Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 17
FINNSKIR listamenn framkvæma gerning á On lceland í Nýlistasafninu 1997. RIRKRIT Toravanija: „Eldað fyrir gesti“ - Nýlistasanfið 1996. VERK í eigu Nýlistasafnsins. Nú œttu ríki og borg að endurskoða afstöðu sína til Nýlistasafnsins í Reykjavík og tryggja pví öruggari starfsgrundvöll, starfsgrundvöll sem sæmir menningar- stofnun sem rekur stórt listasafn, umfangsmikla sýning- arstarfsemi ogpjónustu við myndlistarfólk. þágu safnsins en stjórnarstörf eru sjálfboða- vinna. Safnið er líka félagsheimili og sem slíkt vett- vangur fyrir ýmiskonar samkomuhald. Þar eru að jafnaði haldnar opnanir á þriggja vikna fresti sem oft era fjölmennar og fjörugar. Auk gerninga og annarra myndlistarappákoma hafa verið haldnir þar upplestrar, tónleikar, bíó, leiksýningar, umræðufundir og málþing og þar hefur jafnvel verið haldin erfidrykkja. Fyr- irlestrar um hin ýmsu efni hafa verið fastur lið- ur í starfsemi safnsins. í hópi fyrirlesaranna kennir ýmissa grasa en fyiir utan fjölmarga myndlistaiTnenn hafa allra handanna vísinda- og fræðimenn, lærðir sem leikir, verið fengnir til að tala. Og auðvitað eru stundum haldnar samkomur í þeim eina tilgangi að hittast og skemmta sér saman. Greinarhöfundur man reyndar ekki svo langt afturí tímann en sagt er að á sokkabandsáram Nýló hafí sá þáttur verið ræktur af alveg sérstakri alúð. Saml sem áður... Þrátt fyrir þessa upptalningu sem öll miðar á sinn hátt að því að safnið uppfylli markmið sín er langt því frá að nóg sé að gert. Nýlista- safnið vill geta svarað kröfum nútímans um aðgengilegar upplýsingar og betri kynningu með útgáfu á sýningarskrám sem og t.d. efni um verk í eigu safnsins eða einstaka lista- menn. Safnafræðsla fyrir skóla og almenning er einnig vaxandi þáttur í starfseminni sem nauðsynlega þarf að sinna betur. Og óskalistinn er miklu lengi-i. M.a. hefur lengi staðið til að koma upp aðstöðu með tækj- um og tólum, s.s. tölvubúnaði ýmisskonar, mynd- og hljóðupptökutækjum og klippi- búnaði. Slík aðstaða kæmi sér ákaflega vel fyr- ir marga listamenn en þó kominn sé vísir að tækjaveri er það enn einungis fjarlægur draumur því mikið vantar uppá. Ennfremur... Einnig væri æskilegt að safnið gæti haft mun meira samstarf við erlend sýningarhús vai’ðandi sýningar erlendra listamanna. í framhaldi af því væri hægt að gera mun meira af því að koma félagsmönnum á framfæri erlendis. Þessháttar „listamannaskipti" hafa mikla þýðingu fyrir myndlistaifólk og tíðkast mjög í listheiminum. Nýlistasafnið hefur tekið þátt í slíkum sam- skiptum og hefur þá getað sent listafólk úr sín- um röðum til að sýna erlendis en það gerist þó alltof sjaldan. Slæmur fjárhagur safnsins er helsta fyrirstaðan en t.d. er óhjákvæmilegt að taka leigu fyiir sýningarsalina. Þegai- erlendir listamenn eiga í hlut er sjaldnast um slíka leigutöku að ræða enda myndu þeir varla koma MAGNÚS Pálksson:“Ævintýri“ - gerningur í Nýlistasafni 1997. CARSTEN Höller: Suðræn fiðrildi - Listahátíð 1996. ef svo væri. Það kostar nóg samt að koma sér og verkunum til landsins. Og þegai’ Nýlistasafnið býður listafólki að halda sýningar þarf ekki bara að fella niður húsaleiguna heldur þarf líka að borga flutning undir verkin og listafólkið til landsins, hýsa það og sjá til þess að það verði ekki hungurmorða. Það tekst með mikilli út- sjónarsemi, endalausri sjálfboðavinnu og góðri hjálp frá velviljuðu fólki. Akkillesarhaellinn Fjárhagurinn er og hefur ávallt verið Akkil- lesarhæll Nýlistasafnsins. Víst eru félagarnir dugnaðarfólk en samt hrökkva félagsgjöldin skammt þegar reka þarf heilt hús og jafn um- fangsmikla starfsemi og þar fer fram. Þótt safnið