Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 14
BROT ÚR BÓKMENNTASÖGU SPÁNAR 2 ÞJÓÐHETJA OG ÁSTIN Á MIÐÖLDUM EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR Elstu dæmi um bókmenntatexta á spænsku koma frá Andalúsíu þar sem gotar, márar og gyðingar höfóu lifað og hrærst hverjir í bland við aðra. En meðal kristinna manna er einn elsti texti á fornspænsku sögukvæðið mikla, Cantar de Mío Cid, sem varðveitt er í einu handriti frá 14. öld. MENNING Rómverja færði með sér latneska tungumálið sem var þegar í stað gert að op- inberu máli og kennt í skólum. Pau tungumál sem fyrir voru á Íberíu- skaganum hurfu þó ekki samstundis, heldur voru notuð jafnframt í töluverðan tíma. í löndum máranna þróaðist hið rómanska mál jafnhliða arabískunni sem auðgaði hana með mörgum orðum. Auk þess er talið að arabískan hafí líka haft áhrif á gerð spænskrar tungu, má þar nefna sem dæmi sveigjanleika í orðaröð sem er meiri en tíðkast í öðrum rómönskum málum. Elstu dæmi um bókmenntatexta á spænsku koma frá Andalúsíu þar sem gotar, márar og gyðingar höfðu lifað og hrærst hverjir í bland við aðra. En meðal kristinna manna er einn elsti texti á fomspænsku sögukvæðið mikla, Cantar de Mío Cid, sem varðveitt er í einu handriti frá 14. öld. Uppruni sagnakvæða á Spáni er ekki með öllu ljós, og hafa sumir fræðimenn haldið því fram að hann megi rekja til áhrifa frá kvæðagerð mára. Aðrir vilja meina að sagnakveðskapur á Spáni sé sprott- inn upp af gotneskum fyrirmyndum. En kvæð- ið um E1 Cid ber öll höfuðeinkenni spænskra sagnakvæða og er talið merkasta sýnishom sagnakveðskaparins þar í landi. Það var ort nálægt 1140 og segir frá E1 Cid, þjóðhetjunni fræknu, sem barðist við mára og lagði undir sig lönd þeirra. Þegar Spánarfræðingurinn Gerald Brenan útlistar muninn á einkennum rómanskra þjóða í bók sinni The Litterature of the Spanish People, ber hann meðal annars saman kvæðið um E1 Cid og franska fyrirmynd þess, Chan- son de Rolland, sem er ort í dæmigerðum hetjukvæðastíl. Þar segir frá herför Karla- Magnúsar á hendur márum í Zaragoza á Spáni. í kvæðinu er dregin upp stórbrotin mynd hetjunnar sem er í senn riddari, hirð- maður og krossfari, fullkomlega trúr sínum konungi og guði, og lætur fúslega lífíð fyrir sína herra. Lýsingar þess ná út fyrir allt raun- sæi og einkennast af miklum ídealisma. Frakkland var á þessum tíma sterk og sam- einuð þjóð sem var mjög ráðandi um menn- ingu á miðöldum. Aftur á móti var Spánn, póli- tískt séð, margskipt og veik heild. Frakkar gengu mjög hart fram í baráttunni gegn már- um, nánast af trúarlegu ofstæki, einkum Nor- mannar og Búrgundar, en Spánverjar voru lengi vel talsvert umburðarlyndari gagnvart þeim og áttu jafnvel margvísleg skipti við þá. E1 Cid, þjóðhetja Spánverja, verður því frem- ur tákn fyrir sterkan einstakling sem berst áfram og vinnur á endanum sigur með fæmi sinni og hugrekki. Hann er jafnframt persónu- gervingur ýmissa eiginleika þjóðarinnar og minnir annað veifið á Don Kíkóta vegna göfug- mennsku sinnar og umhyggju fyrir heiðri sín- um, en öðrum þræði á Sansjó Panza sökum hagsýni sinnar. Cid er afar mannlegur, honum er umhugað að öðlast fé og frama. Tónninn í kvæðinu er jarðbundinn, raunsær og skraut- laus. Bókin urn óstinn góéu Annað dæmi sem undirstrikar muninn á af- stöðu Spánverjans til efnisins og granna hans í næstu löndum er merkisritið E1 libro de buen amor, eða Bókin um ástina góðu. Hún er skrif- uð eftir u.