Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 5
DANSARAR af Tagish-þjóðflokknum. TROMMUDANSARI, Inúíti frá Inuvik í Kanada. klukkan þrjú að nóttu á kanadískum norð- urslóðum. Gayle Ross er Cherokee-indíáni frá Band- ai-íkjunum. Amma hennar var sögukona mikil, og Gayle fylgdi í fótspor hennar í von um að geta gefið heiminum hluta af þeim kærleika og vh’ðingu fyrir jörðinni sem fólkið hennar hefur. Þessi saga segir frá því þegar dagar í Arizona voru jafnlangir og dagarnir í norðrinu eru í lok júní. Sólin átti sér elskhuga. Hún hafði aldrei séð andlit hans, svo hún vissi ekki hver hann var. Þegar hún svo einn daginn sá andlit hans, þá uppgötvaði hún að þetta var máninn, bróðir hennar. Sólin varð fjúkandi reið, og máninn flúði eins langt í burtu frá henni og hann gat. Þess vegna eru þau svona langt hvort frá öðru. Reiði sólarinnar dvínaði þegar hún eignaðist dóttur. Hún gaf dóttur sinni hús á miðjum himninum, og á hverjum degi þegar sólin ferðaðist yfir heiminn, þá fór hún í heimsókn til dóttur sinnar. Hádegið varð þess vegna lengra og lengra í heiminum og fólkinu varð of heitt. Sólin tók eftir því að mennirnir flúðu í skugg- ann og andlit þeirra urðu grettin er þeh’ litu á hana. Hún varð reið og kallaði til bróður síns, mánans: ,Af hverju elska mennirnir þig meira en mig? Andlit þeirra eru miklu fallegri þegar þeir horfa á þig!“ Máninn átti ekkert svar við þessari spurningu, og það gerði sólina enn reiðari. Reiði hennai’ jók hitann sem hún gaf frá sér, og menn tóku að deyja úr hita. Menn- irnir ákváðu að senda skilaboð upp til sólarinn- ar, til þess að fá hana til að skína eins og hún hafði gert áður. Þeir tóku tvo menn og breyttu þeim í snáka. Annar snákurinn var skröltorm- ur. Hann fór upp til heimilis dóttur sólarinnar og faldi sig í von um að ná tali af sólinni þegar hún kæmi í heimsókn. En sólin var heit og reiði hennar mikil, svo þegar hún kom varð skröltormurinn hræddur og beit frá sér. Hann varð frávita af hræðslu þegar hann sá að hann hafði bitið dótturina til bana, og flúði inn í klettaskoru, þar sem hann er enn í dag. Sólin, í sorg sinni, huldi andlit sitt. Hafi of mikil sól verið slæm, þá var endalaus nótt enn verri fyr- ir mennina. Þeir ákváðu að senda fjóra menn til skuggalandsins til þess að sækja dótturina. Þeir gerðu það án vandkvæða, og settu dóttur- ina í viðarkassa og lokuðu. A leiðinni til baka bað dóttirin um vatn. Mennirnir vissu að þeir máttu ekki opna kassann, því þá gæti hún sloppið frá þeim, svo þeir önsuðu henni ekki. Hún bað um mat, en allt fór á sömu leið. Þegar þeir voru næstum komnir til lands sólarinnar, þá sagði dóttir sólarinnar að hún þyrfti loft, hún væri að kafna. Þá stoppuðu mennirnir. Þeir voru hræddir um að hún myndi kafna og opnuðu pínulítið op á kassann. Dóttirin flúði og tók form fuglsins sem hefur lit sólarlagsins. Mennirnir örvæntu, þar til einn þeirra sagði að hann gæti kannski hjálpað sólinni. Hann tók flautuna sína og fór til sólarinnar. Þar spilaði hann söng rauða fuglsins á flautuna sína og baðst afsökunar. Sólin fyrirgaf mönnunum og síðan hefur hún ferðast um himininn án þess að stoppa eða hylja andlit sitt. AÐ MÁ ekki minna vera en get- ið sé að nokkru rithöfundarins Gunnars M. Magnúss í tilefni aldarafmælis hans þ. 2. desem- ber. Hann var einhver afkasta- mesti rithöfundur okkar á þess- ari öld. Eftir hann liggja meira en fimmtíu bækur, og vinsældir hans urðu strax mjög almennar, jafnt meðal yngri og eldri lesenda. Hann er enn mikið lesinn og oft til hans