Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HÓPURINN les saman Sjálfstætt fólk. Leikarar munu skiptast á um hlutverk í sýningunni.
Samlestur hafinn
á Sjálfstæðu fólki
Brandenburqar-
konsertar Bachs
á tvennum
tónleikum
KAMMERSVEIT Reykjavíkur hefur 25.
starfsár sitt með flutningi allra Branden-
burgarkonserta Baehs á tvennum tónleikum.
Jaap Schröder, kemur til liðs við Kammer-
sveitina og leiðir flutninginn. Hvorirtveggju
tónleikamir verða í Askirkju. Þeir fyrri
fimmtudaginn 17. desember og hinir síðari
sunnudaginn 20. desember..
Þriðju hátíðartónleikar Kammersveitar-
innar verða haldnir í hinu nýja Tónlistarhúsi
Kópavogs, sunnudaginn 24. janúar. Tónleik-
arnir verða helgaðir íslenskri tónlist og
haldnir á hátíð Tónskáldafélags íslands,
Myrkrum músíkdögum. Fjölmörg verk hafa
verið samin með Kammersveitina í huga og á
þessum tónleikum verða frumflutt þrjú ný ís-
lensk verk og að auki flutt stutt verk eftir
Jón Leifs, sem ekki hefur heyrst í áratugi.
Stjórnandi þeirra tónleika verður Guðmund-
ur Oli Gunnarsson. Erling Blöndal Bengts-
son verður einleikari og einsöngvari verður
John Speight.
Fimm plötur í pressuna
Árið 1994 á 20 ára afmæli Kammersveitar
Reykjavíkur, frumflutti hún og hljóðritaði
síðan tónbálkinn Tímann og vatnið eftir Atla
Heimi Sveinsson við ljóð eftir Stein Steinar.
Paul Zukofsky stjórnaði ílutningnum og hef-
ur síðan unnið að útgáfu verksins sem er
væntanleg árið 1999. í tilefni af 25 ára afmæli
Kammersveitarinnar mun útgáfufyrirtækið
Arsis í Hollandi gefa út fímm geislaplötur
með leik hennar. Þá fyrstu í janúar en síð-
ustu í október.
------ö-ö-ö----
Jorma Uotinen
ráðinn dansstjóri
á Baldr
JORMA Uotinen, stjórnandi finnska Þjóðar-
ballettsins, verður dansstjóri á Baldr Jóns
Leifs. Ráðgert er að Baldr verði settur upp í
Laugardalshöll á afmæli Reykjavíkurborgar
árið 2000. Stjórnandi verksins verður Leif
Segerstam, handhafí Norrænnu tónlistar-
verðlaunanna og dansarar verða úr Islenska
dansflokknum.
Jorma kom hingað til lands sl. vor er Is-
lenski dansflokkurinn flutti verk hans Night.
Á STÓRA sviði Þjóðleikhússins er
fyrirhugað að frumsýna Sjálfstætt fólk í
lok febrúar og eru æfíngar hafnar.
Um er að ræða nýja Ieikgerð af þessari
skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness, sem af
mörgum er talin eitt hans merkasta verk.
Hin nýja leikgerð er eftir Kjartan
Ragnarsson og Sigríði Margréti
Guðmundsdóttur.
Leikgerðin að Sjálfstæðu fólki er verk í
tveimur hlutum, tvær sjálfstæðar
sýningar. Sami leikhópurinn tekur þátt í
báðum sýningunum, en leikarar skiptast á
umhlutverk.
Leikendur eru Ingvar E. Sigurðsson,
Arnar Jónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir,
Steinunn Óhna Þorsteinsdóttir, Ólafía
THE Words of Odin, ensk þýðing Hávamála
kom nýlega út í enskri þýðingu Paul Ed-
wards og Hermanns Pálssonar hjá Lock-
harton Press í Edinborg. Paul Edwards lést
árið 1996 og Hávamál var síðasta þýðingin er
hann lagði hönd á ásamt Hermanni Pálssyni.
Samstarf þeirra stóð í nær þrjá áratugi og
sameiginlega þýddu þeir og gáfu út 15 bindi
íslenskra fornrita á ensku. Meðal þeirra eru
þýðingar á Egils sögu 1976, Eyrbyggja sögu
1973, Orkneyingasögu 1981 og Landnámu
1972.
