Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 15
ER HEIMURINN að verða enskumælandi? Margskonar tækni, svo sem Netið og tölvutæknin stuðla að því. Enska er samt ekki það tungumál í heiminum sem flestir tala, heldur er það Mandarín-kínverska, móðurmál 726 milljóna manna. Karaim mállýska sem fólkið þarna talaði og þau eru þau síðustu sem tala hana. Eva Ágnes Csato, málvísindamaður og kennari við háskól- ann í Uppsölum í Svíþjóð, er b'klega sú eina sem getur talað við þau á móðurmálinu. Hún hefur rannsakað Karaim málið og þessa mállýsku þess í þrjú ár og lært það um leið. Hins vegar er Karaim samfélagið í Litháen smæsta minnihlutasamfélagið þar. Talið er merkilegt að fólkið skuli ennþá geta talað móð- ui-málið og hafi haldið í menningu sína og trúna á Gamla testamentið. Pað býr í litlum bæ sem heitir Trakai og er í Vilníus. Einu sinni voru að minnsta kosti þrjátíu önnur Karaim samfélög í Litháen en þeim fækkaði mikið í farsóttum og stríði á átjándu öld. Talið er að hin síbreytilegu landamæri í Evrópu á nítjándu öld hafí orðið til þess að fjölskyldur sundruðust og eftir seinni heimsstyrjöldina þegar Karaim fólkið í Lit- háen og Úkraínu vai-ð sovíeskir borgarar, var því bannað að stunda trúarbrögð sín. I Ti-akai eru nú aðeins fimmtíu fullorðnar manneskjui' eftir sem tala Karaim. Börnin læra málið ekki lengur og það er í mikilli útrýmingarhættu. Karaim samfélagið hefur þó breyst mikið undanfarin ár því það hefur verið viðurkennt opinberlega og um leið fengið að- stoð við að rækta menningu sína og tungu. I framhaidi af því hefur vaknað mikill áhugi á að reyna að bjarga tungumálinu og er stefnt að því að kenna börnunum það. Mörg tökuorð eru í málinu, fengin úr málunum í kring og telur Karaim fólkið það veikleikamerki og hafa þeir sem sletta verið gagnrýndir fyrir það. Eva Ágnes Csato segir tökuorðin þó ekki fleiri en gengur og gerist í tungumálum. Hún segir að þetta viðhorf hafi gert illt veira því þegar mál er að hverfa fjölgar þeim sem kunna málið ekki vel og hræðsla þeirra við að sletta hafi orðið til þess að þeir þori ekki að nota málið og börnin vogi sér ekki að tala þetta móðurmál foreldr- anna af hræðslu við að tala vitlaust. „Pað á eft- ir að koma í ljós hvort hægt verði að vekja áhuga unga fólksins á málinu," segir Eva Ágnes Csato, „núna þegar Karaim fólkið fær að stunda menningu sína og trúarbrögð hafa líkur aukist á því að hægt verði að hleypa lífi í málið. Tungumálið er tengt trúarbrögðunum og unga fólkið skammast sín fyrh- að kunna það ekki,“ segir hún. Einnig eru bundnai- vonir við að margmiðlunardiskur um málið, sem Eva Ágnes Csato hefur átt þátt í að búa til, kveiki áhuga barnanna. Á disknum er hægt að hlýða á málið af vörum áhrifamanna í samfélaginu, hlusta á sögur, ljóð og söngva og þar eru myndir og textar sem eru dæmigerðir fyrir málið og menninguna. Diskurinn fylgir bók sem heitir „Karaim málið“ sem kemui’ út í lok ársins. Ef börnin leera ekki málið er það í mikilii hættu I Malí norðan við Níger ánna í Nígeríu býr Kagoro þjóðflokkurinn. Þau eru 30.000 manns sem fluttu á svæðið fyrir 150 árum. Málið sem fólkið talar er Kagoro sem er West-Manding mál. Aðeins helmingur Kagoro fólksins talar ennþá málið og er það í mikilli hættu. Mörg önnur mál eru töluð á svæðinu og er Bamana málið útbreiddast. í Kagoro samfélaginu talar yngra fólkið fremur Bamana en eldra fólkið Kagoro en mjög margir tala málin jöfnum höndum. Nýlega var gert manntal á svæðinu og þá voru þeir sem sögðu að Kagoro málið væri móðurmál sitt sagðir tala Bamana. Kagoro málið var ekki á listanum yfir tung- umál á svæðinu; það var ekki lengur talið með. Flest tungumál í heiminum njóta ekki opin- berrar viðurkenningar stjórnvalda, sem tung- umál minnihlutahóps