þ.b. tveggja alda vinsældir trúbadúr- skáldskapar, eða ljóðlistar lútunnar, í Suður- Evrópu, sem Brenan telur að eigi uppruna sinn í ljóðlist mára á Spáni en hafi borist það- an til grannþjóðanna og blómstrað síðan í Frakklandi og Provence. Þar er ástin hafin upp í trúarlegar hæðir; hin þjáningarfulla, oft á tíðum platónska ást, þar sem skáldið lýtur því lögmáli að ástin og dauðinn séu eitt og hið sama. Elskhuginn er eins og hermaður undir heraga. Hann hefur engan eigin vilja, hann hlýðir aðeins. Hann er auðmjúkur þræll ást- meyjar sinnar eða elskhuga, og þjónar öllum hugsanlegum duttlungum hennar og harð- ræði. Það eru greinileg masókísk áhrif í skáld- skap 11. aldarinnar: „Vertu annaðhvort góð eða grimm,“ biður skáldið Ibn Gúzman, „dæmdu mig eins og dómari, veittu mér sælu eða sársauka." Og sagt var um skáldið Ibn Sahl, sem dó í Sevillu árið 1251, að hann hafi vel ort, enda varð hann að þola tvöfalda niður- lægingu: að vera gyðingur og elskhugi. I Bókinni um ástina góðu er hins vegar eng- in slík trúarleg afstaða til ástarinnar; höfund- urinn, Juan Ruiz, beitir fremur skopskyni sínu. Hann fæddist árið 1280, eða þar um bil, og fékkst við að yrkja vísur og kvæði fyrir los juglares, sem voru farandsöngvarar og trú- badúrar. Hann gerðist prestur og hlaut síðan tignarstöðu sem gæti samsvarað prófastsemb- ætti. Hann virðist þó ekki hafa verið fyllilega þægur yfirvöldum því hann sat um tíma í fang- elsi, en annars er fátt vitað um ævi hans, utan það sem kvæði hans kunna að greina frá. Bókin hefur að geyma mislöng kvæði sem gjaman eru gáskafull og írónísk, sum hver með ádeilu. En höfundur fer einnig næmum höndum um ástarmál, og einn og einn sálmur og Maríukvæði finnast þar sömuleiðis. Þrátt fyrir efni kvæðanna, margvíslegt spé og mjög svo veraldlegan andblæ heldur höfundur því fram að tilgangurinn með þessum yrkingum sé háleitari en virðast mætti í fljótu bragði; honum sé í mun með verki sínu að bæta sið- ferði manna og efla trúarhneigð þeirra. Hann lýsir því yfir að til sé tvennskonar ást, þ.e. hin góða ást sem kemur frá guði, og síðan hin óða ást sem er veraldleg og syndug. Ásetningur hans sé að sýna fram á hættur hinnar holdlegu ástar pg hversu æðri sú ást sé sem er veitt af guði. Á hinn bóginn, bætir hann við, úr því það liggi í eðli mannanna að syndga, sé þeim vel- komið, sem það kjósa, að þiggja af honum nokkur gagnleg ráð í þeim efnum. Og reyndar vilja margir meina að gjörvöll bókin sé einmitt ekki rituð í þeim tilgangi að fæla menn frá syndum, heldur þvert á móti; henni sé ætlað að skemmta mönnum og létta af þeim drunga og leiða, því eins og Juan Ruiz sagði sjálfur er • lífsleiðinn verstur af dauðasyndunum sjö. Einn kostulegasti hluti bókarinnar er þegar lesendur