Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Blaðsíða 9
ANN 15. febrúar árið 1923 fyrir réttum 75
árum gengu alþingismenn að venju úr Al-
þingishúsinu yfir í Dómkirkjuna til að hlýða
á messu við upphaf þings. Að þessu sinni
bar til tíðinda að tveir nýkjörnir þingmenn
skáru sig nokkuð úr. Annar þeirra bar grá-
an hatt og gaf þannig gömlum venjum
langt nef, en þingmenn mættu jafnan prúð-
búnir með pípuhatt til þingsetningar. Par gekk Jónas
Jónsson frá Hriflu, en hann átti eftir að verða einn um-
deildasti stjórnmálamaður íslandssögunnar. Hinn þing-
maðurinn var kona, fyrsta konan er tók sæti á Alþingi Is-
lendinga, frk. Ingibjörg H. Bjamason skólastýra
Kvennaskólans í Reykjavík. Hún hafði náð kjöri sumarið
áður sem landskjörinn þingmaður af kvennalista. Þessi
tvö áttu eftir að takast á í þingsölum næstu árin, þótt þau
ættu líka einstaka sinnum samleið.
Ingibjörg H. Bjarnason var ein á báti til að byrja með
en gekk til liðs við íhaldsflokkinn árið 1924, sem ýmsum
kvenréttindakonum líkaði ekki par vel. Hún var sökuð
um að sinna ekki málstað kvenna og að lítið bæri á afrek-
um hennar í þinginu, en Alþingistíðindin leiða annað í
Ijós. Það er merkilegt til þess að hugsa að Ingibjörg vildi
láta hætta útgáfu á ræðum þingmanna í sparnaðarskyni,
en sem betur fer var sú tillaga ekki samþykkt. Hefði
prentun umræðna á hinu háa Alþingi verið hætt væri
harla fátt til vitnis um starf Ingibjargar á þingi.
Fyrsli leikfimikennarinn
Ingibjörg H. Bjamason fæddist árið 1867 á Þingeyri
við Dýrafjörð. Foreldrar hennar vom Hákon Bjamason
kaupmaður sem varð úti er Ingibjörg var á tíunda ári og
Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir sem varð ekkja með fimm
börn 43 ára gömul. Jóhanna kom þó öllum bömum sínum
til manns og mennta. Ingibjörg fór í Kvennaskólann í
Reykjavík þar sem frú Þóra Melsteð réði ríkjum, en
Ingibjörg átti síðar eftir að taka við af henni sem skóla-
stýra. Eftir kvennaskólanámið sótti hún tíma hjá Þóm
Pétursdóttur biskups, sem var annáluð menntakona.
Ingibjörg lét ekki þar við sitja heldur hélt til Kaup-
mannahafnar til frekara náms árið 1884 og var þar fyrst
í eitt ár og síðar samfellt í 7 ár. Ingibjörg lauk fyrst Is-
lendinga námi í Danmörku sem leikfimikennari og eftir
að heim kom hóf hún kennslu í leikfimi og fleiri greinum
bæði við skóla og í einkatímum. Enn hélt hún utan árið
1901 til frekara náms, en er heim kom tveimur
ámm síðar hófst starf hennar við Kvennaskól-
ann í Reykjavík fyrir alvöru. Sennilega hefur
Þóra Melsteð, sem þá var orðin háöldmð, áttað
sig á því ásamt skólastjóminni að Ingibjörg
var kjörin til að taka við skólanum, kona vel
menntuð og einkar virðuleg svo sem hæfa þótti
skólastým Kvennaskólans við upphaf nýrrar
aldar.
Ingibjörg tók við sem skólastýra 1906 og
gegndi því starfi til dauðadags árið 1941 eða í
35 ár. Ingibjörg þótti strangur skólastjóri, en
hún átti til mannúð og dirfsku sem oft kom í
Ijós ef erfiðleikar steðjuðu að hjá nemendum
eða kennumm. Eftir að Ingibjörg tók sæti á
þingi beitti hún sér fyrir því að skólinn kæmist
undir verndarvæng ríkisins og átti þá m.a. í
miklum deilum við fyrmefndan Jónas frá
Hriflu, sem vildi ekki viðurkenna Kvennaskól-
ann sem sérskóla.
