Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Síða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Síða 20
HIÐ FAGAÐA OG HIÐ ÁHUGAMANNSLEGA Tvær danssýningar hvor sínum megin við Eyrar- sund, dæmi um tvær hlið- ar danshefóarinnar, hafa gengið undanfarið, eins og SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR rekur hér á eftir. SANDRA Medina dansar Carmen-off, hugsanir og tilfinningar hinnar einu sönnu Carmen. PERLA ballettlistarinnar, Svana- vatnið, og ein af perlum óperulist- arinnar, Carmen, laða listamenn stöðugt til fangbragða við lista- gyðjuna. Svanavatnið er á dag- skrá Konunglega leikhússins við Kóngsins nýja torg í uppsetningu Peters Martins. Nýlega setti Ská- nes dansteater upp Car- men-útgáfu, sem bæði var dans og ópera, undir stjórn ' spánska dansarans og danshöf- undarins Vicente Sáez. Olíkar sýningar, ólík vinnubrögð og ólík áhrif svo ekki sé meira sagt. Klassisk balletthefð í allri sinni dýrð Danski ballettinn hefur á að skipa úrvalsdönsurum, bæði dönskum og erlendum, enda er hann aðlaðandi fyrir erlenda dans- ara, þar sem hann varðveitir sér- staka hefð í klassískum ballet, kennda við fransk-danska danshöfund- inn Auguste Bournonville (1805-1879). Hér er um að ræða ballett, er byggist á að segja sögur og nota látbragð, sem um leið gagnast í klassískum ballettum þeirrar gerð- ar, sem Svanavatnið er. Það var franski dansarinn og ballett- meistarinn Marius Petipa er starfaði í Sankti Pétursborg í lok síðustu aldar er samdi Svanavatnið við tónlist Tjækov- skís og þar í borg var ballettinn frum- fluttur 1895. Síðan hefur hann verið ein helsta uppistaðan í klassískri balletthefð, þar sem dans og tónlist sameinast á æðra sviði. Sá sem einu sinni hefur séð Svana- vatnið á sviði getur vart heyrt tón- listina eftir það án þess hún kalli fram í hugann myndir af ballettin- um. Það er danski dansarinn Peter Martins, ballettstjóri New York City Ballet, sem setti Svanavatnið á svið hjá Konunglega ballettinum haustið 1996 og sú uppsetning er enn notuð. Martins hóf ferill sinn heima fyrir, en gerðist svo einn af að- aldönsurum New York-ballettsins og ■ síðan stjórnandi hans. Sem dansari þótti hann frábær sem prinsinn í Svana- vatninu og dansaði hlutverkið um allan heim á móti þekktustu dansmeyjum síns tíma eins og Nataliu Makarovu. Þá var Ge- orge Balanchine stjómandi New York-ball- ettsins og af honum segir Martins hafa margt lært, sem síðan nýttist honum í hans eigin dansverkum og uppfærslum á verkum eins og Svanavatninu. Að sögn Martins leit Balanchine á sig sem arftaka Petipa, svo ferl- ið frá Martins til Petipa er ekki langt í skiln- ingi danshefðarinnar. Hið sögulega í uppfærslu Konunglega leik- . hússins á Svanavatninu em leiktjöld og bún- ingar sem einn þekktasti myndlistarmaður Dana, Per Kirkeby, hannaði. Kirkeby er þekktur fyrir stórar kröftugar litasinfóníur og gengur í sama anda til verks í leiktjalda- gerðinni. Málverk hans einkennast af dökk- Skánes dansteater, sem eru til húsa í stór- glæsilegu tónlistar- og leikhúsi Málmeyjar. Hús, sem hvorki Kaupmannahöfn né Reykja- vík eiga neina hliðstæðu við. Og það dugði heldur ekki þó Sáez tæki með sér dansara frá eiginn hópi á Spáni. Munurinn var of mikill milli þeirra og innfæddu dansaranna. Hugmyndin fólst í því að í hljómsveitar- gryfjunni voru hljómsveit og söngvarar, sem íluttu kafla úr óperunni. A sviðinu voru dansarar, sem túlkuðu óperuna í dansi og þar var einnig slagverksleikari, sem spilaðist á við hljómsveitina og tók stundum yfir í hlutum, þar sem túlkað var hugarástand