Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 5
fyrir tilverknað Odds Sigurðssonar. Oddur var glæsimenni og drengskapar- maður í aðra röndina og hefur því unnið sér talsverða samúð sagnaritara, einkum Jóns. J. Aðils sem ritaði ævisögu hans. En hann var þó reyndar þvflíkur ofstopamaður að fullkomið efamál verður að telja að hann hafi alltaf verið heill á geðsmunum. Á al- þingi 1721 flutti Jón Hjaltalín mál alþýðu- manns úr Snæfellsnessýslu sem Oddur hafði beitt verstu rangsleitni og hafði full- kominn sigur. Árið eftir sótti Jón mál ann- ars almúgamanns af Snæfellsnesi á hendur Oddi en Oddur sá þá sitt óvænna og gekk til sátta áður en málið kæmi til dóms. Að öðru leyti var meinlítið með þeim Oddi og Jóni allt þar til á alþingi 1734. Oddur slett- ist þá upp á Jón með ólögmætri kröfu en Jón brást ókvæða við og briglsaði Oddi um æruleysi. Málinu lauk svo að Oddur var dæmdur í sektir við Jón en brigslyrði Jóns ómerkt. Jón J. Aðils rekur þessi viðskipti lauslega í ævisögu Odds og er sú frásögn öll mjög hlutdræg og hallar á Jón. I frá- sögu Jóns er meðal annars þetta: „Jón þessi Hjaltalín átti Oddi margt gott upp að inna. Hafði Oddur endur fyrir löngu tekið hann að sér í Kaupmannahöfn, bjargað honum úr örbirgð og komið honum til manns.“ Þess er annars hvergi getið að Jón Hjaltalín hafi nokkurn tíma siglt og Jón Aðils getur ekki um heimild fyrir frásögn sinni, enda er á henni þjóðsagnablær. En það styður hana þó að Oddur sigldi einmitt 1706, sama haust og Páll Beyer, og því má álykta að Jón hafi þá verið í Kaupmanna- höfn og kynnst ekki aðeins Oddi heldur einnig Beyer veturinn 1706-1707. Sennileg- ast er þvf að söguna um að Oddur hafi tekið Jón að sér í Höfn og komið honum til manns beri að skýra svo að Jón hafi kynnst Beyer og komist í hans þjónustu fyrir til- stilli Odds. Víst er að þeir Beyer og Oddur hafa eitthvað umgengist þennan vetur. Jón hefur að líkindum komið út með Beyer sumarið 1707 og um það bil tveimur árum síðar giftist hann Mettu Maríu. Beyer hafði áður reynt að kaupslaga um Mettu við séra Runólf í Sandfelli og líkast til er það skýringin á þeirri fráleitu þjóð- sögu að Jón hafi fengið sýslumannsembætti að launum fyrir að giftast henni. Vitanlega gekk Jón í þjónustu Beyers og einhvern heimanmund fékk hann sennilega með konu sinni en það er úr lausu lofti gripið að hann þægi sérstaka umbun fyrir að ekta hana. Jón komst ekki til neinna metorða fyrr en löngu eftir að þau Metta giftust og þá varð það án hjálpar Beyers. Þau eignuð- ust níu börn sem komust upp og ekkert bendir til annars en að hjónaband þeirra hafi verið elskuríkt. Bogi Benediktsson segir reyndar að Jón væri „haldinn kven- hollur“ og Páll Eggert lepur þetta eftir honum. Ekki er þó vitað til að Jón hafi nokkurn tíma skipt sér af öðrum konum en Mettu og því er þetta tilhæfulaust fleipur. Hin „opinbera söguskoðun" á Jóni Hjalta- lín er reyndar að talsverðu leyti náungaslað- ur fært í viðhafnarflíkur sagnfræðinnar. Erw þeir að dansa Varðveist hefur bréf sem Jón Hjaltalín skrifaði til Fuhrmanns amtmanns, dagsett 31. ágúst 1720 í „Effersoe ved Holmen udi Island". I bréfinu biður Jón amtmann með mörgum fögrum orðum að aðstoða sig við að ná arfi Mettu eftir foreldra hennar, enda sé móðir hennar nú látin fyrir nokkru og Hans Olfsen stjúpi hennar kvæntur öðru sinni. Segir Jón að þau hjón hafi bæði margsinnis reynt að ná sambandi við Olfsen út af málinu en allar tilraunir þeirra í þessa átt hafi reynst árangurslausar. Olfsen hafi þó haft fulla vitneskju um að Metta væri á lífi og um hvar hún væri nið- urkomin, enda væri hún „fra sin faders hus, med