Kvenréttindabaráttan
Þegar Ingibjörg var að alast upp og mennta
sig, stóð sjálfstæðisbarátta íslendinga sem
hæst, jafnframt því sem kvenréttindahreyfing-
in var að stíga sín fyrstu spor. Hún var komin
heim þegar Hið íslenska kvenfélag var stofnað
árið 1894 en það félag hafði kvenréttindi á
stefnuskrá sinni.
Smám saman féll hvert vígið á fætur öðra.
Árið 1907 var Hið íslenska kvenréttindafélag
stofnað í þeim tilgangi að vinna að kjörgengi
og kosningarétti kvenna bæði til sveitarstjóma
og Alþingis. í janúar 1908, fyrir nákvæmlega
90 ámm síðan átti að kjósa nýja 15 manna
bæjarstjóm í Reykjavík. Nokkur kvenfélaga
bæjarins tóku sig saman og reyndu að koma
konum inn á þá fjölmörgu lista sem voru í boði,
en það kom fljótt í ljós að áhugi karlanna var
lítill sem enginn. Þá ákváðu kvenfélögin að
stilla upp sérstökum kvennalista og buðu fjór-
ar konur sig fram og komust þær allar að.
Fyrsta konan á AlþingÍ
Ekki er Ingibjargar H. Bjarnason getið við
þessar kosningar, en í næstu kosningum árið
1910 var hún mætt til leiks. Árið 1915 rann svo
stóra stundin upp er konur sem orðnar vom 40
ára og eldri fengu kosningarétt til Alþingis.
Mikil hátíð var haldin til að fagna kosninga-
réttinum og þar kemur Ingibjörg H. Bjarna-
son í rauninni fyrst fram á sviðið sem ein af
forystukonum kvennabaráttunnar, en hún
flutti þingheimi og konungi þakkarúvarp fyrir
hönd íslenskra kvenna. Eftir að kosningarétt-
urinn var fenginn ákváðu kvenfélögin að minn-
ast hans með því að beita sér fyrir byggingu
Landspítala og stofnuðu sérstakan sjóð sem að
hluta til skyldi standa undir kostnaði. Ingi-
björg H. Bjarnason var kjörinn formaður land-
spítalasjóðsnefndarinnar og gegndi for-
mennsku til dauðadags. í Alþingistíðindum má
glöggt sjá að bygging Landspítalans var henni
mikið hjartans mál.
Árið 1916 vom kosningar til Alþingis. Eftir
allmiklar deilur meðal kvenna varð niðurstað-
því að gera Kvennaskólann að ríkisskóla. Hún skaut því
á Jónas að hann vildi ekki að konur fengju neina aðra
menntun en þá sem lyti að húsmóðurstörfum. Sjálf ítrek-
aði hún margsinnis að konum bæri að eiga fleiri kosta
völ. „Jeg hefi ekki enn látið sannfærast um, að konan
geti aðeins rækt störf sín vel undir askloki því, sem kall-
að er að gæta bús og barna“ sagði hún í ræðu 1927 og
síðar í sömu umræðu: „þá held ég því fram, að ekki dugi
að einblína á sjermenntunina eina (þ.e. húsmæðrafræðsl-
una - ká). Nútíminn heimtar meira af konunum, og þær
vilja fá tækifæri til þess að búa sig undir störf á sem
flestum sviðum".
Þingfulltrúi íslenskra kvenna
Ástæðan fyrir þessari gagnrýni á Ingibjörgu innan
þings var m.a. umræða meðal kvenna úti í samfélaginu.
Árið 1928 skrifaði Ragnhildur Pétursdóttir tvær greinar
í Vísi þar sem hún gagnrýndi Ingibjörgu harðlega. Ragn-
hildur var þá ein helsta forystukona kvennahreyfingar-
innar og varð formaður Kvenfélagasambands íslands við
stofnun þess 1930. Gagnrýnin gekk út á það að Ingibjörg
héldi ekki fundi með konum, hún hefði svikið konur með
því að ganga í íhaldsflokkinn og bmgðist trausti kjós-
enda sinna. Þá segir Ragnhildur hana beita sér gegn
málefnum kvenna svo sem stofnun húsmæðraskólans að
Staðarfelli. Ingibjörg svaraði og leiðrétti eitt og annað í
grein Ragnhildar sem svai-aði aftur. Greinar Ragnhildar
vora gefnar út í sérriti undir heitinu „Þingfulltrúi is-
lenskra kvenna" svo það fór ekkert á milli mála að ekki
var sátt um Ingibjörgu meðal kvenna, en hún var líka
varin t.d. í blaðinu 19. júní. Það kemur þó fram hvað eftir
annað að Ingibjörg flytur tillögur fyrir tilmæli kvenfé-
laganna, hún tíundai' samþykktir þeirra og reynir að afla
þeim styrkja t.d. til að halda stóra kvennafundi og til að
undirbúa Alþingishátíðina 1930.
