Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1998, Qupperneq 11
1 SÓLRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR - ÁNING VIÐ SÖRLASKJÓL Að upplifa sýn forfeðra okkar í gegnum skjáglugga er meginþema þessa verks. „Ánjng við Sörlaskjól“ er mótað úr ís- lensku efni, hleðslugrjóti, mýrarmosa og torfi. Skjáglugginn er gerður sem líkastur því sem áður var, þ.e.a.s. ramminn gerður úr timbri en líknarbelgur notaður til að hleypa inn birtu. Gestir sem á við verkið eru beðnir að ganga inn og horfa á fjallasýn hinumegin fjarðarins í gegnum skjágluggann. Við þeim blasir Keilir sem hefur þríhyrningslaga form eins og íverustaðir landa okkar til forna. Pegar sólar nýtur ætti að sjást vel til fjalla og jafnvel skipa eða báta sem um flóann fara. Hin myrku hýbýli forfeðra okkar, byggingarefni og nýtni á þeim efnum sem landið og búfénaður gaf er umfjöllun mín í þessu verki. 2 SÓLVEIG EGGERTSDÓTTIR NÝ UMFERÐARLÖG II Orðin umferð og umferðarreglur tengjast farartækjum í huga fólks. I yfirfærðri merkingu snúast umferð og umferðarreglur um mannleg samskipti sem byggjast á skráðum og óskráðum reglum, siðferðis- og heimspekilegs eðlis. í verki mínu „Ný umferðarlög 11“ nota ég umferðarskilti til að koma á framfæri 8 málsháttum og tilvitnunum úr fornsögunum. Pessi sannleikskom sem borist hafa frá einni kyn- slóð til annarrar varpa ljósi á hið sammannlega og fela í sér djúpa speki. Ég býð sýningargestum uppá veganesti til íhugunar. 3 RÚRÍ-ÁTTIR Listaverkið Áttir samanstendur af fjórum sjónaukum. Þegar horft er í þá beinast sjónir manna að ákveðnum stöðum, sem tilgreindir eru innan á linsunni. 4 ÞÓRDÍS ALDA SIGURÐARDÓTTIR „ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR" Varnir eru öruggari og sterkari þegar sam- þjöppun og sameining er meðal þeirra sem þurfa að verjast. Þjóðsöngur er sameiningar- tákn, sem og vöm. Á hverjum poka verksins er áletranin: „íslands þúsund ár“. Þessi þús- und ár era samnefnari óralangs tíma og sögu- legs samrana okkar við landið. Á sjávar- kambinum, mörkum lands og sjávar, er gott að búa sér til sýnilega línu sem í þessu tilfelli er úr 365 hvítum seglpokum og minnir kannski helst á varnargarð. Strandvarnir geta verið síðustu forvöð til bjargar, til að hughreysta og róa land sem er í uppnámi. Verkið er tilvísun í varnir, í huglægri og eig- inlegri merkingu. Orðið landvarnir minnir okkur jafnt á utanaðkomandi ógnir sem og aðgerðir til að vinna gegn þeim. Vegna veðuratgangs, ofbeitar og ónærgætni manna við þetta viðkvæma land mætti ætla að við þyrftum nú, sem aldrei fyrr, að verjast eins og stríðsmenn í slæmri stöðu til að missa jarðveginn ekki í stóram stíl á haf út. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. JÚNÍ1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.