fylgja sögumanni yfir Guadarrama- fjöllin, einsömlum og fótgangandi, til Sejgovíu og aftur til baka þjóðleiðina til Madrid. A ferð sinni hittir hann fjórar fjallastúlkur sem eru kúahirðar; hver annarri stærri og ferlegri ásýndum. Þrjár þeirra hafa hann með sér heim í kofa sinn og þvinga til samræðis við sig. Þeirri fjórðu, sem er trúgjöm, lofar hann að kvænast, en sleppur frá henni með því að þykjast verða að fara til þess að útvega allt sem til brúðkaups þarf. En hvað er það sem höfundur vill segja les- endum með þessum frásögnum af ástinni í bundnu máli? Um það hefur Gerald Brenan þetta fram að færa: „Heimspeki ástarinnar í þessu rómaða miðaldariti felst þá einkum í eftirtöldu: ástin er unaðsleg, jafn- vel þótt sá .sem elskar hreppi ekki hnossið. Þó svo ekki sé unnt að bragða á perunni er ljúft að sitja í skugga perutrésins. Ástin er enn- fremur menntandi. Hún gerir hinn ástfangna glaðan, frakkan og mál- snjallan. Hún fágar hinn grófgerða, kennir mállausum að tala og færir orku þeim sem latir eru. Og um- fram allt gefur hún því gildi sem er í sjálfu sér einskis virði. Þannig kunna elskhuginn og ástmey hans að vera bæði ófríð, fátæk, lágkúru- leg og bjálfaleg, en í augum hvors annars virðast þau fegurri og göf- ugri en nokkur annar. Aðeins einn ágalla hefur ástin: hún blekkir ætíð, ástin er blind eins og sagt er.“ Og í eftirfarandi orðum Brenans sjáum við e.t.v. skýrast muninn á skrumlausri, jarðbundinni afstöðu Spánverjans til efnis síns og granna hans í næstu löndum, trú- badúranna sem lofsungu platónska ást og þá þjáningu sem henni var samfara: „Mikill er allur sá hlýi, mannlegi blær sem leikur um lesandann frá þessum blaðsíðum. Við erum stödd í algerlega ólíkum heimi, fjarri rómantískum, taugaveikluðum og blómskrýddum heimi tólftu aldarinnar með gáfuðum börnum sínum í flóknum leik. Ástin hafði einnig menntað Provence-búa og arab- íska lærimeistara þeirra í siðferðilegum og fagurfræðilegum skilningi. Hún var þeim skóli í siðfágun og næstum trúarlegri þrá eftir fjarlægum sjóndeildarhring og unaði þjáning- arinnar. Frakkar og ítalir þróuðu þær kenn- ingar, hinir fyrmefndu með skáldskaparstefn- unni „Roman de la rose“; hinir síðarnefndu með skáldskap Petrarca... Hvar finnst þó meðal allra þessara píslar- votta ástarinnar sú hugmynd að ófrítt og lítil- siglt fólk geti elskað, eða að mannlegu samfé- lagi sé einhver akkur í því? Þeir hefðu hafnað slíkri hugdettu með fyrirlitningu, enda var einmitt hinu ljóta og lága útskúfað úr paradís þeirra. Presturinn af Hita sá hins vegar lengra með sínu almúgaauga. Hann orti um ástina eins og þeir, en jafnframt, eins og sannur Kastilíubúi, á þann hátt er hún kom honum fyrir sjónir, ekki eins og honum fannst að hún ætti að vera.