Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 3
LESIiOK MORGUNBLAÐSINS - MENNING LISTIR
47. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR
EFNI
íslensk byggingararfleifð
Ut er koniin bók um íslenska byggingararf-
leif áranna frá 1750 til 1940 eftir Hörð
Ágústsson. Gísli Sigurðsson hefur litið á
bókina og tekur saman valda kafla, m.a. um
arfleifð torfbæja og torfkirkna, timbur-
húsatímabilið, steinhlaðin hús og stein-
steypuhús og tengir þetta saman ásamt með
myndum úr bókinni og teikningum Harðar,
sem ásamt öðru efni bókarinnar er byggt á
margra áratuga rannsóknum hans.
Jórunn Viðar
tónskáld og píanóleikai'i stendur nú á
áttræðu. Hafín er útgáfa á verkum hennar;
fyrsta geislaplatan nýkomin út og sérstakir
tónleikar verða Iialdnir henni til heiðurs.
Margrét Sveinbjörnsdóttir ræddi við af-
mælisbarnið um lífíð og listina og þá einkum
tónlistina, sem breytir efnaskiptunum í
manneskjunni.
Nýlistasafnið
í Reykjavík er nú 20 ára, en það voru ungir
myndlistarmenn, sem tóku höndum saman
og stofnuðu safnið í ársbyrjun 1978.1 grein
Áslaugar Thorlacius segir m. a. að nú þegar
safnið stendur á tvítugu, þurfi það ekki að
sanna sig frekar, það er fullorðið alvöru-
safn. Og ennþá brennur hugsjónaeldur í
Nýlistasafninu.
Söguhótíð
I fylkinu Yukon í norðvestur Kanada koma
ái'leg saman sögumenn til að halda lifandi
fornum sagnaarfi og listinni að segja sögu.
Mestan part eru þetta fólk af norðurslóðum,
allt frá Síberíu til norðui-hluta Kanada þar
sem inúítar búa. Sigrún María Kristinsdótt-
ir var á 11. söguhátíðinni og sagði þing-
heimi m.a. sögurnar af Búkollu og Sæmundi
fróða.
Útrýmingarhætta!
Meira en helmingur allra tungumála heims-
ins er nú í útrýmingarhættu og málvísinda-
menn telja að meirihluti þeirra deyi út á
næstu öld, segir Bergljót Baldursdóttir í
grein sinni um tungumál í útrýmingarhættu.
Meira að segja eru 26 tungumál í Evrópu
talin vera í þessari hættu.
FORSIÐUMYNDIN er í tilefni umfiöllunar um bókina Islensk byggingararfleifð I. Myndin er
af Grafarkirkju ó Höfðaströnd, sem er verk Guðmundar Guðmundssonar í Bjarnastaðahlíð.
MARK STRAND
LlFSANDINN
Hallberg Hallmundsson þýddi
Segðu þeim, þegar þú sérð þau,
að ég sé hér enn,
að ég standi á öðrum fæti meðan hinn dreymir,
að þetta sé eina leiðin,
að lygarnar sem ég segi þeim séu öðruvísi
en þær sem ég segi sjálfum mér,
að með því að vera bæði hérna og handan
sé ég að verða sjónhringur,
að þegar sólin rísi og setjist viti ég hvar ég stend,
að lífsandinn sé það sem bjargar mér,
að jafnvel þvinguð atkvæði
hnignunarinnar séu lífsandi,
að sé kroppurinn líkkista,
sé hann Uka varsla lífsanda,
að lífsandinn sé spegill sem orð þekja mistri,
að lífsandinn sé allt sem lifi af hrópið um hjálp,
þegarþað nær eyra ókunnugs
og ílendist þar löngu eftir að orðið er farið,
að lífsandinn sé byijunin á ný, að fyrir honum
flettist öll mótstaða af, eins og tilgangurinn flettist
aflífmu eða myrkrið af ljósinu,
að lífsandinn sé það sem éggefþeim
þegar ég sendi þeim ástarkveðju.
