Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 5
GRILLMATARGERÐIN með öllum sínum helgisiðum er afar langt frá því að vera bein og náttúruleg leið til næringarinntöku. Að vísu er grunnaðferðin forn en hér og nú tengist grillið fríi, góðu veðri. ir ta orðnar löngn á undan ísskápnum svo og fátækt og einangrun hafa vissulega mótað rétti sem tilheyra þorramat. Þeir þurfa hreint ekki að vera verri fyrir það og segja þar að auki mikla sögu um náttúru og menningu sé í þá rýnt. Hér mörkuðu saltleysi og komleysi matar- æði á öldum áður. Söltun var algengasta geymsluaðferðin í Evrópu fyrir daga ís- skápanna -en dó svo sannarlega ekki út með til- komu þeirra. Viðvarandi skortur á salti til heim- ilisnota varð til þess að íslendingar þróuðu meira aðrar aðferðir, þurrkuðu, reyktu, súrsuðu og kæstu. Að herða, reykja og kæsa er þekkt í nágrannalöndunum t.a.m. í Noregi þar sem harðfiskur var mikilvægur þáttur í fæðu manna í fyrri tíð. I Skandinavíu tíðkast einnig að kæsa sjómeti og má þar m.a. nefna rakefisk í Noregi og surströmming (kæst sfld) í Svíþjóð. Hvers- dagslega borðuðu menn hér harðfisk með smjöri í staðinn fyrir hið daglega brauð Evrópu- búa. Brauð var sparimatur vegna mjöUeysisins og úr því þurfti að gera sem mest, þess vegna eru pönnukökumar okkar lfldega svona örþunn- ar og hver einasta laufakaka listaverk. Aska má og nefna sem dæmi um matarháttasérkenni sem skorturinn bjó til. Bumbuaskar verða al- gengir nálægt 1700 þegar íslendingar hættu al- mennt að matast við borð vegna plássleysis og fóru að borða sitjandi á rúmum sínum í bað- stofu. Þá þurfti flát sem var hentugt að borða úr á hnjánum. Séríslenska svarið við saltleysinu á fyrri öldum var langtímageymsla hvers konar matvæla í súrri mysu. Norðmenn sýrðu líka mysu til drykkjar en vegna þess að þeir höfðu nóg af salti nýttu þeir ekki sýrana á sama hátt og við. Nú til dags vita menn vel að súri matur- inn er mun hollari en sá salti. Hann er auðmelt- ur, mjólkursýragerlamir era góðir fyrir melt- inguna og leitt hefur verið að því getum að þeir hafi með hugsanlega séð mönnum fyrir C víta- míni. Norðmenn töldu hins vegar (a.m.k. um tíma) að mótleikurinn gegn hrömun líkamans væri salt - rétt eins og gegn skemmdum í mat. Því saltari sem maturinn var, þeim mun minni hætta á að líkaminn rotnaði innanfrá. Heitið þorramatur um þjóðlegan íslenskan mat er ekki ýkja gamalt. Það verður til á sjötta áratugnum samhliða fyrirbæri sem kalla mætti endurlífgun - hefð verður vinsæl í nýju sam- hengi og fær nýja þýðingu. Lærðar ritgerðir hafa verið skrifaðar um það í útlöndum hvaða aðstæður í samfélögum kalli sérstaklega á upp; ranaleit og aðhlynningu eigin menningar. í rómantísku andrúmslofti 19. aldar, þegar sjálf- stæðisbaráttan stóð sem hæst, þótti við hæfi að rækja þjóðlega siði, uppvakning þorrablóta á seinni hluta aldarinnar er partur af þessu og var maturinn að sjálfsögðu rammþjóðlegur frá upphafi þessa samkomuhalds. Þorrablót héld- ust nokkuð óslitið í sumum sveitum landsins á 20. öld en í þéttbýli lögðust þau víðast af á fyrri hluta