Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Blaðsíða 8
SKOLI GUÐMUNDAR • • HJALTASONAR A ÞORSHOFN + EFTIR BJÖRK AXELSDÓTTUR OG ÞORLÁK AXEL JÓNSSON Skólinn tók til starfa aldamótaárið 1900 og kennsluaoferoir Guomund- ar Hialtasonar hljóta að hafg þótt nýstárlegar. Þar var rauði þráðurinn samþætting námsgreina, stefna sem nú er rætt um ao taka upp í vaxandi mæli. FYRSTI skóli á Þórshöfn á Langa- nesi tók til starfa um haustið aldamótaárið 1900. Guðmundur Hjaltason (1853-1919), einn af frumkvöðlum skólastarfs í land- inu, reisti þar hús með kennslu- stofu og rak þar skóla næstu þrjá vetur. Þá lagðist skólahald niður á staðnum og farkennsla tók við á ný. Skóla- starf Guðmundar var um margt merkilegt, það boðaði nýjungar í kennsluháttum og var tilraun til þess að byggja upp nútímastofnun í samfélagi, sem hafði ekki tekið neinum grundvallarbreytingum um aldir. Saga þess er vitnisburður um baráttu fátæks fólks fyr- ir framtíð menningar sinnar og samfélags. Besta vopnið í þeirri baráttu skyldi verða menntaður æskulýður. Guðmundur Hjaltason var sem ungur maður, á árunum 1875-1882, við nám í lýðháskólanum í Gausdal og Vornheimaskól- anum í Noregi, og við nám og kennslustörf í Askov í Danmörku. Eftir heimkomuna hóf hann ásamt öðrum að starfrækja lýðháskóla í Laufási í Eyjafirði og á Akureyri. Ekki varð það skólahald til frambúðar. A þessum árum deildi Guðmundur við forsvarsmenn hins lærða skóla á Möðruvöllum um mennta- mál,1 ólfk sjónarmið voru t.d. um það hvort próf skyldu viðhófð eða ekki. Guðmunur hélt marga fyrirlestra opna almenningi og var við farkennslu í sveitum Eyjafjarðar og Norður-Þingeyjarsýslu á vetrum. Veturinn 1898-1899 kenndi hann á Langanesi og á Langanesströnd. í gjörðabók hreppsnefnd- ar Sauðaneshrepps 6. mars 1899 stendur skrifað: Samþykkt að fá Guðmund Hjaltason til kennara hér að vetri. Var svo áætlað að hann yrði 3 mánuði á ýmsum bæjum, þaraf 1 mánuð á Ytri-Brekkum og annan hjá hrepp- stjóranum á Heiði og 2 mánuði á Þórshöfn.2 Einn helsti samherji Guðmundar var sr. Arnljótur Ólafsson. I meira en tvo áratugi var Guðmundur við barnakennslu hluta úr vetri á heimili Arnljóts, fyrst á Bægisá í Hörgárdal og síðar á Sauðanesi á Langa- nesi. Vor og haust vann Guðmundur í ákvæðisvinnu hjá Arnljóti við þúfnasléttun. Eftir að Guðmundur kvæntist Hólmfríði Margréti Bjarnadóttur, ungri konu, árið 1897 og þau hjónin eignuðust dóttur, virtist rétti tíminn vera kominn til þess að setjast um kyrrt og stofna eigið heimili. Þau hjón voru ekki snauð því Guðmundur hafði á pip- arsveinsárunum keypt tvær litlar bújarðir. Seldu þau nú aðra jörðina og byggðu á Þórs- höfn aldamótaárið; „var það vænt hús með skólastofu og mun hafa kostað með allri vinnu minni á þriðja þúsund krónur."3 Ágæt heimild um skólastarf Guðmundar Hjalta- sonar á árunum 1900-1903 eru skólaskýrslur þær er hann sendi landshöfðingja árlega með umsókninni um styrk úr landssjóði til skólans.4 Arnljótur Ólafsson vottaði með undirskrift sinni að sóknarnefnd og hrepps- ÞÓRSHÖFN á Langanesi seint á 4. tugi aldarinnar. Skóli Guðmundar Hjaltasonar stóð uppi í hæðinni. nefnd hefðu ráðið Guðmund til barna- kennslu og allt hefði farið vel fram. Guð- mundur hafði verið farandkennari í héraðinu en fastur skóli á Þórshöfn var grundvallarbreyting. Arnljótur segir í greinargerð með styrkumsókninni árið 1901 frá stofnun hlutafélags um byggingu skóla- húss og söfnun hlutafjárloforða er námu 300 kr. Hlutafjársöfnun þessi er nefnd í bókum hreppsins, 12. júní 1900: Rætt um skólamálið. Þessir lofuðu hlut- um: Vilhjálmur Davíðsson á Heiði 10 kr. og Guðný á Hóli 10 kr.s Greinargerðina til landshöfðingja undir- ritaði Arnljótur í nafni „skólanefndarinnar", en skólanefndir voru yfirleitt aðeins í þétt- býli með föstum skólum og fengu ekki skil- greinda stöðu fyrr en með fræðslulögunum 1907. Þetta fyrirkomulag skólamála á Þórs- höfn var óvenjulegt, af orðum Arnljóts virðist mega ráða að hlutafélagið hafi greitt Guðmundi Hjaltasyni leigu fyrir afnot af kennslustofunni í húsi hans. Skólanefndin vildi hafa barnaskóla og „...að fleiri og fleiri fermd börn fái aðgang að skólanum og þannig komist á stofn vísir til unglinga- skóla."6 Ljóst er að heimamenn höfðu metnað fyrir hönd skólans á Þórshöfn, ætluðu að leggja sitt