Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 14
er nú í útrýmingarhættu og málvísindamenn telja að meirihluti þeirra deyi út á næstu öld. HVÍT YFIRSTÉTT í Ástralíu bannaði frumbyggjum að tala tungumál sín og fjölmörg hafa dáið út, en nú er uppi hreyfing í þá veru að halda lífi í þeim frumbyggjamálum sem eftir eru. EFTIR BERGLJÓTU BALDURSDÓTTUR Meira en helmingur allra tungumála í heiminum TUNGUM í VILNIUS í Litháen er Karaim-málið eitt af 26 tungumálum Evrópu sem talið er vera í útrýmingarhættu. Myndin er tek- in á götu í Vilnius 1988 þegar mikill hiti var f sjálfstæðis- baráttunni. ELSIE Vaalbooi er 96 ára. Hún er af ættflokki sem kallaður er Khomani San og bjó syðst í Kala- harí eyðimörkinni í Suður-Afríku á milli Namibíu og Botswana. Hún og tíu aðrir, sem allir eru á aldur við hana, eru þeir síðustu sem tala tungumál sem nefnist Nu. Pangað til nýlega var tungumálið og Khomani San menningin talin útdauð. I febrúar árið 1997 fékk Nigel Crawhall mál- vísindamaður og starfsmaður South Afriean San stofnunarinnar í Cape Town hringingu frá manni sem hafði frétt að kona nokkur talaði búskamannamálið Nu reiprennandi. Sér- fræðingar þustu á staðinn og Elsie komst í alla fjölmiðla. Málið er eitt af elstu tungumálum Suð- ur-Afríku og var talið að við dauða þess hefði glatast ómetanleg vitneskja um líf, lífshætti og menningu Khomani San ættflokksins sem á ræt- ur að rekja mörg þúsund ár aftur í tímann. Við frekari leit og eftirgrennslan fundust hin tíu sem búa núna í Upington og Keimoes í Suð- ur-Afríku mörg hundruð kílómetrum frá fæðingarstað sínum og mjög langt hvert frá öðru. Þau hittast aldrei og höfðu ekki talað móðurmálið lengi. Nu málið er eitt af fjölmörgum deyjandi tungumálum í heiminum. Aukin alþjóðasam- skipti, alþjóðaviðskipti, netið, fjölmiðlar og fjölgun ferðmanna hafa gert heiminn að þorpi og þörfin fyrir alþjóðlegt tungumál hefur því aldrei verið meiri. Talið er að allt að 30 tung- umál hverfi á hverju ári og málvísindamenn eru sammála um að um helmingur allra tung- umála sé í útrýmingarhættu. I heiminum eru nú töluð um það bil 6.500 tungumál. Tæplega helmingur jarðarbúa talar tíu þeirra. Mest talaða málið er mandarínkín- verska, því næst enska, svo spænska, hindí, arabíska, portúgalska, bengali, rússneska, jap- anska og þýska er i tíundasæti. Mandarínkín- versku tala um 726 milljónir en þýsku um það bil 121 milljón. Flest hinna tungumálanna tala þjóðarbrot, ættbálkar og innfæddir og mjög fá- ir tala hvert þeirra, ef miðað er við þessi tíu út- breiddustu. Stór hluti þeirra mála, sem eru í mikilli útrýmingarhættu eða útdauð, er tung- umál innfæddra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna hef- ur gert yfirlit um tungumál í útrýmingarhættu, „UNESCO Red Book on Endangered Langu- ages“, og hefur stofnunin lýst yf- ir áhyggjum vegna þess hve mik- il þekking hverfi með málum inn- fæddra. Þau eru um margt öðru- vísi en mörg önnur því þau hafa orðið til og verið notuð við ein- stakar aðstæður, í samskiptum fólks sem bjó í náinni snertingu við náttúruna. Þau voru ekki ein- ungis notuð til samskipta, heldur líka til þess að varðveita vit- neskju um auðlindir og annað sem var nauðsynlegt að vita fyrir þá sem bjuggu á svæði eins og Kalaharí eyðimörkin. Þau geymdu upplýsingar í munn- mælasögum sem gengu svo mann fram af manni í þúsundir ára. Frásagnarlist eldra fólksins var svo blómleg og rík að henni hefur verið líkt við bestu heim- ildarmyndir. Fræðimenn sem hafa rannsakað tungumál inn- fæddra telja að í frásögnunum geti búið upp- lýsingar um reynslu tveggja til þriggja kynslóða. í þeim er varðveitt þekking á fæðu- tegundum, matarræði, loftslagi, hegðun dýra og manna við hinar ýmsu aðstæður í tíma og rúmi. Við þessar aðstæður hafa orðið til háþróuð tungumál einstaklega rík af hljóðum. í mörgum búskmannamálum í Suður-Afríku eru allt að 24 sérhljóð en í flestum málum eru þau 5-7 og í þeim eru allt að 48 klikk samhljóð, tungusmellir sem hljóma afar sérkennilega í eyrum flestra. Nu málið er eitt af þessum ein- stöku tungumálum og þeir ellefu sem enn tala það, búa yfir fjársjóði upplýsinga um foma menningu og tungu sem talin var horfin. Nigel Crawhall er að reyna að safna sem mestum upplýsingum um það áður en það verður of seint. Hann ferðaðist á milli fólksins með seg- ulband og myndband. „Það var stórkostlegt augnablik," sagði hann, „þegar við komum til Keimos þorpsins þar sem Willem Springbok býr, ásamt börnum og barnabörnum, átján talsins og spiluðum upptökurnar fyrir þau. Þau voru öll að heyra móðurmál fóður síns og afa í fyrsta sinn.