vitnað. Hann kom ungur vestan af fjörðum, settist í Kennaraskólann, lauk þaðan prófi 1927, aflaði sér framhaldsmenntunar við Kennara- háskólann í Kaupmannahöfn, en kom svo heim og hóf kennslu við nýstofnaðan Austur- bæjarbamaskóla, sem þá var talinn stærsti og fullkomnasti bamaskóli á Norðm-löndum. Þar var hann svo kennari að aðalstarfi í nær tvo áratugi. Um nokkurt árabil hélt hann úti bókaverzlun og var einnig ritstjóri tímarita um skeið, m.a. Utvarpstíðinda og Mennta- mála. Þekktastur er Gunnar þó að sjálfsögðu af ritverkum sínum. Fyrstu bókina sendi hann frá sér þrítugur. Það vom smásögur og nefndist Fiðríldi. Síðan rak hver bókin aðra á rúmlega hálfrar aldar höfundarferli. Minnisstætt er mér frá bemskuárunum er manni bárust í hendur nýjar og hressilegar sögur eins og Börnin frá Víðigerði og Við skulum halda á skaga, að ógleymdri Suður heiðar (sem ég rakst reyndar á nýlega í hillu hjá mér - á búlgörsku, áritaða af þýðandan- um, S. Kolev). Á ALDARAFMÆLI GUNNARS M. Ljósm.Morgunblaðið/Kristján Einarsson GUNNAR M. Magnúss á efri árum. Gunnari var einkar lagið að skrifa fyrir böm og unglinga, og orð fór af honum sem frábærum kennara. Eg átti reyndar því láni að fagna að njóta kennslu hans einn vetur í svonefndri heilsufræði, í 13-ára-bekknum. Hann lét okkur þá skrifa upp margskonar hollustuatriði um mataræði, þrifnað, reglu- semi, líkamsþjálfun og sitthvað fleira, og þetta lét hann okkur myndskreyta. Um vorið afhenti ég honum hreinritað eintak innbund- ið á mjög frumstæðan hátt af undirrituðum; og mér fannst það gleðja hann. Hvar skyldi það rarítet vera niðurkomið nú? Vonandi í skjalasafni á æðra tilverustigi... Það fer eftir áhuga og smekk hvers les- anda, hver af fjölbreyttum ritverkum höfunda eins og Gunnars verða minnis- stæðust og jafnvel hjartfólgin. Sem barn og unglingur hafði ég að sjálfsögðu mestar mætur á bókum hans sem skrifaðar voru fyr- ir þá aldurshópa. Síðar fannst mér rit hans með sagnfræðilegu ívafi áhugaverðust, og sum þeirra svo að um munaði. Ber þar eink- um að nefna Skáldið á Pröm, sannferðuga ævisögu Magnúsar Hjaltasonar Magnússon- ar, en sú bók hafði slík áhrif á tilfinninga- manninn Sverri Kristjánsson sagnfræðing, að ég horfði á hann gráta ofan í bjórinn sinn á kaupinhafnskri krá, er hann hafði nýverið lesið hana. Hann komst m.a.s. svo að orði að jafnvel sjálft snilldarverkið um Ljósvíking- inn hlyti að blikna við samanburð. Og í bréfi, sem Sverrir skrifaði Gunnari um þetta leyti segir hann: „Mér þykir bók þín eitt hið merkilegasta sagnfræðirit, sem hefur komið út um íslenzka þjóðarsögu, þá sögu sem at- vinnusagnfræðingar og prófessorar hirða aldrei um og kunna ekki að skrifa.“ Ur því ég minnist hér á Ljósvíkinginn er ekki nema rétt ég geti þess, að Gunnar sagði mér eitt sinn að hann hefði líklega manna fyrstur bent höfundi Heimsljóss á þetta yrk- isefni. Hann kvaðst hafa gengið ásamt HKL um Hljómskálagarðinn einn góðviðrisdag snemma á fjórða áratugnum og þá sagt hon- um frá dagbókum Magnúsar og öðrum rit- verkum, sem nýlega hafði verið komið fyrir í handritahirzlum Landsbókasafns með til- hjálp erfingja skáldsins og annarra góðra manna sem báru skynbragð á verðmæti þeirra. Ég hlýt að viðurkenna að ég hef ekki lesið nema brot af öllu því, sem eftir Gunnar M. EFTIR ELÍAS MAR Aldarafmæli Gunnars M. Magnúss rithöfundar var 2. des. sl. Hann kom víða við, var ritstjóri tímarita, rak bóka- verslun en hæst ber rithöf- undarferil hans sem spannaði meira en hálfa öld. Magnúss liggur. Ég hef þegar