilju að þeir væru komnir miklu lengra á þróunarbrautinni en hann. Verri mynd kynþáttamisréttis gat hann vart hugsað sér. Þannig er marhnúturinn, óætið sem bítur sig fast á færi þeirra sem fiska í gruggugu vatni. Um leið og hugvísindamaðurinn smjaðrar fyrir einhverjum sem hann álítur standa sér skör lægra í andlegum efnum lýgur hann óvart að sjálfum sér. Hann fer að ofmeta innra ríkidæmi sitt, stöðu sína og stærð og vanmeta um leið andlegt atgervi náungans. Þessi kórvilla hendir einmitt Da- við þegar hann sér sig knúinn til að stökkva albrynjaður út á ritvöllinn eins og Kíkóti til varnar „ómenntuðum smælingjunum“, sem hann ásakar mig, Björn kollega minn og Ingibjörg Sólrúnu ranglega um að halda föngnum í spennitreyju ævarandi minni- máttarkenndar. En hann hefði betur sparað sér atið við vindmyllurnar því með því slá sjálfan sig til riddara - til að gæta ímyndaðs bróður í neyð - setur hann sig óvart á háan hest eins og allir sem þykjast fremri náung- anum. Var svo einhver að tala um hálfvita- skap? Höfundur er listfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 14.FEBRÚAR 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.