Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Qupperneq 13
steinflugudIsir
SMÁSAGA EFTIR TRYGGVA V. LÍNDAL
SIGURGEIR
ÞORVALDSSON
HVÍLD
Myndlýsing: Guðný Svava.
TÓR Chevro-
let-bifreið er á
leið eftir þjóð-
brautinni til
Missisauga. Is-
lendingurinn
við hliðina á bíl-
stjóranum
hlustar á sveitatónlistina í út-
varpinu, sem passar svo vel
við reyrgresislandslagið sem
er að líða framhjá í kaldri
morgunþokunni. Ameríska
söngkonan Tanya Tucker er
að syngja, og rödd hennar
minnir hann á sína kæru hjá-
svæfu og skólasystur frá
menntaskóladögunum á
Akureyri.
AUt í einu stoppar bifreið-
in, og Islendingurinn þýtur út
í grámugguna, til að æla; í
mjúkt hágresið. Hann hefur
kúgast af kvíða yfír tilhugs-
uninni um tölfræðitímann í
líffræði sem hann er á leið-
inni í. Skilur enda lítið í
stærðfræði; máladeildarstúd-
entinn fyrrverandi; en nemur
þó líffræði af því hann elskar
svo fuglana og náttúruna.
(„Hvað þykist þú vera að fara
út í líffræðinám; máladeildar-
maðurinn og skólaskáldið,
sem getur ekkert í stærð-
fræði?“ hafði ein bekkjarsyst-
ir hans í MA líka ráðlagt hon-
um.)
Seinna um daginn er hann í
kaffi með grísk-kanadísku
bekkjarsystur sinni, Mary, í sjálfsalaher-
bergi háskólans. Hann á erfitt með að venj-
ast einnota plastglösunum. Pau eru að eta
túnfiskssamlokur, og eins og vanalega hrífst
hann af brosi hennar, mjóu mitti, og hennar
dúnmjúku loðkápu úr kanínuskinni. Hún er
þessa stundina að lesa yfir eitthvert bréf sitt
sem hún vill ekki að hann sjái, og hann lætur
sér líða vel í nemendaþvögunni. Svo stelst
hann til að lesa bara svosem eina línu hjá
henni:
„Svo stóðst þú upp og skildir mig eftir,
með mitt dunandi hjai'ta sem var að springa;
en þú gast ekki skilið það; og neitaðir að
skilja!"
Valtýr gapir: „Þetta eru aldeilis heitar til-
finningar! Eg hafði engan pata af því að
svona lagað væri að gerjast innan í þér!
Hverjum ert þú að skrifa þetta? Aldrei segir
þú neitt svona við mig!“ Hún brosh- til hans
sefandi með sínum rauða munni og ljósbrúnu
augum, og segir værðarlega: „Heyrðu Walt-
er minn, áttu ekki sígarettu?“
Seinna um daginn er hann á leið heim til
Toronto í þéttpakkaðri skólarútunni. Hann
er niðurdreginn; m.a. út af Jackie; bekkjar-
systur hans sem fórst í eldsvoða; heima hjá
sér; fyrir mánuði. Reykskynjarinn var víst
bilaður. Hann hugsar með undarlega blendn-
um tilfinningum um hvernig hennar ítur-
vaxni bossi hefur kannski steikst. Skrítið
hvernig dauðinn grípur inn í líf unga fólks-
ins.
Rétt í því sér hann út um gluggann til
Mary, þar sem hún er gangandi með annarri
stúlku, úti á megin háskólasvæðinu. Hann
þýtur út við næstu stöð og hleypur hana
uppi. Hún er að ræða óðamála við aðra
stúlku á grísku sem er greinilega gömul vin-
kona hennar, en sem markar hana ekki nema
svona rétt mátulega, og er að reyna að hrista
hana af sér. Mary litla virðist honum nú
skjálfa eins og hrísla í vindi, en hin virðist
vera eins og fjallið sem hríslan hennar Mary
stendur á. Þær skipta yfir í ensku er hann
slæst í hópinn. Hin talar um eiginmanninn
sinn nýja, og hvernig hún sé á förum til
framhaldsnáms í líffræði í Bandaríkjunum.
