Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 19
AÐALSMAÐURINN LUCHINO VISCONTI Italski leikstjórinn Luchino Visconti var eldheitur og kappsfullur listamaður, eins og fram kemur í grein JÓNASAR KNÚTSSONAR VISCONTI við tökur á La terra trema 1948. ÆR þversagnir er mótuðu líf Luehino Visconti settu einnig svip á útfór hans í marsmánuði 1976. Skoðanabræður þess látna héldu honum veraldlega minningarat- höfn fyrir utan kirkjuna áður en jarðarfórin fór fram. Visconti hafði tvö andht eins og guðinn Janus. Leikstjórinn var aðalsmaður og marx- isti. Verk hans drógu dám af tilraunum tO að sameina þessar andstæður. Segir að leikstjór- inn hafi fjármagnað tvær kvikmyndir í fullri lengd með því að selja gimsteina móður sinnar. Er það til marks um ríkidæmi fjölskyldunnar, örlæti móðurinnar og sannfæringarkraft Visconti. Luchino Visconti var lærisveinn franska leik- stjórans Jean Renoir. Sá var sonur málarans fræga Pierre-Auguste Renoh'. Áhrifa Jean Renoh- gætir lengi vel í myndum Visconti. Greifmn hóf afskipti af kvikmyndagerð sem leikmyndahönnuður. Kemur sú reynsla glöggt fram í verkum hans þar sem bakgrunnur segir mikið um sögupersónur og leikmynd öðlast táknrænt gildi. Eigi má sköpwm renna Visconti festi á fílmu sögu James M. Cains Pósturinn hringir alltaf tvisvar í heimOdarleysi árið 1942, enda áttu Italir og Bandaríkjamenn í stríði er hér er komið sögu. Titill bókarinnar vísar til þess að bréfberinn skOaði alltaf hand- riti Cains því að útgefendur höfnuðu bókinni hvað eftir annað. Fátæk kona giftist vel stæð- um manni og eggjar friðO sinn til að myrða hann. Athygli vekur að Visconti lýsir skötu- hjúunum af miklum skOningi og fordæmir þau ekki. Vittorio Mussolini, sonur einræðisherrans sá myndina Eigi má sköpum renna (Os- sessione) og lét þessi orð falla: „Þetta er ekki Ítalía." Kaldhæðni örlaganna var slík að foring- inn sjálfur var hrhlnn af þessu sveinsstykki leikstjórans. Eigi má sköpum renna var tímamótaverk. Visconti var í reynd eins konar faðir raunsæis- stefnu eftirstríðsáranna á Italíu. Sem slíkur fékk hann seint uppreisn æru sökum þess að frumsmíð hans var gerð án samþykkis höfund- ar. Myndin fékkst því ekki sýnd víða um heim. Hin svokallaða nýraunsæisstefna í ítalskri kvik- myndagerð gat af sér meistaraverk eins og Reiðhjólaþjófana (Ladri di Biciclette) eftir Vitt- orio de Sica. Upphaf þessa merka skeiðs í sögu kvikmyndanna má rekja til þess að kvikmynda- verin á Italíu höfðu verið jöfnuð við jörðu. Göt- ur Rómar voru því notaðar í stað leikmynda sem orðið höfðu seinni heimstyrjöld að bráð. Gjörbreytt sögusvið kallaði á ný yrkisefni. Er á leið reyndu sumir leikstjórar eins og Federico Fellini og Vittorio de Sica að brjótast úr viðjum þessarar stefnu. Raunsæisstefnan breyttist á tveimur áratugum í eins konar bókstafstráar- brögð. Veraldlegir klerkar gengu í fylkingar- brjósti og vildu bannfæra öll verk er brutu í bága við hefðbundið raunsæi bókmennta nítj- ándu aldai'. Og jörðin skalf Visconti setti á svið verk eftir Sartre, Hem- ingway, Cocteau, Arthur Miller, John Stein- beck, Tjekov, John Ford og Tennessee Willi- ams á þessum árum. Næsta mynd hans Jörðin skelfur (La terra trema) lýsir hlutskipti bláfá- tækra fiskimanna á Norður-Ítalíu. Jörðin skelf- ur er fjölskyldusaga eins og margar myndir eft- ir Visconti. Visconti hleypst undan merkjwm Skáldið Hóras kvað naturam expeUes furca tamen usque recurret, þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir. Visconti var aðalsmaður í húð og hár. Hlaut hann fyrr eða síðar að