Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 3
I I SItÓK MOII(,l \I5I VI)SI\S - MFATVING I ISTIIt
7. TÖLUBLAÐ - 73. ÁRGANGUR
EFNI
Tomas Tranströmer
er kunnasta núlifandi skáld Norðurlanda og
fer vegur hans vaxandi. Tranströmer fékk
heilablæðingu árið 1990, missti málið og
lamaðist að hluta. Hann hefur nú náð sér
þannig að hann getur gert sig skiljanlegan.
Jóhann Hjálmarsson sótti hann heim í
Vasterás.
Kópavogur
Hér birtist annar þáttur umfjöllunar um
miðbæina okkar og þar veltir blaðamaður
Lesbókar upp þeirri spurningu hvort mið-
bærinn í Kópavogi verði í rauninni á tveim
stöðum eftir að verzlunarmiðstöðin Smára-
lind er risin að viðbættum verzlunum við
Smáratorg sem nú þegar eru í byggingu.
Ætlunin er að miðbær Kópavogs verði eftir
sem áður uppi á hálsinum, en þar er hann í
þrengslum og lítið hægt að auka við hann
nema með því að byggja yfir gjána, sem
virðist kosta of mikið.
Yfirlitssýning
á verkum Prancis Bacon stendur nú yflr í
Louisiana í Kaupmannahöfn. Málverk hans
eru mjög umdeild, en Sigrún Davíðsdóttir,
sem gekk um sýninguna og hugleiddi það
sem fyrir augu bar, segir að það megi vera
dauður maður, sem verður ekki á einhvern
hátt snortinn af myndum Bacons.
Dansað í Vík
í seinni hluta greinar um Mettu Hansdóttur
eftir Halldór Armann Sigurðsson segir frá
búskap hennar og Jóns Hjaltalfn, fyrst í
Effersey og síðan í Reykjavík, þar sem Jón
var friðsamt og glaðsinna yíirvald, og í Vík
voru haldnir frægir dansleikir. Þau hjón
eignuðust 9 börn en fljótt seig á ógæfuhlið-
ina og ábúðina í Vík misstu þau 1752 því Jón
gerðist drykkfelldur og safnaði skuldum.
Metta dó 1757, þá kennd við Götuhús í
Reykjavík.
Teiknibók
Þorvaldar Sívertsen geymir engin stórbrot-
in listaverk, en í henni er brot þekkingar á
fslenzkri myndlist fyrir 1850. Ármann Jak-
obsson hefur litið á bókina, sem er 24 blöð
með vatnslitamyndum og blýantsteikningum
af fólki og landslagi, lfklega frá Danmörku,
þar sem Þorvaidur, f. 1818, var við jarð-
ræktarnám „með styrk af alþjóðarfé". Síðar
varð hann búhöldur f Hrappsey á Breiða-
firði.
FORSÍÐUMYNDIN er tekin úr loftí af miðbæ Kópavogs og er birt i tílefni umfjöllunar um miðbæinn.
Ljósm. Lesbók/Árni Sæberg.
HALLDÓR KILJAN LAXNESS
ÍSLENSKT VÖGGUUÓÐ
Ég skal vaka og vera góð
vininum mínum smáa,
meðan óttan rennur rjóð
roðar kambinn bláa,
og Harpa sýngur hörpuljóð
á hörpulaufið gráa.
Stundum var í vetur leið
veðrasamt á glugga;
var ekki einsog væri um skeið
vofa íhverjum skugga?
Fáir vissu að vorið beið
og voríð kemur að hugga.
Sumir fóru fyrirjól,
- fluttu burt úi’ landi,
heillum snauðir heims um ból
hús þeir byggja á sandi.
í útlöndum er ekkert skjól,
- eilífur stormbeljandi.
Þar er auðsýnt þurradramb
þeim sem út er borinn,
eingin sól rís yfír kamb
yfir döggvuð sporín.
Þar sést hvorki lítið lamb
né lambagras á vorín.
Þá er börnum betra hér
við bæarlækinn smáa,
í túninu þai- sem tryppið er.
T\’ævetluna gráa
skal ég góði gefa þér
og gimbilinn hennar fráa.
Og ef þig dreymir ástin mín
Oslóborg og Róma,
vængjaðan hest sem hleypur
og skín,
hieypur og skín með sóma,
eg skal gefa þér uppá grín
alt í sykii og rjóma.
Einsog hún gaf þér íslenskt
blóð,
úngi dra umsniilíngur,
megi loks hin litla þjóð
leggja á hvarm þér fíngur,
- á meðan Harpa hörpuljóð
á hörpulaufið sýngur.
Holldór Kiljcrn laxness f. 1902, lézt 8. febrúar sl. Nóbelsverðlounaskóldið okkar var um
leið eitt mesta skóld sem þessi þjóð hefur alið og er óþarft að kynna hann frekar hér.
