Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 12
I
V
t
í
!
i
>
i
i
t
>
i
i
i
DÓMKIRKJAN í Skálholti var búin að vera úr timbri í margar aldir áður en timburhúsaöld
rann upp. Teikning bókarhöfundarins af suðurhlið kirkjunnar.
ríflega yfír mitt hús, en handan þeirra var
svefnherbergi, eldhús og búr. I skoti inn úr
etdhúsinu beint fyrir aftan forstofu var opin
stó og upp af henni reykháfur."
Og ennfremur: „Timburhúsin á bernsku-
skeiði kaupstaðanna voru dönsk að uppruna,
sum hver hreinlega tilsniðin á danskri
grund, flutt hingað af dönskum mönnum,
jafnvel reist af dönskum smiðum. I Espi-
hólsannál segir til dæmis við árið 1777:
„Stórar timburstofur af ágætasta timbri
norsku og guiienskum (gotneskum) borðum
voru byggðar handa kaupmönnunum uppá
norskan byggingarmáta.“
Nokkru eftir miðja 19. öld kom fram ný
gerð timburhúsa, stærri og voru þau reist á
veglegri sökklum, sum með miðjukvisti, en á
áttunda tugnum varð önnur veigameiri
breyting sem Hörður lýsir svo:
„A áttunda áratug 19. aldar kom fram ný
húsagerð er kenna má til klassískrar stefnu
og kalla timburklassík. Byggingar af þessum
toga voru tvílyftar, með lægra risi en áður
hafði tíðkast, jafnvel rislaus með beinum
þakbrúnum, prýddum fagurgerðum grind-
verkum, með hallandi þaki bak við. Þau
hvíldu á hærri sökklum en fyrr og lofthæð
jókst . . . Þau voru prýdd meir en áður
gerðist klassísku skreyti, á borð við bjóra yf-
ir dyrum og gluggum, flatsúlum og útsniðn-
um vindskeiðum. í Þingholtunum í Reykja-
vík myndaðist hverfi slíkra timburhúsa."
Hér verður mjög að stikla á stóru, en ekki
verður vikið að tímabili timburhúsanna svo
ekki sé minnst á sveiserstílinn sem á tímabili
var nýjasta tízka í timburhúsagerð og setur
enn svip á nokkra kaupstaði. Þetta voiu í
fyrstu innflutt hús sem fengu með tímanum
íslenzk sérkenni. Um þetta afbrigði segir
Hörður meðal annars svo:
„Upp úr miðri 19. öld óx fram í Noregi
sérstakur timburhúsastfll sem rót átti í hin-
um klassíska en fékk smátt og smátt svip
sinn af þeirri hreyfingu, einkum í Þýzka-
landi, þar sem ný kynslóð húsameistara sótti
fyrirmyndir sínar til suðurþýskra og sviss-
neskra bóndabæja.“
Þessi stfll, nefndur Schweizer á megin-
landinu, varð vinsæll í Noregi og 1876 hófst
þar framleiðsla á húseiningum í norskum
sveiserstíl. En hvernig barst hann til ís-
lands? Um það segir Hörður:
„Islenskir embættismenn, sem löngum
höfðu forystu í híbýlamenningu, voru fljótir
að átta sig á hvaðan vindurinn blés og pönt-
uðu um og eftir aldamótin nokkur hús af
þessari gerð frá Noregi. Þá komu norskir
hval- og sfldveiðiútgerðarmenn með slík hús
með sér er þeir settust að hér upp úr 1880.
Líkt og í Noregi naut sveiserstfllinn strax
mikilla vinsælda á Islandi."
íslendingar þróuðu þennan stfl með tilliti
til veðurfarsins og hófu að klæða þau báru-
járni; Hörður nefnir það afbrigði „íslenska
sveiser eða bárujámssveiser". En minni þörf
var fyrir bárujárnið norðanlands og var það
síður notað á Akureyri. Mörgum þessara
húsa hefur verið vel við haldið og þau em
enn staðarprýði; hús svo sem Barnaskólinn á
Seyðisfirði, Menntaskólinn á Akureyri,
Ráðherrabústaðurinn og íbúðarhús sem enn
standa í Þingholtunum og víðar í Reykjavík.
Nöfn á ýmisskonar skreytingum þessara
húsa, reyndar annarra líka, gefur Hörður
nöfn. Þar á meðal em heiti eins og mænisrós,
snigilkrappi, skoraður krappi, tannstafur,
eggstafur, keflisstafír og bylgjuband.
Listrænir hönnuðir
Á fyrsta áratugi aldarinnar var risinn
vemlegur fjöldi timburhúsa, flest þeirra
bámjámsklædd, og em mörg þeirra menn-
ingarlegt verðmæti og aðdáunarefni.
