Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 10
+ DULDIR OG HJÁSTEFNUR Nú í lok aldarinnar kemur stöðugt skýrar í Ijós að skipg má Max Ernst, hinum fjölhæfa töframanni óvita- og hjá- stefnustílbragðanna, dada- og súrrealisma, til sætis við hlio hinna stóru vegbrjóta módernismans líkt og Picasso og Matisse. í tilefni sýningar Listasafns íslands á högg- myndum listamannsins á Listahátíð, hermir BRAGI AS- GEIRSSON eitt og annað af litríkum æviferli hans. ÞAÐ ER til frásagnar, að fjöllista- maðurinn Max Ernst sté aldrei fæti inn fyrir dyr listaskóla né listakademíu, og í einkunnabók hans til stúdentsprófs árið 1910 stendur þessi stutta athugasemd við teikningu; „Tók ekki þátt". En list augans var hinum unga manni síður en svo ókunn, því að faðir hans, Phillipp Ernst, kennari heyrnarlausra, notaði hverja tómstund til að mála. Hinn mikli og margræði myndlistarmaður var þannig sjálflærður, þótt flestir munu eiga erfitt með að kyngja þeirri staðreynd í ljósi þeirrar lyMl- stöðu sem hann gegnir í framþróun myndlistar á öldinni, nýsköpunar og margslunginna tækni- bragða. Ef til vill má draga þá ályktun, að starf föðurins hafi vakið hjá hinum unga manni meiri áhuga en annars fyrir rannsóknum á möguleik- um sjónarinnar, skilningarviti sem skipti sköp- um fyrir skjólstæðinga kennarans. Sjálfur sagði Emst, að frá barnsaldri hafi allt tengt sýnilegum fyrirbærum gagntekið hann, verið uppáhalds viðfangsefni æskunnar, og það mun frekar hafa ágerst í tímans rás. Max Ernst fæddist í Bruhl í nágrenni Köln 1881, og gekk þar almennan menntaveg til stúdentsprófs. A menntaskólaárunum hafði hann sérstakan áhuga á stjórnleysingjanum Max Stirner, sem var dulnefni heimspekingsins Johann Kaspar Scmidt, rithöfundinum Gustave Flaubert og dulspeki. Innritaðist í háskólann í Bonn 1910, og sótti þar nokkra tíma í listasögu, þó mun fleiri í bókmenntum og heimspeki, en mestan áhuga hafði hann þó á sálar- og geðlæknisfræði. Framar öðru var hann þaulsætinn á fyrirlestrum um landamæri undir- vitundarinnar, orsakir og félagslega þýðingu sinnisveiki. Einkum beindist athygli hans að innri sjónheimi geðsjúkra, þar fann hann lítt kannað og merkilegt svið sem hann átti eftir að rannsaka mjög náið. I nágrenni skólans var geðveikrahæli, þar var hann tíður gestur og fylgdist grannt með myndsköpun vistmanna. Sálin og undirvitundin urðu þannig er fram liðu stundir meginásarnir í rannsóknum og at- höfnum listamannsins, jafnvel í þeim mæli að fróðir álíta að verk hans tilheyri jafnmikið and- lega sviðinu og sjálfri listsögunni. Það er í öllu falli skoðun Werner Spiess, eins þekktasta ævisöguritara hans, að „saga Max Ernst" hafi á tímabili, er spannar margra áratugi, jafnframt verið saga evrópsks hugarflugs. Það sem Max Ernst málaði og teiknaði í upp- hafi ferils síns, bar greinilega með sér að hinn ungi maður var fljótur að átta sig á samtíma- hræringum á myndlistarsviði, galopinn og for- vitinn. Fyrstu kynni hans af göldrum og ófresk- um kröftum má rekja til ársins 1906, og fyrstu skrefin á myndlistarsviði tók hann ári seinna, þannig að þetta fylgdist nokkurn veginn að. Árið 1909 var Ernst ljóst hvaða braut hann vildi ganga í lífinu og þá voru áhrifavaldarnir úr mörgum áttum, frá van Gogh, Monet, Gauguin og tollaranum Rousseau, til æskustílsins, kúbismans, táknsæisins, fauvismans og fútúrismans. Seinna sótti hann ýmislegt til hins mikla hæfileikamanns August Macke, sem hann