RABB
NÁMOG
LANDNÁM
AÐ VIÐLÖGÐUM dreng-
skap, - stendur það ekki
neðst?“ spyr átta ára
Fosseyingur, sem hefur
fylgst grannt með foreldr-
um sínum fylla út skatt-
framtalið. Skattstjórinn
gæti ekki fengið betri eft-
irlitsmann, - það er rýnt í hverja tölu, spurt í
þaula: „Af hverju eru stóru krakkarnir ekki
taldir upp eins og við litlu stelpumar? Hvað
er bótagreiðslur, - hvað þýðir lífeyri-siðgjald?
Þessi átta ára þjóðfélagsþegn er nefnilega
sjálfui- að vinna að skattframtali á Fossey hjá
Herdísi Egilsdóttur í Isaksskóla. Þar ríkir
enginn vafi á hlutverki skattheimtu. Það þarf
að gera óteljandi hluti í hverju samfélagi:
„...og hvernig fáum við peninga? Auðvitað
með því að láta borga skatta. En ekki eiga
allir að borga jafn mikið. Fólkið á svo mis-
jafnlega mikið. Til að finna út hvað hver á að
borga eru gerðar skattaskýrslur. Það á að
segja satt á þeim, enda stendur neðst: Að við-
lögðum drengskap. Þá er búið að sverja að
segja satt. Sumir á íslandi skrökva að skatt>
stjóranum. Þá þarf saklaust fólk að borga
fyi’ir þá.“ (Gyða ‘94)
I meira en tuttugu ár hefur Herdís Egils-
dóttir beitt einstæðri aðferð við kennslu 6 til
9 ára barna. Hún er í því fólgin, að börnin
búa til land og nema það, byggja upp þjóðfé-
lag með öllu sem því fylgir, - þörfu og óþörfu,
- og á meðan læra þau reiðinnar ósköp, nán-
ast án þess að taka eftir því. Sköpunargleðin
er alls ráðandi, þekking er þeim nauðsynlegt
verkfæri og hvatningin til að læra kemur að
innan.
Þegar lagt er í ævintýrið er hnattlíkan
skoðað og börnin leggja á ráðin um hvar eyj-
an þeirra skuli staðsett, - þar með opnast
þeim áhrif hnattstöðu og hafstrauma á veður-
far. Næst er eyjan teiknuð, - lögun og lands-
lag, eldfjöll og þar með jarðhiti, jöklar og fall-
vötn, strandlengjan með höfnum, baðströnd-
um og fuglabjörgum. Landslag hefur áhrif á
veðurfar, sem gróður er aftur háður, svo nú
er hægt að gera gróðurkort og merkja inn í
leiðinni hraunflákana frá eldfjöllunum.
í þessari grein vitna ég í ritgerðir íbúa
Ljósalands, sem þeir lásu á þjóðhátíð sinni
við skólaslit 1994. Þar sagði Viktor:
„Við á Ljósalandi völdum okkur staði til að
eiga heima á úti um allt land. Auðvitað þurft-
um við að skoða vel gróðurkort og jarðhita-
kort áður en við fórum að byggja húsin. Það
þýðir ekkert að fara eftir veðurkortinu því
það breytist alltaf. Nokkrir strákai- gleymdu
að skoða gróðurkortið, og þegar þefr voru
búnir að merkja sér lögheimili á íbúakortinu,
sáu þeir allt í einu að þeir áttu heima inni í
miðju hrauni, langt frá öðru fólki. Aumingja
krakkarnir þehra fá líklega bai-a kennslu
heima hjá sér. Og það er betra að enginn
þurfi á spítala. - Ég held þeir verði bara að
flytja."
Nema það verði leigð jarðýta frá megin-
landinu til að ryðja veg til þeirra, - reyndar
þarf hvort sem er að leggja vegi og þá er gott
að hafa stórtækar vinnuvélar. En hvernig á
að borga leiguna?
„Það er nú vont að eiga ekki nóga peninga,
þegar þarf nauðsynlega að gera eitthvað eins
og til dæmis að virkja til að fá rafmagn, eða
ef okkur vantar sjúki'ahús og svoleiðis. Hvort
er nú betra að hætta við allt og hafa ekkert
rafmagn og láta veika fólkið bara deyja, eða
fá lán? Það er alvarlegt að fá lán. Það verðui'
að borga vexti. Og ef maður getur ekki borg-
að á réttum tíma koma dráttarvextfr. Samt
má maður ekki vera kjarklaus. Best er að fá
eins lítið lán og hægt er.“ (Ragnheiður ‘94)
Þessir ungu eyjarskeggjar gera sér grein
fyi'fr samhengi hlutanna, eins og ræða Gunn-
laugs ber vitni um:
„Ljóslendingar geta ekki búið til allt sem
þeii' þurfa að nota. Það vantar vélai', sement,
gler, ávexti, sykur og mai'gt fleira. Þeir þurfa
að flytja margt inn frá öðrum löndum.
Fyrst vorum við alveg í vandræðum og
vissum ekki hveraig við áttum að borga þess-
ar vörur, en þá fundum við upp á útflutningi.
