Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 2
Ljósmynd: Kong Qing Jiang
FRÁ opnun sýningar á fslenskri málaralist 20. aldarinnar í Þjóðlistasafninu f Peking. F.v: Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Kfna, Knútur
Bruun, formaður safnráðs Listasafns fslands, Meng Xiaosi, aðstoðarmenntamáiaráðherra Kína, og Ragna Ragnars, eiginkona Ólafs.
Marilyn-
mynd á rúman
milljarð
HIN þekkta mynd bandaríska popplista-
mannsins Andys Warhols „Orange Marilyn" af
kvikmyndastjömunni Marilyn Monroe frá
1964 sló sölumet á
uppboði Sotheby’s
fyrir skemmstu.
Seldist myndin á 17,3
miHjónir Bandaríkja-
dala, rúma 1,2 millj-
arða ísl. kr., en það
er fjórfalt hærra
verð en áður hefur
fengist fyrir mynd
efir Warhol, að því er
fram kemur í The New York Times.
Þeir sem hæst buðu í myndina buðu báðir í
gegnum síma og tókust hart á. Á meðal þeirra
sem sóttust eftir appelsínugulu Marilyn voru
Museum of Modern Art í New York, Tate-gall-
eríið í London og Andy Warhol-safnið í Pitts-
burgh, auk fjölda safnara. Sotheby’s hefur ekki
gefíð upp hver keypti verkið en sagt að það
hafi verið safnari.
Listfræðingar Sotheby’s bjuggust við að
verkið myndi seljast á 4-6 milljónir dala og
kom kaupverðið mjög á óvart. Hluti skýringar
þess er talinn liggja í eigendasögu verksins, en
það var m.a. í eigu Þjóðverjans Karls Ströhers,
sem var einn fyrsti evrópski safnarinn sem hóf
að kaupa bandaríska popplist. Að sögn list-
fræðinga gerði kaupandi appelsínugulu Mari-
lyn-myndarinnar skynsamlega fjárfestingu.
Telja þeir að þess sé skammt að bíða að mynd-
ir Warhols seljist á svipuðu verði og verk eftir
Pablo Picasso.
! ,'Cs-fal
i 1 R B Y MÍIiS3
Laugardagur
NORRÆNA húsið: Skjáir veruleikans,
fígúratíf list. Kl. 14.
Ásmundarsalur: Tilraun með tilgerðar-
leysi, mannamyndir Ágústs Petersen og
portrett úr listasmiðju barna. Kl. 16.
Stöðlakot: Akvarellur 1988-1998, Haf-
steinn Austmann. Kl. 17.
Klúbbur Lista-
hátíðar, Iðnó
Laugardagur
Dagskrá fyrir börn. Hermes (Guðni
Franzson). Gestur Hermes er Atli Heimir
Sveinsson. Kl. 15.
Suzanne Osten leikstjóri Nýja lífsins
hennar Irenu er gestur klúbbsins. Kl. 17.
Kynning á Carmen Negra. Söngkonan
Caron syngur titilhlutverkið og Garðar
Thor Cortes syngur José. Kl. 21.15.
Skárr’ en ekkert flytur tónlist kl. 22.30.
Ragnar Kjartansson og Markús Þór
Andrésson kynna kvölddagskrána.
Sýninq á íslenskri málaralist opnar í Pekinq
ERRÓ VAR OF DJARFUR
FYRIR KÍNVERJA
Peking. Morgunblaðið.
SÝNING á íslenskri málaralist tuttugustu
aldarinnar frá Listasafni íslands, sem áður
var sett upp í Nútímalistasafninu í Hong
Kong, var opnuð í Þjóðlistasafninu í Peking
um síðustu helgi. Sú breyting var gerð á vali
verka fyrir sýninguna í Kína að tveimur mál-
verkum Errós, úr hinni erótísku seríu Jap-
ansmynda, sem höfðu verið á sýningunni í
Hong Kong var skipt út fyrir önnur tvö verk
listamannasins, þar sem myndefnið þótti of
djarft fyrir þarlenda gesti. Er þetta í fyrsta
sinn sem íslensk málaralist eru á sýningu í
höfuðborg Kína og vakti hún mikla athygli
listunnenda þar í borg. Sýningin stendur yfir
til 2. júní.
Fjöldi gesta við opnun sýningarinnar í
Peking var þrefalt meiri en þeir sem safnið
hafði boðið til viðburðarins og ljóst að fregn-
ir um fyrirhugaða sýningu hafði borist eins
og eldur í sinu meðal forvitinna listunnenda
sem gátu þess vart beðið að sjá hvað það
væri sem þessi litla þjóð í Norður Atlants-
hafi hefði fram að færi til málaralistarinnar.