eða þjóðarbrots. Af um 6.500 tungumálum sem töluð eru í heiminum hafa aðeins 200 einhvers konar opinbera viður- kenningu. Þegar mál er ekki lengur á skrá, eins og Kagoro málið, er það merki um að það njóti ekki mikillar virðingar og mál sem nýtur ekki virðingar er í mikilli hættu. Þótt það sé móðurmál hinna eldri tóku þeir Bamana málið fram yfir Kagoro þegar þeir voru beðnir um að velja mál til að nota við lestrarnám í skólum landsins. Margt bendir til þess að Kagoro verði fyi-st ski-áð sem Bamana mállýska þó að fyrir því séu engin málfræðileg rök og hverfi síðan þegai' menntun eykst á svæðinu og fjölmiðlun. Þannig er munurinn á máli og mállýsku óljós og oftar pólitískur en málfræðilegur. Menning Bamana fólksins við ána Níger er sterkari en menning Kagoro fólksins og staða Kagoro málsins sýnir hvernig ríkjandi menning getur ýtt menningu og tungu minnihlutahóps til hliðar. Unga fólkið vill tala það mál sem það setur í samband við nýja og betri tíma. Hlut- verk og staða tungumáls í samfélaginu ræður miklu um hvort það heldur velli eða ekki. Margir skólar í Bandaríkjunum hafa lagt áherslu á að börn sem tilheyra minnihlutahóp- um læri að lesa á móðurmálinu. Kennt er á tveimur málum og reynt að gera báðum málun- um jafn hátt undir höfði. Þeir starfa sam- kvæmt þeirri hugmyndafræði að ef borin er virðing fyrir móðurmáli barnanna og sérkenn- um menningar þein'a, gangi þeim betur að læra ensku og aðlagast ensku samfélagi og þai' að auki sé með þessu verið að stuðla að þvi að tungumál minnihlutahópa séu notuð. Hreyfing- in „English Only“ hefur gagnrýnt þessa skóla og barist fyrir því að einungis verði kennt á ensku í skólum landsins. Hreyfingin telur að ef börnin læri eingöngu ensku fyrst, aðlagist þau bandai'ísku samfélagi fyrr og samskipti milli þjóðfélagshópa verði auðveldari. Margh' Samai' í Svíþjóð sem fæddust um og efth' 1960 og 1970 lærðu ekki samísku. Foreldr- ai' þeirra ákváðu að tala við þau sænsku því þeir töldu það best fyrir börnin. Sjálfir höfðu þeir komið 7 ára í skólann í fyrsta skipti og ein- ungis talandi á samísku. Þeim var kennt á sænsku og bannað að tala móðurmálið sem vai'ð til þess að þeim gekk erfiðlega að læra. Þeh- urðu fyrir aðkasti í skólanum og þegar þeir urðu sjálfu- foreldrar vildu þeir ekki að hlutskipti barna þeirra yi’ði það sama og lögðu áherslu á að kenna þeim sænsku. Nú er talið að þriðjungur Sama í Svíþjóð tali ekki samísku og nokkur Samamálanna eru um það bil að hverfa. Sams konar sögur eru sagðar í flestum lönd- um heims. Málvísindafélag Ameríku, „Lingu- istic Society of America“, hefur bent á að flest mál innfæddra í Bandaríkjunum séu útdauð eða nánast útdauð og allt of oft er orsakanna að leita hjá stjórnvöldum sem höfðu þá stefnu að útrýma þeim. Reynsla Skota og Walesbúa af eldri kynslóðinni er svipuð og Samanna í Svíþjóð. Gelískan í Skotlandi og velska eru í útrýmingarhættu samkvæmt samantekt menn- ingarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en Veils- búar hafa barist ötullega gegn þessari þróun undanfarna áratugi og nú hefur velskumælandi íbúum fjölgað. Sibn Wyn Siecyn, tungumál- aráðgjafi og höfundur bókar sem heitir „The Sound of Europe", þakkar það skólunum i Wa- les sem kenna bæði á ensku og velsku. Ef held- ur svo sem horfir talar meir en helmingur allra barna í Wales velsku árið 2020. Tólfti apríl er tungumála- dagur Evrópu Nýlega báðu sænsk yfii-völd Sama afsökunar á þeim ofsóknunum sem þeir sættu og reynt hefur verið að bæta skaðann með því að kenna samísku í skólunum þar sem hægt er að koma því við. Evrópubúar eru að vakna til vitundar um mikilvægi þess að rækta fjölbreytta menn- ingu og hjá Evrópusambandinu hefur mai'k- visst verið stefnt að því að styrkja menningu