„Ah, hún er líka svo gáfuð,“ segir Mary í
hugaræsingi og horfir á hann í fáti; annars
hugar. Það er eitthvað að ganga hérna á sem
Valtýr botnar ekkert í.
Strax og hann kemur heim fer hann niður
í kjallara til að sinna steinflugurannsóknum
sínum. Þær eru í fiskabúri, þar sem í eru
einnig nokkur smásíli úr læknum sem renn-
ur gegnum skóginn hjá háskólalóðinni í
Missisauga, en nú eru öll dýrin dauð nema
steinflugudísimar. Þær streitast við að gera
armbeygjur alla daga, eins og þær eigi lífið
að leysa, af því þær eru að farast úr súrefnis-
skorti; og eru að reyna að fá loft í tálknin sín
meðfram búknum. Þetta er mjög einföld til-
raun hjá Valtý; listilega einföld að hans mati:
Hann hækkar einfaldlega hitastigið um eina
gi-áðu á dag í búrinu, og athugar hvað það
tekur hverja dýrategund langan tíma að
drepast. Mjög vísindalegt: Allt er stöðugt
nema ein breyta: hitinn. Að vísu stukku sum-
ir fiskamir uppúr búrinu áður en þeir
drápust. En Valtýr gerir þetta í þágu vísind-
anna, og ekki tjóir að vorkenna fiskunum,
þegar nasistarnir gerðu miklu verri hluti í
sínum tilraunum á mönnum; fyrir rúmlega
þremur áratugum.
Og hér lætur Valtýr sér líða vel, í rökkrinu
innan um gutlandi fiskabúrstækin, og reynir
að greiða úr tilfinningastraumi dagsins.
Svo fer hann að hugsa um Mary: það
gengur ekki alltof vel með hana. Hún virðist
stundum gera sér ferð út til að versla, þegar
hann kemur í heimsókn til hennar í skóbúð
mömmu hennar, þar sem hún vinnur í hluta-
starfi. Og einn skólafélaga hans, Kevin, sem
hann granar um að vera undarlegur í kyn-
ferðisáhuganum, fullyrti að hann hefði ný-
lega séð einhverja sem líktist Mai-y á ein-
hverju þingi hjá kynferðislegum fríþenkjur-
um, fyrir norðan Toronto: þar hefði hún
staðið upp og lýst yfir að hún væri frjáls
manneskja sem gerði og hugsaði það sem
hjartað byði. Þessu hafði hún svo þverneitað,
er Valtýr krafði hana sagna, en hún gat þó
heldur ekki sannfært hann um að hún hefði
sængað hjá karlmanni; til þess voru ástarlýs-
ingar hennar of huglægar og efnislitlar.
Og svo var það bíóferðin með Mary, þar
sem hún hafði neitað að kyssa hann kveðju-
kossi, á neðanjarðarbrautarpallinum, á eftir.
Og dylgjurnar í bflnum hjá parinu sem ók
þeim þangað: „Fannst þér þú sjá nógu mikla
nekt, Mary?“ „Veit Walter það?“ Og reiði-
svipur þeirra þegar Mai-y sagði: „Nei, og ég
dreg þig ef þú segir honum það.“
„Ég skil ekki hvað þú ert að vilja með
ragludall og hugleysingja eins og mig, Walt-
er,“ hafði Mary líka nokkram sinnum sagt.
Og af hverju sækist þú eftir að vera með
okkur Grikkjunum, en ekki með þínum lík-
um; Islendingunum? Allir eiga að vera með
sínum líkum.“
Jólin eru að nálgast. Vinur Valtýs, þessi
með skrýtnu kynferðishugmyndirnar, hring-
ir til að bjóða honum á kráarrölt. Valtýr hef-
ur mikið álit á gáfum og glæsileika þessa
unga manns, sem virðist í senn svo uppfullur
af hugsjónaákefð og tilvistarsöknuði; víðles-
ins bókamanns sem hefur komið sér upp fá-
gætu siðspekibókasafni heima hjá sér (sem
hann hefur hnuplað úr bókasöfnum; í kjölfar
dauða föður síns; í menntaskóla), og hyggur
nú á framhaldsnám í heimspekilegri líffræði í
París, við fótskör meistara Foucault.
