Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 19
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
OG BÆLINGIN MIKLA
Mikið er gf hnýsilegu efni í nýjasta hefti Tímarits Máls
og menningar. Þar i má nefna viðtal við portúgalska
Nóbelsverðlaunahafann José Saramago og grein Kjart-
ans Árnasonar um 1 jóð Jóhanns Hjálmarssonar. Að
venju er og mikið um skáldskap í í heftinu. 1 heftinu er
einnig að finna enn eina ádrepu f (ristjáns Kristjánsson-
ar á póstmódernista. Af því tilefni vill ÞRÖSTUR
HELGASON benda á i duldar hneigðir sem hrærst hafa
und ir niðri í greinaskrifum Kristjáns um póstmódernis-
mann á síðustu misserum.
ENN færist meiri hiti í umræðuna
um póstmódemismann. Jafnframt
verður hún æ flóknari - virðist
raunar verða póstmódemískari
með hverri grein, spegill tíðaranda
í aldarlok. Þannig sjáum við mjög
skýrt dæmi um póstmódemíska
upplausn sjálfsvera þar sem þess
var síst von eða í grein andófsmannsins Krist-
jáns Kristjánssonar í nýjasta hefti Tímarits
Máls og menningar (TMM 4. 98) en hann hefur
nú í rúmt ár reynt að kveða niður isma þennan
með litlum árangi'i. í greininni, sem nefnist
„Leiðinlegt er myrkrið. Um póstmódernisma,
framfarir, frjálslyndi - og tvígengil Þorsteins
Gylfasonar", svarar hann fyrirlestri Þorsteins
Gylfasonar, heimspekings, sem prentaður vai’ í
þriðja hefti TMM á þessu ári, en í honum and-
mælir Þorsteinn greinaflokki Ki’istjáns um
tíðaranda í aldarlok sem birtist í Lesbókinni á
fyiTa ári. Kristjáni hefur orðið svo mikið um
þessi andmæli frá kollega sínum og vini að
Þorsteinn - eða kannski öllu heldur sú ímynd
sem Kristján hefur haft af Þorsteini - leysist
upp í huga hans í tvær óskyldar persónur.
Best er að gefa Kristjáni orðið þegar hann lýs-
ir þessari upplifun: „Þeirri skýringu sló nýver-
ið niður í huga mér að maðurinn í púltinu í
mars, og höfundur greinarinnar nú, hafi alls
ekki verið Þorsteinn Gylfason heldur tvígeng-
ill hans, magnaður upp af póstmódernistum,
eða eldri fórnarlömbum hins beitta penna Þor-
steins, vitlunduðu fólki og ekki sist frummynd
sinni til hneisu og háðungar." í þessum tví-
gengli, sem nefnist Gunnar Páll Arnason, birt-
ast Kristjáni tveir fræðimenn sem Þorsteinn
andmælti í greinum fyrir margt löngu. Tví-
gengillinn er, að sögn Kristjáns, „samsettur
annars vegar úr Jóhanni þeim Páli Ái'nasyni
sem að sögn flúði að lokum til Ástralíu (en
ekki Akureyrar) eftir að Þorsteinn skrifaði
greinina „Skemmtilegt er myrkrið" til höfuðs
honum fyrir rúmum aldarfjórðungi og hins
vegar séra Gunnari Kristjánssyni á Reynivöll-
um er Þorsteinn tók síðar á beinið fyrir „tvö-
feldni" um sannleikann.“
Þessi lýsing er afar hnýsileg og verð þess að
vera skoðuð aðeins betur.
(Læri)föðurmorð
Þessi undarlega sundrun Kristjáns á and-
mælanda sínum tengist undirliggjandi þema í
grein hans. I henni birtist Þorsteinn sem Ann-
ar, sem stóra A-ið (fr. L’Autre) sem er tákn
föðurins í kenningum franska sálgreinandans
Jacques Lacan. Hið miskunnarlausa niðurrif
Kristjáns á texta Þorsteins má svo túlka sem
táknrænt (læri)fóðurmorð, lausn ödipusar-
flækju, en samkvæmt kenningum sálgreinenda
er „föðurmorðið“ einmitt mikilvægt í þroska-
ferli barns. I þessu tilfelli reynii’ barnið að ná
yfirhendinni í baráttunni um vald yfir tung-
umálinu og merkingunni, frásögninni og sann-
leikanum.
