Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Qupperneq 16
HÁRFÍN lína (The Thin Red Line) skilur milli feigs og ófeigs.
Stríð og friður
Regnboginr í hefur tekið stríðsmyndina Hárfín lína
(The' fhin F ted Line) til sýningar en k sikstjórinn Terrence
Malick hefur nánast farið huldu höfði í tvo áratugi.
>ví tilefni fjallar JÓNAS KNÚTSSON um merkar
stríðsmyndir í kvikmyndasögunni.
SKOTGRAFAHERNAÐUR í fyrri heimsstyrjöld. Úr myndinni Tíðindalaust á
vesturvígstöðvunum.
STRÍÐSMYNDIR eru oftast
áróðursmyndir. í flestum tilvik-
um er engum blöðum um það að
fletta hvort höfundar þessara
mynda eru æsingamenn eða
menn friðar. Goethe hélt því
fram að maðurinn yrði annað
hvort að vera hamar eða steðji.
Margur stríðsmaðurinn hefur eflaust ekki átt
annars úrkosta en að gi'ípa til vopna.
Stríðssögur eiga rætur sínar að rekja til
söguljóða. Þremur árþúsundum fyrir Krists
burð orti ónefnt skáld um garpinn Gilgames.
Stríð var ill nauðsyn en glansmyndir af mann-
vígum voru í þágu valdhafa. Skáld voru fengin
til að mæra stríðshetjur. Virgill lýsir stríðs-
hörmungum í Eneasarkviðu á raunsæjan og
hispurslausan hátt. Sama máli gegnir um Ilí-
onskviðu eftir hinn góða Hómer. Hvorugt
skáldið reynir að fegra mannskæðar orrustur
og báðir sýna stríðsguðina Ares og Mars í sinni
réttu mynd. Skáldbóndinn Guðmundur
Böðvarsson ju'kir af mikilli snilld um eðli stríðs
í Smiðjuljóði:
Inni í töfrum eldsins sé ég
ógn og nauðsyn þá,
sem er á, að sumir smíði
sverð, en ekki ljá.
Heraklítos sagði að stríð væri faðir alls sem
er og konungur allra hluta en náttúruspeking-
urinn virðist vísa til þess að öll fyrirbæri í
sköpunarverkinu fæðist í einhvers konar ham-
fórum. Rithöfundurinn Graham Greene sagði
að allar framfarir yrðu á ófriðartímum. Þessu
til staðfestingar benti hann á að Svisslendingar
hefðu ekki staðið í stríði í hálft árþúsund og
eina tillag þeirra til vestrænnar menningar
væri gauksklukkan.
Stríðsmyndir voru fyrst gerðar í áróðurs-
skyni í fyrri heimsstyrjöld. Yfirleitt fela slíkar
myndir í sér taumlausa hetjudýrkun og ala á
þeirri hugsanaskekkju að menn geti unnið
hvem hersigur á fætur öðrum án þess að mis-
bjóða sæmd sinni. Kvikmyndamönnum hefur
oft reynst erfitt að semja verk sín að duttlung-
um stríðsherra. Sergei Eisenstein gerði
ógleymanlega mynd um rússnesku hetjuna
Alexander Nevskí sem rak tevtónskan óvina-
her úr Rússlandi. Hætt var við gerð myndar-
innar þegar Hitler og Stalín gerðu griðasátt-
mála en Eisenstein var gert að hefjast aftur
handa um leið og Þjóðverjar og Rússar rufu öll
grið. Fyrr á öldinni gerði D.W. Griffíth stór-
virkið Engum vægt (Intoleranee). Myndin var
hátt á fjórðu klukkukstund að lengd og gríðar-
stór í sniðum. Meginstef myndirinnar var að
enginn er annars bróðir í leik en sagan er fjór-
skipt og gerist á ýmsum tímabilum í mann-
kynssögunni. Griffith lagði eigið fé undir þegar
hann réðst í að gera þetta rándýra verk en
þegar á hólminn var komið og myndin tilbúin
til sýningar árið 1916 höfðu Ameríkumenn
sætt sig við að Bandaríkin tækju þátt í hildar-
leiknum í Evrópu. Friðarerindi Griffiths fór
því fyrir ofan garð og neðan og leikstjórinn
galt afhroð. Segir það sína sögu að tveir virt-
ustu kvikmyndamenn á öldinni máttu síns lítils
gegn tíðarandanum í þessum efnum.