„Sýningin veitir kínversku þjóðinni góða
innsýn í íslenska menningu, lífstíl og
náttúru," sagði aðstoðarmenntamál-
aráðherra Kína, Meng Xiaosi, við opnun sýn-
ingarinnar. Þar voru einnig viðstaddir ný-
Graduale-
kórinn syng-
ur fyrir Port-
úgalsferð
GRADUALEKÓR Langholtskirkju heldur
í tónleikaferð til Portúgals í næstu viku
þar sem hann mun m.a. halda tónleika á
Heimssýningunni „EXPO 98“. Kórinn
kemur fram níu sinnum í ferðinni sem
stendur í tvær vikur. Næstkomandi
sunnudag kl. 17 heldur kórinn fjáröflun-
artónleika til ferðarinnar í Langholts-
kirkju með hluta efnisskrárinnar.
Einsöngvari í ferðinni verður Ólöf Kol-
brún Harðardóttir og undirleikari Lára
Bryndís Eggertsdóttir en hún er fyrrver-
andi Grallari og lauk áttunda stigi í
píanóleik frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík nú í vor þar sem kennari henn-
ar er Halldór Haraldsson. Kórfélagar í
ferðinni verða 49 og sfjórnandi kórsins er
Jón Stefánsson.
Efnisskráin spannar kirkjuleg og ver-
skipaður sendiherra íslands í Kína, Ólafur
Egilsson, og formaður safnráðs Listasafns-
ins, Knútur Bruun, sem flutti stutta tölu um
sögu íslenskrar málaralistar. Meng Xiaosi
sagðist þess fullviss að sýningin myndi hljóta
góðar viðtökur kínverskra gesta og efla
tengsl þjóðanna tveggja.
Ólafur Egilsson gat þess í ræðu sinni að þó
að um 6.600 km skildu þjóðimar tvær að
væru slíkar fjarlægðir ekki fyrir hendi í mál-
verkunum sem vafalítið færðu þessa tvo
menningarheima nær hvor öðrum. Ólafur
gat þess jafnframt að framkvæmd sýningar-
innar bæri ekki síst að þakka fyrrrennara
sínum í embættinu, Hjálmari W. Hann-
essyni, sendiherra. í umfjöllun sinni um
verkin á sýningunni undirstrikaði Knútur
Bruun tengsl íslenskrar málaralistar við er-
lendar listastefnur jafnt sem náttúru lands-
ins, allt frá tímum fyrstu landslagsmálar-
anna, um expressionismann og abstraktmál-
verkið til svokallaðs Nýja-málverks síðasta
áratugs.
Til sýningarinnar var efnt í samstarfi
Listasafiis Islands og kínverska menntamál-
aráðuneytisins og í framhaldinu er fyrirhug-
uð sýning á kínverskri myndlist í Listasafni
íslands á næsta ári.
Morgunblaðiö/Þorkell
Á æfingu
aldleg verk, gömul og ný, innlend og er-
lend. M.a. eru verk eftir flnnska tónskáld-
ið Rautavara en annað þeirra, „Lapsi-
messu“ eða „Barnamessa", er samið við
hina hefðbundnu messuþætti en á milli
eru hugleiðingar fyrir strengjasveit sem
kórfélagar flytja. I kórnum eru tíu
strengjahþ'óðfæraleikarar.
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar.
Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti
Opið laug. og sun. kl. 13.30-16. Höggmyndagarð-
urinn er opinn alla daga.
Listasafn ASÍ
Ásmundarsalur og Arinstofa: Mannamyndir
Ágústs Petersen. Gryfia: Portrett barna. Til 5.
júlí.
Gallerf Listakot, Laugavegi 70
Sigurrós Stefánsdóttir sýnir.
Gallerí 20 fm, Vesturgötu 10
Hreinn Friðfinnsson. Til 7. júní.
Gallerí Gangur, Rekagranda 8
Robert Devriendt. Ut júní.
Gallerí Hornið, Hafnarstræti
Elín Magnúsdóttir. Til 24. maí.
Gallerí Sævars Karls
Vasamyndir e. Erró og Skúiptúrar e. Guðjón
Bjarnason.
Iugólfsstræti 8
Grænmetisleikur: Inga Svala Þórsdóttir og Wu
Shan Zhuan.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg
Helga Magnúsd. Til 27. maí.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Ljósmyndasýning: Maya-indíána frá Chipas í
Mexíkó, Tilvera - daglegt líf unglinga og nunn-
unnar Carlota Duarte. Til 20. maí.