hans (þ.e. Olfsens) og móderens villie og raad bort komen“. I bréfinu kemur enn fremur fram að foreldrar Mettu höfðu verið „temmelig formuende folk“ og að hún átti tvær yngri systur sem ekki höfðu heldur notið arfs síns. Loks lætur Jón þá frómu ósk í ljós að kona hans „som sidder her i et fremmed land med 5 smaa bórn“ fái um síðir þann arf sem henni beri, en að þeirri ósk varð honum þó ekki. Beyer hefur að sjálfsögðu útvegað Jóni og Mettu ábúina í Effersey, líkast til með vildarkjörum. Búskapur í eynni var smár í sniðum en heimræði var þar árið um kring og hefur Jón því haft þar einhvern útveg. Sennilegast er að hann hafi auk þess áfram verið að einhverju leyti í þjónustu Beyers og síðan orðið assistent hjá Hólmskaup- manni. Og smám saman jókst vegur Jóns. Á meðal nágranna þeirra Mettu voru sýslu- mannshjónin í Nesi við Seltjörn, Þórdís Jónsdóttir varalögmanns Eyjólfssonar og Níels Kjær. Traust og síðan vinátta tókst með Jóni og Níels, Níels tilnefndi Jón sem lögréttumann 1717 og tók sér hann sem lögsagnara 1728, eins og áður er nefnt. Ári síðar, 1729, eignuðust þau Jón og Metta son og gáfu honum nafnið Níels. Sem fyrr segir tók Jón við sýslum Kjærs 1730 og fluttist líklega sama ár úr Effersey inn í Vík. Á orði var haft að heimilislífið í Vík .væri með gáskafyllsta móti. „Þar er ekkert utan gleði, ævinleg á sunnudags kvöld“ segir í vikivakakvæði sem séra Gunnar Pálsson, þá djákni á Möðruvöllum, lagði út af frásögn sunnlensks kaupamanns um gleðskapinn í Vík. Mikið hefur kaupa- manninum fundist til um velmegunina þar syðra því að „kvenfólkið í silfri skín, hjá honum Jóni Hjaltalín“. Og enn segir þar: „Fagur kyrtill, fullur maginn, fallega þeir sér ansa, allan veturinn eru þeir að dansa.“ Jón var gleðimaður mikill og veitinga- samur og Metta að líkindum glaðsinna, söngvin og dansfús. Hún þekkti að sjálf- sögðu til skemmtanahalds eins og það tíðk- aðist í Danmörku, hafði bæði kynnst því þarlendis og á kóngsgarðinum á Bessastöð- um, og hefur kennt börnum sínum og grönnum dansa og aðra gleðileiki. Fólkið á Arnarhóli, í Hlíðarhúsum og Skildinganesi var allt aufúsugestir og sömuleiðis kaup- mennirnir í Hólminum og Hafnarfirði, Bessastaðamenn og enn aðrir. Og það var glaumur og gleði í Vík: „Hjá honum Jóni Hjaltalín, hoppa menn sér til vansa, allan veturinn eru þeir að dansa.“ Á alþingi 1743 var ákveðið að Jón Hjalta- lín hefði þá frægu ólánskonu Sunnevu Jónsdóttur í gæsluvarðhaldi meðan frekari rannsókn á máli hennar færi fram og hefur hann þá enn notið trausts. Annars kom Jón ekki við atburði á þingi eftir 1738 og ýmis- legt bendir til þess að um það leyti hafi tek- ið að halla undan fæti fyrir honum. Hann komst smám saman í miklar skuld- ir og olli drykkjuskapur hans eflaust ein- hverju þar um en áreiðanlega var hann líka linur við að innheimta sakeyri og aðrar sýslutekjur af almúganum. Að lokum flosn- aði Jón upp frá Vík árið 1752, sem fyrr seg- ir, og var eftir það til heimilis á Arnarhóli, hjá Silfu dóttur sinni og manni hennar, Gissuri Jónssyni lögréttumanni, og þar andaðist hann öreigi í október 1755. Metta María dó tveim árum síðar, í nóvember 1757 (grafin 14. nóv.), og var þá kennd við Götuhús við Reykjavík. Formóðir þjóðhöfðing|a Þar með er sagan þó ekki öll því að borg- meistaradóttirin og bóndasonurinn lifa í niðjum sínum. Dagar forfeðranna duna í blóði okkar íslendinga. Þetta sannar séra Torfi Hjaltalín í Lesbók Morgunblaðsins þann 6. desember sl. með því að taka upp þykkjuna fyrir Víkurhjón eftir tvær og hálfa öld, þykir Pjetur Hafsteinn Lárusson vega ómaklega að þeim í áðurnefndri grein og svarar þessum