vingaðist við, en sá var þá á hátindi skópunarferils síns í úthverfa innsæinu, ex- pressjónismanum, einnig Kandinsky og Delaunay. Fyrir tilstilli Macke tók Max Ernst þátt í samsýningu Rínarexpressjónistanna í Bonn og Köln 1913, einnig fyrsta þýska Haust- salnum í Berlín, sem Herwarth Walden útgef- andi, listhúseigandi og í fyrirsvari Der Sturm- hreyfingarinnar, stóð að. Var öðru fremur haldin í þeim tilgangi að kynna evrópska framúrstefnu- list. Macke var fjórum árum eldri, og er af mörgum talinn mesta málaraefni sem fram hef- ur komið í Þýskalandi á þessari öld, en örlög hans urðu að falla í nágrenni Perthes í Kampaníu, á fyrstu mánuðum fyrri heimsstyrj- aldarinnar, aðeins 27 ára að aldri. Kynnin af August Macke reyndust Max Ernst heilladrjúg, urðu til að hann komst í samband við skáldið Guillaume Apollinaire og málarann Robert Delaunay. Þau kynni ýttu trúlega undir heimsókn til Parísar, og þar varð honum strax ljóst, að þangað myndi hann koma aftur, kannski til dvalar fyrir fullt og allt. Max Ernst kom þannig fram á mjög safarík- um og umbrotasömum tímum, mesta jafnvægi um langan aldur á stjórnmálasviðinu, að margra áliti þeim upphöfnustu á meginlandi Evrópu á þessari öld. Hinum hamingjusömu árum æsku- stílsins, Art Nouveau og Belle Epoque, fagra tímabilsins, er listir voru enn metnar til jafns vísindum og listamenn flestum öðrum fremur í sviðsljósinu. Allt þetta merkilega ár, 1913, síðasta heila árið fyrir hvörfin og ragnarökin miklu í Evrópu, reyndist yfirmáta viðburðaríkt í lífi hins unga upprennandi listamanns, markaði grunnsporin á ferli hans. Stundum er haft á orði, að Ustamaðurinn Max Ernst hafi dáið 1914, en snúið aftur til lífsins 1918, sem ungur sjónlistamaður sem vildi verða töframaður og höndla goðsögu tímanna. En það er ekki fullkomlega sannleikanum samkvæmt, því á vígstöðvunum reyndi hann að gleyma hild- arleiknum með því að flýja á náðir sköpunargáf- unnar. Og þess má geta, að 1916 var sett upp sýning á verkum hans og Georg Muche í Sturm- listhúsinu, og verk eftir hann voru á annarri sýn- ingu, Dada í Zurich 1917, svo ekki var listamað- urinn með öllu horfinn af sviðinu. Rétt fyrir stríðslok kvænist hann vinkonu sinni frá skólaárunum í Bonn, listsögufræðingnum Luise Strauss, og var hér sem síðar fundvís á lífsföru- naut sem samferðamenn. Með henni eignaðist hann soninn Jimmy. Þegar Max Ernst stofnaði útibú dadaista- hreyfingarinnar í Köln, ásamt hinum ári yngri Alfred Griinwald, málara og blaðamanni, sem nefndi sig Johannes Theodor Bargeld, varð hann um leið einn af upphafsmönnum hjástefn- unnar, súrrealismans, og um leið skáld sjóntaug- anna. Stflbragða ofar og til hliðar við raunveru- leikann sem sóttu að hluta hugmyndir og elds- neyti til sálfræðikenninga Freuds. Ungir og framsæknir listamenn vildu með dada, óvita- stefnunni, mótmæla borgaralegu siðgæði og öfugsnúnu verðmætamati, deila á þjóðfélag sem með yfirgangi, hræsni og lygum átti höfuðsökina á hinni tilgangslausu styrjöld og öllum hennar hremmilega óskapnaði. Hér var um alþjóðlega hreyfingu á evrópskum grunni að ræða, er skiptist í nokkra hópa, sótti upphaf til Cabaret Voltaire, smáleikhúss og samkomustaðar stjórnleysingja í Zurich, sem var jafnframt sýningarhúsnæði. Tók á sig form í París, New York, Berlín, Hannover og Köln. Stefnuskráin var eins konar and-list, uppgjafar- og stjórnleysingjahreyfing í brjáluðum heimi, og HAFIÐ, olía á striga, 1925. með henni vildu