Að brytja blámenn fyrir fjandanum
Stríðsmyndir hljóta að skoðast í nokkuð
skrýtinni skuggsjá hér á landi. Þótt mörlandinn
sé síður en svo seinþreyttur til vandræða hafa
menn hér á Fróni ekki farið með ófriði á hendur
hver öðrum með skipulögðum hætti frá því að
land byggðist. Þess í stað söfnuðu forfeður vorir
liði af einhvers konar bríaríi á árum áður og
gerðu óskunda en sá siður hefur lagst af þegar
fram liðu stundir. Islendingar hafa löngum látið
undir höfuð leggjast að di'epa menn, nema þeim
sé í nöp við þá. Sem betur fer hafa þeir ekki bor-
ið andlegan þroska til að hljóta tilsögn í einu eða
öðru en skipulögð mannvíg krefjast þess að
menn hlýði skipunum skilyrðislaust. Snorri
Sturluson segir frá mannjafnaði þeirra konunga
Eysteins og Sigurðar í Heimskringlu. Eysteini
farast svo orð: „Spurt hefi ek þat, at þú áttir or-
rostur nökkurar útan lands, en nytsamligra var
hitt landi váru, er ek gerða meðan. Ek reista
fimm kii'kjur af grundvelli ... meðan þú brytj-
aðir blámenn fyrir fjándanum á Serklandi. Ætla
ek þat lítit gagn ríki váru.“
Rússneski björninn
Rússar hafa hér pálmann í höndunum. Lenín
taldi að kvikmyndirnar væru máttugasti áróð-
ursmiðillinn; rússneskir leikstjórar fengu oft
allt upp í hendurnar þegar þeir völdu sér
hetjudáðir landa sinna á vígvellinum sem yrk-
isefni. Bestu stríðsmyndir sem gerðar hafa
verið voru festar á filmu í Sovétríkjunum sál-
ugu. Þótt Rússar hafi framleitt legíó af áróð-
ursmyndum hafa þeir forðast að draga glans-
mynd af stríði. Stríð og friður og Komdu og
sjáðu eru magnaðar sovéskar stríðsmyndir.
Aðrar merkar myndir af sama tagi eru Sunnu-
dagur í helvíti og Æska ívans eftir Tarkovskí.
Stríð og friður er ein glæsilegasta stríðsmynd
kvikmyndasögunnar. Hollywoodmyndin sem
gerð var eftir sömu skáldsögu var ekki svipur
hjá sjón. Leikarinn og leikstjórinn Sergei
Bondarchuk reyndi að gera mynd af svipuðum
toga um orrustuna við Waterloo en naut ekki
sömu aðstöðu á Vesturlöndum auk þess sem
Bondarchuk studdist ekki lengur við efni eftir
Tolstoy. Bondarchuck fékk aldrei aftur tæki-
færi til að gera jafnyfirþyrmandi verk og Stríð
og frið. Sama má segja um höfund meistar-
verksins Komdu og sjáðu, Elem Klimov. Sögu-
þráðurinn í þeirri mynd minnir um margt á
skáldsöguna Skræpótta fuglinn eftir Jerzy
Kosinski. Segir þar frá grimmdarverkum Þjóð-
verja í Hvíta Rússlandi. Rússar misstu tuttugu
milljónir manna í seinni heimstyrjöld. Því
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 6. MARZ 1999