Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 7
ÞRJU UOÐ EFTIR TOMAS TRANSTROMER Ljóðin eru úr bókinni Þrep á sjóndeildarhring (útg. Helgafell, 1976), ljóðaþýðingum eftir Jóhann Hjálmarsson. Opni glugginn Einn morgun rakaði ég mig við opinn glugga á fyrstu hæð. Kveikti á rakvélinni. Hún fór að snúast. Hún snerist hraðar oghraðar. Varð að drunum. Varð að þyrlu og rödd - flugmannsins - braust gegnum drunurnar, öskraði: „Hafðu augun opin! Þú sérð í síðasta sinn.“ Við hófumst á loft. Flugum lágt yfir sumarið. Það varsvo margt, sem hreif mig, skiptir það nokkiv? Tylftir grænna lita. Og einkum rauði liturinn í veggjum timburhúsanna. I sólinni glitraði á bjöllwnar í haugunum. Kjallarar rifnir upp með rótum bárust gegnum lotið. Iðjusemi. Prentvélamar mjökuðust áfram. Á þessari stundu var aðeins fólkið hreyfingarlaust. Það var einnar mínútu þögn. Og einkum hinir dauðu í sveitakirkjugarðinum voru hreyfmgarlausir eins og þegar setið var fyrir hjá ljósmyndara á bernskudögum myndavélarinnar. Fljúgðu lágt! Ég vissi ekkert hvert ég sneri höfðinu - með tvískipt sjónsvið líktoghestw. Til vina handcm við landamæri i, Ég skrifaði ykkur fáorð bréf. En það, sem ég mátti ekki skrifa þandist og þandist út eins og gamaldags loftfar og sveifloks buit út í næturhimininn. II Nú er bréfið hjá ritskoðaranum. Hann kveikir á lampanum. I birtunni fljúga orð mín upp eins og apar í búri, hiista rimlana, kyirast og sýna tennwnar! III Lesið milli línanna. Við hittumst eftír 200 ár þegar hljóðnemarnir í hótelveggjunum eru gleymdir ogfá að hvílast, verða steingervingar. Harmljóð Ég opna fyrstu dyrnar. Stórt sólríkt herbergi. Flutningabíl er ekið um götuna svo að postulínið titrar. Ég opna aðrar dyr. Vinir! Þið drukkuð myrkrið og wðuð sýnilegir. Þriðju dyrnar. Þröngt hótelherbergi. Útsýni yBr bakgötu. Ljós sem glampar á malbiki. Fagur sori reynslunnar. í ÖSTERSJÖAR yrkir Tomas Tranströmer um móöurfólk sitt og um landamæri. þegar engill faðmar hann að sér í örtröð kirkjunnar og hvíslar að hann eigi ekki að skammast sin íyrir að vera manneskja. Tomas segist alltaf hafa verið á báðum áttum hvað varðaði þetta ljóð og oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna það hafi höfð- að til svo margra. Hann dregur fram bréf sem fjallar um reynslu hans í kirkjunni og Moniea les það fyrir okkur. Það er jafn inn- blásið og ljóðið. Það kemur á daginn að sú hugmynd hefur kviknað að gefa út úrval bréfasafns Tomas- ar. Meðal þeirra sem hann hefur lengi skrif- ast á við er bandaríska skáldið Robert Bly. Einnig hefur Bonniersforlagið í hyggju að gefa út ljóðaþýðingar Tomasar í einni bók. Hann hefur þýtt Robert Bly, James Wright, Louis Simpson og önnur bandarísk skáld, einnig Bretann W. H. Auden og síðast en ekld sist Ungverjann János Pilinszky sem var góður vinur hans og skipti hann máli. Þýðingarnar á Bly og Pilinszky hefur Tomas birt m. a. í einni ljóðabók sinni, Stig- ar (1973). Monica segir að það hafi verið at- hyglisvert hve Pilinszky orti stutt Ijóð, stundum ekki nema tvær línur. Það fór strax vel á með þeim Tomasi, segir hún. Þeir gátu einhvem veginn talað saman þótt Tom- as skildi ekki mikið í ungversku. Pilinszky reyndi í fyrstu að tala frönsku sem Tomas átti ekki auðvelt með. Hann ávarpaði því Pil- inszky á ensku sem Ungverjinn var slakur í. Eftir árangurslausar tilraunir ákváðu þeir því að tala saman á þýsku sem hvorugur kunni að marki. Það má skilja á Tomasi að hann hafi að- eins þýtt ljóð eftir skáld sem hann finnur til skyldleika með. Hann lét þau orð falla í Stig- ar að ljóð Blys og Pilinszkys stæðu sér svo nærri að honum þætti sem þau væru eftir hann, ekki skipti máli hver orti þau upphaf- lega. Ævisögulegt heimildalióð Ég minnist þess að þegar Ijóðabók Tom- asar, Östersjöar (1974), kom út, þótti hún ekki vera í hinum dæmigerða myndríka stíl Tomasar. Hann vildi losna úr viðjum máls- ins og tileinka sér breiðan stfl. Þetta er ljóðaflokkur, sjálfsævisögulegt heimildaljóð um uppruna Tomasar