hennar. Þau verða svo aftur vinsæl undir 1960 þegar menn vora famir að jafna sig á um- skiptunum sem fylgdu í kjölfar stríðsins og gríðarlegum fólksflutningum í bæina, sérstak- lega höfuðborgina. Meðal aðfluttra bæjarbúa virðist hafa komið upp löngun í sveitamatinn sem þeir ólust upp við. Atthagafélög riðu á vaðið og fóra að auglýsa íslenskan mat á árs- hátíðum sem smám saman urðu að þorrablót- um. Það fer að verða úrval af þessum matrétt- um á almennum markaði eftir nokkuð uppihald og þá á þorranum, m.a. í veitingahúsum og orðið þorramatur verður til eins og hver önnur auglýsingabrella. Síðan hefur hefðin verið óslit- in, menn gera sér dagamun yfir þorramat í vél- væddum eldhúsum, vídeóvæddum stofum eða veislusölum. Þama hefur hann að sjálfsögðu allt annað hlutverk en í bændasamfélaginu sem skóp hann. Hann skapar ákveðið andrúmsloft - „Tveir andans menn af karlkyni, Steingrímur Sigurgeirsson á Morgun- blaðinu og Guðmundur Andri Thorsson sem skrif- ar í Dag tjáðu sig meðal annarra í ár um villi- mennskuna sem felst ípví að leggja sér til munns rétti af pessu tagi. “ rétt eins og er á veitingahúsum sem sérhæfa sig í ákveðinni matarmenningu. Þegar Islend- ingum erlendis hefur borist pakki með mat að heiman er gjarnan haldið teiti með samlöndum til að orna sér við stemmninguna sem þessir matarréttir skapa. Þetta getur verið hangikjöt, harðfiskur, Lindu buff, ópal eða jafnvel prins póló sem á dularfullan hátt hefur áunnið sér sess í okkar matarmenningu. Meðal suður- amerískra innflytjenda í Skandinavíu hafa verið gerðar rannsóknir á því hvernig einfóldustu hversdagsréttir að heiman verða að veislumat með sérstakri merkingu í nýju heimkynnunum. Félagslífið tengist þar meira og minna þjóðleg- um matarháttum, gríðarleg áhersla er lögð á að útvega hráefni og uppskriftir með sögu og öll kunnátta á þessu sviði er mikils metin. Mat- reiðsla þjóðlegra rétta verður gjarnan nostur- söm tómstundaiðja karla á meðan hún er lítils metin hversdagsvinna í heimalandinu. Einu kvennaverkin sem karlar vinna með stolti er 'að búa til hefðbundna rétti frá heimalandinu - þeir era ekki duglegri að ryksuga og skúra en þeir voru heima. Matargerð getur nefnilega orðið karlaverk þegar hún tengist virðingu og tóm- stundum. Þetta hefur með breytta merkingu matargerðarinnar en ekki breytt kynhlutverk að gera. Og þá eram við komin enn og aftur að karllegum og kvenlegum gildum sem nefnd voru í upphafi greinarinnar. Eitt af því sem orðið hefur ákveðið karlaverk á síðustu áratug- um hérlendis er grillstússið. Grillmatargerðin með öllum sínum helgisiðum er afar langt frá því að vera bein og náttúruleg leið til næringar- inntöku. Að vísu er grunnaðferðin forn en hér og nú tengist grillið fríi, góðu veðri, afslöppun og huggulegheitum. Rauðvín eða bjór er oft með í spilinu og gjaman gestir og hátíð í garði. Þama er matargerðin einhverskonar tóm- stundagaman við mjög sérstakar aðstæður, hlaðin merkingu sem kemur beinu næring- amámi afar lítið við - enda sjaldan verulega svangt fólk við grillin. Og er nú mál að linni þessum sundurlausu