Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 20
4
MEÐAL bygginga Aaitos er Norræna húsið í Reykjavík.
ALVAR AALTO,
SÍÐASTI MIKLI
ARKITEKTINN
Aldarafmæli arkitektsins Alvar Aaltos er haldið hátíð-
legt í Finnlandi á þessu ári. Aalto er eitt af stóru nöfn-
ní
unum í nútíma byggingarlist. Hugmyndir hans höfðu
áhrif á margar kynslóðir ungra arkitekta skrifar
TOM SÖDERMAN og bendir á að Aaalto hafi í senn
verið arkitekt, listamaður og þjóðfélagsmótandi sem
naut lífsins og heillaði þá sem kynntust honum.
FINNLANDI í ár er haldið hátíðlegt
aldarafmæli arkitektsins Alvar Aaltos
(1898-1976). Aalto er eitt af stóru nöfn-
unum í nútíma byggingarlist. Hann var
starfandi arkitekt í 55 ár. Verka hans
sér víða stað heima fyrir og annars
staðar í heiminum. Hugmyndir hans
höfðu áhrif á margar kynslóðir ungra
arkitekta. Hann var bæði arkitekt, listamað-
ur og þjóðfélagsmótandi sem naut lífsins og
heillaði þá sem kynntust honum með per-
sónuleika sínum.
Á Islandi er hann þekktur fyrir að hafa
verið arkitekt Norræna hússins (1968) sem
ber öll einkenni verka hans sem fullmótaðs
arkitekts, það nýtur rýmis þar sem það
stendur stakt, form þess hefur sín einstak-
lingsbundnu sérkenni, það er ljóst að innan,
bókasafnið gegnir miðlægu hlutverki og
dökkt þakhvolfið er eins og fangamark
Aaltos. Færri vita að í Reykjavík voru honum
líka falin þau verkefni að teikna sundlaugar-
innréttingar og gera aðalskipulag fyrir há-
skólasvæðið þótt í hvoruga framkvæmdina
væri síðan ráðist.
Segja má að á alla sem kynntust honum
hafi Aalto haft áhrif sem entust eða endast
munu þeim ævilangt. „Nú skulum við fara og
gera heiminn hlessa," voru orð sem hann tók
sér iðulega í munn á unglingsárum.
Alvar Aalto fæddist 3.2. 1898. Bernskuár
sín átti hann heima í borginni Jyváskylá þar
sem faðir hans var jarðamælingamaður.
Hann lauk prófi sem arkitekt 1921 og stofn-
aði að því loknu fyrstu arkitektastofu sína í
Jyváskylá. Hin miklu tækifæri sem gerðu
hann frægan fékk hann þegar hann teiknaði
heilsuhælið í Pemer (1933) og bókasafnið í Vi-
borg (1935) sem nú er Rússlandsmegin við
landamærin og unnið er að því að fá gert við
með alþjóðlegu átaki.
Nýklassíkin var sú stefna sem Aalto fylgdi
á æskuárum sínum, en síðan var hann fúnk-
sjónalisti um skeið uns honum tókst að skapa
sér sinn eigin stíl og stefnu. Eldri starfsbróð-
ir hans, Otto Meurman, hikaði ekki við að
veita sínum yngri kollega fulla viðurkenningu
með þessum orðum: „Álvar Aalto var ómót-
mælanlega sá arkitekt 20. aldar sem kannski
skipti mestu máli. Arkitektúr hans var í
hæsta gæðaflokki og furðulega lifandi. Með
öllu sem hann gerði lagði hann áherslu á að
að arkitektúrinn yrði að laga sig að samfélag-
inu og því sem mennskt er. Hann á skilið sæti
jafnframarlega og Gropius, Mies van der
Rohe og Frank Lloyd Wright.“ Starfsbróðir
hans, arkitektinn Ame Nevanlinna, bætti við,
skýrt og skorinort: „Hann var síðasti mikli
arkitektinn."