gera sér örlög hefðarfólks að yrkisefni. Sneri Visconti sér næst að listamönnum, hefð- arfólki og iðnjöfrum í stað fátæklinga og undir- málsmanna. Listamaðurinn var kommúnistan- um yfirsterkai’i og fann að félagsraunsæið hafði, e.t.v. blessunarlega, gengið sér til húðar. Greifynjan (Senso) var fyrsta litmynd Visconti. Kveður þar við nýjan tón. Leikmynda- hönnuðurinn Visconti kemur fram í öllu sínu veldi. Leikstjórinn var gagntekinn af evrópskri listasögu frá unga aldri og bera myndir hans þess merki. Söguþráðurinn var með alþjóðlegu ívafi. Annar aðalleikari var Hollywoodstjaman Farley Granger. Tónlist eftir Anton Bruckner kallaðist á við litadýrðina. Hvitar nætur (Le notti bianchi) var tilbrigði við samnefnda smásögu eftir Fjodor Dostójev- skí. Þótti mörgum sem helsti forustumaður raunsæisstefnunnar hefði svikið lit. Höfundur lýsir öldinni sem leið á afar rómantiskan hátt. Orlar víða á fortíðardýrkun í myndinni. Næsta mynd Visconti Rokkó og bræður hans (Rocco e i suoi fratelh) er raunsæisverk í anda myndar- innar Jörðin skalf. Er engu líkara en Visconti hafi gert þessa ágætu kvikmynd í friðþæging- arskyni. Útlendingurinn Ekkja franska rithöfundarins Albert Camus fór fram á að leikstjórinn fylgdi skáldsögu Nó- belsverðlaunahafans og heimspekingsins út í ystu æsar. Visconti ætlaði að heimfæra atburði sögunnar á þá ólgu sem braust út í Algeirsborg löngu eftir að Camus reit verkið. Stórleikarinn Marcello Mastroianni var fenginn til að leika Meursault. Þótti það, með réttu, miður heilla- vænleg hlutverkaskipan. Bókin sem slík er sér- frönsk. Visconti var þegar öllu er á botninn hvolft vart réttur maður til að kvikmynda þessa mögnuðu skáldsögu. Þunglamalegai' heim- spekilegar vangaveltur komu einatt eins og skrattinn úr sauðaleggnum í verkum Visconti og voru yfirleitt til óþurftar. Rauður logi eg blótt blóð Visconti gat lýst höfðingjum og kotungum af sömu nákvæmni. Þekkti hann hlutskipti hvorra tveggju og hafði næman skilning á mannlegu eðli. Hann gat því magnað fram trúverðuga mynd af hvers kyns sögupersónum. Þjóðverjar handtóku Visconti á hernámsárunum. Var hon- um gefið réttilega að sök að ganga erinda and- spymuhreyfingarinnar. Aðalsmaðurinn neitaði að selja vini sína í hendur Þjóðverjum þótt hon- um væri hótað lífláti. Visconti hefur verið borið á brýn að lýsa sögupersónum sem eru fjarskyldar honum. Ef tilfinning höfundar fyrir sögupersónu á að ein- skorðast við svo bókstaflega þekkingu fremur en ímyndunarafl og andagift, má spyrja hvers vegna tillag félagsfræðinga og sálfræðinga til heimsbókmenntanna er ekki ríkulegra en raun ber vitni. Verk Visconti voru gersneydd öllu sem kallað er ræfladýrkun. Þótt sfjórnmálaskoðanir aðals- mannsins hafi verið á skjön við arfleifð hans og uppruna voru sögur hans af þeim sem minna mega sín engu að síður einlægar. Hann gerði þorra ítölsku þjóðarinnar að söguhetjum í myndum sínum og fjallaði um stétt manna er látin var liggja í þagnargildi í ítölskum bíó- myndum frá árdögum kvikmyndanna fram á lok seinni heimsstyijaldar. MébarAinn Hlébarðinn er að mörgu leyti dæmigerð fyrir seinni myndir Visconti. Leikstjórinn er fagur- keri og lýsir fallegu fólki í fallegu umhverfi. Hlébarðinn er fjölskyldusaga, aldafarslýsing og sannkölluð stórmynd. Frumútgáfa af Hlébarð- anum er 205 mínútur að lengd. Myndir Visconti voru undantekningarlítið of langar og hæg- gengar. Ragnarölc Myndin Ragnarök markar upphaf hins svo- kallaða þýska þríleiks. Allar þrjár bera mynd- irnar þess merki að Visconti tók ástfóstri við þýska menningu