dadaistarnir afhjúpa skinhelgi hins viðurkennda og vanabundna. Hinir reiðu og hneyksluðu vildu sjálfir ögra og hneyksla. Drjúgur liðsauki bættist í Kölnarhópinn er hinn gáfaði Elsassbúi Hans Arp varð meðlimur 1920, en sá var allt í senn, skáld, myndhöggvari og málari, meðstofnandi Dada Ziirich, 1916. Max Ernst tók á þessum árum upp nafhið, Dadamax, og hófst þegarhanda um svipmiklar og ögrandi uppákomur. Á fyrstu sýningu list- hópsins 1919 lagði breska setuliðið löghald á sýningarskrár og veggspjöld, og ekM tók betra við á þeirri næstu sem var haldin í brugghúsi nokkru, lauk upp dyrum 20. apríl 1920 og olli strax miklu fjaðrafoki. Sýningargestirnir lögðu hendur á sum verkin og eyðilögðu, en þeir félag- ar höfðu gert ráð fyrir ámóta viðbrögðum og endurnýjuðu þau jafnharðan. Einn gestanna fékk æðiskast og lögreglan varð að skerast í leik- inn og lokaði sýningunni fyrst um sinn, auk þess sem Max Ernst fékk á sig kæru fyrir klám, sem þó seinna var fallið frá. Til viðbótar var hann úskúfaður ævilangt af föður sínum, sem skrifaði í bréfi til hans; „ég bölva þér, sem hefur flekkað nafn okkar". Næsta ólíklegt að nútímafólk geri sér grein fyrir hvað varð fólki slík hneykslunarhella í myndverkum Max Ernst, því skírskotanir þeirra virðast giska meinlausar er svo er komið, mun frekar hugljúfur óður til ástþrunginna kennda, drauma, ófreski og dulmagna. Og nútímamaður- inn getur ei heldur gert sér fulla grein fyrir hin- um algjöru hvörfum sem urðu á tímabili fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hinni miklu heiðrfkju og lífsgleði fyrirstríðsáranna, sigurreifa fögnuði er menn héldu á vígvellina og hins hrákalda veru- leika er við blasti fjórum árum seinna er hinir sigruðu komu heim úr skotgröfunum. Hins veg- ar missa sjálf myndverkin ekkert af gildi sínu og áhrifamætti þótt tímar breytist, frekar að þau skapi meira áreiti en á annars konar forsendum. Á markvissan en dulmagnaðan hátt laga verkin sig að nýjum tímum og nýjum siðum eins og öll mikil og safarík list, sem ber í sér sjónræna sagnfræði um hugsunarhátt tímanna, eru að því leyti jafnmikið á andlega sviðinu og í listsögunni. I Ijósi þess að um sjálfmenntaðan listamann er að ræða, kann margur að undrast hve einstak- lega vel málaðar myndir Max Ernst eru að jafn- aði, riss hans örugg og formræn kennd mikil og næmi í rýmislist. En í raun er til eðlileg skýring á því, sem eru hinir mörgu og vel menntuðu listamenn sem hann hafði samneyti við, sem voru ígildi listaakademíu af hæstu gráðu, en framar öðru hinn mikli áhugi og metnaður sem lá að baki athöfnum hans. Hliðstæða er tollarinn Henri Rousseau, sem hrærðist í heimi áhrifastefnunnar og táknsæis- ins í París, umgekkst þarnæst marga af best menntuðu myndlistarmönnum og frumkvöðlum módernismans á fyrsta áratug aldarinnar. Menn læra af að skoða list annarra, og ótæpilega af „SJÁLFSMYND - Dadamax Caesar Buenaroti", Ijósmyndaklipp og gvass á pappir, 18x12 sm, 1920. návist og samræðum við meistarana og enginn |jj nævisti hefur enn komist með tærnar þar sem Rousseau hefur hælana í sjálfu málverkinu. Þó má álykta, að einkenni hins sjálfmenntaða forvitna listamanns opinberist í hinum mörgu vt tilraunum og þreifingum á tæknisviðinu, en þar kl varð Max Ernst upphafsmaður ýmissa tækni- bragða, og víkkaði út svið annarra, einkum ni 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ 1998 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.