Hermann Pálsson var um árabil prófessor
í norrænum fræðum við Edinborgarháskóla
en lét af störfum vegna aldurs fyrir tíu árum.
Eftir Hermann liggja fjölmargar enskar út-
gáfur og þýðingar íslenskra fornríta og er
Völuspá (The Sybil’s Prophecy) þeirra síðust
útgefin 1996. Þess má einnig geta að fljót-
lega eftir áramótin er væntanleg hjá
Háskólaútgáfunni íslensku ný útgáfa
Hávamála með skýringum Hermanns Páls-
sonar.
Paul Edwards var prófessor í enskum og
afrískum bókmenntum við Edinborgar-
háskóla. Auk þýðingar Hávamála er birt í
bókinni grein eftir Colin Nicholson um
tengsl Paul Edwards við lönd Vestur-Af-
Hrönn Jónsdóttir, Valdimar Örn
Flygenring, Edda Arnljótsdóttir, Herdís
Þorvaldsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson,
Bergur Þór Ingólfsson,' Gunnar
Eyjóll'sson, Kristbjörg Kjeld, Magnús
Ragnarsson, Stefán Jónsson, Þór H.
Tulinius og Randver Þorláksson. Atli
Heimir Sveinsson semur tónlist við
sýninguna og þrír hljóðfæraleikarar taka
þátt í henni, þeir Guðni Franzson, Tatu
Kantomaa og Þórður Högnason. Lýsingu
hannar Páll Ragnarsson. Höfundur
leikmyndar er Axel Hallkell. Hann er
einnig höfundur búninga, ásamt Þórunni
Elísabetu Sveinsdóttur. Höfundur
sviðshreyfinga er Lára Stefánsdóttir.
Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson.
ríku en þar var hann háskólakennari árin
1954-1963. Paul Edwards ritstýrði ýmsum
útgáfum á vestur-afrískum skáldskap,
skrifaði greinar um fyrirkomulag ensku-
kennslu í Vestur-Afríkulöndum og var
áhrifamikill í umræðum á sjöunda áratugn-
um um menningarlegt hlutverk Bretlands
gagnvart hinum nýfrjálsu nýlendum sínum
í vesturhluta Afríku. Hermann Pálsson
sagði í samtali við Morgunblaðið að líta
mætti á bókina The Words of Odin sem
eins konar minningarrit um Paul Edwards.
„Hann lauk við þýðinguna nokkrum árum
áður en hann lést en honum entist ekki ald-
ur til að sjá hana útgefna á prenti,“ sagði
Hermann.
Að sögn Hermanns er Paul Edwards
höfundur hins bundna máls þýðingarinnar.
„Við skiptum með okkur verkum þannig að
ég þýddi textann orðrétt í upphafi og Paul
hafði hann síðan til hliðsjónar og leiðbeining-
ar. Þýðing Pauls er mjög persónuleg á köfl-
um, bragarhátt þýðingarinnar íánn hann
nánast upp sjálfur en hann hentar Hávamál-
unum ágætlega. Paul leitaði til mín ef af-
mörkuð atriði þörfnuðust nánari skýringa þó
hann væri auðvitað ágætlega læs á íslensku,“
sagði Hermann Pálsson.
Hávamál í nýrri
þýðingu á ensku
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar.
Fálkahúsið, Hafnarstræti 1
Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta.
Gallerí Bflar & list
Tolli. Til 24. des.
Gallerí Borg
Pétur Gautur. Til 6. des.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg
Haraldur Bilson, Karólína Lárusdóttir, Gunnella
9g Soffa Sæmundsdóttir. Til 13. des.
I baksal er úrvali eldri verka sem eru til sölu.
Gallerí Horn
Steinn Sigurðsson. Til 30. des.
Gallerí Slunkaríki, ísafirði
Kristín Gunnlaugsdóttir. íkonar. Til 12. des.
Gallerí Stöðlakot
Magnús Þorgrímsson, leirker. Til 13. des.
Gallerí Sævars Karls
Steingríms Eyfjörð, Guðlaugs Kristins Óttarsson-
ar og Margrétar Haraldsdóttur Blöndal. Til 15.
des.
Hafnarborg
Urval verka Sigurjóns Ólafssonar. Til 23. des.