nefnt að sagn- fræðileg rit hans eru mér hugstæðust. Og ef hann hefði fetað menntaveginn svokallaða, með langskólagöngu og prófgráðum, þá hefði hann notið sín bezt í atvinnu- og per- sónusögu; sú sagnfræði hefði þá orðið inn- blásin þeim anda skáldsins sem í honum bjó og reynzt notalegur lestur. Gunnar varð einna fyrstur hérlendra höfunda til að gera skil samtímaatburðum, áður en þeir tækju að fölna eða falla í gleymsku. Tímamótaverk hans Virkið í norðri 1-111 er líklega augljósasta dæmið þar um. Langtímum saman sat hann hjá okkur á ritstjórnarskrifstofum Alþýðublaðs- ins veturinn 1945-’46 til að kynna sér hvað skrifað hafði verið í það blað á styrjaldar- og hernámsárunum; samskonar leit mun hann hafa stundað á hinum blöðunum. Og á söfn- um, í samtölum við fólk, og með þrautseigri smölun ljósmynda héðan og þaðan. Um þetta leyti var hann tekinn að minnka við sig barnakennsluna. Það á að sönnu við um Gunnar M., að hann „fann til í stormum sinnar tíðar“, og hann fékk að reyna það líkt og svo margir hug- sjónamenn, að draumalönd stjórnmálanna reynast stundum hillingar einar, því miður. Stuttan tíma sat hann á Alþingi sem vara- maður og var ómyrkur málsvari þeirra sem börðust „gegn her í landi“. Þeir þingmenn voru þá til sem hrósuðu sér af því að hafa gengið út úr þingsalnum þegar hann steig í pontu. Til er ljósmynd af því hvar hann er einn í ræðustólnum og enginn annar í saln- um en deildarforsetinn í hásæti sínu fyrir aftan hann. Þetta var á dögum Kalda stríðs- ins, þeirra átaka sem klufu þjóðina í herðar niður og skiptu mönnum í fylkingar oft án þess þeir kærðu sig um eða jafnvel vissu af því sjálfir. Hagsmunamál skálda og rithöfunda voru Gunnari mjög hjartfólgin, og hann gaf sér oft tíma til að sitja langa fundi Rithöfúndafélags Islands og taka líflegan þátt í umræðunum. Hann gat verið ómyrkur í máli og stundum furðu dómhvatur, en allt var það háð stemmningu augnabliksins; slíkt ljúfmenni sem hann var, þá var hann ekki langrækinn, enda fljótur að sjá spaugilegar hliðar. Margt af því sem hann sá í draumsýn þeirra ára hefur nú orðið að veruleika, svo sem stofnun Rithöfundasambands Islands 1974, en heið- ursfélagi þeirra samtaka varð hann árið 1985. Hann lézt árið 1988 og hafði þá verið mjög heilsutæpur um skeið og ekki getað sinnt rit- störfum. En hann gat litið yfir langan og frjóan starfsdag. Ungur kynntist hann af eigin raun lífi og starfi alþýðunnar fyrir vestan, fór í sjóróðra og vann landvinnuna eftir því sem fara gerði. Ættfólki mínu á Súgandafirði og víðar kynntist hann og hélt kunningsskap við sumt af því ævilangt. Ég er honum þakklátur fyrir prýðilega minningargrein sem hann skrifaði í Morgunblaðið að föður mínum látnum. Starfsvettvangur þeirra hafði verið ólíkur, en báðir voru þeir drengimir að vestan. Eg bíð eftir vori í brekkunni minni, því bærinn er lítill og þröngt finnst mér inni orti hann á æskuárum sínum. Svo lagði hann af stað að heiman, fór að vísu ekki í víking til fjarra landa, en skilaði þjóð sinni miklu og merku æviverki. Það er eitthvað sígilt í þeirri vongleði og einlægni, sem lýsir sér í niðurlagi þess æsku- ljóðs sem hér er vitnað í: A sólgeislavængjum, úr suðrænni hlýju, er sumarið komið og heilsar að nýju. Hér er tjáð vongleði aldamótabarnsins, hins unga íslands þeirra tíma, í samhljóman við bæn þjóðskáldsins um gróandi þjóðlíf. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998 5 ____________________________________________.______i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.