Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 10
+ Hugmyndin um Fljótsdalsvirkjun á nú hálfrar aldar sögu að baki. Sú saga er vörðuð tilviljunarkenndum atvikum og hrossakaupum. Náttúruverndarráo féllst á þessa virkjun til að ná fram friolýsingu Þjórsárvera og Alþingi heimilaoi hana ásamt fleiri virkjunum 1981. Virkjunarleyfi var gefið út 1991 og byrjao á undir- búningsframkvæmdum. Hér er sannkölluð slysasaga. EYJABAKKALÓN, aðveituskurðir og aðrennslisgöng til Fljótsdalsvirkjunar. Forsaga FYRSTA tillaga um stórvirkjun í Fljótsdal kom fram í skýrslu Sigurð- ar Thoroddsen og Höskuldar Bald- vinssonar til Rafmagnsveitna ríkis- ins árið 1946. Hún var kölluð „Gils- árvatnavirkjun", og byggðist á virkj- un Bessastaðaár með miðlun í Gils- árvötnum. Síðar hlaut hún nafnið Bessastaðaárvirkjun. Árið 1954 setti Sigurður fram hugmynd um virkjun Jökulsár í Fljótsdal, með stíflu við Eyjabakkafoss og miðlunarlóni á Eyjabakkasvæðinu. Þaðan yrði vatninu veitt út á Múla, og virkjað niður hjá Arnaldsstöðum. Sú tilhögun var síðar nefnd Múlavirkjun. Árið 1969 kom fram tillaga frá Orkustofnun, að veita Jökulsá út Fljótsdalsheiði og virkja fall hennar niður hjá Hóli eða Valþjófsstað. Það hef- ur síðan verið nefnt Hólsvirkjun eða Fljótsdals- virkjun. Sú tilhögun tengdist nýjum hugmynd- um um virkjun og samveitu jökulsánna á norð- austur-hálendinu, sem nefnd var Austurlands- virkjun. Þá var einnig farið að tengja virkjanir Bessastaðaár og Jökulsár í Fljótsdal saman, og síðan voru þær meira eða minna samtvinnaðar, þar til um 1990, að þær voru aðskildar að nýju, vegna nýrrar jarðgangatækni. Fyrirrennari Flielsdalsvirkfunar - Bessaslaðaárvirkjun Á áttunda áratugnum var áhersla lögð á rannsókn Bessastaðaárvirkjunar. Það var til- tölulega lítil virkjun, sem hentaði Austurlands- markaði, því sýnt var að Lagarfossvirkjun, sem þá var að ljúka, myndi ekki anna eftir- spurn raforku austanlands til lengri tíma. Þá var unnið við Kröfluvirkjun, og raflínu þaðan til Austurlands, en gufuöflun gekk illa sökum jarðelda, og var lengi vel óviss. Skiptar skoðanir voru um það hvort sú teng- ing yrði látin nægja, eða stofnað til nýrrar virkjunar í fjórðungnum. Bessastaðaárvirkjun hlaut góðar undirtektir heimamanna. Sett voru lög um hana á Alþingi 31. des. 1974 (nr. 105/1974), þar sem ríkisstjórninni var heimilað að fela Rafmagnsveitum ríkisins „að reisa og reka vatnsafistöð við Bessastaðaá í Fljótsdal, N-Múl., með allt að 32 MW afli, og gera nauð- synlegar ráðstafanir á vatnasvæði árinnar, til að tryggja rekstur virkjunarinnar." Á næstu árum var bílvegur lagður upp á heiðina frá Bessastöðum að Gilsárvötnum, og reistar vinnubúðir á Grenisöldu. Nokkrar um- hverfisrannsóknir fóru fram árið 1975. Hönn- unaráætlun var tilbúin í mars 1976. Þar var gert ráð fyrir að mynda tvö allstór lón á heið- inni: Gilsárlón og Hólmalón, og veita þangað vatni frá Hölkná og Eyvindará. Sá móguleiki var í bakhöndinni að stækka virkjunina, með því að veita Jökulsá í Fljótsdal í fyrirhuguð miðlunarlón. Ekki voru allir sáttir við þessa niðurstöðu, og minnast menn t.d. andstöðu Sverris Her- mannssonar, þingmanns Austurlands, sem kvaðst efast um að úr Bessastaðaá fengist „svo mikið sem rakvatn". Ýmsir starfsmenn Orku- stofnunar mæltu og gegn virkjuninni. SNÆFELL EYJABAKKAR (1994). Ytri hluti fyrirhugaðs lónstæðis, séð f norður. Vesturkvísl (með bergvatni) Hafursfell og Laugafell í forgrunni. Eyjabakkafoss er efst til ha ÞA LIUU MUN ENGINh 1 O LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 24. OKTÓBER 1998 +<

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.