Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Síða 9
algengum suðaustanáttum berst set til vesturs með ströndinni. Um miðbik 20. aldarinnar, á hlýindaskeiði hennar, var suðaustanvindur al- gengur og má gera ráð fyrir að heildarsetflutn- ingar hafi því verið vestlægir og þá styrkt landræmur við Homafjörð, Jökulsárlón og Vík í horf sem við áttum lengi að venjast. Undan- fama 1-2 áratugi virðast suðvestlægir vindar hafa sótt sig vegna dálítið breyttra leiða lægða sem að landinu koma úr vestri og suðri. Þar með hefur sjórinn kroppað úr landræmunum en þær eru aðallega sandur og möl, og borið mikið af seti í gagnstæða átt (austur). Er hætta á ferðum? Hækki meðalyflrborð sjávar við landið um marga tugi sentímetra í viðbót er vissulega illt í efni. Hættumat vegna áflæðis sjávar miðast helst við landshætti á hverjum stað og þróun hins hlýnandi veðurfars. Með öðrum orðum: Við leitum svara við spurningum um hvernig landslagi er háttað við ströndina og hve mikið og hratt hlýnar á heimsvísu þegar meta á hættuna. Hættan snýst fyrst og fremst um mannvirki, auðlindir á landi nálægt sjó (t.d. gróðurlendi) og um náttúrumenjar sem okkur þykja dýrmætar. Mannvirkin vega væntanlega þyngst að slepptu lífl manna og limum. Hvað landslag áhrærir verður váin vegna áflæðis mest við mjög láglendar strendur og I byggð sem stend- ur afar lágt. Eftir því sem sjóvarnargarðar hækka verða flóðin alvarlegri ef sjór nær að brjótast inn úr vörnunum. Þá er vert að minna á að mörg ár geta liðið á milli hraklegra stór- flóða og sjávarborð kann þá að hafa hækkað um einhverja sentímetra frá síðasta stórflóði. Þegar kemur að spám um hlýnun er vandi á höndum. Mikil hlýnun (7-12 stig) gæti skilað öllum landís norðurhjarans sem vatni til haf- ana. Yfirborðið hækkar þá um marga metra. Um leið hyrfu flestir aðrir jöklar heimsins, þar með talið mikið af suðurskautsísnum. Þá bætt- ust við allt að 70 dýptarmetrar og sjór gengi víða 80-100 km á land. Fáir eða engir fræði- menn spá slíkri þróun næstu aldir enda þarf að leita milljónir ára aftur í tímann að þess konar veðurfari á jörðinni (síðla á tertíer). Flestar spár hijóða upp á 1-4 stiga hækkun meðalhit- ans á næstu 80-90 árum ef engin ferli koma á móti til lækkunar; t.d. átak til að minnka blöndun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloft- ið, aukinn gróður á jörðinni og temprun hafsins á hlýnuninni vegna upptöku koltvísýrings í sjó; eða þá nýtt jökulskeið! Raunsæjar spár, með 1- 2 stiga hækkun hitastigsins að viðmiði, gera ráð fyrir 12-50 cm hækkun sjávarborðs á innan við öld. Gera verður ráð fyrir að sjávarborð við ísland hækki um tugi sentímetra á næstu ára- tugum. Hvað ber að gera? Verkefnin vegna sjávarborðshækkunar eru einkum þessi: Mælingar, spár og forvarnir. Mælingarnar snúast fyrst og fremst um að afla heimafenginna og marktækra talna um land- hæðabreytingar við sjávarsíðuna (landris/sig) og um meðalyfirborð sjávar við landið. Með því að skoða þær í samhengi við erlendar tölur um sjávarborðshækkun og hlýnun á heimsmæli- kvarða er unnt að meta framvinduna. Mæling- ar fara hér þegar fram í samvinnu raunvísinda- deildar HI og