Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 16
HOLDGERÐ HUGARSÝN BACONS Nýopnuð er yfirlitssýning í Louisiana á verkum breska málarans Francis Bacons. SIGRUN DAVIÐSDOTTIR gekk um og hugleiddi það sem fyrir augu bar. ÞEIR eru ófáir sem hrylla sig af tilhugsuninni um málverk Franeis Bacons, meðan aðrir nötra af hrifningu yfír þeim. Þeir fyrrnefndu geta staðfest ónotin á heillandi sýningu í Louisiana, meðan hinir fara til að upplifa hrifningu og tilfínn- ingasveiflur, sem myndimar kalla óhjá- kvæmilega fram hjá skoðandanum. Það má vera dauður maður, sem verður ekki á ein- hvem hátt snortinn af myndum Bacons. Francis Bacon fæddist 28. október 1909 í Dyflinni á Irlandi, en af enskum foreldmm. Faðirinn var hestatamningamaður og flutti oft á milli Irlands og Englands. Skólaganga Bacons varð slitrótt bæði vegna flutninga, auk þess sem hann þjáðist af astma og var oft frá skóla. Þegar hann var á 16. ári sló í brýnu milli feðganna, Bacon flutti að heim- an og kom sér iyrir í London, þar sem hann vann fyrir sér sem skrifstoftunaður. Árið eftir fór hann til Berlínar og skömmu síðar til Parísar þar sem hann bjó í tvö ár. Þar kynntist hann list Picassos og fleiri lista- manna og þar með var lífshlaupið lagt. Hann fór sjálfur að teikna og mála og um- gekkst listamenn. Hann flutti svo til London 1928 og auk þess að teikna og mála hannaði hann húsgögn og teppi, sem vöktu athygli, en 1931 lét hann hönnunina róa og einbeitti sér æ síðan eingöngu að málverk- inu. Fram að seinna stríði var Bacon smátt og smátt að koma sér fyrir við málverkið. Hann bjó oftast í Chelsea, flutti íbúð úr íbúð og vinnustofu úr vinnustofu en úðraði við það sama og drýgði tekjumar með íhlaup- vinnu ef á þurfti að halda og sýndi þegar tækifæri gafst, þó þátttaka hans í sýningum væri ekki sérlega vel heppnuð frama af. I stríðinu var hann í almannavörnum, því hann var ekki tækur í herinn vegna astma. Á þessum árum eyðilagði hann mest af eldri verkum sínum að nokkrum olíumálverkum undanteknum, svo síðar meir er eiginlegur listaferill Bacons miðaður við þessi árin. Árið 1944 byrjar hann aftur að mála af krafti og átti verk á sýningu í London. Það varð mjög umdeilt, vakti mikla athygli og átti þátt í að koma Bacon rækilega á blað. Hið umdeilda verk var síðan keypt af Tate Gallery 1953. Á næstu árum sýndi hann í London og París ásamt löndum og Henry Moore, Lueian Freud og Graham Suther- land og athygli listaheimsins var fyrir al- vöru vakin. A árunum fram um 1950 vann hann í London, en hafði líka vinnuaðstöðu í Monte Carlo, þar sem hann var tíður gestur í spilavítunum, því æsilegt líf, spilavíti og skemmtistaðir settu alla tíð svip sinn á líf hans. Næstu árin fylgdu fleiri sýningar, fleiri ferðalög og nýir vinir. Hann var fulltrúi Breta á Feneyjartvíæringnum 1954, árið eftir var yfirlitssýning á verkum hans í Institute for Contemporary Art í London, fyrsta einkasýningin hans á Italíu fór um þar 1958 og árið eftir tók hann þátt í Documenta í Kassel og á Sao Paulo-tvíær- ingnum og svo framvegis næstu árin. Þegar komið er fram á 1965 var ekkert lát á sýn- ingum og áhuga á verkum hans, sem enn er ekki lát á. Líf Bacons einkenndist af tíðum flutning- Francis Bacon Þríverk, 1972 af öllum gerðum, iðulega með ævisöguleg- um skírskotunum til flókins tilfinninga- og ástalífs málarans. Sjálfur var hann ekki margmáll um verk sín og ekki mikið gefínn fyrir þær fjölbreytilegu túlkanir sem aðrir spunnu á verkum hans. Burtséð frá slíkum vangaveltum er nærskoðun á myndum hans einstaklega fróðleg. Bacon málaði oftast mjög þunnt á strigann, sem hann lét oft skína í gegn og mynda hluta af sjálfri myndinni. Nærskoðun leiðir líka í ljós hve málarinn hefur haft yfirmáta tök á hand- bragðinu. Veigamestu línurnar í myndum hans eru oft dregnar einum drætti með hálfþurrum pensli, svo það var ekkert sem Sjálfsmynd, 1973 um, hann bjó oft hjá vinum sínum, af ferða- lögum og nýju vinnustofum, sem hann fékk líka oft að láni. Auk þess sem Bacon málaði baki brotnu þá stundaði hann hið ljúfa líf alls staðar þar sem hann kom. Hann hneigðist til karla og lífið var stundum villt. Af vinum hans var það einkum George Dyer, sem setti svip á líf Bacons frá því þeir kynntust 1964 og Dyer kemur fyrir í mörg- um myndum Bacons. En sambandið var stormasamt og á endanum svipti Dyer sig lífi 1971, daginn sem stór yfirlitssýning var opnuð á verkum Bacons í Grand Palais í París. Dauði Dyers hafði mikil áhrif á Bacon, sem málaði margar myndir næstu árin und- ir þeim hughrifum. Bacon hefur sjálfur sagt frá því að eina mynd hans sem sýni atburð er hann hafi sjálfur upplifað sé hluti af þrí- verki, þar sem Dyer sést álútur á klósetti, en þannig sat hann þegar komið var að hon- um látnum. Nokkrum árum seinna kynntist Bacon John Edwards, sem gerðist félagi hans og fyrirsæta allt þar til Bacon lést af hjartaslagi 28. apríl 1992. Fengur í fyrstu tilraun Bacon hefur verið vinsælt viðfangsefni fræðinga og listagruflara og margir lesa í myndum hans örvæntingu og sálarflækjur 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.