en fyrirleit nasista. Hin verkin í þessari þrímynd eru Dauðinn í Feneyjum og Loðvík. Ragnarök er sem oft áðui’ fjölskyldu- saga. Persónur verksins minna frekar á orma- gryfju en venjulega fjölskyldu. Leikstjórinn viðurkenndi að honum var um megn að kafa of- an í kjöl á Essenbeckfjölskyldunni sökum andúðar hans á hinum syndum spilltu auð- mönnum. Ef til vill ræður sú skömm sem evr- ópskir aðalsmenn höfðu á hinum „nýríku“ þar miklu um. Myndin verður því hálfgerður heimsósómi. Eins og nafnið bendir til sækir Visconti stef sín í Ragnarök (La Caduta degli dei eða Götter- dammerung) í heim þýskrar óperu. Sagan er lítt dulbúinn roman á clef (skáldsaga þar sem sögupersónur eru fengnar að láni úr raunveru- leikanum) um Kruppfjölskylduna í Þýskalandi, iðnjöfra sem gengu nasistum á hönd. Ragnarök er sagan um Faust með ívafi grísks harmleiks. Meginstef myndarinnar er spilling hugar og sálar. Stálverksmiðjan í byrjun Ragnaraka minnir á helvíti Dantes í Guðdómlega gleði- leiknum. Seinni myndir Visconti fjalla oft um hvers konar úi'kynjun. A þetta helst við mynd- ina Ragnarök. Lýsing Visconti á hinni svoköll- uðu nótt hina löngu hnífa er rám hálf klukku- stund að lengd og kemur sögunni sem slíkri sáralítið við. Myndin Ragnarök er misheppnað meistaraverk. Sá er galli á gjöf Njarðar að „söguhetjan" Martin er gjörspillt frá byrjun. Visconti og félagar urðu að sýna vaxandi illsku og ónáttúru Martins með æ ótrúlegri tiltektum uns mannvonskan var orðin þvílík að söguþráð- urinn dregur dám af slæmri óperu eða ýkju- kenndu Jakóbínaleikriti. Dauðinn í Fenayjum Dauðinn í Feneyjum er frægasta verk Visconti. Segir þar frá miðaldra listamanni sem dvelur í Feneyjum sér til heilsubótar og fær of- urást á ungum dreng. Mörgum gagnrýnendum þótti yrkisefni Manns, og Visconti, ósiðlegt. Töldu sumir að myndin væri mikil að búningi en rýr að efni og ekki með öllu fordildarlaus. Er slík gagnrýni eflaust sprottin af pólitískum ástæðum og listrænni fáfræði. Dauðinn í Fen- eyjum var valin til svokallaðrar konunglegi-ar sýningar á Bretlandi. Voru menn ekki á einu máli hvort efni myndarinnar væri boðlegt kon- ungsfjölskyldunni. Söguhetju Tómasar Manns, rithöfundinum Aschenbach, breytti Visconti í tónskáld. Hefur tónhst eftir Mahler ekki verið notuð á svo áhrifaríkan hátt í nokkurri kvikmynd. Gustav Mahler er talinn kveikjan að Aschenbach. Myndin er erfiljóð um horfna tíð. Margir hafa líkt för Aschenbachs um hina föllnu borg við Eneasarkviðu Virgils eða Hinn guðdómlega gleðileik Dantes. Gondólérinn í Feneyjum er tekinn við stiku Karons, ferjumanns á ánni Styx er liggur að Hadesarheimi. Leikstjórinn notar tónlist og umhverfishljóð á ógleymanleg- an hátt. Myndataka Pasquale de Santis er stór-. glæsileg sem oft áður. Hver myndrammi gleður augað enda ber Visconti höfuð og herðar yfir aðra leikstjóra í vali á leikmynd og búningum. Dirk Bogarde átti mikinn leiksigur í Dauð- anum í Feneyjum. Leikarinn sýndi snilldarleik í Ragnarökum en hafnaði hlutverki prófessors- ins í Samtalinu, Visconti til mikillar gremju. Greifinn Visconti lýsir glæsilegum aðlinum með mikilli eftirsjá í Dauðanum í Feneyjum. Þó er plágan til marks um það að tími þessarar stéttar er liðinn. Visconti var oft sakaður um að vera tvöfaldur í roðinu í afstöðu sinni til að- alsmanna. Ef gætt er að af hverjum stigum maðurinn var og í ljósi umróta tuttugustu ald- ar þarf varla að koma á óvart að Visconti hafi— haft blendnar tilfinningar í garð ítölsku yfir- stéttarinnar. Leikstjórinn lagðist aldrei svo lágt að gagnrýna