Siglingastofnunar. Með nýjum GPS-staðsetningar- og -hæðarmælum fást ná- kvæmari mælitölur varðandi landhæðarbreyt- ingar. Stafrænir tölvumælar sem nema smá- vægilegar þrýstingsbreytingar í sjó langtímum saman (og þar með breytingar á dýpi) auðvelda mælingar á sjávarhæðinni. Umræddar mæl- ingar og hliðsjón af erlendum spám geta svo gert innlendum sérfræðingum kleift að búa til spálíkön sem lýsa samhenginu milli hlýnunar- innar, landhæðarbreytingum og fleiri þátta. Forvamir eru þegar hafnar. Frá fornu fari hafa menn hlaðið hér sjóvamargarða og nú hin síðustu ár hefur verið bætt nokkuð við þá af augljósum ástæðum. Gerð þessara garða verð- ur eftir sem áður ein helsta forvamaraðgerðin gegn áflæði sjávarins. Hin meginaðgerðin snýst um skipulagningu byggðar og mann- virkja. Erfitt er að taka fyrirfram tillit til hækkandi sjávarstöðu við hafnargerð, mann- virki þar em einfaldlega hækkuð í takt við hækkun sjávar, en þeim mun auðveldara er að skipuleggja byggð eða atvinnuhúsnæði á lág- lendi við sjó. Miðað við grunnspár ætti að vera unnt að kveða upp úr um hve nálægt, eða hátt yfir, láglendum ströndum mannvirki, önnur en hafnir, mega standa, t.d. miðað við notkun í eina öld. Þegar slíkt mat telst orðið þokkalega marktækt verður að endurnýja reglur um mannvirki við sjó með vissu millibili. En líka verður að athuga þá byggð sem fyrir er og huga að því hvað gera þarf þar ef spárnar sýn- ast ætla að ganga eftir. Til þess að byrja með verður að meta hve mikið af núverandi mann- virkjum er í hættu fyrir hverja 5-10 cm hækk- un sjávarborðs, 50-100 ár fram í tímann. Þessa vinnu hefur Siglingastofnun hafið fyrir alllöngu í samvinnu við til þess bæra aðila. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. SNJOR SMÁSAGA EFTIR ÖNNU DÓRU ANTONSDÓTTUR Hún leit á klukkuna, teygði sig í útvarpið og kveikti á því. Það var verið að lesa fréttir. Banaslys varð á Hellis- heiði í nótt. Tveir ungir piltar ... KÖNAN við gluggann var á óræð- um aldri, fimmtug, sextug, jafn- vel á sjötugsaldri! Hún stafaði frá sér virðuleika eins og grá- hærðum, grönnum konum á þessum aldri er tamt. Á andlit- inu var mildur svipur þess, sem margt hefur séð og mikið reynt. Svipur reynslu og visku, umburðarlyndis og fyrirgefningar. Hún var fullklædd, albúin að hefja daginn sem var kominn skammt áleiðis. Það var sunnudagsmorgunn og varla maður á ferli, aðeins einn og einn bíll silaðist eftir göt- unum. Hún horfði út á flóann og vafði þétt að sér peysunni, enda þótt inni væri hlýtt og notalegt. Það væsti ekki um hana hérna á heimilinu. All- ir vildu allt fyrir hana gera, en bestur var Sæi. Þessi gullfallegi piltur, sem geislaði frá sér lífs- gleðinni og kraftinum. Hann kallaði ömmu sína ekkjudrottningu, blessaður kúturinn. Æ, hann var víst enginn kútur lengur, fullvaxinn karl- maður, kominn í háskóla. Af hverju kallaði hann hana ekkjudrottningu? Að vísu var hún orðin ekkja, varð það ung. Skyldi hún vera eitt- hvað lík þeirri bresku? Það var eina ekkju- drottningin sem hún mundi eftir. Kannski var hann bara að gera að gamni sínu, galgopi í aðra röndina en svo ábyrgur og fullorðinn í hina. Hann var mikið á