Listasafn Sigutjóns Ólafssonar, Laugarnestanga
Sýn. „Ur málmi“. Öm Þorsteinsson myndhöggv-
ari. Til 1. júlí.
Listasafn Reykjavlkur, Hafnarhúsinu
Konur, úrval úr Errósafni Reykjavíkurborgar
Hallgrímskirkja
Málverk eftir Eirík Smith.
Jómfrúin, Lækjargötu
Greipar Ægis. Sandskúlptúrar. Til 4. júní
Gallerí Nema hvað, Þingholtsstræti 6
Sýn. á örverkum nemenda Myndlista- og
handíðaskóla fslands. Til 30. maí.
Hafnarborg, Hafnarfirði
Jónína Guðnadóttír. Til 25. maí.
Gallerí Fold við Rauðarárstíg
Þorbjörg Höskuldsd. Til 1. júní.
Listasafn fslands, Fríkirkjuvegi 7
Sýning á höggmyndum Max EmsL
Norræna húsið
Fígúratíf list frá Norðurl. og Þýskalandi.
Nýlistasafnið
Flögð og fögur skinn.
Stöðlakot
Akvarellur. Hafsteinn Austmann.
SPRON, Álfabakka 14, Mjódd Bragi Ásgeirsson.
Til 5. júnf.
Sparisjóður vólstjóra, Borgartúni
Sandskúlptúrar. Til 4. júní.
Gallerí Smfðar & skart, Skólav.stíg 16a
Charlotta R. Magnúsd. Til 4. júní.
Þjóðmhyasafnið
Margrét II Danadrottning. Kirkjuklæði. Til 7.
júní. ____________
TÓNLIST
Norræna húsið
Davíð Art Sigurðsson barítónsöngvari. Kl. 16.
Sunnudagur 24. maf
Langholtskirkja: Fjáröflunartónl. Gradualekórs
Langholtskirkju kl. 17.
Iðnó: Straumar. Tríó Reykjavíkur og Martíal
Nardeu og félagar Kl. 17.
Mánudagur 25. maf
Hallgrímskirkja: Jordi Savall, Montserrat Figu-
eras og Rolf Lislevand. Kl. 20.
Miðvikudagur 27. maí
íslenska óperan: Chilingirian-strengjakvartett-
inn og Einar Jóhannesson. Kl. 20.
Föstudagur 29. maí
(slenska óperan: Carmen Negra, rokk-, salsa-,
poppópera. Kl. 20.
Kirkjuhvolur, Garðabæ. Tónlistarsk. Garðabæjar
frums. Brúðkaup Fígarós kl. 20.
LEIKHÚS
Þjóðleikhúsið
Óskastjaman, lau. 23., mið. 27. maí.
Grandavegur 7, sun. 24. maí.
Meiri gauragangur, fim. 28. maí.
Poppkom, lau. 23., fim. 28. maí.
Gamansami harmleikurinn lau. 23., mið. 27. maí.
Borgarleikhúsið
Sex í sveit, Iau. 21., fös. 22. maí.
Irinas nya liv, sun. 24., mán. 25., þrið. 26. maí.
Unga Klara, sun. 24., mán. 24., þrið, 26. maf.
Loftkastalinn
Bugsy Malone, sun. 24. maí.
Á sama tíma að ári, sun. 17. maí.
Leikhúsvagninn: Nóttin skömmu fyrir skógana,
lau. 23. maí.
Renniverkstæðið, Akureyri, lau. 23., sun. 24. maí.
Iðnó
Unglíngurinn í skóginum, sun. 24. maí.
fslenska óperan
Carmen Negra, rokk-, salsa-, poppsöngleikur,
frums. fös. 29. maí.
Hafnarfiarðarleikhúsið
Síðastí bærinn f dalnum, sun. 24. maí.
Leikfólag Akureyrar
Söngvaseiður, lau. 23., sun. 24. maí.
Nemendaleikhúsið
Uppstoppaður hundur, sun. 24., mið 27. maí.
DANS
Borgarleikhúsið
Nederlands Dans Theater II og III, frums. fim.
28. maí. Fös. 29. maí.
Upplýsingar um Iistviðburði sem óskað er eftir
að birtar verði í þessum dálki verða að hafa
borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á
miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn-
ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvfk. Myndsendir:
5691222. Netfang: menning@mbl.is.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 23. MAÍ 1998