Yfirfærsla
Einnig mætti nota yfirfærsluhugtak Sig-
munds Freud (þ. Úbertragung) til' að skýra
það sem gerist í grein Kristjáns. Freud talaði
um að á meðan á sálgi-einingu stæði yfirfærði
sjúklingur ýmsar ómeðvitaðar og ófullnægðar
tilfinningai’ úr fortíð sinni á sálgreinandann
(hér er stuðst við bók Dagnýjar Kristjánsdótt-
ur, Kona verður til, 1996, s. 59-60). Þessi yfii’-
færsla á sér stað vegna þess að sjúklingurinn
þolir ekki þann sársauka sem fylgir því þegar
þessar bældu tilfinningai’ ryðjast upp á yfir-
borðið, upp í meðvitundina. Síðari tíma sál-
greinendur hafa svo bent á að slík yfirfærsla sé
hliðstæð því sem geti gerst í sambandi kennara
og nemanda þar sem einnig er tekist á um völd
yfir þekkingu, túlkun og sannleika. Þannig
mætti líta svo á að Kristján hafi yfirfært hina
sársaukafullu póstmódernísku upplifun á
sundran sjálfsverunnar á Þorstein í grein
sinni, að meðvituð andstaða Kristjáns og andúð
á póstmódernisma sé í raun aðeins birtingar-
mynd bældra tilfmninga hans til þess að hafa
KÁPUMYND Tímarits Máls og menningar að
þessu sinni heitir „Sissy-terta“ og er eftir
Þorra Hringsson.
upplifað hið póstmóderníska ástand. Sársauk-
inn við að viðurkenna og reyna póstmódernis-
mann sem raunverulegt ástand hefur með öðr-
um orðum orðið Kristjáni um megn. Greinar
hans era tilraun til að ski-ifa sig frá þessari
reynslu.
Myndhvarfahneigð,
filfærsla, þétting
Texti Kristjáns um póstmódernismann ein-
kennist af myndhverfðri sýn á viðfangsefnið.
Þetta má glögglega sjá í fyrrnefndum gi’eina-
flokki Kristjáns hér í Lesbókinni, þar sem
hann talaði meðal annars um franska heim-
speki sem slefu og hland. Myndhvai’fahneigðin
kemur sömuleiðis einkar skýrt fram í svar-
grein Kristjáns við gagnrýni Guðna Elíssonar,
bókmenntafræðings, á kennslufi-æði Kristjáns.
Grein Guðna bh’tist í fyrsta hefti TMM á þessu
ári og fjallar öðram þræði um andóf Kristjáns
gegn póstmódernismanum. Svargrein Krist-
jáns birtist svo þegar í næsta hefti á eftir en
hana kallar Kristján „Nýrnmör af alisvíni.
„Kennslufræði“ Guðna Elíssonar", - gagnrýni
Guðna, sem Kristján kennir raunar við afbygg-
ingu (þ.e. póstmódernisma), er sem sé ekki
meira vh’ði en nýrnmör af alisvíni, að mati
heimspekingsins. Rétt er að gefa eilítið sýnis-
horn af hinni myndhverfðu sýn Kristjáns í
greininni. I upphafi hennar rifjar hann upp
gamla kínverska dæmisögu af tveimur nem-
endum skáksnillings, annar er athugull og
nemur af nákvæmni en hinn er skýjaglópur
sem fær engan veginn fest hugann við skák-
borðið. Ki’istján segir að þessi saga hafi rifjast
upp fyi’ir sér er hann las ádrepu Guðna um
kennslufræði sína: „Að vísu sá ég Guðna frem-
ur fyrir mér við eldavélina en skákborðið;
dæmdan til að sjóða sperðil frá Kjötiðnaðar-
stöð KEA í kvöldmatinn en með sveimugan
hugann við metnaðarfyllri matai’gerð, þar sem
vatnið gusast upp „... svo sem þá er sýður niðri
í katli, við mikinn eld, þegar soðinn er nýrnmör
af feitu alisvíni; vellur þá alla vega upp úr katl-
inum...“ Það bullai’ og sýður í hugarkatli Guðna
og fitan vellur í ýmsar áttir, ekki síður en í
þessari kraftmiklu lýsingu Hómers/Svein-
björns Egilssonar. Eina mein háfleyga nem-
andans í kínversku sögunni var að svanurinn
skyldi aðeins til í hans eigin huga. Eina mein
Guðna er að í pottinum á hraðsuðuhellunni er
sperðill en ekki nýrnmör." Kristján vinnur með
þetta myndmál í grein sinni og lýkur henni á
því að segja að Guðni deili á sig „fyrir skoðanir
sem hafa aldrei verið til nema f ímyndaða pott-
inum hans þar sem nýrnmör vellur".
I myndhvarfahneigðinni má sjá bældan ótta
við viðfangsefnið. Það á sér stað tilfærsla á inn-
taki hugmyndai’ yfir á einhverja aðra hugmynd.
Slík tilfærsla (þ. Verschiebung) gegnir lykilhlut-
verki í draumatúlkun Freuds en það sem býr að *v
baki henni er að ,,[v]ið nefnum ekki það sem við
girnumst, þráum eða óttumst, heldur eitthvað
sem tengist því eða stendur við hliðina á því“
(Dagný Kristjánsdóttir, 1996, s. 49). Styður
þetta vel við þá túlkun að upplifun Kristjáns á
hinu póstmóderníska ástandi hafi valdið honum
sársauka og hugai’angi-i, vegna þessa forðist
Kristján að nefna póstmódemismann sínu rétta
nafni. (Ekkert skal sagt um hvað Kristján gim-
ist eða þráir í þessu samhengi.)