ferðinni, áhugamálin fjöl- þætt. Ferðaðist mikið, stundaði akstursíþrótt- ir, hún vissi varla hvemig átti að nefna það, rallí, eða eitthvað svoleiðis. Hún stóð sjálfa sig margoft að því að vera áhyggjufull hans vegna, vera ekki róleg fyrr en hann var kominn heim. Syni hennar og tengdadóttur fannst þetta óþarfí. Hann er fullorðinn maður, sögðu þau. Hann er fullfær um að sjá fótum sínum forráð. Hún vissi að þetta var satt en samt. Hún hafði náð sterku sambandi við sonar- soninn, einhvern veginn allt öðruvísi en við einkasoninn. Þá var svo lítill tími, nú hafði hún nægan tíma. Eftir að hún kom á heimilið fór Sæi að leita til hennar, með áhyggjur sínar og vandamál. I sameiningu tókst þeim oftar en ekki að ráða fram úr hlutunum. Hann var ein- stakur. Tæplega fóru margir á hans aldri með ömmu sína í leikhús, bíltúr eða út að borða. Það gerði Sæi án þess að hika, þú ert svo glæsileg amma sagði hann við hana uppábúna. Það hlýjaði um hjartaræturnar. Foreldrarnir létu þetta afskiptalaust, ef til vill voru þau fegin að einhver sinnti honum. Tengdadóttirin var viðsýn og kreddulaus og syninum fannst jákvætt að drengurinn um- gengist ömmu sína. Það er það sem þarf, sagði hann, brúa kyn- slóðabilið. Unglingavandamálin væru færri ef kynslóðirnar næðu betur saman. Þetta var ekki hennar flói, en flói samt. Það var einkennilegur litur á sjónum, ekki nokkur leið að segja til um veðrið fannst henni. Hún var alltaf vön að líta út um gluggann á hverjum morgni þegar hún var ki-akki. Það var fyrsta verk dagsins og það mikilvægasta. Hún gerði það ennþá. Glugginn hennar sneri í vestur þá, alveg eins og nú og þar breiddi flóinn úr sér, hennar flói. Hann var eitt af því óbreytanlega, sem alltaf yrði. Hafíð opinberaði henni strax í barnæsku veðurskeyti dagsins, þessi í útvai-pinu voru langdregin og leiðinleg, hún var líka oftast bú- in að missa þolinmæðina þegar röðin kom að þeim á norðausturhorninu. Sjórinn sagði henni líka allt sem þurfti. Um vindstyrkinn, stundum var sjórinn spegilsléttur, koppalogn var það kallað, en stig af stigi gáraðist hafflöturinn og mátti ráða í vindinn út frá því. Það var einnig auðvelt að greina hitastigið út frá sjónum. Ef til vill ekki upp á gráðu, en svona nokkurn veginn hve hlýtt eða kalt var í veðri. Hún hefði ekki getað útskýrt þetta, en einhvern veginn skynjaði hún allt með þvi að líta út um gluggann. Ef til vill var það liturinn eða eitthvað annað, það brást ekki, hún var við- búin veðrinu þegar út kom. Síðar meir, þegar hún flutti í dalinn milli fjallanna, tapaði hún öllu veðurviti. Á árunum í dalnum var alltaf sama veðrið. I minningunni að minnsta kosti. Fólkið laut sama lögmáli. I dalnum voru allir eins fannst henni, búralegir og það átti hún verst með að þola. Við sjóinn var fjölbreytni mannlífsins meiri. Fólkið opin- skáiTa og örlátara bæði á sjálft sig og verald- lega hluti. Hún var lengi að finna skýringu á þessu, fann hana þó að lokum. Hún mundi vel einn dag, eins og hann hefði Myndlýsing: Ámi Elfar liðið í gær. Hafið skerpti minninguna. Rétt fyr- ir hádegi bað móðir hennar hana að skreppa eftir tveimur spyrðuböndum út á staur. Þegar stórir