hafi í allmörg ár verið inni á fjárlögum ríkisins og áætlunum borgarinnar með ákveðna upphæð hefur reksturinn oft verið af- ar erfiður. Leigutekjurnar af sýningarsölunum koma auðvitað til viðbótai’ en þó hefur verið reynt að stilla þeim í hóf þvi myndlistamenn eru upptil hópa blankir og sjaldnast hagnast þeir á sýningai’haldinu. En alltaf era a.m.k. tvær hliðar á hverju máli. Þó peningaskortur- inn sé að flestu leyti dragbítur á starfsemina má segja að hann feli í sér ákveðinn styrk vegna þess að hans vegna þarf fólk nánast að leggja allt í sölurnar á meðan það starfar fyrir safnið. Þetta gerir að verkum að fólk situr ekki of lengi í stjórninni því það verður úi-vinda eftir ákveðinn tíma. Af því leiðir að stöðugt streymi er af fólki í gegnum stjórnina. Þeirri stefnu hefur auk þess verið fylgt að reyna að fá sem flesta nýliða til ábyi’gðarstarfa og fyrir vikið hefur safnið haldið stöðu sinni á framlínunni án þess að staðna. Þangað bei-ast sífellt ferskir straumar með nýju fólki. Vinnuhrögð Þegar nýju listaverkageymslurnar voru teknar í notkun bættust gömlu geymslurnar við sýningar- og skrifstofuaðstöðu safnsins og nú hefur Nýlistasafnið til umi’áða 5 sýningar-,- sali, setustofu og skrifstofu. Yfirleitt stendur hver sýning í 16 daga og því skiptist árið niður í 14-16 tímabil éftir því hvernig stendur á páskum og öðrum hátíðum. Eitt af erfiðari og tímafrekari verkefnum stjórnarinnar er að velja úr þeim fjölmörgu umsóknum sem ber- ast og raða saman sýningaprógi’ammi sem í senn er spennandi og fjölbreytt. Draumur hverrar stjórnar er auðvitað sá að nógu miklir peningar fáist til þess að hægt verði að fella húsaleiguna alveg niður og stjórnin geti haft frjálsar hendur um hverjum hún býður að sýna. Þannig er þetta gjarnan í galleríunum en það er eins hér að e.t.v. er meðalhófið best. Útkoman gæti orðið full einstrengingsleg fyrir þau háleitu markmið sem Nýlistasafnið hefur í stofnskrá sinni. Vinnubrögðin sem beitt er í Nýlistasafninu hafa nefnilega svo margt sér til ágætis sem vert er að halda sem lengst í. Tvítugt reifabarn? Nýlistasafnið hefur nú verið til í 20 ár og á orðið eitt stærsta safn nútímamyndlistar á landinu. Félagarnir eru orðnir rúmlega 160 og margir þeirra hafa gefið því ómælda krafta sína og endalausan tíma án þess að fá nokkuð greitt fyrir. Framkvæmdastjórinn, eini launaði starfsmaður safnsins, kemst þó aldrei yfir að ljúka öllum þeim verkefnum sem fyrir liggja. En þrátt fyrir árin 20 er tæplega hægt að segja að safnið sé komið á legg. I samanburði við önnur söfn með minni umsvif sem hið opinbera styrkir er hlutur Nýlistasafnsins ákaflega rýr. Það ber vott um fullkomið skilningsleysi stjórnvalda á því mikla starfi sem þar fer fram. Hinsvegar er ekki öll nótt úti og gullið tækifæri til að bætor úr nú þegar safnið stendur á þessum tímamótum. Tími er kominn til að Nýlista- safnið fái að njóta óeigingjarns hugsjóna- starfs í tvo áratugi til þess m.a. að bjarga merkum menningarverðmætum frá glötun. Það þarf ekki að sanna sig frekar, það er fullorðið alvörusafn. Það getur ekki lengur lifað fyrir daginn í dag heldur þarf það að geta gert áætlanir fram í tímann. Það þarf fleira starfsfólk, meiri peninga og tryggari tekjur. Nú ættu ríki og borg að endurskoða afstöðu sína til Nýlistasafnsins í Reykjavík og rfyggja því öruggari starfsgrundvöll, starfsgrundvöll sem sæmir menningarstofn- un sem rekur stórt listasafn, umfangsmikla* sýningarstarfsemi og þjónustu við myndlist- arfólk. Höfundur er myndlistarmaður og sat 3 ór í stjóm Nýlistasafnsins, þar af 2 ór sem formaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998 17?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.