Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 10
+ JÓN Samsonarson: Víðimýrarkirkja, reist 1834. Samantekt eftir GÍSLA SIGURÐSSON úr nýrri bók eftir HÖRÐ AGUSTSSON, Islenskri byggingararfleifð I, sem út er komin á vegum Húsafriðunarnefndar ríkisins. Hér er grundvallarrit um 1 lúsagerðarsögu okkar frá 1750 til 1940 og byggist á umfangsmiklum rann- sóknum Harðar síðan fyrir 1960. Bókin er 440 bls. og ríkuleg af myndefni, bæði Ijósmyndum og teikningum. ANÍU myndum á forsíðu bókarinnar er sagan sögð á hnitmiðaðan hátt. í efstu röð er arfleifð torf- bæjanna með klömbru- hnaushleðslu í Glaumbæ, Víðimjrarkirkju og Burstafelli í Vopnafirði. Arfleifð timburhúsanna birtist í miðröðinni í Nonnahúsi á Akureyri, Húsavíkurkirkju og íbúðarhúsi Thors Jensens að Fi-íkirkjuvegi 11. Neðst er svo arfleifð stein- og stein- steypuhúsanna allt frá Viðeyjarkirkju til Þjóðleikhússins og íbúðarhúss Ólafs Thors að Garðastræti 41 sem var merkileg frumraun í módemisma. Hér er ekki ætlunin að skrifa bókargagn- rýni, heldur einungis að kynna menningar- legt stórvirki sem búið er að vera lengi í smíðum og ætti að verða til að leiðrétta þann leiða misskilning, sem stundum hefur skotið upp kollinum, að íslenzk byggingar- list hafi fátt nýtilegt fram að færa nema ef til vill fáein hús frá allra síðustu árum. „Bestu verk hennar eru ekki síður athygl- innar verð en bókmenntir þjóðarinnar,“ seg- ir höfundurinn. Fremur en að birta einhvern kafla í heilu lagi svo sem oft er gert, er sú leið farin í samráði við bókarhöfundinn að grípa niður á nokkrum stöðum til þess að lesendur fái heil- legri mynd af bókarefninu. Til dæmis um það hvað Hörður tekur efnið skilmerkilega má nefna að í kaflanum um timburhúsin er fjallað um timburhús fyrir timburhúsaöld, gerð, þróun, uppbyggingu og innansmíð eins og neðri grind, efri grind, veggi, þök, þiljun utan, þiljun innan, hurðir, glugga, eldstæði og upphitunartæki og loks um forsmiði og verk þeirra. Jafn ítarlega meðferð fá torf- bærinn, torfkirkjumar, timburkirkjumar, steinhús og steinkirkjur og loks steinsteypu- hús og steinsteypukirkjur. Bragreglur í byggingarlist í aðfaraorðum bókarinnar segir Hörður Ágústsson meðal annars: „Byggingarlist hef- ur verið skilgreind sem listin að reisa hús eftir vissum reglum. Tökum íslensk dæmi. I hinu forna norræna stafverki, sem hér réð ríkjum í laupi torfhúsanna allt fram á 18. öld, réð ákveðin tækniregla, í bindingsverki, í stokkverki, í bolverki, og hleðsluregla í torf- veggjum. Stafgólfið var að jafnaði staðall húsgrindarinnar . . .“ Ennfremur segir Hörður í aðfaraorðum: „Hér ber að hafa annað í huga þegar um list og stærðahætti íslenskra húsa er rætt, að á íslandi sem annarsstaðar er munur á hver byggir, ríkur eða fátækur, og til hverskonar nota hús era reist. Höfðingjar hafa lagt meiri metnað í híbýli sín en alþýða manna, kirkjan í sín musteri. Hinir fyrmefndu hafa fengið til verka fræga forsmiði en alþýðumenn urðu að vinna sjálfir að húsum sínum eftir eigin hyggjuviti og hefð. Erlendis kom þessi mun- ur fram meðal annars í því að yfirstéttin byggði úr öðru efni en almúginn. Hérlendis notuðu aftur háir sem lágir lengst af sama byggingarefnið. Sérstaða þessi hefur marg- an manninn blekkt.“ Hörður minnist hér á „fræga forsmiði" en líklega vita fæstir á voram dögum um hlut- verk forsmiða. Á miðöldum vora þeir nefndir höfuðsmiðir. Þeir stjórnuðu smíði dómkirkn- anna á Hólum og í Skálholti. Þessir fyrri alda hönnuðir vora síðar nefndir forsmiðir og um þá segir Hörður meðal annars: „Ein af ástæðum þess hve mikil áhersla er lögð á að hafa upp á forsmiðum í ágripi þessu er sú að hlutur þeirra hefur verið vanræktur í íslenskri menningarsögu, þeir hafa hvað sem veldur fallið í blinda blettinn í sögusjón þjóðarinnar, era að mestu óþekktir eða þá kunnir fyrir annað en húsagerðarlist. Hún er þó sú grein lista sem sýnilegust er hverjum þjóðarþegni frá vöggu til grafar og ber fram- ar öllu vitni um menningarstig hvers sam- félags. Allir þekkja Benedikt Gröndal og Pál Ólafsson en hver kannast við Magnús Árna- son eða Jón Chr. Stephánsson, jafnaldra þeirra? Gestur Pálsson er greyptur í minni manna en hversu margir kannast við Jakob Sveinsson, báðir fæddir á sama ári? Guð- mundur Jakobsson má sæta því að vera gleymdur en um jafnaldra hans, Hannes Hafstein, þarf enginn að spyrja. Tryggvi Gunnarsson og Helgi Helgason era þekktir fyrir allt annað en framúrstefnu í byggingar- list.“ TRYGGVI Gunnarsson og Jóhann Bessason: Laufás við Eyjafjörð. Fallegt dæmi HÓLAR í Hjaltadal fyrir 1814. Þar stóð þá Auðunnarstofa frá 1313, eitt elzta timburhús landsins. Hún sést þó ekki á myndinni, en þar er auk dómkirkjunnar stórt timburhús frá 1785. HELGI Helgason: Amtmannshúsið sem stóð við Ingólfsstræti 9, reist 1879-80. Dæmi um íslenska timburhúsaklassík. ÍSLENZK BYGGI 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998 H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.