Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Blaðsíða 16
NÝLISTASAFNIÐ 1998 ANDERS Bogkvist: „Flame job“ 1955 - Noræna listahátíðin Sólstafir í Reykjavík. ELDUR I BAKHUSI VIÐ LAUGAVEGINN NÝLISTASAFNIÐ í REYKJAVÍK 20 ÁRA NIARLENE Dumas: teikning 1998 KRISTJÁN Guðmundsson: Skúlptúr 1970 - í eigu Nýlistasafnsins. EFTIR ÁSLAUGU THQRLACIUS Ungir myndlistarmenn tóku höndum saman og stofnuðu Nýlistasafnið í ársbyrjun 1978. Nú þegar safnið stendur á tvítugu, þarf það ekki að sanna sig frekar, það er fullorðið alvörusafn. AFTAN við skrifstofur bisk- ups, í yfirlætislausu bak- húsi á horni Laugavegar og Vatnsstígs, er Nýlistasafn- nið í Reykjavík til húsa. Margir halda sjálfsagt að Nýlistasafnið sé nútíma- listasafn okkar íslendinga og sé rekið á svipaðan hátt og Listasafn Is- lands. Svo er ails ekki. Að rekstrinum stendur félagsskapur myndlistarmanna en félagið sem einmitt á 20 ára afmæli á þessu ári var á sínum tíma stofnað vegna sinnuleysis opinberra safna gagnvart vaxtarbroddum íslenskrar myndlistar. Það brennur hugsjónaeldur í Nýlistasafninu. Framúrstefna í íslenskri myndlist átti skjól í SÚM-hreyfingunni á sínum tíma en eftir að hún leystist upp myndaðist ákveðið tómarúm í listheiminum. Ekki svo að skilja að SÚM hafi verið nein endastöð í framþróun listarinnar en þjóðin hafði að mestu jafnað sig á áfallinu sem verk félaga í hreyfingunni ollu og þeir lista- menn sem á eftir komu „nutu“ ekki í sama mæli hinnar neikvæðu athygli samfélagsins. Pað var því fyllilega tímabært að ungir myndlistarmenn tækju höndum saman þegar Nýlistasafnið var stofnað í ársbyrjun 1978. Pó að Nýlistasafnið hafi þjónað þeim þætti með ágætum var sam- staða eða stuðningur við myndlistarfólk ekki megintilgangur félagsins í upphafi heldur sá að varðveita þau menningarverðmæti sem fólust í verkum yngri kynslóðanna og opinber listasöfn hirtu ekki um. Frumbýlisár í kompu Fyrst um sinn hafði hið nýstofnaða listasafn einungis til umráða geymsluhúsnæði í Mjöln- isholti en árið 1980 flutti það á Vatnsstíginn á neðstu hæð sama húss og áður hýsti Gallerí SÚM. Þar hófst sýningastarfsemi Nýlista- safnsins sem síðan hefur smám saman verið að færa út kvíarnar. Sýningarhald lá að vísu niðri hluta úr árinu 1989 en þá var safninu lokað þar sem til stóð að eigandi hússins, Alþýðubank- inn, notaði það undir eigin starfsemi. Ekkert varð Jió af því og árið 1990 sameinuðust ríki og borg um að afhenda Nýlistasafninu allt húsið, Vatnsstíg 3b. Fyrir tæpum tveimur árum bættist enn við húsakostinn þegar teknar voru á leigu geymslur á öðrum stað í borginni. Þangað var safneignin flutt og fer þar mun betur um hana en í óþéttum sölunum við Vatnsstíginn. Bókverk Diefers Roth Til að byrja með samanstóð safneignin mestmegnis af verkum SÚM-aranna sem flestir voru líka félagar í Nýlistasafninu en sú kvöð var á þeim sem gengu í félagið að skila inn til safnsins a.m.k. einu verki á ári. Þeirri reglu var seinna breytt í eitt verk annað hvert ár og eftir að verulega tók að þrengjast um safnið vegna plássleysis var hætt að ganga sérstaklega eftir því að félagar stæðu þessa plikt sína. Safneignin hélt þó áfram að stækka. Formlegir safnfélagar eru ekki einir um að hafa gefið til safnsins því flestir sem sýnt hafa í sölum safnsins, jafnt íslendingar sem útlend- ingar, hafa fúslega gefið safninu verk. Sá ein- staklingur sem á flest verk í safninu er þýsk- svissneski listamaðurinn Dieter Roth en hann er af mörgum talinn einn merkasti listamaður þessarar aldar. Dieter var búsettur hér á landi um tíma og var hér reyndar alltaf með annan fótinn eftir það þar til hann lést nú síðasta sumar. Hann hafði mikil áhrif á íslenska myndlistarmenn og var einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins. Nýlistasafnið á eftir hann bæði grafíkverk, ljósmyndir