Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 16
BÓKASTEFNAN í FRANKFURT INS og undanfarin ár hafa að- eins þrjú íslensk bókaforlög sýn- ingarbása á Bókastefnunni í Frankfurt. Mál og menning og Forlagið eru með sameiginlegan bás og Vaka-Helgafell sér. Að- eins þunnt skilrúm skilur íslend- ingana að og menn hafa það að orði að auðvelt sé að sameinast enda samein- ingartal ofarlega á baugi víða. f þetta taka þeir vel Pétur Már Ólafsson hjá Vöku-Helga- felli og Sigurður Svavarsson hjá Máli og menningu. Pétur Már hampar nútkominni bók í nýrri ljóðabókaritröð Vöku-Helgafells. Þetta er endurútgáfa ljóðabókar Matthíasar Johann- essen: Borgin hló, sem kom fyrst út fyrir fjörutíu árum hjá Helgafelli, sem Ragnar Jónsson í Smára stýrði þá. Pétur segir að það sé einkennandi fyrir bókina að hún sé líkt og nýort, aðeins Adlon og Kolbeinshaus séu efnisleg undantekning. Þennan fyrsta dag Bókastefnunnar telst það einnig til tíðinda hjá Vöku-Helgafelli að smásagnasafn Elínar Ebbu Gunnarsdóttur, Sumar sögur, koma út í Þýskaladi, útgáfu- ^j-étturinn hefur þegar verið seldur. Það hef- _. ur, að sögn Péturs, greitt fyrir Þórarni Eld- járn að Brotahöfuð hans var tilnefnt til Evr- r ópsku bókmenntaverðlaunanna og hafnaði meðal sex efstu bóka. Spurl og sell Meðal tíðinda frá Vöku-Helgafelli á loka- dögum stefnunnar er að Brotahöfuð Þórar- ins Eldjárns er komið út á ensku og búið að skrifa undir samning við finnskt forlag. Ekki dregur úr áhuga á þeirri skáldsögu. Þeir Þórarinn og Matthías Johannessen eru nýir höfundar hjá Vöku-Helgafelli og hafa erlendir útgefendur sýnt verkum þeirra áhuga, Þórarni eins og fyrr segir og á stefn- unni lýsti m. a. ítalskur útgefandi áhuga sín- um á ljóðum Matthíasar. Bjarni Bjarnason, sem nýlega hlaut Tómasar Guðmundssonar verðlaunin fyrir skáldsöguna Borgina bak við orðin, hefur * vakið athygli Þjóðverja, Hollendinga, ftala og Dana. Hollendingum þykir hann minna á einn af helstu höfundum þeirra, Cees Noote- boom. Englajól Guðrúnar Helgadóttur með myndum Brians Pilkington hafa vakið áhuga víða og telur Pétur Már það sérstakan áfanga því að myndskreyttar barnabækur séu ekki af skornum skammti á Bókastefn- unni í Frankfurt, samkeppni mikil. Bækur eftir Guðrúnu hafa komið út á Norðurlönd- um og í Þýskalandi og nú er Pólland líklegt til að bætast við. Ekkert að marka! er vænt- anleg í enskri þýðingu. Meðal annarra höfunda frá Vöku-Helga- felli nefndi Pétur Már Guðrúnu Guðlaugs- dóttur fyrir skáldsöguna Nellikur og dimmar nætur, einnig Ólaf Jóhann Olafsson en Fyr- irgefning syndanna hefur nú komið út í sex löndum og er væntanleg á fleiri tungumál- FRÁ sýningarsvæði Vöku-Helgafells. Ragnar Ólafsson og Elín Bergs. ISLENSKIR • • HOFUNDAR SÆKJA FRAM Að mati íslenskro útgefenda á Bókastefnunni í Frankfurt geta þeir ekki kvartað undan áhugaleysi um bækur sínar. Þar hefur orðið mikil breyting á síoustu árum. JOHANN HJÁLMARSSON forvitnaðist um gengi íslenskra rithöf- unda erlendis hjá nokkrum útgefendum og fékk að heyra mörg dæmi um framgang þeirro og vaxandi áhugg á ís- lenskum bókum. BÓKASTEFNAN 1950. Fyrstu árin var stefnan haldin í Páls kirkju. Morgunbtaðiö/Jóhann Hjálmarr.son um. Barna-^ og unglingabókahöfundarnir Guðmundur Ólafsson, Kristín Steinsdóttir og Elías Snæland Jónsson eru meðal þeirra sem útgefendur beina sjónum að, einnig Arnaldur Indriðason spennusagnahöfundur. Velgengni eiga einnig að fagna matreiðslu- bækur eins og Af bestu lyst og matreiðslu- spjöld Vöku-Helgafells. íslenskir fuglar heilla marga. „Ég hef ekki fundið jafn mikinn áhuga á jafn mörgum höfundum og líka er vaxandi Laxnessáhugi," sagði Pétur Már, „það er gaman að finna þennan áhuga." Er til skýring á þessu? „Við íslendingar erum þekktir fyrir góðar og aðgengilegar bækur og líka fallegar. Það er eitthvað sérstakt við þær." Er norræna bylgjan enn fyrir hendi? „Já, ég get nefnt bók eftir sænska konu, Marianne Fredriks- son, sem við hjá Vöku-Helgafelli gef- um út í haust. Bók hennar, Anna, Hanna og Jóhanna, hefur selst í 590.000 eintök- um í Þýskalandi. Hollendingar seldu 130.000 eintök." Það vekur furðu mína að engin skáld- saga eftir nýja Nóbelsverðlaunahöfundinn, José Saramago, hefur verið þýdd á íslensku. rlafa íslenskir útgefendur ekki sofið á verð- inum, ímeira en áratug hefur verið talað um hann sem væntanlegan verðlaunahafa? „Við hjá Vöku-Helgafelli erum þegar farin að reyna að ná í útgáfurétt á bókum Sarama- gos, líklega verður það Todos os nomos sem tilnefnd var til Evrópuverðlaunanna." Um stefnuna sagði Pétur Már að honum þætti sem meiri ró væri að færast yfir hana, hún væri að einhverju leyti í fastari skorð- um. Hásölubsekur Halldór Guðmundsson útgáfustjóri Máls og menningar hafði áhyggjur af því eins og fleiri að sameining risafyrirtækja í bókaút- gáfu og bóksölu styrkti þá tilhneigingu út- gefenda að sinna aðeins um hásölubækur og þar með réði „bestsellerismi" ríkjum og minni fjölbreytni á bókamarkaði. Hann nefndi sem dæmi að kaupáhugi gagnvart fagurbókmenntum beindist mjög að fáum titlum sem harðsoðnir umboðsmenn otuðu fram og byðu óheyrilegar fjárhæðir í: „Þannig var ný og óútkomin norsk skáld- saga eftir Lynn Ullman seld til Þýskalands á messunni fyrir eina milljón marka, sem er gersamlega fáheyrt fyrir fyrstu skáldsögu óþekkts höfundar (en hún á að sönnu þekkta foreldra, Liv Ullman og Ingmar Bergman)." Að mati Halldórs er ekki gott að íslend- ingar blekki sjálfa sig að því leyti að þótt vel hafi gengið á sumum málsvæðum hafa 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.