Það er einkenni á ræðum Ingibjargar, reyndar afar
kvenlegt einkenni, að hún tekur fram nánast í hverri ein-
ustu ræðu að hún muni ekki verða langorð. Það er eins
og hún sé alltaf að afsaka það að hún taki til máls. Þetta
á þó ekki við þegar kemur að málefnum Landspítalans
sem hún flutti um margar og langar ræður. Annað sem
kemur fram er að þingmenn hafa sumir hverjir haft
gaman af því að stríða henni á því að hún léti tilfinning-
arnar hlaupa með sig í gönur. Ingibjörg var greinilega
viðkvæm fyrir slíkum ummælum og margítrekar að hún
beiti rökum, hún sé ekki að látast vera nein önnur en hún
er og hafi enga loddarahæfileika. „Það er ég
nú ekki viss um“ gall í ráðherranum Jónasi frá
Hriflu um hina virðulegu fimmtugu skólastým
árið 1927. í aðeins eitt skipti má sjá í Alþingis-
tíðindunum að Ingibjörg var með sífelld
framíköll, einmitt vegna þess að ræðumaður, í
því tilviki Jón Baldvinsson krataforingi, kvað
hana hafa flutt ræðu um niðurlagningu Þing-
vallaprestakalls „meira af tilfinningum heldur
en rökrjettri hugsun“. „Tilfinningamál! Slúð-
ur!“ kallaði hún fram í ræðu hans á einum stað.
Málsvari kvenna
Árið 1930 stóð mikill styr um Jónas frá
Hriflu og m.a. héldu læknar því fram að hann
væri ekki með réttu ráði. Jónas flutti þá m.a.
framvarp til laga um fimmtardóm sem skyldi
vera æðri Hæstarétti. Þetta mál var gífurlega
umdeilt þar sem mörgum fannst vegið að
stjórnskipan landsins. Ingibjörg tók þátt í um-
ræðunni og benti á að málið væri ekki rétt
fram borið, það ætti að leggjast fram sem
breyting á stjórnarskránni. I þeirri ræðu sem
hún flutti og reyndar einnig í ræðu um Land-
spítalann á sama þingi fer hún afar hörðum
orðum um ráherrann, en ummæli hennar end-
uróma þau miklu átök sem þá áttu sér stað í
kringum hann. Þessi málflutnigur sker sig úr í
ræðum hennar því Ingibjörg var að öllu jöfnu
afar málefnaleg. Hún segir í ræðu sinni um
fimmtardóminn: „Ég aumka þjóðina, að hafa
fyrir ráðh., já meira að segja dómsmrh., mann
sem ekki kynokar sér við að nota hin lægstu
meðul og hina strákslegustu framkomu (For-
seti hringir) til að koma fram ofsóknarhneigð
sinni“. í ræðunni um Landsspítalann segir
hún: „Það er raunalegt fyrir okkur, íslenzku
þjóðina, að hún á þessu meridsári skuli hafa
þann mann fyrir ráðh., sem hvorki getur talizt
ábyrgur orða sinna eða gerða“.
Þegar litið er yfir málflutning Ingibjargar á
þingi verður ekki betur séð en að hún hafi not-
að hvert tækifæri sem gafst til að minna á
réttindi kvenna og hún beitti sér sérstaklega
fyrir því að hreinsa út úr lögum þær greinar
þar sem konum var berlega mismunað. Það er
að vísu sérkennilegt að sjá bæði hana og aðra
halda því fram að konur hafi öðlast fullt jafn-
rétti með kosningaréttinum 1915 og að nú
reyndi á þær sjálfar að nýta sér réttindin.
Þarna var þröngur skilningur á ferð á því
hvað þyrfti til að jafna stöðu karla og kvenna,
en hann var mjög í samræmi við tíðarandann.