og tungu lítilla málsamfélaga. I löndum Evr- ópusambandsins eru ellefu opinber tungumál, þ.e. danska, hollenska, enska, finnska, franska, þýska, gríska, ítalska, portúgalska, spænska og sænska en að minnsta kosti 40 önnur eru töluð. Sambandið rekur stofnun sem nefnist „The European Bureau for Lesser Used Languages" sem stýi'ir verkefnum og rannsóknum á tungu lítilla málsamfélaga og þjóðarbrota. Að tilstuðlan stofnunarinnar var 12. apríl gerður að opinberum degi tungumála í Evrópu með það að markmiði að vekja fólk til vitundar um fjölda tungumála og fjölbreytta menningu álfunnar. Fyi'sta mars á þessu ári gekk svo í gildi evrópskur sáttmáli um staðbundin mál og mál minnihlutahópa, „European Charter for Regional or Minority Languages". Sáttmálinn hefur lagalegt gildi og á að tryggja fólki sem talar slík mál rétt til að nota þau alls staðar, í skólum, dómsölum, menningarlífinu, fjölmiðlum o.s.ft'v. Vonast er til að þetta frumkvæði Evrópusambandsins verði til þess að í löndum Evrópu verði mál minnihlutahópa og staðbundin mál, sem fáir tala, viðurkennd, opinberlega og að það verði stefna Evrópuríkja að styi’kja og vernda þessi mál og snúa vörn í sókn. Sums staðar í heiminum þarf miklu meira en opinbera viðurkenningu til þess að bjarga mál- um í útrýmingarhættu. Mörg mál índíána í Norður-Ámeríku eru að deyja út og lítið hægt að gera til að bjarga þeim. Þau hafa fæst verið ski'ifuð og engar ritaðar heimildh' til um þau og þegai' síðasti málhafinn deyr er málið horfið í gleymsku. Ái'ið 1962 hóf H. Russell Bernard, sem starfar við mannfræðideild háskólans í Flórída, samstarf við Jesus Salinas Pedraza sem er Nyahnyu indíáni og kennari frá Mexíkó. Þeh- söfnuðu upplýsingum um menningu Nyahnyu indíána og bjuggu til ritkerfi fyrir málið. í framhaldi af því skrifaði Salinas fjórar bækur á Nyahnyu málinu sem voru gefnar út á ensku ái'ið 1989. Meðan á vinnunni stóð kynntust þeir starf- semi Oaxaca Native Literacy Center sem er staður þar sem indíánar í Norður- og Suður- Ameríku geta lært að lesa og skrifa á eigin tungumáli. Þeir fengu þá hugmynd að stofna miðstöð fyrir innfædda rithöfunda í Ameríku og var hún opnuð árið 1989. Rithöfundarnir dvelja þar í 1-6 mánuði til að skrifa bækur og gefa þær út á eigin rnáli. Sumir ski'ifa ævisögu sína, aðrh- ljóð og sögur eða skrá þjóðsögur. Þeim er kennt á tölvur og þeh' skrá hvaðeina sem þeh' vita um menningu og þjóð fyrir börn sín og annarra og komandi kynslóðh'. Bókmennta- miðstöð Russels og Salinas var árið 1993 sam- einuð CELIAC; the Centro Editorial de Literatura Indigena, sem eru bókmenntasam- tök indíana í Mexíkó. Ái'ið 1994 flutti CELIAC í eigið húsnæði og getur nú tekið á móti allt að sextán rithöfundum 1 einu. Bækur þeirra kaupa fræðimenn og þeir sem vilja styi'kja þessai' út- gáfur svo og fólkið sem enn talar þessi mál. CELIAC er rekið með styrkjum frá fyrirtækj- um og einstaklingum en „ómetanlegur og verðmætastur er sá styrkur sem kemur frá þeim sem kaupa bækurnar og þjónustu CELI- AC,“ segir Russel Bernard, „því hann hvetur rithöfundana til að skrifa meira“. Talið er að löng bókmenntahefð í Wales og ' Skotlandi hafi haldið skosku og velsku lifandi á síðustu öld, ekki síst vegna þess að biblían og aðrir trúarlegir textar voru til á þessum mál- um. Sérstaklega í Wales hefur þetta orðið til þess að nokkrir útgefendur gefa nú út bækur á velsku sem hefur svo orðið til þess að auðvelda tölvuvæðingu og gerð hugbúnaðar á málinu. Menningin skiptir mestu móli Þótt mörgum tungumálum verði ekki bjargað eiga önnur von, sérstaklega ef hægt verður að vekja fólk upp til vitundar um mikil- vægi þess að vernda og styrkja þau tungumál sem fáir tala. Margir binda vonir viðað fjölmiðlar geti átt þátt í að efla