Höfundar langflestra þeirra em nú því mið-
ur gleymdir. Það vom forsmiðirnir, listrænir
hönnuðir með óbrigðula formtilfinningu. Það
er vel til fundið í þessu gmndvallarriti um ís-
lenzka byggingararfleifð að Hörður Ágústs-
son hefur lagt sig í framkróka að hafa upp á
nöfnum forsmiða og um nokkra þá helztu er
fjallað ítarlega. Hann minnist að sjálfsögðu
einnig á danska timburmeistara og forsmiði
sem hér byggðu hús. Ekki er rýmisins vegna
hægt að nefna aðra en þá íslenzku forsmiði
sem hæst ber.
Elztur þeirra var Einar Helgason (1793-
1844), hann nam iðn sína í Kaupmannahöfn
og varð bæjarfulltrúi með meiru. Eftir hann
er hús Stefáns Gunnlaugssonar bæjarfógeta
við Amtmannsstíg, byggt 1833. Einar Jóns-
son frá Brúarhrauni (1818-1891) var einn
helzti forsmiður í Reykjavík á sinni tíð,
„fæddur snillingssmiður", og notaði fyrstur
manna hérlendis stigna hjólsög. Hús með
myndarlegum miðjukvisti, Skólastræti 5, er
með vissu talið verk hans. Eftir forsmiðinn
Magnús Ámason (1828-1920) er til dæmis
lokagerð Thomsensverzlunar, húsið við
Túngötu 2 og Uppsalir eða Aðalstræti 18; öll
þessi hús eru horfin. Jakob Sveinsson (1831-
1896) gat sér líka gott orð sem forsmiður, en
þeir sem hæst ber eru Helgi Helgason (1848-
1922) og Einar J. Pálsson (1856-1929). Öllum
er þeim sameiginlegt að vera gleymdir; þó
má vænta þess að einhver kannist við Helga
vegna tónsmíða hans.
Helgi hafði verið í tónlistamámi í Kaup-
mannahöfn og segir Hörður meðal annars:
„Varla fer þó hjá því að athygli Helga hafi
ekki síður beinst að byggingarlist og hefur
hann væntanlega lagt stund á þá grein
meðfram tónlistinni, að minnsta kosti er
hann sagður hafa numið „dráttlist" 1875. Svo
mikið er víst að eftir hverja ferð skapar hann
stórvirki í húsagerð, hvert á fætur öðru. Að
fyrstu utanlandsferð lokinni mótar hann
kvennaskóla Þóru Melsted, nú Thorvald-
sensstræti 2, árið 1878, eftir þá næstu Amt-
mannshúsið við Ingólfsstræti 9 árin 1879-
1880 og eftir þriðju ferðina Þingholtsstræti
12 . . .“
Um Amtmannshúsið segir nánar svo:
„Amtmannshúsið var þeirra stærst og veg-
legast, tvflofta, á háum sökkli með lægra risi
en áður var venja. Markað er fyrir
kamopslíkingu á því miðju að klassískum sið
með hálfsúlum á háum fæti sem bera með
höfðum sínum gaflhyrnuna, setta kringlótt-
um glugga. Yfir neðri gluggum era bjórar á
stallfjöl en yfír þeim efri lægri fjöl stórstrik-
uð. Undir burstum era útsniðin raðbogaborð
með liljulaga stúfum á milli. Framhliðin er
klædd listaþili en gafl og þak skífu.“
Helgi var óhemju afkastamikill. Fyrir ut-
an húsateikningar fékkst hann við orgelsmíð,
skipa- og brúarsmíð, verzlun og útgerð, var
slökkviliðsstjóri og sinnti tónleikahaldi og
tónsmíðum. Því miður hvarf þessi afreks-
maður af landi brott til Vesturheims árið
1902.
Einar J. Pálsson fór einnig í námsdvöl til
Kaupmannahafnar og nam bæði dráttlist og
húsamálun. Líkt og hjá Helga eru hin
klassísku viðhorf ríkjandi í verkum Einars
eins og sést á hinu prýðilega húsi Iðnaðar-
mannafélagsins (Iðnó) frá 1896, sem er tví-
bandsett með tannstöfum á efra bandi og
boggluggum. Hörður bendir á að strax upp-
úr aldamótum hafi farið að bera á áhrifum
frá hinum norska sveiser, sem áður er nefnd-
ur, á verk Einars: „Engu að síður fellir hann
fremur en aðrir forsmiðir klassíska prýði að
byggingum sínum eins og sést á húsinu við
Miðstræti 10 sem hann reisti yfir sjálfan sig
1902, eitt af glæsilegustu sambýlishúsum
síns tíma í upphaflegi’i mynd sinni.“
Einar er einnig höfundur Iðnskólans
gamla og Búnaðarfélagshússins við Lækj-
SIGURÐUR Guðmundsson: Smáragata 16, reist 1930. Hér hefur funkisstíllinn kvatt sér hljóðs.
GUÐJÓN Samúelsson: Túngata 18, reist 1922.
GUÐJÓN Samúelsson: Þjóðleikhúsið, reist 1928-1951, eitt albesta verk Guðjóns og „stóryirki
hvernig sem á er litið“ að dómi bókarhöfundarins.
\
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998