aðalinn á yfirborðskenndan hátt þótt hann hlífi ekki eigin stétt með nokkru móti. Var hann að þessu leyti samkvæmur sjálfum sér þrátt fyrir þær þversagnii' sem settu lit á líf hans. Loðvík Leikarinn Helmut Berger sérhæfði sig í að leika kolbrjálaða Þjóðverja og fórst það vel, sér í lagi í barokkverkum Visconti. Berger var kjörinn til að leika hinn skrautlega kóng Bavaríu í þessari glæsilegu mynd. Eru hins vegar þrjár klukkustundir í návígi við þennan vitfirring fullmikið af hinu góða. Samlaiið Kammerverkið Samtalið (Gruppo di famiglia in un interno) er mun agaðri mynd en þrfleik- urinn. Burt Lancaster lék aldurhniginn pró- fessor af miklum þrótti og sannfæringu. Þótt myndin sé hugleiðing um lífið og tilveruna þröngvar leikstjórinn ekki heimspekilegum vangaveltum upp á persónur leiksins. Visconti vai' einn af fáum leikstjórum sem gat gert smá- myndir og stórmyndir af sömu leikni rétt eins og hann gat sameinað alþjóðlega og sérítalska kvikmyndagerð áreynslulaust. Lserisveinar Visconti var orðinn heilsuveill síðustu æviár- in. Hann lét það ekki aftra sér og leikstýrði i‘ hjólastól. Einhver góður maður spurði hinn dauðvona leikstjóra hvort hann færðist ekki of mikið í fang. Svaraði Visconti því til að hann ætlaði að stjórna næstu mynd á sjúkrabörum. ítölsku leikstjóramir Francesco Rosi og Franco Zefferelli hófu báðir kvikmyndaferil sinn sem aðstoðarleikstjórai’ hjá Visconti. Má enn merkja handbragð meistarans á myndum Zefferelli. Rosi virðist aftur á móti hafa farið eigin leiðir. Þríeykið Bandarísk kvikmyndagerð var í nokkmTÍ lægð í byrjun sjöunda áratugarins. Myndir eft- ir þrjá ítalska leikstjóra vöktu athygli vestan- hafs um þetta leyti. Þær voru Hið ljúfa líf (La dolce vita) eftir Federico Fellini, L’Awentura eftir Michelangelo Anonioni og Rokkó ogj,- bræður hans eftir Luchino Visconti. Þremenningamir hlutu allir eldskírn við gerð raunsæismynda. Má því alltaf finna raun- sæiskjarna í verkum þeirra hversu súrealísk og stílfærð sem þau em. Skýrir það að hluta tfl hve flla minni spámönnum hefur farist við að apa eftir þeim. Margur leikstjóri hefur fallið í þá gryfju að reyna að gera mynd í „Fellinistfl“ eða anda Visconti og Antonioni. Slíkar eftirlík- ingar hafa sjaldan gefið góða raun. Söguhetjur í verkum Visconti em ávallt breyskar. Leikstjórinn hefur meiri áhuga á mannlegu eðli en Fellini og Anonioni. Mynd- mál í Viscontimyndum er hefðbundið jafnvel stirt. Kvikmyndin er meðal en ekki tflgangur í sjálfri sér. Visconti sagði aldrei fyllilega skilið við raunsæisstefnuna. Hann var ólíkur Fellini og Antonioni að þessu leyti. Hinir tveir tileink- uðu sér ákveðinn stfl og eru myndir þeirra auð^ þekktar. Visconti reyndi hins vegar aldrei að gera formbyltingu. Margt er snilldarlega gert í myndum eftir Visconti. Leikstjóranum verður aftur á móti á að gera fráleit mistök. Ef til vill eru myndir Visconti einmitt áhugaverðar fyrir þá sök hve mistækur hann er. Ahorfandinn veit aldrei á hverju hann má eiga von. Vissulega eru miklir formgallar á verkum Visconti. Samt sem áður gerði hann sannkölluð stórvirki. Skömmu fyrir andlát sitt sagði Visconti: „Ég hræðist ekki dauðann. Það er betra að fara og sjá hvað býr handan móðunnar miklu. Það er eins og að fara í bíó.“ Greifinn dó er hann hlýddi á tónlist eftir Brahms 17. mars 1976. v Fellini og Anonioni skildu eftir sig eftir- minnilegar myndir. Visconti lét eftir sig liggja eftirminnflegar persónur. Tíminn einn getur leitt í ljós hver hefur farið betri leið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.