Verk Aaltos urðu bæði mörg og margvís-
leg. Hann teiknaði bókasöfn, safnahús, tón-
leikahallir, kirkjur, ráðhús, íbúðarhús og
TÆKNIHÁSKÓLINN í Helsinki, eitt af kunnustu verkum Aaltos.
verksmiðjur. Eftir að hafa teikn-
að húsin í Pemar og Viborg birt-
ist stíll hans, sem enginn gat
villst á, m.a. í „perlurn" eins og
Villa Mairea og Finnlandsskál-
anum á heimssýningunni í París
(bæði húsin frá 1939), nýju borg-
arskipulagi í Rovaniemi sem
Þjóðverjar höfðu jafnað við jörðu
síðast í stríðinu 1944, stúdenta-
görðum hjá MIT í Bandan'kjun-
um (1948), bæjarskrifstofunum í
Sáynátsalo (1949), Tækniháskól-
anum í Otnás (1955), eigin vinnu-
stofu í Munksnás (1956), Jám-
húsinu í Helsingfors (1958), Mai-
son Carre í Frakklandi (1959),
Finlandia-húsinu (1971), Lista-
safni Álaborgar (1972). Eftir lát hans var
m.a. lokið við óperuhúsið í Essen. Hann
teiknaði húsgögn, hannaði glermuni - Aalto-
vasann! - málaði og bjó til skúlptúra.
Aalto varð með tímanum æ eftirsóttari
arkitekt í útlöndum. Eftirfarandi saga sýnir
kannski best hvílíks orðstírs og virðingar
hann naut. Einhvem tíma árs 1964 barst hon-
um beiðni um að teikna bókasafn fyrir bene-
diktsmunkaklaustrið í Mount Angel í Oregon.
Að sögn Göran Schildts, sem manna mest
hefur skrifað um Aalto, bað hann ritara sinn
að færast undan því eins kurteislega og kost-
ur væri, og svara því til að einungis væri unnt
að semja um þetta verkefni við sig persónu-
lega, t.d. á hótel Eden au Lac skammt frá
Zúrich þar sem Aalto yrði staddur að mánuði
liðnum. Þegar Aalto kemur á hótelið verður
fyrir honum myndarlegur munkur í hvítum
kufli, faðir Bamabas frá Mount Angel. Bene-
diktsmunkaklaustrið fékk sitt Aalto-bóka-
safn. Schildt kallar bókasafnið fágætt Aalto-
ljóð. Grófin í gólfið sem býður lesendunum að
stíga niður - á annan gólfflöt lægri - niður í
einkaveröld bókanna - er þar til staðar eins
og í Viborg forðum og seinna í Norræna hús-
inu.
Alvar Aalto varð ekki prófess-
or í Tækniháskólanum eins og
hann dreymdi um. Fyrir þróun
byggingalistarinnar var það
kannski happ að hann helgaði
sig starfsgrein sinni og frjálsri
listsköpun. Samt sem áður
beindu sumir róttækir nemar í
arkitektúr að honum spjótum
sínum í lok sjöunda áratugarins.
Hann var talinn of fyrirferðar-
mikill, of hátt yfir aðra hafinn,
úr takti við tímann. Eigi að síður
kom brátt á daginn að hann stóð
þeim ætíð framar sem gagn-
rýndu hann.
Allar tilraunir til þess að
hagga við honum og draga úr
áhrifum hans fóru út um þúfur. Nú fer vegur
hans vaxandi á ný og honum er mikil athygli
og virðing sýnd með fjölda afmælissýninga,
bæði í heimalandi hans og erlendis. í Kon-
sthallen í Helsingfors var fyrir skemmstu
opnuð sýning sem nefnist „Alvar Aalto í sjö
húsum“ og seinna verður sett upp í Rotter-
dam, Essen, Stokkhólmi og Lissabon. í Mu-
seum of Modern Art, MOMA, í New York
hefst nú í febrúar sýning sem beinir athygl-
inni að Aalto „milli mannúðarstefnu og efnis-
hyggju“ og verður síðar send til Japans og
Italíu. I Finlandia-húsinu verður allt þetta ár
opin sýning. „Alvar Aalto og Helsingfors“.
Myndlistarmaðurinn Alvar Aalto verður
kynntur með sýningu í Amos Andersson-
safninu í Helsingfors.
Ekki var örgrannt um að Aalto nyti lengi
meira álits erlendis en heima. Næmi hans
fyrir náttúnmni, listamaðurinn sem í honum
bjó, vörn hans fyrir húmanismann og
mennskur mælikvarði ásamt mótspyrnu
hans gegn einhliða tækniþróun hafa sett sitt
sérstaka mark á arkitektúr hans. Sá þáttur
sem Aalto hefur átt í því að efla sjálfsvitund
þjóðarinnar er dýrmæt eign sem Finnar
munu áfram njóta.
Alvar Aalto
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 1998