Reyndar kemur öðm hverju fram í ræðum
Ingibjargar að karlmenn sitji fastir fyrir og
hleypi konum ekki að, meðan hún fúllyrðir að
konur bíði einungis eftir kalli til hvers kyns
ábyrgðarstarfa. Reynslan átti eftir að leiða í
Ijós að brautin var mun þungfærari en gömlu
kvenréttindakonurnar héldu. Ingibjörg var
brautryðjandi, hún náði vissulega árangri, en
hlutskipti þess sem fyrstur fer er ekki alltaf
auðvelt.
Höfundurinn er alþingismaður.
INGIBJÖRG H. Bjarnason á námsárum sínum f Kaupmannahöfn.
MÁLSVARI
ÍSLENSKRA
KVENNA
EFTIR KRISTÍNU ÁSTGEIRSDÓTTUR
Þess er minnst nú að 75 ár eru liðin síðan Ingibjörg H.
E ijarnason / sl kólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík,
tók sæti ó Alþingi fyrst íslenskra kvenna. Hún var
sökuð um að sinna ekki mólstað kvenna, en
Alþingistíðindi leiða annað í Ij ós.
an að bjóða fram sérstakan kvennalista sem
var skipaður fjórum konum; þeim Ingibjörgu
H. Bjamason skólastým, Ingu Lára Láms-
dóttur kennara, Halldóm Bjarnadóttur kenn-
ara og Theódóra Thoroddsen skáldkonu.
Kvennalistinn hlaut 22,4% atkvæða árið 1922
og Ingibjörg var þar með orðin þingmaður,
fyrst íslenskra kvenna.
Þegar litið er yfir verk Ingibjargar á Alþingi
kemur í ljós að hún sinnti einkum fimm mála-
flokkum en yfirleitt tengdust þeir allir konum
á einn eða annan hátt. Fyrst ber að telja skóla-
mál, svo sem málefni Kvennaskólans í Reykja-
vík og Kvennaskólans á Blönduósi, en báða
vildi hún gera að ríkisskólum. Ingibjörg var
óþreytandi að minna á að réttindi og skyldur
kvenna ættu að fara saman. Hún barðist m.a.
fyrir byggingu Landspítalans, berklahæla og
Sundhallarinnar í Reykjavík.
Ingibjörg og Jónas frá Hriflu
Svo sem fyrr segir var Ingibjörg kjörin af
kvennalista og sat hún sem óháður þingmaður
til að byija með. Árið 1924 var íhaldsflokkur-
inn stofnaður og gerðist Ingibjörg einn af þing-
mönnum hans. Árið 1929 varð Sjálfstæðis-
flokkurinn til við sammna íhaldsmanna og
frjálslyndra og var Ingibjörg þar einnig með.
Samherjar Ingibjargar héldu um stjórnar-
taumana frá 1924-1927, fyrst undir forystu
Jóns Magnússonar og síðan Jóns Þorláksson-
ar. Árið 1927 tók stjórn Tryggva Þórhallssonar
við völdum, einhver umdeildasta ríkisstjórn ís-
landssögunar, en Jónas frá Hriflu fór með
mennta-, heilbrigðis- og dómsmál innan henn-
ar. Það má glöggt sjá á ræðum Ingibjargar
hvernig smátt og smátt hitnaði í kolunum og
hvemig stóryrðin í garð Jónasar fara vaxandi
jafnvel hjá þessari prúðu konu.
Helga Jóhannesdóttir hjúkrunarkona í Vestr
mannaeyjum sem nú er látin, var námsmey í
Kvennaskólanum á ámnum 1922-1925. Hún
sagði greinarhöfúndi frá því að skólastúlkur
hefðu oft farið á pallana til að hlusta á Ingi-
björgu. Það sem henni var minnisstæðast var
það hvað Jónas frá Hriflu gat verið dónalegur
við hina virðulegu skólastýru, einu konuna sem
sat á þingi. Ingibjörg svaraði honum yfirleitt
litlu framan af, en hún getur þess í ræðum að
hann ausi sig auri jafnt í þinginu sem í blöðum.
Jónas hafði hina megnustu andúð á „íhaldinu“
og djöflaðist á þingmönnum þess og þar var
Ingibjörg engin undantekning. í umræðunum
um Kvennaskólana 1926 kallaði Jónas Ingi-
björgu eitt „besta sverð íhaldsins“ og sagði að
það væri verið að launa henni stuðninginn með
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14.FEBRÚAR 1998 9