af mörkum í þróun landsins til nútímahátta. Nemendur í sveitakennslu og skólanum á Þórshöfn. Heimild: Skjalasafn lands- höfðingja, sveitakennarar, Þingeyjarsýsla 1900-1905. Þjóðskjalasafn Islands. Barnaskólinn á Þórshöfn starfaði í þrjá vetur. Kennsla hófst 1. nóvember og henni lauk 30. apríl. Skýrslunar sýna að flestir nemendur voru um og innan við fermingu, yngsti nemandinn sem settist þar á skóla- bekk var fjögurra ára, Margrét dóttir Guð- mundar, sá elsti var 23 ára. Algengast var að nemendur væru fjórar vikur í skólanum, nokkrir voru töluvert lengur og færri skem- ur. Reiknað meðaltal er vegna þessa hærra en ella. Þetta var lítill skóli með á þriðja tug nemenda og ekki nema um tugur sem sótti kennslustundir í einu að jafnaði. Nemend- urnir munu hafa verið eldri og þeir voru lengur í skólanum en þegar farkennslan var ráðandi. Við vitum að nemendum fór fækk- andi, voru skemur og færri sóttu kennslu- stundir í einu eftir því sem árin liðu. Ástæð- t§§U' l'$t':" ^w ¦ • Wi^ •¦ W GUÐMUNDUR Hjaltason þótti sérkennilegur maður og góður kennari en ekki fór hann troðnar slóðir í kennslu sinni. urnar fyrir þessari þróun og lokum skóla- halds tökum við upp aftur. Þessar tölur segja okkur þó lítið um sjálft skólastarfið, hvað börnin lærðu, hvernig kennslan fór fram og hvort það var skemmtilegt í skólanum. Við skulum fylgja einum nemanda í barnaskólanum á Þórshófn til þess að kynn- ast því. Þuríður Vilhjálmsdóttir frá Ytri- Brekkum, sem hafði verið hjá Guðmundi í sveitaskóla, kom þangað 11 ára. Sr. Arnljót- ur húsvitjaði heima hjá henni í desember fyrsta veturinn og færði í manntalið vitnis- burð um kunnáttu hennar, eins og allra ann- arra barna á þessum aldri: „kver 10. kafli ágætt, les ágætlega, skrifar dável +, reiknar ágætlega -."7 Þuríður var sex vikur í barna- skólanum fyrsta veturinn, lærði kver og biblíusögur, reikning, réttritun, stíl, landa- fræði og dönsku. Annan veturinn var hún fjórar vikur og heilar tólf vikur þann þriðja og seinasta. Þá voru íslandssaga og náttúru- saga einnig meðal námsgreina.8 Þeir nemendur, sem voru skemmra á veg komnir en Þuríður þegar þeir komu í skól- ann, lærðu lestur og skrift. Var þá einhverj- um hinna námsgreinanna sleppt. Breytilegt var hversu hátt hlutfall nemenda lærði að lesa og skrifa í skólanum; 1/3 fyrsta vetur- inn, 1/5 annan veturinn og 3/4 hinn þriðja. Námskráin var ekki í fastari skorðum en svo. Skólahaldið stóð í sex klukkustundir á dag „auk lexíutíma". Helmingur skólatímans fór í reikning og réttritun, hálf klukkustund til hverra hinna námsgreinanna. Á milli tíma voru frímínútur. Löngu síðar minntist Þuríður Vilhjálmsdóttir þess að Guðmundur hefði verið skemmtilegur kennari og sér- staklega minntist hún námsferða út í náttúruna, til fjalla og niður í fjöru þar sem hún lærði að þekkja fugla, grös og fjöru- gróður.9 Samtíðarmönnum Guðmundar hlýtur að hafa þótt sumar kennsluaðferðir hans æði nýstárlegar, hefðbundnar voru þær ekki. „í landafræðitímum", skrifaði Guðmundur í eina skólaskýrsluna, „var kennslan að mestu munnleg lýsing og svo spurt út úr, og sýnd landabréf og myndir, grös og steinar, og stundum stjörnur; ég fór með nemendur nokkra upp á fjall og var þaðan gott útsýni yfir land og sjá austan frá Borgarfirði og vestur á Sléttu. Slíkar landlýsingar kenna enn betur en kort og myndir." I dönskutím- um þýddu börnin af dönsku á íslensku og voru dönskutímarnir því „eiginlega rétt- nefndur námstími í íslenskunni". Þessi samþætting námsgreina var rauður þráður í starfinu. í réttritun voru stílarnir um landa- fræði og náttúrusögu. Um kver og biblíusögur segir Guðmundur: ... reyndi að sameina báðar þessar fræði- greinar sem innilegast; ég reyndi þar að sameina munnlega lýsing við lexíur eins og í landafræðinni.10 Guðmundur Finnbogason skrifaði með til- styrk Alþingis hina frægu skýrslu sína um barna og unglingafræðslu í landinu árin 1903-1904. Þar segir um barnaskóla: Daglegar einkunnir eru gefnar í langflestum skólanna, en mörgum kennurum er illa við þær, mest fyrir metnaðar sakir.11 Guðmundur Hjaltason skrifaði: Daglega vitnisburði hef ég aldrei haft... tel jafnan kærleikann til námsgreinanna heppi- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 23. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.