Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1998, Blaðsíða 2
H- VERK ÞORKELS I BERLIN ÞÝSKA sinfóníuhljómsveitin í Berlín undir stjórn Vladimir Ashkenazy flytur tvö verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson á tónleikum í Fíl- harmoníusalnum í Berlín í dag, laugardag, og er um frumflutning að ræða í öðru tilvikinu. Aðrir tónleikar verða svo haldnir á morgun. Þorkell SigurbjÖrnsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að upphafið mætti rekja til komu hljómsveitarinnar; „Das Deutsche Syn- phonie-Orchester Berlin", og Ashkenazys á Listahátíð 1996. Þá hefði Ashkenazy verið bú- inn að velja verk Þorkels, Mistur, til flutnings og beðið um annað í viðbót og þá nýtt. Þorkell sagði að nýja verkið væri lítið hljómsveitar- verk, „Næturljóð" Vladimir Ashkenazy hefur stjórnað hljóm- sveitinni frá 1989. Þorkell Sigurbjörnsson. Vladimir Ashkenazy HEIÐURSORÐA AFHENT FÉLAG leikmynda- og búningahöfunda sæma í fyrsta sinn leikmyndahöfund heiðursorðu félagsins við athöfn á Hótel Borg í dag, laugardag kl. 15. Fyrstur leikmyndahöfunda sem sæmdur er orðunni er Snorri Sveinn Friðriksson, sem í rúman aldarfjórðung hefur starfað sem forstöðumaður leik- myndadeildar Sjónvarpsins. Tilgangur orðuveitingarinnar er að minna á listræn afrek á sviði leikmynda- hönnunar. Jafnframt verða veittir höf- undastyrkir við þetta tækifæri, segir í fréttatilkynningu. TRYGGVI TRYGGVA- SON HLÝTUR GRAMO PHONE- VERÐLAUN I NÝJASTA tölublaði tónlistartímaritsins Gramophone hlýtur diskur með verkum tón- skáldsins Thomas Adés sérstök verðlaun fyrir flutning og hljóm. Upptökustjóri og tækni- maður á diskinum er Tryggvi Tryggvason. Þetta er í annað sinn sem Gramophone verðlaunar disk sem Tryggvi Tryggvason stýrir upptökum á, en Tryggvi vann til Gramophone-verðlauna fyrir disk með flutn- ingi Borodin-kvartettsins á strengjakvartett- um nr. 1-3 eftir Tsjaíkovskíj og flutning sin- fóníuhljómsveitar BBC á konsert fyrir hljóm- sveit nr. 2 eftir Robin Holloway fyrir þremur árum. Tryggvi Tryggvason er sonur Jóhanns Tryggvasonar tónlistarkennara og Klöru Bertinu Simonsen og hefur verið búsettur í Bretlandi frá þriggja ára aldri. Tryggvi rekur upptökufyrirtækið Modus Music og hljóm- plötuútgáfuna Merlin Classics í Bretlandi. Gramophone er virtasta tímarit sinnar teg- undar í tónUstarheiminum og veitir árlega verðlaun fyrir útgáfu á sígildri tónlist. PAVAROTTI GENGST UNDIR HNÉAÐGERÐ PAVAROTTI hefur hætt við að syngja hlutverk Cavaradossi í Tosca á sviði Metropolitan-óperunnar í New York í næsta mánuði. Ástæðan er sú, að söngv- arinn er enn að jafna sig eftir aðgerð á hné. Hann stefnir samt ótrauður á að syngja á sviði óperunnar 22. nóvember, en þá eru 30 ár síðan hann fyrst söng þar. Pavarotti hefur átt í erfiðleikum vegna hnésins og lítið getað hreyft sig á svið- inu. Læknar hafa fyrir löngu mælt með skurðaðgerð, sem loks var framkvæmd í júlí sl, en til þess að flýta fyrir batanum þarf söngvarinn líka að léttast. Að sögn umboðsmannsins, Herbert Breslin, hefur Pavarotti nú tekist á við þyngdina af full- um krafti. Pavarotti kom fram á tónleik- um í síðustu viku, en læknar telja hann enn þurfa einhverjar vikur til þess að geta hreyft sig vandræðalaust á óperu- sviðinu. Sýningarnar á Toscu eru 7., 12. og 16. nóvember og mun Richard Leech syngja hlutverk Cavaradossi. Á hátíðartónleik- unum 22. nóvember mun Pavarotti syngja í bremur