Þegar hann mætir Kevin á þessari afviknu
bjórkrá, virðast þeir vera nánast einu við-
skiptavinirnir. Honum finnst Kevin vera
óþægilega tilfinningasamur, opinn og nær-
göngull núna, og Valtýr gerist var um sig.
Þegar Valtýr fer að tala um Mary, hlær
Kevin kaldhæðnislega, og segir að hann hafi
líka heimsótt hana í skóbúðina; nýlega; til að
tala við einhvern sér til hugarhægðar, eftir
að mamma hans dó. Kevin fullyrðir og að
Valtýr sé að gelta upp í rangt tré hvað Mary
varðar. Og glottir með sínu dökka írska yfir-
bragði. Svo fer hann að gera lítið úr stein-
flugutilraunum Valtýs: hvað með áhrif mat-
arskorts og nýs umhverfis? Og að veraleik-
inn sé miklu flóknari en hægt sé að mæla
með einni breytu.
Barþjónninn; með hring í öðru eyranu og
mjúklegur í fasi, virðist kannast við Kevin.
Hann segir að hann sé að bíða eftir vini sín-
um, sem ætli að sækja sig í lok vaktarinnar.
Þegar til kemur reynist sá ástvinur vera
karlmaður líka. Nú er Valtý nóg boðið, og
vill ólmur fara að rölta af stað. Þeir Kevin
skunda því þegar áleiðis.
Sem þeir ganga í átt til neðanjarðarbraut-
arstöðvarinnai-, heldur Valtýr tilfinninga-
hlaðna ádrepu um heimspekilega sinnaða
unga vísindasnillinga, sem halda að heimur-
inn gangi ekki fyrir öðru en ofurmannlegi'i
óskhyggju; það sé ekki þannig; heldur snúist
lífið um ófrumlega vinnu meðalgáfaðs fólks
og smáborgaralega eftirsókn þess eftir til-
breytingarleysi. Og hann vill ekki þýðast
boð Kevins um að líta við á öðrum bar þar
sem framin er einhver fríþenkjandi djass-
tónlist.
Kevin gerist nú æ þegjandalegri. „Þú ert
vitlaus, Walter," segir hann að síðustu þegar
hann er sestur inn í neðanjarðarlestina og
dyi-nar eru að lokast milli þeirra: „Þú sérð
ekki það sem er fyrir framan nefið á þér.“
Höfundurinn er ritiiofundur og þjóðfélagsfræðingur í
Reykjavík.
Allir fara
einhvern tíma
undir græna torfu
ekki til að
kanna jarðveginn
eða skoða sig um
heldur einungis
til að hvíla
lúin bein.
HRING-
RÁSIN
Haustlaufið
fellur hljóðlaust
til jarðar -
vindurinn feykir
því burt.
Þannig er lífíð -
kemur og fer,
tíminn hylur
þessi spor.
Höfundurinn er fyrrverandi lögregluþjónn í
Keflavík.
THOMAS HOLTON
FYRIR UTAN
GLUGGANN
MINN
Hvað er það sem ég sé
út um gluggann minn?
Friðsælt íslenskt landslag.
A þessum sunnudagsmorgni
er svo margt að sjá.
Það virðist sem
éggeti séð eilífðina.
Það er heiðskír dagur
einungis skýá stangli.
I fjarska
sé ég fjöllin blá
með hvíta tinda
sem eru eins og rjómaís.
Eg sé líka einn eða tvo sveitabæi
og litla bletti á hreyfíngu.
Litlu blettirnir eru hús, kýr og
kindm\
Börn og bíla sé ég einnig.
Á rennur letilega hjá
hlykkjast fyrir neðan mig.
Fuglarnir hópa sig
og syngja fyrir mig.
Dásamlegt
að byrja daginn þannig.
Oghugsa sér
að við Bíbí kona mín
eigum ótal daga
eftir til að njóta.
Allir heimsins fjármunir
jafnast ekki á við
lífíð og gleðina
fyrir utan gluggann minn.
Höfundurinn er bandarískur að uppruna og
búsettur á íslandi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999 1 3