“ Höfundurinn er rithöfundur og bókavörður. ( KVÆÐI sem segir frá herför Karla-Magnúsar á hendur márum f Zaragoza á Spáni er dregin upp stórbrotin mynd hetjunnar sem er í senn riddari, hirðmaður og krossfari, fullkomlega trúr sfnum konungi og guði, og lætur fúslega Iffið fyrir sfna herra. Myndin: Riddari dauðans eftir Salvador Dali, 1935. ERLENDAR BÆKUR „SEGÐU MÉR SÖGUNA AFTUR ..." Retelling Tales - Essays in Honor of Russell Peck. Edited by Thomas Ha- hn and Alan Lupach. D.S. Brewer 1997. Afmælisritið er gefið út í tilefni af 35 ára kennsluafmæli Pecks við Háskól- ann í Rochester. Thomas Hahn ritar inngangsgrein um Russell Peck: Kennsla sem list, starf Russells Pecks. Höf. lýsir þýðingu kennslu og rita Russells um bókmenntir miðalda og þær margvíslegu rannsóknir sem hann hefur stundað og þeirri kennslutækni hans sem kveikir áhuga og opnar nem- endum nýja viðmiðun í þeim fræðum, sem þeir stunda. Áhugi hans og dugn- aður er smitandi að dómi Hahns. Þeir sem skrifa ritgerðir í þessari afmælis- bók hafa meira og minna notið kennslu hans eða staðið að rannsóknum með honum. Bókmenntaarfleifð flestra þjóða er upphaflega varðveitt í munnlegri geymd, fólk kunni kvæðabálka og sög- ur utan að. Þessir bálkar og sögur voru endursagðar og þá fór ekki hjá því að síðasti miðlari eða sögumaður breytti einhverju eða bætti einhverju við. Bókmenntaarfleifð fyrri tíða - mið- alda - var því endursögn bæði munnleg og skrifleg. Hugtakið höfundarréttur varð til löngu síðar. Áður breyttur síð- asti sögumaður sögunni eða bætti við handritið sem hann hafði undir hönd- um. ilj; Snjallar og áhrifamiklar sagnir eru endursagðar aftur og aftur, áhersluat- riði breytast í meðförum nýrra sögu- manna, persónur sagnanna taka breyt- ingum, frásagnarstíllinn breytist og sögusviðið og atburðarásin breytist einnig. Þetta gerist bæði á tímum munnlegrar geymdar og eftir að ritlist hefst. Frumgerðin er þessvegna hulin móðu aldanna og gerð sögunnar í dag er mjög ólík gerðum fyrri tíma, ef þær eru þá ritfestar. Ritgerðir þessa rits fjalla um sérstök dæmi úr bókmennt- um frá miðöldum, þar sem höfundar reyna að rekja sögudæmin aftur á bak, ekki aðeins í textabreytingum og heimildarrannsóknum heldur með hliðsjón af samfélagsgerð, trúarbrögð- um og stílsmekk tímanna. Sýnd eru dæmi sagna úr Biblíunni sem upphafs- efni í miðaldaleikgerðir eða leikrit. Fom minni eru endursköpuð í skiljan- lega gerð fyrir meðvitund miðalda- mannsins. Mikið af þeim viðfangsefn- um sem hér eru rædd, eru lítt kunn hér á landi, þó eru hér dæmi sem snerta sagnahefð íslendinga, flökku- sögur sem berast hingað. Eve Salisbury ritar um endursköpun Cindarellu eða Öskubusku. Sagan af Öskubusku er til í um 700 mismund- andi gerðum. Inntak sögunnar eða frumgerðir hennar finnast meðal Fom-Egypta, Hellena, í Kína í gerð frá 10. öld og öll menningarsvæði eiga sína gerð. Höfundurinn rekur þær ástæður sem hún telur að valdi endur- sköpun þessa vinsæla ævintýris. Mikil vinna liggur að baki þessari ágætu út- tekt á hinum margvíslegu breytingum. Gerð Perraults virðist gmndvöllur sögunnar í handritasafni Áma Magn- ússonar, vísast að hann hafi átt ævin- týrasafn Perraults; Contes de m'ere l’oye frá 1697. Öskubuska Grimms bræðra er nokkuð frábrugðin ösku- busku Árna Magnússonar. Bók þessi gæti orðið lesendum svipuð hugvekja og kennslutækni þess sem hún er til- einkuð. Siglaugur Brynleifsson. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.