Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 4
JÓN var gleðimaður mikill og veitingasamur og Metta að líkindum glaðsinna, söngvin og dansfús. Hún þekkti að sjálfsögðu til skemmtanahalds eins og það tíðkaðist í Danmörku, hafði bæði kynnst því þarlendis og á kóngsgarðinum á Bessastöðum, og hefur kennt börnum sínum og grönnum dansa og aðra gleðileiki. Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir. METTA HANSDÓTTIR í VÍK - SÍÐARI HLUTI „ALLAN VETURINN ERU ÞEIR AÐ DANSA" EFTIR HALLDÓR ÁRMANN SIGURÐSSON Jón Hjaltalír i, eiginmaður Mettu Hansdóttur, tók við sýslumannsembætti Kjærs 1730 og fluttist líklega sama ár úr E iffersey inn í Vík. Á orði var haft að heimilislífið í Vík væri með gáskafyllsta móti. „Þar er ekkert utan gleði, ævinleg á sunnudags kvöld'7 segir í vikivakakvæði. Framgjarn Hjaltdælingur AÐ andar köldu frá flestum sagnariturum til Jóns Oddsson- ar Hjaltalíns, enda var hann boðflenna í íslenska höfðingja- hópnum, óskólagenginn bónda- sonur sem hófst af sjálfum sér og átti í þokkabót danska konu. Ekki bætti um fyrir Jóni að þau Metta voru gleðifólk á gleðifirrtum tímum píetismans, þegar þjóðin var svo upptekin við að vera guðhrædd og mædd að hún glutr- aði niður danskunnáttu sinni. Jón var af al- þýðuættum, Þorgerðarson í Hjaltadal Jóns- dóttur og Odds bónda hennar Ónundarsonar. Hann var 16 ára vinnupiltur hjá Gísla móð- urbróður sínum á Reykjum í Hjaltadal árið 1703 og hefur því verið fæddur um 1687. Fjórtán ár líða þar til honum skýtur aftur upp í heimildum, 1717, og hefur vegur hans þá heldur aukist því að þá er hann nefndur á alþingi sem lögréttumaður úr Kjalarnes- þingi. Jón varð síðan lögsagnari Níelsar Kjærs í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1728, var settur yfir báðar sýslurnar við andlát Kjærs 1730 og fékk veitingu fyrir þeim 1732. Gull- bringusýslu sagði hann af sér 1743 en var að sögn Hannesar Þorsteinssonar settur frá Kjósarsýslu 1750 végna skulda og drykkju- skapar. Jón var landseti konungs í Effersey (Örfirisey) 1720 og sjálfsagt bæði fyrr og síð- ar og í Reykjavík bjó hann sennilega frá 1730 allt til þess að hann missti ábúðina árið 1752. Alþingisbækur íslands bera það með sér að Jón gegndi trúnaðar- og embættisstörf- um sínum af samviskusemi, að minnsta kosti framan af ferli sínum, og þær sýna einnig að hann var einhver snjallasti og eft- irsóttasti málafærslumaður landsins frá því um 1720 og fram yfir 1730. Hann var vissu- lega harðskeyttur en hann undirbjó mál sín af kostgæfni og virðist hafa verið manna best að sér í norsku lögum Kristjáns fimmta sem æ oftar var dæmt eftir þegar leið á 18. öld. Oft var hann saksóknari eða verjandi konungsvaldsins og stundum er- indismaður amtmanns á alþingi en hann tók líka margsinnis að sér að rétta hlut smælingja gagnvart yfirgangi innlendra höfðingja. Hannes Þorsteinsson gerir mikið úr þvi að hann hafi verið óheppinn í dómum sínum eftir að hann varð sýslumaður sjálf- ur og hlotið sektir „fyrir of harða dóma eða lögleysur“ sem stafað hafi af miklum drykkjuskap hans. Athugun á alþingisbók- unum 1730-1750 leiðir hins vegar í ljós að þarna er aðeins um tvo dóma að ræða og sýnir reyndar að Jón hefur verið friðsamt og aðgerðalítið yfirvald. Það sópaði að Jóni á alþingi á meðan hann sinnti þar mála- færslustörfum en eftir að hann varð valds- maður sjálfur kom hann litt við sögur. Áðumefnda eyðu í heimildum um Jón, árin 1703 til 1717, fyllir Bogi Benediktsson svo: „Jón Hjaltalín vandist í æsku með dönskum, og var að náttúru mjög glaðsinna og orðhvatur, ekki lærður á latínu, en skýr og fljót-skarpur og lagði sig eptir íslenzk- um lögum.“ Orðalagið „vandist í æsku með dönskum" bendir til þess að Jón hafi ungur byrjað innanbúðar á Hofsósi en um það verður þó ekkert fullyrt. Engu að síður er unnt að komast nokkru nær um það hvenær og hvernig þau Metta og Jón kynntust. Líkur benda til að það hafi með nokkrum hætti og þó óforvarandis orðið 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.