atburðir gerast eru það smáatriðin sem sitja eftir í minningunni, þau hljóta að skipta mestu máli. Mamma var með siginfisk í hádeg- ismat, það mundi hún firna vel. Veðrið var kyrrt en sleit úr með nokkrum snjókomum. Sjórinn var kaldur að sjá þrátt fyrir að henni væri ekki kalt. Það var undiralda og liturinn einkennilega Ijótur, grár eins og heklaða tepp- ið á rúmi mömmu og pabba. Hún hafði aldrei verið hrifin af sauðalitunum, síst gráum. Fór pabbi á sjó? spurði hún þegar hún kom inn með fiskinn. Já, svaraði móðir hennar, hann fór snemma og ætlaði að reyna að koma snemma að. Það spáir vaxandi með kvöldinu og illskuveðri í nótt. Mæðgurnar ræddu þetta ekki frekar. Upp úr hádeginu fór hann vaxandi og um miðjan dag var komið aftaka veður. Einkenni- legur svipur var á andliti móður hennar, svipur sem hún hafði aldrei séð fyrr, fólur og einhvern veginn ógnvekjandi þar sem hún sat við tækið, stillt á bátabylgjuna og reyndi að greina sam- töl. Hún fann sig knúna til að hafa ofan af fyrir systkinum sínum, en hugurinn var reikull og veðm-gnýrinn truflandi. Allt umhverfið var með óraunverulegum blæ, hjartastaður heimil- isins, sjálft eldhúsborðið var ekki einu sinni eins og það átti að sér. Allt í einu heyrðist umgangur við útidyr. Einhver var að koma. Fannbarinn komumaður stakk höfði inn um eldhúsdyrnar: Þeir voru að koma að á Sæunni, Guðmundur kemur ekki heim strax, en vildi láta vita af sér, hélt kannski að þú værir orðin hrædd. Móðir hennar reyndi að fela feginssvipinn: En hinir bátamir? Þeir eru flestir komnir, hér hikar gesturinn aðeins, boðberar ótíðinda eru aldrei vel séðir, það vissi hann. Örnin er ekki kominn, það er ekkert að marka, þeir eru sjálfsagt í vari ein- hvers staðar. Svo var ekki vitað um Hafrenn- ing. Svo var ekki meira að segja, hinn veðurbarði gestur hvarf jafn skyndilega og hann kom. Konan vafði peysunni enn þéttar að sér eins og hún vildi vefja hana tvöfalda utan um sig. Var kalt hérna? Hvað var hún líka að rifja upp þessa löngu liðnu sorgaratburði? En myndir komu og fóru, hún réð ekki við það. Víðátta minninganna var óendanleg. Henni var hrollkalt, hafði henni runnið í brjóst eða hvað? Hún leit nú út um gluggann og var brugðið. Það var þessi grákaldi litur á sjónum sem hún mundi svo vel. Það hafði þó ekki farið niður bátur í nótt? Hún leit á klukk- una, teygði sig í útvarpið og kveikti á því. Það var verið að lesa fréttir. Banaslys varð á Hell- isheiði í nótt. Tveir ungir piltar ... hún heyrði ekki meira, fylltist skelfilegum gran. Hvert var Sæi að fara í gærkvöldi? Af hverju var allt svona hljótt í húsinu, kominn fótaferðartími fyrir nokki-u? Hún reis á fætur og gekk fram á pallinn, liturinn á sjónum, liturinn. Hún studd- ist við handriðið og steig tröppu af tröppu með þessa lamandi tilfinningu sem fylgir áföllum. Ur eldhúsinu heyrði hún lágværar raddir. Hún opnaði dyrnai- og sá társtokkin andlit sonar síns og tengdadóttur eins og í móðu. Mamma mín, ertu komin á fætur, við vildum ekki vekja þig fyrr en ... Ekkjudrottningin laut höfði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRÍL 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.