matarmenningarþönkum. Heimildir: Árni Björnsson. Þorrablót á fslandi. Reykjavík 1986. Borda, Beatriz Kost och etnisk identitet. Mera an mat, red. Anders Salomonsson. Lund 1987, s. 44-65. Glöggt er gests augað. Úrval ferðasagna um ísland. Sigurður Grímsson sá um útgáfuna. Reykjavík, 1946. Guðmundur Andri Thorsson. Þorramaturinn er obláta fslendingsins. Dagur 27. Janúar 1998 Hallgerður Gísladóttir. Eldhús og matur á íslandi. Ópr. Cand Mag ritgerð við H.f. 1991. Salomonsson, Anders. Gammal mat med ny mening. Mera an mat, red. Anders Salomonsson. Lund 1987, s.66-95. Steingrímur Sigurgeirsson. Þorri. Morgunblaðið 24. Janúar 1998. Höfundur er safnvörður á Þjóðminjasafninu. SVEINN AUÐUNSSON TIL GYÐJU ALLRA GYÐJA Hví skyldi ég að lokum ekki reyna að þakka þér; þér sem flestar unaðsstundir gefið hefur mér. Hve oft ei lífs á göngu hef ég frið oggleði fundið í faðmi þínum hlýjum, frá sorg og trega hrundið. Hjá þér ég fann þann heim sem ég unni meir en okkar og enn ei minna en fyrst til sín mig fagur lokkar. Að svífa burt á vængjum þínum mitt er æðsta yndi; yfir líta draumaland af þínum hæsta tindi. Að þangað nái aldrei bregst ef Arthur Brown á hlýði með ógnarröddu „Sunrise“ flytja, þessa miklu smíði. Frá tregatóni klökkum, líkum und sem opin blæðir með ofurkrafti sveiflast þú á tindinn, efst á hæðir. Hve garðinn þinn um fagra hef ég gengið mörgum stundum undir gömlum háum eikum og þar hvílt í fríðum lundum. Þar friðsældar hef notið, að mér teygað loftið tæra. Tekist þar að nýju minn huga að endurnæra. Hve margir hafa ei gengið hér ígegnum liðnar tíðir og gróðursett hér fræin sín, sem urðu tré um síðir. Ein eru gömul, há og þykk, ei önnurfmnast stærri, en yngri hin, svo lág og mjó, já, miklu, miklu smærri. Hér fjöldinn fær nú notið þess, sem svo fáir eiga af heiður. Hér fuglarnir í næði fá nú búið til sín hreiður. Og einum meir er þakkað það en öðrum eins og gengur og ótal margir gleymdir, ekki heyrast nefndir lengur. Hve ljúft er ei af einni grein á aðra geta stokkið; frá avantgarde, jassi, blús og klassík, þá írokkið. Mér allir þessir meiðir sýnist skærum perlum skarta. Það skiptir öllu máli að á bakvið gott sé hjarta. Nú víst er orðinn gamall eins og grönum á má sjá. Mig gengnar hetjur hrífa mest - ég tindinn á vil ná. Þér þakka má að ennþá hérna glaður vil ég gista, ó, gyðja mín svo undur fríð, þú drottning allra lista. Höfundurinn býr á Egilsstöðum. SÖLVIJÓNSSON EINVIGIÐ Þeir mættust í Vrésvík, útlagar vestursins vindurinn fór um jörðu, og þyrlaði upp ryki Annar stóð upp á ási, og horfði niður á hinn hatturinn skyggði á augun, svo yrði uns yfír lyki Með sólina í bakið, horfði upp á hatursmann sinn höndin við síðuna, byssan var stálgrá Á feigðarfæri, kúlur færu ekki á mis farinn vegur, tími kominn til að æja Báðir brugðu vopnum byssur gullu samtímis blindaður af sólu kúlan smaug í lærið Með rauða augntóft ofanmaður féll í valinn í eyðimörkinni hinn beið helsærður eftir dauðans frið Sólin hneig til viðar Höfundurinn er nemi í Iðnskólanum í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.