Sömuleiðis talar Freud um þéttingu (þ.
Verdichtung) sem einnig gæti átt við hér en
þétting verður þegar „tákn eða orð er valið í
draumnum vegna þess að það rámar fleiri en
eina mikilvæga merkingu“ (sama rit, s. 49).
Viðkomandi tákn verður eins konar samnefnari
ríkjandi valds (svo sem reður fyrir vald fóður).
Þannig er nýi’nmör alisvínsins, sem Kristján »■
talar um í grein sinni, samnefnari póstmódern-
ismans, hins ríkjandi ástands. Ur myndmálinu
mætti svo lesa ýmislegt um það samband sem
Kristján á í við þetta ástand. Einnig er afar at-
hyglisvert út frá freudísku sjónarmiði að Krist-
ján líkir sjálfum sér við sperðil í greininni:
„„Hættu nú að sjóða, Guðni minn; þetta er bara
ég, norðlenski sperðillinn.““
Póstmódernisti sjólfur
Af ofansögðu má ljóst vera að greinaskrif
Kristjáns Kristjánssonar undanfarin misseri
um póstmódernisma bera vott um djúpstæð
sálfræðileg átök við ríkjandi ástand. I texta *
hans endurspeglast með skýrum hætti afneit-
un hans á upplifun á þessu ástandi. Bældur
sársauki og ótti við að takast á við upplausnina
og sundrangina sem einkennir hugmyndalíf
samtímans og Ki’istjáns sjálfs brýst fram í
texta hans sem sjálfsmyndakreppa og hams-
laus myndhvarfahneigð.
I áðurnefndum fyrirlestri sínum sagðist
Þorsteinn Gylfason vonast til að Kristján
reyndist vera póstmódernisti eins og hann
sjálfur. Taldi hann að ef Rristján myndi hugsa
sig um þá kæmist hann einmitt að þeirri nið-
urstöðu. Matthías Viðar Sæmundsson, bók-
menntafræðingur, hefur einnig bent á að
Kristján eigi fleira sameiginlegt með póst-
módernistum en virðist við fyrstu sýn í
greinaflokki sínum, „Flugur og fjöll“, sem
birtist nú í Lesbókinni. Væri sennilega affara-
sælast fyrir Ki’istján að taka þessar ábend-
ingar góðra manna til greina, að viðurkenna
áður en í óefni er komið að hann er póst-
módernisti sjálfur.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SIGRÚN Hjálmtýsdóttir æfir lög sín með Söngsveitinni Fílharmoníu fyrir
tónleikana ámorgun og þriðjudag.
SÖNGSVEITIN FÍLHARMÓNÍA
Aðventutón lei ka r
í Langholtskirkju
SÖNGSVEITIN Fflharmónía heldur sína
árlegu aðventutónleika sunnudaginn 6. og
þriðjudaginn 8. desember í Langholtskirkju
kl. 20.30 báða dagana.
Flutt verður hátíðartónlist af ýmsu
tagi, m.a. sígild jóla- og aðventulög, og
stærri verk fyrir kór, einsöngvara og
hljómsveit s.s. Hear my prayer eftir F.
Mendelssohn, Ave Maria eftir L. Luzzi og
Pie Jesu eftir A.L. Webber. Einsöngvari
með kórnum verður Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir sópran. Á þessuin tónleikum nýtur kór-
inn fulltingis kammersveitar og er Rut
Ingólfsdóttir fiðluleikari konsertmeistari
hennar. Stjórnandi er Bernharður Wilkin-
son.
Söngsveitin starfar um þessar mundir af
miklum þrótti. Hún hefur á takteinuin ís-
lensk og erlend sönglög og styttri kórverk
en markmið kórsins er, auk þess að flytja
stór kórverk, að fara sem víðast og lialda
tónleika með slíkri efnisskrá. f vetur er
unnið að hljóðritun á nýrri geislaplötu með
jóla- og hátíðartónlist sem keniur út á
næsta ári.
40 ÁRA AFMÆU
Árið 2000 verður haldið upp á fjörutíu
ára afmæli Söngsveitarinnar. í tilefni af því
og þúsund ára afmæli kristni á Islandi er
kórinn stórhuga og hefur fengið Þorkel
Sigurbjörnsson tónskáld til að sentja viða-
mikið tónverk, óratóríu, fyrir einsöngvara,
kór og hljómsveit, og verður tónverkið
fruinflutt á því ári.
Næsta verkefni kórsins er flutningur -»t
einnar þekktustu perlu tónbókmenntanna,
Sálumessu eftir Mozart, í mars 1999.
Miðar að aðventutónleikunum eru seldir
hjá kórfélögum, í bókabúðinni Kilju við
Háaleitisbraut, Bókabúð Máls og menning-
ar á Laugavegi og við innganginn.
*
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998 1 9