Mark Strand er bandarískt skóld og hefur hlotnast æðsta viðurkenning sem skáld get-
ur hlofið í heimalandi sínu með þvf að hann var útnefndur lárviðarskáld 1990.
Þýðandinn býr í Bandaríkjunum og hefur nýlega gefið út á íslenzku þýðingar á vold-
um Ijóðum Mark Strands. Bókin heitir Það sem eftir er.
EITT LÍTIÐ
JÓLAUÓS
Rabb
s
EG ER nú svoddan nöldrari
stundum að það halda allir að
ég hafi flest á hoi-num mér.
Svo má vera en ég er nú samt
meira jólabam en mörg önn-
ur. Því um leið og ég kvíði
hasarnum fvrir jólin og missi
af lestinni í byrjun desember,
vegna eðlis stai’fs míns, þá finnst mér
mai'gt svo fallegt við jólin og svo notalegt
að ég bíð aðventunnar spenntur og jól-
anna sjálfra enn meir. Hvað er það sem
heillar mig? Fjölskyldan án efa og fyrst
og fremst.
Ég man að vísu þá tíð að jafnöldrum
mínum þótti nóg um familíustandið og
biðu þess eins að losna við frænkur og
frændur. Ekki hann ég. Þegar ég hugsa
tilbaka þá finnst mér að yfir fáu séu eins
miklir töfi-ar og jólahaldinu. Og það er
rétt að taka fram að ég ólst ekki upp á
einangruðum sveitabæ undir toríþaki í
upphafi aldai-innar. Nei. Það var nú bai-a í
fjölbýlishúsi í Vesturbænum.
Kannski finnst mér líka gott hvað ég
slepp létt út úr jólunum. I i-aun eni það
aðrir sem sjá um þau fyrir mig. Konan
mín bakar flest og býr til konfekt. Ég
stússast í einni sort af því hún er svo ein-
föld. Að vísu finnst mér gaman að sýsla
við kleinur. Það er svona fjölskylduupp-
ákoma þar sem við systkinin óhreinkum
allt hjá múttu með því að safnast þar
saman til að hnoða, snúa og steikja. Mjög
þægilegt. Sama gildir um laufabrauðið.
Það er nú ekki ski-ýtið að maður njóti
þess. Fyrir utan samræðurnar sem hægt
er að stunda meðan nostrað er við laufin
þá er gaman að horfa á snillingana í
kringum sig. Þeir bregða fíngerðum hníf-
um eins og útskurðarmeistai-ar. Svo eru
upprennandi snillingar sem voi-u í bleiu í
fyn-a eða hittiðfyrra (eða svo fínnst
manni). Allt í einu eru þeir farnir að skera
af lífsins lystisemd. Ég í-úlla nú bara með
laufabrauðshníf og hjálpa þessum litlu.
Mér finnst reyndar voða gott að stinga
af til útlanda á aðventunni og hamast í
nokkra daga í búðum með frúnni. Enda er
verkaskiptingin góð. Ég ber pokana fyrir
hana á verslunartíma og segi hvað mér
finnst. Hún heldur mér söddum og mjúk-
um. A kvöldin ei'u svo þræddir veitinga-
staðir og samveran í'æktuð allan tímann.
Mjög gott. Merkilegt að mér finnist ég
ekki hafa ráð á þessu hér heima - eða
tíma? Ekki má nú gleyma jólasveinunum
á Þjóðminjasafninu. Mig er reyndar fax-ið
að gruna að ég sé orðinn meiri fíkill en
börnin. Þau eru líklega að vaxa uppúr
þessu. í ár verða þeir í Ráðhúsi Reykja-
víkur og ætli ég reyni ekki að fara með
eitthvað smávaxið frændfólk ef börnin
mín nenna ekki að elta karlinn.