og skúlptúra og ákaflega merkilegt bókverkasafn en Dieter var einn af frumkvöðlum þeirrar tegundar af myndlist. Ekkert annað listasafn í heiminum mun eiga jafnstórt safn af bókverkum þessa frjóa og mikilvirka listamanns og Nýlistasafn- ið í Reykjavfk. Vandinn „að eiga" Ekki hefur alltaf ríkt sátt í félaginu um á hvorn þáttinn beri að leggja meiri áherslu, sýningarhaldið eða safnið. Þegar peninga- leysið hefur verið hvað mest hefur mönnum orðið tíðrætt um þann vanda sem fylgir því að eiga svo stórt og merkilegt listasafn og hafa ekki ráð á öðru en láta það liggja undir skemmdum. Betra væri að einbeita sér að því viðráðanlega, þ.e. sýningarhaldinu, og láta öðrum eftir áhyggjurnar af menningararfin- um. Það er hinsvegar ekki hlaupið að því að varpa af sér þeirri ábyrgð því samkvæmt stofnskrá félagsins er ekki hægt að gefa eða selja verk úr eigu safnsins. I febrúar 1997 þeg- ar nýju geymslurnar voru teknar á leigu var gerð gangskör að því að leysa þennan vanda. Þá var safnið dregið framúr geymslunni, verk fyrir verk, hvert og eitt verk var mælt og myndað og skráð inní tölvu. Að því loknu var því pakkað vandlega inní umbúðir við hæfi og því fundinn staður í nýju geymslunni. Þessar aðgerðir léttu áhyggjunum af félög- um safnsins — í bíli — en auðvitað kemur að því að þær verða jafnmiklar aftur ef hér verður iátið staðar numið. Það er ekki lengur forsvar- anlegt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að safni verður stöðugt að sinna, annars grotn- ar það niður. Nýir straumar í myndlist Einsog áður segir veitir starfsemi Nýlista- safnsins myndlistarfólki margvíslegan stuðn- ing, fyrst og fremst með öflugu sýningarhaldi. Eitt af markmiðunum í stofnskrá félagsins er að búa til vettvang fyrir nýja strauma og til- raunir í myndlist og stuðla að endurmati og gagnrýninni endurskoðun á möguleikum og til- gangi myndlistarinnar. í setustofu safnsins er ávallt boðið uppá kaffi og þar er að finna margskonar lesefni um myndlist og listamenn, auk þess sem hægt er að setja spólu í mynd- bandstækið. I framtíðinni verður vonandi hægt að setjast við tölvuskjá og fletta í skránni yfir safneignina og e.t.v. skauta um Netið. En fyrst og fremst hefur áherslan verið á sýningarnar í húsinu. Fyrir utan alla þá íslensku myndlistar- menn sem sýnt hafa í Nýlistasafninu í gegnum tíðina hefur mikill fjöldi erlendra listamanna komið þar við sögu. Það hefur haft ómetanlega þýðingu fyiir íslenska myndlistarmenn og listalífið í heild því enn hefur ekki verið fund- inn upp miðill sem skilar frumverkinu fullkom- lega. Að ekki sé minnst á það þegar myndlist- armennimii- mæta sjálfir á staðinn en það er ákaflega inspírerandi fyrir myndlistarfólk að hitta kollega sína frá öðram hornum heimsins. Orðstír safnsins barst fljótt út um heiminn og víst er að það skaðar engan listamann, hversu frægur sem hann er, að hafa sýnt í Nýlistasafninu í Reykjavík, þvert á móti er það skrautfjöður í ferli hans. Og miðað við fjárhagslegt bolmagn safnsins er listinn yfir erlenda sýnendur lyginni líkastur en á honum eru mörg heimsþekkt nöfn. Allt á fullu Það er oft líflegt í Nýlistasafninu enda mik- il starfsemi í gangi. Á yfirstandandi ári hefur fréttabréfið komið 14 sinnum út, auk þess sem gefið var út rit um bókverk í tengslum við eina sýninguna. Ekki færri en 217 lista- menn hafa átt verk á sýningu í safninu á ár- inu, þar af 48 erlendir, og samkvæmt gesta- bókum er gestafjöldinn kominn vei yfir 12.000 en þá eru áreiðanlega margir ótaldir. Allt út- heimtir þetta gríðarlega vinnu og þótt fram- kvæmdastjóri sé á launum hjá safninu þurfa stjórnarmeðlimir að eyða óteljandi stundum í NÝLIST ASAN FIÐ 1980 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER i 998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.