og ættir, fólkið í sænska skerjagarðinum þar sem hann á rætur. Afi hans var lóðs þar og skip og ártöl koma oft við sögu. Tomas hefur látið svo ummælt að veikindi og í framhaldi af þeim dauði móður hans í lok sjöunda áratugarins hafi lagt honum ljóðið á tungu. Einnig hafi ferð til Eistlands og Lettlands 1970 haft sitt að segja. Nafn bókarinnar sem er Eystra- salt, í rauninni í fleirtölu og ætti því að nefna Eystrasölt, gerist í skerjagarðinum sænska (í nágrenni Stokkhólms), á Gotlandi og í Eystrasaltslöndum. Tranströmer hefur löngum haft samband við vini í Eystrasalts- löndum og fór síðast í fyrra til að lesa upp í Litháen á árlegri ijóðahátíð í Vilniusborg. Östersjöar er um móðurfólk Tran- strömers, en líka heiminn og pólitísk landa- mæri. Síðastnefnda orðið er lykill að Ijóðinu. I borðstofunni stendur klukka með ártal- inu 1805. Hún var eign fóður Tranströmers sem hvarf að heiman þegar skáldið var þriggja ára. Sagan segir að kona sem var aðdáandi kvenholls fóðurins hafi gefið hon- um klukkuna. Við hlið klukkunnar er mál- verk af móðurbróður skáldsins sem gekk honum að vissu marki i fóður stað, var m. a. óþreytandi að leiða hann um söfn Stokk- hólmsborgar og fræða hann um fortíðina. Monica segir að þessi frændi skáldsins hafi kennt honum vandað sænskt mál, eilítið gamaldags. Nýkomin er út bók um Östersjöar eftir Magnus Ringgren og einnig hljómdiskur með iestri skáldsins á ljóðinu (hljóðritaður 1990). Bókin nefnist Det ár inte som det var att gá lángs stranden. En guide till Tomas Tranströmers Östersjöar. (Utgefandi bókar og disks er Bokbandet, Stokkhólmi). Að mati Ringgrens er Östersjöar klassískt verk, lesandinn finnur á því nýjar og nýjar hliðar eftir því sem hann les það oftar. Talið berst að sameiginlegum vinum í hópi skálda. Einn þeirra, Werner Aspen- ström, er nú látinn. Tua Forsström yrkir um hann og til hans í verðlaunabók sinni og tel- ur hann meðal helstu lærimeistara sinna. Monica segir að Aspenström hafi ekki verið mikið á almannafæri, í rauninni verið ófram- færinn. Kona hans sem er listmálari tók upp Kunnasta skáld Norðurlanda Tomas Tranströmer var í öndvegi sænskra rithöfunda á Bókastefnunni í Gautaborg 1990. Menningarútgáfa Aftonbladet í tilefni stefnunnar var til dæmis að stórum hluta helguð honum. Ljóðabækur Tranströmers hafa vakið athygli um allan heim og meðal verð- launa sem hann hefur fengið eru Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs og al- þjóðlegu Neustadt-verðlaunin sem veitt eru í Bandaríkjunum. Meðal nýrra verka um skáldskap hans er umfjöllun um Ijóðaflokkinn Östersjöar sem hefur nokkra sérstöðu vegna þess að í hon- um fjallar Tranströmer um uppruna sinn og pólitísk „landamæri" við Eystrasalt. á því að skrifa bók þegar hún var um sex- tugt. Hún sagði manni sínum ekki frá því fyrr en hún var á leiðinni með handritið til útgefanda. Hún spurði skáldið hvort hann vildi lesa handritið yfir, en hann svaraði að þess gerðist ekki þörf, hann læsi bókina þegar hún kæmi út. Það gerði hann og lauk á hana lofsorði. Þau Tomas og Monica hittu Aspenström í síðasta sinn fyrir tilviljun í borgarlestinni. Hann heilsaði þeim innilega og settist síðan fyrir aftan þau. Eftir svolitla stund hallaði hann sér fram og sagði: „Kötturinn minn er dáinn.“ Það voru lokaorðin. Þegar við höfum kvatt Tomas fylgir Mon- ica okkur til dyra. Við blasir skógurinn þar sem Tomas fer í gönguferðir. Tomas hefur sest við píanóið og spilar nýtt lag sem ekki er eftir Skrjabin heldur lítt þekkt tónskáld sem ég man ekki lengur hvað heitir. Dyrnar opnast og við stígum inn í leigubíl sem flytur okkur til Dómkirkjunnar í borginni. Tomas hefur mælt með því að við skoðum hana og gamla borgarhlutann. Okkur líður vel í mannauðri kirkjunni en enginn engill birtist að þessu sinni. Hafi engill hvíslað einhverju að okkur um ófullkomleika mannanna var það í hljóði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14.FEBRÚAR 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.