Við fórum sjálf að búa til ýmislegt sem við
gátum selt í staðinn. En ennþá er útflutning-
urinn miklu minni en innflutningurinn. Það er
viðskiptahalli. Við verðum bai-a að vera dug-
leg að veiða fisk og prjóna lopapeysur.“
Þarna er engin fyrirstaða, - börn sem ekki
eru orðin tíu ára fara létt með flókin hugtök
sem sett eru í lifandi samhengi. Á sama hátt
læra þau um stjórnskipan, lýðræði, þinghald
og kosningar, - þau sitja öll á þinginu og
takast á við lausn flókinna málaflokka eins og
menntamála, atvinnumála, umönnun sjúkra
og aldraðra og svo framvegis.
Á að byggja skólahús fjTÍr ærið (láns)fé
eða ráða farandkennara? Hver vill taka það
starf að sér? Það verður að tryggja næga at-
vinnu, því margþættar afleiðingar atvinnu-
leysis eru ljósar. Hvar á spítalinn að vera, -
getur gamla fólkið verið lengur heima ef það
fær hjálp við að laga mat?
„Stundum skiljum við ekki hvað þarf mikið
að gera, við erum aldrei búin. En þefr klára
heldur aldrei neitt á Alþingi íslendinga. Ef
þeir halda að eitthvað sé búið, þá kemur ein-
hver galli í ljós og þá þurfa þeir að leysa
sama vandamálið upp á nýtt. Svo það er ekki
nema von að við séum lengi, - við sem erum
svo óvön.“ (Anna ‘94).
Fljótlega verður ljós þörfin á gjaldmiðli, -
þá fylgja bankai' og ávísanahefti í kjölfarið.
Kjörin leið til að halda heimilisbókhald og
átta sig á útgjöldum daglegs lífs. Hver og
einn leggur inn mánaðarlaun og íylgist svo
samviskusamlega með úttektum.
„Þegar við vorum búin að setja kaupið í
bankann fórum við að borga það nauðsynleg-
asta, íbúðina, mat, rafmagn, hita, meðul og
svoleiðis. Það var ekki eðlilegt hvað pening-
arnir voru litlir.“ (Nanna ‘94).
Stundum þarf að gera meira en gott þykh'.
Sauðaþjófur stingur upp kollinum í fyrir-
myndarríkinu, - það kýs ekkert samfélag að
hafa glæpi, - en svona gerist það, skyndilega
standa menn frammi fyrfr orðnum hlut.
Hvernig á að taka á sauðaþjófnum? Glæpur
og refsing.
En lífið á eyjunum hennar Herdísar snýst
um fleira en viðskipti og stofnanir samfélags-
ins, - menning og listfr eru með miklum
blóma. Menn spila og syngja, dansa og leika
leikrit, en hæst ber kannski ljóðlistina. Þai'
eru ort eldheit ættjarðarljóð, brúðkaups-
kvæði og meira að segja erfiljóð. Gaman væri
að geta bfrt hér sýnishorn af þessum leiftr-
andi skáldskap, - en það leyfir plássið ekki.
Sem betur fer get ég vísað lesendum á bók
sem brátt kemur út á vegum Máls og menn-
ingar um kennsluaðferð Herdísar, með til-
vitnunum í ritgerðir og ljóð nemenda.
í mínum huga er ekki nokkur vafi á því, að
Herdís hefur ratað á frábæra leið til að virkja
nemendur, þannig að námið verður landnám
og leikur. Bömin langai' að læra og drifkraft-
urinn kemur að innan. Þegar maður fylgist
með henni og börnunum, fyllist maður sam-
hljómi: „Þetta er rétt - svona á að gera
þetta!“
Hvers vegna er þessi aðferð ekki útbreidd-
ari? Ymsum vex hún í augum, og halda að
svona verði bara til í höndunum á annarri
eins galdrakonu og Herdísi, - þetta sé
„venjulegum kennara“ ofviða. Sjálf segh'
Herdís að þetta sé ekki svo erfitt. Það sé
hægt að laga aðferðina að alls kyns aðstæð-
um, - nota hana að hluta, breyta og bæta eft-
fr því sem við á. „Það geta allfr gert þetta!“
segir hún sjálf. „Það er bara spuming um
skipulagningu."
Áðferð Herdísar hefur verið notuð í Dan-
mörku um árabil, ekki aðeins fyrir börn held-
ur einnig fyrir unglinga. Yfnmenn mennta-
mála frá Kanada hittu Herdísi í haust og vflja
bjóða henni að kynna aðferð sína þar. Og þá
er von að íslenskt foreldri spyrji: Hvað með
okkur? Ég fagna því, að nú skuli vera í vænd-
um bók frá Herdísi til að leiðbeina kennurum.
Það þarf að búa svo um hnútana, að hún geti
sjálf kynnt bókina og kennt kennurum og
kennaranemum, svo að þessi einstæða
kennsluaðferð sem gerir garðinn frægan er-
lendis nái að skjóta rótum og dafna víða í
okkar eigin skólakerfi.
GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. FEBRÚAR 1998 3