Hallgrímskirkja
Myndir af Þorláki helga eftir Kristján Davíðsson,
Helga Þorgils Friðjónsson, Kristínu Gunnlaugs-
dóttur, Jón Axel Björnsson, Pál Guðmundsson og
Gunnar Örn Gunnarsson.
Kjarvalsstaðir
Austursalur: „Framsýning: Foroysk nútíðarlist“.
Vestursalur: Nýjar kynslóðir í norrænum arki-
tektúr. Miðsalur: Myndlist og tónlist: Halldór Ás-
geirsson og Snorri Sigfús Birgisson. Til 20. des.
Listasafn ÁSÍ
Ásmundarsalur: Anna Þóra Karlsdóttir. Gryfjan:
Sigríður Ágústsdóttir. Arinstofa: Kristinn Péturs-
son. Til 6. des.
Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti
Opið laugardaga og sunnudag 14-17.
Höggmyndagarðurinn opinn alla daga.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn
Sæmundur Valdimarsson. Til 13. des.
Listasafn íslands
80/90. Speglar sarritimans. Til 31. jan.
Listaskálinn í Hveragerði: Haustsýning. Til 13.
des.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg
Sigrún Jónsdóttir. Þjóðbúningar. Til 9. des.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Sjónþing Hannesar Lárussonar. Til 31. des.
Mokkakaffi, Skólavörðustíg
Þóroddur Bjamason. Til 20. des.
Norræna húsið, Hringbraut
Alvar Aalto. Til 20. des.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður-
götu
Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14.
maí.
SPRON, Mjódd Jón Axel. Til 19. feb.
TÓNLIST
Laugartlagur
Norræna húsið: Dorothy Stone, þverflautuleikari.
Kl. 12.
Hallgrfmskirlija: Karlakór Reykavíkur. Kl. 17.
Sunnudagur
Hallgrfmskirkja: Karlakór Reykjavíkur. Kl. 17.
fslcnska Ópcran: Jórunnar Viðar. Útgáfutónleik-
ar. Kl. 17.
Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmonía, Diddú
og kammersveit. Kl. 20.30.
Mánudagur
Digraneskirkja: l'uríður Jónsdóttir, flautuleikari
og Stefano Malferrari, píanóleikari. Ki. 20.30.
Þriðjudagur
Langholtskirkja: Söngsveitin Fílharmonía, Diddú
og kammersveit. Kl. 20.30.
Midvikudagur
Grcnsáskirkja: Landsbankakórinn og Landsvirkj-
unarkórinn. Kl. 20.30.
Föstudagur
Hallgrímskirkja: Styrktartónleikar. Gunnar Guð-
björnsson og Mótettukór Hallgrímskirkju o.fl. Kl.
20.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
TVeir tvöfaldir, mið. 9. des.
Solveig, lau. 5. des.
Bróðir minn ljónshjarta, sun. 6. des.
Gamansami harmleikurinn, lau. 5. des.
Maður í mislitum sokkum, lau. 6., fim. 10., fös. 11.
des.
Borgarleikhúsið
Grease, lau. 5., sun. des.
Mávahlátur, lau. 5. des. Sex í sveit, sun. 6., fim.
10., fös. 11. des.
Iðnó Rommí, sun. 12. des.Dimmalimm, sun. 6. des.
íslenska óperan
Ávaxtakarfan, lau. 5. des.
Hellisbúinn lau. 5., sun. 6. des.
HafnarQarðarleikhúsið
Vírus, lau. 5. des.
Skemmtihúsið, Laufásvegi 22
Ferðir Guðríðar, lau. 5. des.
Nemendaleikhúsið, Lindarbæ
Tjarnarbíó
Svai’tklædda konan, lau. 5., fim. 10. des.
Anton Tsjekhov, lau. 5., upps. Sun, 6., mið. 9., fös.
11. des., laus sæti.
Leikfélag Kópavogs
Betri er snurða í þræði en þjófur í húsi, lau. 5.,
sun. des.
Menningarmiðstöðin Gerðuberg
Lcikhúsið Bak við eyrað
Málþing hljóðnandi radda, frums. 6. des.
Leikbrúðuland
Fríkirkjuvegi 11
Jólasveinai’ einn og átta, sun. 6. des.
Möguicikhúsið við Hlemm
Hvar er Stekkjastaur, sun. 6. des.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998