óperuþáttum; úr La Boheme, Astardrykknum og Aidu á móti sópransöngkonunum Daniela Dessi, Ruth Ann Swenson og Aprile Millo. DÓMKÓRINN í Reykjavík. TÓNUSTARDAGUR DÓMKIRKJUNNAR NÝTT KÓRAVERK FYRIR DÓMKÓRINN DOMKORINN efnir til sinna árlegu Tónlist- ardaga í Dómkirkjunni dagana 24. október til 8. nóvember. Þetta hefur verið árlegur við- burður í kirkjunni undanfarin sautján ár. Á dagskránni verða bæði flutt innlend og erlend verk. Tónlistardagarnir hefjast með tónleikum í Dómkirkjunni í dag, laugardag, kl. 17. Þar flyt- ur Dómkórinn, undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar, kórverkið „Hugleiðing um fyrirgefn- inguna" eftir Jón Asgeirsson, sem hann samdi sérstaklega fyrir Dómkórinn í tilefni Tónlistar- daganna. Hörður Áskelsson leikur orgeltónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Signý Sæ- mundsdóttir syngur lög eftir Atla Heimi Sveinsson við undirleik Marteins. Á morgun, sunnudag, syngur kórinn í messu kl. 11. Tónleikar verða í Listasafni íslands mánu- dagskvöldið 26. október kl, 20.30. Þá flytur kórinn kórverk eftir Jón Ásgeirsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Jórunni Viðar og Atla Heimi Sveinsson. Dómkórinn syngur einnig lög eftir Brahms við nýja þýðingu Heimis Pálssonar. Á tónleikunum syngur Olafur Kjartan Sigurðs- son einsöng við undirleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Ólafur Kjartan er búsettur í London og hefur nýlokið mastersnámi, segir í fréttatilkynningu. Laugardaginn 31. október verða orgeltón- leikar kl. 12 í Dómkirkjunni. Marteinn H. Ólafur Kjartan Sigurðsson Jón Ásgeirsson Friðriksson leikur verk eftir J.S. Bach, F. Mendelssohn, Leif Þórarinsson, Þorkel Sigur- björnsson og C. Franck. Barokktónleikar í umsjá Þórunnar Guð- mundsdóttur verða í kirkjunni sunnudaginn 1. nóvember kl% 17. Auk Þórunnar koma /ram Brynhildur Ásgeirsdóttir, Hallfríður Ólafs- dóttir og Sigurður Halldórsson. Tónlistardögum lýkur að þessu sinni með messu sunnudaginn 8. nóvember þar sem Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. RAFRÆN BOK KEPPIR UM BOOKER-VERÐLAUNIN Ein bókanna sem tilnefndar eru til Booker- verðlaunanna að þessu sinni er aðeins til á Netinu. Höfundurinn er David Gettman og bókin heitir Angels of Russia, hefur fengið góða dórha og verið tilnefnd til fjölmargra verðlauna. Höfundurinn rekur fyrirtæki með rafrænar bækur sem aðeins eru tiltækar á Netinu. Hinn kunni bandaríski gagnrýnandi, Ric- hard Eder, hefur lýst því yfir að rafræn bók sé ekki bók. Engu að síður hefur dómnefnd Booker-verðlaunanna tekið skáldsögu Gett- mans gilda eftir að hann fékk á hana alþjóð- legt bókanúmer eins og gildir um aðrar bæk- ur. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU Ásmundarsafn - Sigtúni Yfiriitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Fálkahúsið, Hafnarstræti 1 Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta. Gallerf 20 fermetrar, Vesturgata lOa Helgi Hjaltalín Eyjólfsson. Gallerí Fold, Kringlan Guðbjörg Káradóttir. Gallerí Fold, Rauðarárstfg Kjartan Guðjónsson. Til 1. nóv. Gallerí Horn Gerður Gunnarsdóttír. Til 8. nóv. Gallerí Sævars Karls Haraldar Jónssonar. Til 28. okt. Hafnarborg Terje Risbergs. Ætíngar í aðal- og Sverrissal. Til 27. okt. Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar. Hallgrímskirkja Benedikt Gunnarsson. Kjarvalsstaðir -30 / 60+, samsýning tveggja kynslóða. Til 25. okt Listasafn ASÍ Gryfjan: Olöf Erla Bjarndóttir. Ásmundarsalur: Inga Þórey Jóhannsdóttír. Til 25. okt. Listasafn Einars Jdnssonar, Skdlavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Kdpavogs, Gerðarsafn Magdalena Margrét Kjartansdóttír. Ólöf Einarsdóttír. Amælissýning Myndlistarskóla Kópavogs.Til25. okt Listasafn Islands íslensk abstraktlist 1950-60. Til 25. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sigurjón Ólafsson _ Ævi og list. Opið alla daga nema mánud. kl. 14-17. Til 1. des. Listaskálinn í Hveragerði: Erotíka: Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonarson, Eva Benjamínsdóttir, Gunnar Orn Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Haukur Dór, Ragnhildur Stefánsdóttír og Stefán Boulter. Listhús Ófeigs, Sktílavörðustíg Fríða Jónsdóttir sýnir Ijósmyndir. Til 25. okt. MokkakafH, Sktílavðrðustíg Rannveig Anna Jónsdóttir og Þorvaldur Halldór Gunnarsson. Til 29. okt. MÍR, Vatnsstfg 10 Svetlana Kalashnik, Júrí Ponomarjov og Aleksandr Poplavsky. Til 1. nóv. Norræna húsið, Hringbraut Margrét Nordal. Til 8. nóv. Nýlistasafnið „Hvorki né": Henry Bond, Juan Cruz, Graham Gussin, Ritsuko Hidaka, Joao Penalva frá London, Christina Dimitriadis frá Aþenu, Tracy Mackenna & Edwin Janssen frá Rotterdam, Felix Conzalez Torres frá New York og Hanna Styrmisdóttir. Miðhæð: Bjargey Ólafdóttir, ljós- og kvikmyndir. Súmsal: Anna Wilenius, ljósmyndir, skúlptúra og myndband. Nathalie van de Burg, ljósmyndaskúlptúra. TiL 8. nóv. Safn Ásgrfms Jtínss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Stofnun Arna Magmíssonar, Arnagarði v. Suðurgötu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. SPRON, Mjddd Harpa Björnsdóttír sýnir tíl 24. okt. Háskdlabfd: 81. Charles Chaplin. Hljómsveitarstjóri: Giinter BuchwalL Laugardagur Ddmkirkjan: Tðnlistardagar. Dómkórinn, Hörður Askelsson, Signý Sæmundsdóttir og Marteinn H. Friðriksson. Kl. 17. Sunnudagur Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur. Kl. 20. Sigurjdnssafn: Ingveldur G. Ólafsdóttir, mezzosópran og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Kl. 17. Mánudagur Listasafn fslands: Dómkórinn. Einsöngur Olafur Kjartan Sigurðsson við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Kl. 20.30. Þjdðleikhúsið Maður í mislitum sokkum, lau. 24., fim. 29., fös. 30. okt. Solveig, lau. 24., fós. 30. okt. Bróðir minn ljónshjarta, sun. 25. okt. Gamansami harmleikurinn, lau. 24., fim. 29. okt. Borgarleikhúsið Mávahlátur, sun. 25., fim 29., fös. 30. okt. Grease, lau. 24., fös. 31. okt Sex í sveit, lau. 24. okt. Ofanljós, lau. 24. okt. Iðnd Dimmalimm, sun. 25. okt. Þjónn f súpunni, fös. 30. okt. Rommí, lau. 24. okt. Brecht kabarett, frums. sun. 25. okt. Fim. 28. okt. fslenska dperan Ávaxtakarfan, sun. 25. okt. Hellisbúinn lau. 24., fim. 29., fös. 30. okt. Loftkastalinn Bugsy Malone, lau. 24. okt. HafnarQarðarleikhúsið Síðari bærinn í Dalnum, sun. 25. okt. Við feðgarnir, lau. 24., fós. 30. okt. Sjdnleikur, Tjarnarbíd Svartklædda konan, mán. 26. okt. Kaffíleikhúsið Svikamyllan, lau. 24., fos. 30. okt. Skemmtihúsið, Laufasvegi 22 Ferðir Guðríðar, sun. 25. okt. Möguleikhiísið við Hlemm Snuðra og tuðra, lau. 24. okt. Einar Áskell, sun. 25. okt. Leikf élag Akureyrar Rummungur ræningi, lau. 24., sun. 25., fim. 29. okt.1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. OKTÓBER 1998 l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.