slík mál og því var fyrir tveimur árum stofnað í Evrópu bandalag ljósvakamiðla sem senda út á fá- mennum tungumálum (the European Ethnic Broadcasting Association). Því er ætlaða að auðvelda samstarf fjölmiðlamanna og stöðva sem senda út á málum minnihlutahópa og tungumálum sem fáir tala. Bandalagið starfar með ríkisfjölmiðlum og öðrum stónim fjölmiðl- um í Evrópu og aðstoðar þá við að fjalla um minnihlutahópa og þjóðarbrot á fordómalausan hátt. Öll umfjöllun hefur hvetjandi áhrif og aukin notkun málanna styrkir þau og hvetur málhafana til dáða. Stefnt er að því að auka út- sendingar á fámennum tungumálum og má þegar sjá merki þess, því fyrir skömmu var gelíski'i sjónvarpsstöð komið á fót á Irlandi, kúrdísk gervihnattasjónvarpsstöð sett á lagg- irnar og dagblað á occitan málinu, svo eitthvað sé nefnt. Miklar breytingar eru í vændum á sviði fjölmiðlunar og gera margir sér vonir um að miðlum af þessu tagi fjölgi enn frekar á næstu árum. Þegar er byrjað að senda út mjög fjölbreytt efni á netinu og einnig koma ljósvakamiðlai' til með að breytast með stafrænuin útsendingum. Búast menn við að hvort tveggja leiði til þess að í náinni framtíð verði miðlarnir persónulegri og meira svigrúm skapist fyi'ir sértækt efni á málum minnihluta- hópa og tungumálum sem fáir tala. Ef þetta verður að veruleika kemur hver og einn til með að geta valið sér efni eftir smekk, orðið eigin dagskrárstjóri og er þá reyndar vafamál hvort hægt sé að kenna slíka notkun við fjölmiðlun. Nicholas Ostler, forseti samtakanna sem berjast gegn útrýmingu tungumála, er meðal þeirra sem gera sér vonir um að staða tung- umálanna styrkist með breytingum á fjölmiðl- um. Ostler lærði hagfræði, heimspeki og mál- vísindi og er forstjóri fyrirtækis sem heith’ Linguacubun sem átti nýlega þátt í að stofna samtök fyrirtækja sem framleiða hugbúnað á fámennum tungumálum. Hann segir að enn sé of snemmt að segja til um hver áhrif netsins og annarra miðla verði en verði fámennu málin æ meira notuð í tölvutengdum samskiptum og ef slík miðlun verði persónulegri, geti breytinga farið að gæta strax hjá næstu kynslóð. Ostler vai' spurður hvað helst gæti komið í veg fyrir að mál hyi'fi og hann svaraði því til að menn- ingin sem tungumálið tilheyrði skipti mestu máli. Ef menningin standi traustum fótum og unga fólkið trúir á hana og haldi tryggð við hana, geti það komið í veg fyrir útrýmingu þess. Og þegar hann var spurður hvort hann héldi að tungumál, með eins fáa málhafa og ís- lenska, hefði einhverja möguleika á að lifa af, sagði hann að hún tilheyrði menningu sem byggi yfir sameiginlegum ai'fi og reynslu og að auki væri Islendingum annt um tungumál sitt. Því gæti íslenska haldið velli en hafa beri í huga að mál lifi einungis svo lengi sem ein kynslóð af annarri tali það en á ævidögum einnai- kynslóðar geti orðið breytingar sem ráði afdrifum málsins sem hún talar. Því sé sérlega erfitt að meta framtíðarhorfm' tung- umála á tímum öiTa breytinga. Höfundur er málvísindamaður. LEIÐRÉTTINGAR í LESBÓK 14. nóvember sl. misritaðist nafn greinai'höfundarins Steinþórs Ólafssonar leiðsögumanns, en hann skrifaði gi'ein um Lög- berg á Þingvöllum. Leiðréttist það hér með og eru hann og lesendur beðnh' velvirðingar. I gi’ein um íslenska skrautgarðinn í Lesbók 7. nóv. sl. biirtist teikning af bænum á Veðramótum í Skagafirði og sagði í mynda- texta, að höfundur hennai', Þorbjörn Björns- son, hafi byggt einn glæsilegasta bæ landsins á Geitaskarði. Reisn þessa bæjar og fógrum frágangi hefur lengi verið við brugðið en það rétta er að Þorbjörn byggði ekki íbúðarhúsið á Geitaskai'ði, heldur tengdafaðir hans, Árni Á. Þorkelsson árið 1910. Leiðréttist það hér með. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.