fjarfrænda sínum með þjósti. „Fáir hafa orðið kynsælli en Hjaltalín gamli“ segir Hannes Þorsteinsson, rétt eins og Metta hafi þar hvergi nærri komið. Margir af nánustu niðjum Víkurhjóna urðu verslunar- eða iðnaðarmenn og sumir þeirra fluttust til Danmerkur og fjarlægari staða, jafnvel Indlands. Þetta fólk hafði greinilega einhverja ólgu og ævintýragirnd í blóðinu eins og borgmeistaradóttirin forð- um. Jón Espólín áttaði sig á þessu og gat því ekki stillt sig um að rekja þennan frændgarð nokkuð en taldi sér þó skylt að afsaka það: „Vildum vér því ei undanfella at telja þennan frændbálk, þó eigi væri í hann komit margt stórmenni, at hann ægsladist vída, ok kom vid í ýmsum stödum.“ Áður er þess getið að Jón og Metta áttu fimm ung börn í Effersey árið 1720. Þar á meðal voru Gunnhildur eldri, f. um 1710, Jóhanna, fædd nálægt 1715, og að líkindum Anna en það er áreiðanlegt að a.m.k. tvö af börnunum fimm eru ónefnd og hafa dáið ung. Anna átti Árna Einarsson í Ánanaustum og börn, þar á meðal Einar tinsteypara á Borgundarhólmi. Jóhanna var móðir áður- nefnds Jóns Stefánssonar á Ferstiklu og Árna Jónssonar er sigldi og varð síðan reipslagari og lögréttumaður á Kirkjubóli á Miðnesi. Frá henni er mikill ættbogi, eink- um um Suðurnes og Borgarfjörð. Gunn- hildur eldri var ein þeirra fimm kvenna sem fyrstar tóku ljósmóðurpróf hér á landi, á Bessastöðum árið 1761. Sonur hennar var Sighvatur Sighvatsson bóndi í Grjóta við Reykjavík, faðir Þorbjargar langömmu Einars Benediktssonar skálds. Af sonum Jóns og Mettu var Oddur elst- ur, f. um 1722; víkur brátt að nokkrum af niðjum hans. Næst honum að aldri hafa sennilega verið áðurnefnd Silfa á Arnar- hóli, líklega f. nál. 1725, Hans og Páll en yngst voru að líkindum Gunnhildur yngri og Níels, bæði fædd um 1729. Oddur var föðurnafn Jóns og Hans föðurnafn Mettu og augljóst er að Páll var heitinn eftir Páli Beyer og Níels í höfuðið á Níelsi Kjær eins og áður er nefnt. Hans „sigldi, lærði látúnssmíði, dó utan- lands, ókvæntur" og Páll „sigldi og kvænt- ist utanlands, átti 2 syni, er voru stýrimenn til Austindía“. Gunnhildur yngri átti Sören Davíðsson Grönager, danskan reipslagara á Stapa, og er frá þeim fjöldi manna um Breiðafjörð og víðar. Níels var lögréttu- maður í Hlíðarhúsum við Reykjavík. Sonur hans var Eiríkur lögfræðingur og toll- gæslumaður í Flensborg, faðir Níelsar Hjaltalíns etatsráðs og afgreiðsluritara á einkaskrifstofu konungs í Kaupmannahöfn. Kunnasti leggur Hjaltalínsættar er kom- inn frá elsta syninum í Vík, Oddi Hjaltalín bónda og lögréttumanni á Rauðará. Kona hans var Oddný Erlendsdóttir frá Hrólfs- skála og komust átta af þrettán börnum þeirra á legg, þar á meðal Guðrún, Hans og Páll sem öll fengust við kaupskap á Vestur- landi, Jón, Jórunn og Rannveig. Jón Oddsson Hjaltalín var prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd og talsvert gott skáld, talinn hafa „glæsilegar gáfur“. Synir hans voru Oddur læknir og Jón land- læknir og alþingismaður en niðjar séra Jóns í þriðja lið voru Olafur Eyjólfsson fyrsti skólastjóri Verslunarskóla Islands, Jón Hjaltalín Sigurðsson læknir og pró- fessor og Halldór Hermannsson prófessor í Cornell. Jórunn Oddsdóttir frá Rauðará átti Jón Jónsson faktor á Stapa og síðar bónda í Böðvarsholti í Staðarsveit. Sonur þeirra var Jón í Langey, afi Magdalenu Jónas- dóttur í Sauðlauksdal, ömmu Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Rannveig Oddsdóttir átti Hjört Eiríks- son á Bústöðum. Sonur þeirra var Eiríkur Hjörtsson á Rauðará, afi Hjartar Bjarna- sonar á Klukkulandi, langafa Olafs Ragn- ars Grímssonar forseta. - Á Bessastöðum