Carmen og þar sem Sandra Medina túlkaði í dansi þá persónu, sem Sáez kaus að kalla Carmen-off. Skugga Carmen, hugsanir hennar og tilfinningar, en annars var Car- men túlkuð af annarri dansmey, sem dansaði sjálfa atburðarásina, þó ballettinn væri ekki byggður upp sem frásögn í hefðbundnum skilningi. Sandra Medina náði sterkum tökum á hlut- verki sínu og dans hennar við öflugt slag- verkið var á köflum magnaður. Slagverksrof- ið í óperutónlistinni og dansatriði Medina tókust á köflum stórvel og skapaði sterk áhrif, er undirstrikuðu drama og átök sög- unnar um Carmen. Þessi innskot náðu þó ekki að bæta upp fyiir að aðrir dansarar voru mun daufari í túlkun og allt yfirbragð sýning- arinnar minnti meira á sýningu áhuga- en at- vinnumanna. Söngvararnir voru mistækir og gerðu sitt til að draga sýninguna niður. Rammi sýningarinnar, sviðsmynd og bún- ingar voru þó ekki með neinum viðvanings- brag og voru uppbót á ýmislegt annað, sem miður fór. Að baki voru rimlar, sem hreyfð- ust til og voru góð sjónræn viðbót við and- rúmsloft sýningarinnar, sem góð ljósahönnun undirstrikaði einnig. I dansgerð sinni tókst Sáez þó misvel upp. Það var eins og hann hefði ekki að fullu vald á að semja ballett, sem héldi athygli áhorfandans. Spor, sem í fyrstu virtust vel heppnuð, voru slitin með því að endurtaka þau of oft. En það er engin spurning að með þetri dönsurum og söngvur- um væri uppsetning Sáez mun áhugaverðari en sú skánska reyndist vera. VLADIMIR Damin- aov dansaði hirð- fíflið af krafti og innlifun, en Dam- ianov er einn af rússneskum dönsurum við Konunglega ballettinn. um náttúrulitum og sama gera leiktjöldin. Búningarnir stungu að hluta í stúf við lita- skala tjaldanna, þar sem skærlitir karlbún- ingar í nútímalegum litum virtust svolítið úr samræmi við tjöldin og dempaðri liti annaiTa búninga. Svanavatnið er aðeins á færi dyggilega þjálfaðra hópa, sem standa föstum fótum í danshefðinni. Konunglegi ballettinn var í lægð á síðasta áratug, en hefur undanfarin ár verið í stöðugri sókn, svo hann ræður vel við jafn krefjandi uppsetningu og Svanavatnið er. I umræddri sýningu dansaði Chan Hon Goh, sólódansmey kanadíska ballettsins Odile/Odette, Svanaprinsessuna og dóttur galdramannsins, af upphafinni fegurð og mýkt. Siegfred prins dansaði Johan Kobborg, einn af athyglisverðari dönsm-um Kon- unglega og stóð við orðstír sinn af glæsileik. Vladimir Dam- inaov dansaði hirðfíflið af krafti og innlifun en Da- mianov er einn af rúss- neskum dönsurum við Konunglega ballettinn og feikilega góð viðbót við hann. Það þarf heilan hóp af fyrsta flokks dönsurum og slíkum hópi hefur Konunglegi ballettinn á að skipa þessi árin, svo ýmsir af fremstu dönsurunum komu fram í einstökum atriðum, til dæmis Caroline Cavallo, Silja Schandorff, Peter Bo Bendixen og Metta Bpdtcher. Því miður ætlar nýr ballettstjóri hússins, Maina Gielgud, ekki að taka Svanavatnið upp aftur næsta vetur og það hefur vakið ómælda gagnrýni ballettáhugamanna, en uppfærsl- unni hefur þó ekki verið pakkað saman fyi-ir fullt og allt, verður geymd en vonandi ekki gleymd, því sýningin er ein af þrekvirkjum Hins Konunglega síðari ár. Carmen i dansi, söng og slagverki Hugmynd spánska danshöfundarins Vicen- te Sáez um að opna aðra sýn inn í Carmen með því að byggja nútíma dansverk á óper- unni er voguð og áhugaverð. Með betri dönsurum og öðrum kröftum gæti hún tví- mælalaust tekist betur en raun bar vitni hjá 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25.APRÍL1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.