“ Og þegar Crawhall og félagar hans fóru veifuðu þau öll og kvöddu á Nu mál- inu „Ihoi ea“. Nigel Crawhall er félagi í samtökum sem kallast „Foundation for Endangered Langu- ages,“ sem hefur meðal annars það markmið að styrkja þá sem vinna við að skrá og rann- saka deyjandi tungumál, vekja athygli á ástandinu og hvetja fólk til að nota tungumál sem eru á undanhaldi. í fréttabréfi samtak- anna, Ogmios, kemur fram að í janúar á þessu ári hafi Elsie og hinum tíu verið boðið að heimsækja fæðingarstað sinn í Suður-Kalaharí eyðimörkinni. „Við fórum með þau frá Up- ington í Kalaharí eyðimörkina til að hitta af- komendur ættflokksins, yngra fólk sem kunni ekki málið.“ Evrópubúar höfðu, á sínum tíma, ofsótt Khomani San fólkið og hrakið það burtu úr heimahögunum. Þeir sem eftir lifðu tvístruðust og bjuggu meðal fólks sem ekki talaði Nu málið og unga fólkið sem bjó nú á staðnum hafði lært önnur tungumál. í fimm daga og fimm nætur var talað og talað. Sagðar voru sögur um fjölskylduna og forfeðurna. Unga fólkið hlustaði og sá í svip að þau höfðu farið á mis við mikla þekkingu. Sum- ir reiddust og fannst eins og málinu hefði verið stolið frá þeim, fallegu, sérkennilegu og flóknu tungumáli forfeðranna. Allir íylltust þó áhuga og bjuggu til orðalista um dýr á Nu málinu og þýddu á sitt. Að baki hvers dýranafns bjuggu ótalmargar sögur. Unga fólkið gerir sér vonir um að geta kennt börnunum málið og þannig endurvakið það. En sú von er bundin við landið sem þau hafa glatað og vilja fá aftur og um leið aðgang að eyðimörkinni og auðlindum hennar. I þróunarlöndunum og löndum Norður- og Suður-Ameríku er mjög svipað ástatt um mörg tungumál og litlar líkur á að hægt verði að skrá þau. „En mjög áríðandi er að það sem hægt er að gera verði gert núna því það eru síðustu for- vöð,“ var niðurstaða fundar sem haldinn var við heimspekideild háskólans í Bristol á Englandi árið 1995 þegar stofnuð voru samtök til bjargar tungumálum í útrýmingarhættu, „Foundation for Endangered Languages". Samtökin eiga nú systursamtök í Þýskalandi og víða um heim hafa fyrirtæki, háskólasam- félög, sjóðir og stofnanir lagt sitt af mörkum við varðveislu tungumála sem eru hætt komin. Ekki eru allir sammála um að fækkun tung- umála sé til hins verra. Margir telja að ef tung- umálurh fækki verði alþjóðleg samskipti auðveldari og það auki samkennd fólksins í al- heimsþorpinu. En vísindamennirnir og inn- fæddir sem nú reyna að hafa áhrif á þessa þróun segja að fjöldi tungumála í heiminum sé til marks um fjölbreytta menningu og lífsstíl þjóða heimsins. Málin endurspegli hvernig maðurinn hafi skapað samfélög og menningu á ólíkum stöðum, við ólíkar aðstæður og þegar eitt mál deyi út hverfur vitneskja um manninn og hugarheim hans. Þeir telja það skyldu sína gagnvart komandi kynslóðum að reyna að safna þessum upplýsingum og vernda þær. 26 tungumál I Evrópu eru f útrýmingarhættu í samantekt menningarstofnunar Samein- uðu þjóðanna kemur fram að í Evrópu eru 26 tungumál í mikilli hættu. Af um 140 málum sem nefnd eru í Evrópu eru 22 sögð horfin eða nærri útdauð. Þeirra á meðal er gelíska sem töluð var á eyjunni Man og að minnsta kosti 5 Samamál. 45 mál eru ekki talin í hættu að mati menningarstofnunarinnar og íslenska er eitt þeirra svo og færeyska, sænska, norska og danska svo nokkur séu nefnd. Karaim málið er eitt af þessum 26 málum sem eru í útrýmingarhættu. Það er ennþá talað í Vilníus í Litháen en er útdautt í Póllandi. í Halich, í Vestur-Ukraínu, búa fimm konur og einn karl á Karaim stræti. Þau hafa alla sína ævi búið á götunni eins og forfeður þeirra hafa gert í sex aldir. Móðurmál þeirra er sérstök 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.