á Álftanesi stígur Metta Hansdóttir skyndi- lega fram úr myrkri aldanna og þar gerist saga hennar enn. Gunnhildur yngri var kölluð kóngamóðir og sögð mesti svarkur. Jón Espólín segir frá því að hún gekk á konungsfund og hefur það verið annaðhvort 1756 eða 1757, en þá voru harðindi og hallæri á íslandi: „Hún fór utan á dögum Friðriks konungs fimta, ok gekk fyrir konúng í íslenzkum kvenn- búnadi, sagdi konúngr svo, at honum þótti búnadrinn sélegr, nema kápan svarta ok sykrtopprinn, svo kalladi hann faldinn; hún bad konúnginn um tvær bónir: at módir sín, er ekkja var, fengi vidrlífispeninga, ok bóndi sinn hamp útfærdan árlega til ís- lands, til færaspuna, ok heyrdi hann mildi- lega bádar.“ Móðir sem átti slíka dóttur hlaut að verða formóðir þjóðhöfðingja og það frem- ur tveggja en eins. Höfundur er prófessor. Alþingisbækur íslands, XI, bls. 96. Alþingisbækur íslands, XII (1971), bls. 179. Jón J. Aðils (1902). Oddur Sigurðsson lögmaður, bls. 268; sbr. Sögu íslendinga, VI, bls. 132-133. Sýslumannaæfir, IV, bls. 158; Islenzkar æviskrár, III, bls. 154. Þjóðskjalasafn íslands. Skjalasafn stiftamtmanns, III, 142; sjá líka Klemens Jónsson (1944), I, bls. 54. Sbr. Klemens Jónsson (1944), I, bls. 55. Sbr. Jarðabók, III, bls. 254-255. lslenskir vikivakar og vikivakakvæði (Kaupmannahöfn 1894), bls. 306-307. Ing-a Huld Hákonardóttir (1995, ki(juútgáfa). Fjarri hlýju hjónasængur, bls. 198. Sjá t.d. Þóri Stephensen (1996), bls. 133; Alþingisbækur íslands, XIII, bls. 308,483. Æfir lærðra manna, 33. bindi; Sýslumannaæfir, IV, bls. 158 (athugagrein Hannesar neðanmáls). Þjóðskjalasafn íslands. Ministerialbók fyrir Seltjama- nesprestakall um árin 1746-1762, blað 71v. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín (1997). Af fyrirmönnum fyrri tíða og nútíma umfjöllun um þá. Lesbók Morgun- blaðsins 6. desember 1997, bls. 14. Æfir lærðra manna, 33. bindi. íslands árbækr í sögu-formi (Kaupmannahöfn 1854), XI, bls. 32. Ljósmæður á íslandi, I, bls. 228, II (1984), bls. 325. íslands árbækr, XI, bls. 31; sbr. Sýslumannaæfir, IV, bls. 140. Sýslumannaæfir, IV, bis. 155. íslenzkar æviskrár, III, bls. 155. íslands árbækr, XI, bls. 32. KRISTJANA EMILÍA GUÐMUNDSDÓTTIR FÝKUR VORT LAND Pýtur úti þorra vindur svalur þrotinn hagi, svell um allar grundir fenntar hlíðar, fannahvítur dalur frosin áin sefur klaka undir. Berja klakann Islands útigangar eftir snöpum svangir hjamið naga híma svo í hnappi nætur langar hrossin okkar köld með tóma maga íslands fræga þjóðarstoltið þrýtur þegar stóðið nagar freðinn svörðinn yfirvaldið undan vanda lítur - eftir standa nakin móabörðin. ísland, fagra ísland fýkur burt fínnst á heiðum varla nokkurjurt. Höfundurinn er bókcivörður í Kópavogi. MAGGI SIGURÐSSON BÖRN JARÐAR Hvað dreymir þig barn, sem að blundar í húmi blárökkrar nætur, er sævarins óður hljómþrunginn ómar, en er þó svo hljóður? Hvað dreymir barn, sem að blundar í rúmi við brjóst þinnar móður? Hvort dreymir þig vorið með sólfar og söngva síglaða fugla, og blævinda mjúka, sem líða af sænum og ströndina strjúka, mettast af ilmi frá birki og blömum? Hvort dreymir þig barn ekki brjóst þinnar móður blóðugt og marið af örvita þrælum. Traðkað ísundur með hermanna hælum? Höfundurinn er múrari. ÞÓRUNN HÁLFDÁNARDÓTTIR AUGNABLIK Augnatillit, órætt, snöggt, ætlað mér einni. Ilmur, ólýsanlegur, framandi, Ijúfur. Snerting, undurlétt, kunnugleg, kærkomin. Augnablik, einstakt, óafturkræft eins og öll hin. Höfundur er leiðbeinandi við Hallormsstað- arskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14.FEBRÚAR 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.