Svo bresta jólin á og þá taka nú hefð-
irnar völdin. Eftir friðargöngu og það að
skreyta blessað tréð á Þorláksmessu. Þá
er pakkarúntur á aðfangadag og allir með
jólasveinahúfur, belgjandi sig út af
smákökum fyrir kvöldið. Líklega af ótta
við að lítið verði á borðum um kvöldið.
Svo er baðað og eldað og hamast þangað
til maturinn er til, gestir komnir og allir
segja gleðileg jól. Þá er hátíð í bæ, etið og
slúðrað. Samt er helgi yfir öllu. Meira að
segja örspennt smábörn verða snortin af
því. Einhvern veginn þarf ég þó að endur-
skipuleggja aðfangadagskvöld því það er
einfaldlega of mikið að gerast á einu
kvöldi, - borðað, talað, messað, opnaðir
pakkar, borðað meira, opnuð jólakort, en
engu má fresta.
Svo koma nokkur fjölskylduboð og í
minni fjölskyldu er endalaust verið að
spila. Mestan part er sólarhringnum snúið
eftir hentugleikum enda þarf að búa börn-
in undir langan gamlársdag. Þannig spillir
maður börnunum sínum í smátíma, of-
dekrar þau og dillar áður en alvaran tek-
ur við að loknum áramótum. Og þegar ég
horfi á börnin mín og ánægju þeirra af
þessu stússi þá held ég svei mér þá að það
hafi verið allt í lagi. Að vísu getur manni
blöskrað þegar maðm- heyrir barnið sitt
vera að metast. við annað um gjafir sem
jólasveinar skutla í skó. Þá heldur maður
að sum börn telji að jólin hefjist í byrjun
desember og ljúki 24. Þá hugsar maður
um öll jólaflóðin - bókaflóðið, jólagjafa-
flóðið, auglýsingaflóðið. Það mætti sjálf-
sagt reisa varnargarða gegn slíkum flóð-
um. Samt finnst mér ótrúlega gaman að
kíkja í jólabúðina sem staðsett er fram í
Eyjafirði - og ég kíki helst í að sumri til.
Það er annars mismunandi hvað hafst er
við í jólahaldi. Sumir geta ekki á sér heil-
um tekið nema að fá hvít jól. Kunn-
ingjafólk mitt í Astralíu og Nýja-Sjálandi
hefur lýst því hversu rómantískt sé að
liggja á ströndinni á aðfangadag. Kerta-
ljós eru til einskis á jólum þar. Kertin
þurfa að vera í ísskap til að bráðna ekki í
sumarhitanum. En hvað er þá mesta
málið í jólahaldinu?
Líklega þessi tilfinning að maður geti
legið eins og klessa í hrúgj með fjölskyld-
unni og einfaldlega notið þess að vera
saman. Hvort sem maður slæðist nú út í
göngutúr, í bíó eða bara les bækur með
fólki eða fyrir fólk þá er það gott að hafa
lögverndað næði fyrir pólitík, kjaramál-
um, dægurþrasi og kjaftagangi pressunn-
ar. Ég hef átt því láni að fagna um jól að
vera kennari og geta því verið í fríi þegar
skrifstofuþrælarnir mættu til vinnu. Mér
finnst notalegt að sjá að mörg fyrirtæki
bæta við frídögum um jól enda er það fjöl-
skylduvæn stefna. Það er sjálfsagt meira
virði fyrir reksturinn að fórna einum til
tveimur dögum og fá hvíldara starfslið til
baka. Frekar en að senda það útkeyrt og
sturlað heim síðdegis á aðfangadag og
taka við því óhvíldu á þriðja. Líklega eru
jólin sjálf einn af fáum fjölskylduvænum
þáttum íslensks samfélags. Það er synd ef
ekki næst að nýta þau - njóta þess ljóss
sem þau veita í hjörtu okkar.
MAGNÚS ÞORKELSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998 3