Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 06.03.1999, Blaðsíða 19
John Le Carré Segir njósnir jafn mikilvæg- ar og áður NJÓSNAEAR ættu ekki að koma inn úr kuld- anum, þrátt fyrir þíðu í samskiptum austurs og vesturs, segir rithöfundurinn John le Carré. Le Carré, sem á sínum tíma starfaði fyrir bresku leyniþjónustuna, lýsti því nýverið yfir að njósnarar væru jafn mikilvægir nú og þeir hefðu alltaf verið. Ný bók höfundarins, Single & Single, var nýlega gefln út í Bretlandi. Hún fær hins vegar ekki nema rétt viðunandi dóma í nýlegri gagnrýni stórblaðsins The New York Times. Le Cairé, sem varð frægur þegar kalda stríðið stóð sem hæst fyrir bækur sínar um njósnir og leynimakk í samskiptum stói-veld- anna, segir að njósnir hafi verið mun auðveld- ari þegar veröldinni var skipt upp í tvær blokk- ir austurs og vesturs. „En það er full ástæða til að halda uppi leyniþjónustu," sagði Le Carré í fyririestri sem hann hélt nýverið. „1 framtíð- inni á ég von á því að hún muni einna helst beinast gegn hi-yðjuverkastarfsemi, hvaðan svo sem hún á rætur sínar að rekja. Leyniþjón- usta mun einnig snúast um að ráða niðurlögum risavaxinna alþjóðlegra glæpahringa." Le Carré svipti í liðnum mánuði hulunni af ráðgátu sem menn hafa lengi brotið heilann um. Greindi hann þá frá því að George Smiley, frægasta söguhetja bóka hans, t.d. úr bókinni Smiley’s People, ætti sér alls ekki fyrirmynd í Sir Maurice Oldfleid, fyrrverandi yfírmanni MIG-deildar bresku leyniþjónustunnar, eins og menn hafa gjarnan talið. Sagði Le Carré að Smiley ætti sér hins vegar að hluta til fyrir- mynd í John Bingham, sem var kallaður „lá- varður þess leynilega“ á meðan hann starfaði í MI5- og MI6-deildum leyniþjónustunnar. MINNISVARÐI KOTBÓNDANS Ur „nótissubókum" Halldórs Laxness um Sjólfstætt fólk > EFTIR PÉTUR MÁ ÓLAFSSON Á 1927 varð Halldór Laxness hríð- tepptur í koti austur í Jökuldals- heiði sem liggur í um 500 metra hæð yfir sjávarmáli vestur af Jök- uldal. Hann hafði lagt af stað úr byggðum árla moi-guns og ætlað alla leið í Möðrudal en ferðin sótt- ist seint þar eð birtu naut ekki af tungli að kvöldinu og skíðafæri í lakara lagi. Þessi næturstaður var langt frá mannabyggðum; að und- anskildum nokkrum öðrum kot- um, sem stóðu á víð og dreif um heiðina, var dagleið til byggða og þrjár dagleiðir í kaupstað, jafnvel að sumarlagi. Halldór lýsti þess- ari heimsókn síðar í grein er hlaut nafnið „Skammdegisnótt í Jök- uldalsheiðinni" þar sem segir „Það var ekki sjónarmunur á kotinu og jöklinum; samferða- menn mínir hittu á það með því að að fylgja sérstökum miðum. Við geingum mörg þrep niðurí jökulinn til að komast inní bæardyrnar. Baðstofukytran var á loftinu, niðri var hey og fénaður. Hér bjó karl og kerlíng, sonur þeirra og móðir bónda, farlama gamalmenni. Bónd- inn átti nokkrar kindur, en hafði slátrað einu kúnni til þess að hafa nóg handa kindunum. Hann sagði að það gerði minna til þótt fólkið væri mjólkurlaust og matarlítið, aðalatriðið væri að hafa nóg handa kindunum.“ Fólkið í heiðinni dró fram allt það besta handa ferða- löngunum: þeir fengu soðið beljukjöt um kvöldið og soðið beljukjöt morguninn eftir, kaffí og grjótharðar kleinur. „Slá í gegn" á dönskunni Þessi skammdegisnótt í Jökuldalsheiðinni átti eftir að bergmála í einu þekktasta verki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki (1934-35); sögunni um Bjart í Sumarhúsum sem býr í heiðinni með fjölskyldu sinni en þó öðru frem- ur með sauðfé og hundtík. Heimsóknin í kotið árið 1927 var þó ekki kveikja söguúnar. Hún hafði brotist lengur um í huga skáldsins. Fyrsta tilraun Halldórs til að gera hinum ís- lenska kotbónda skil, smásagan „Thordur i Kalfakot“, birtist á síðum danska blaðsins Berlingske Tidende árið 1920 og var sagan skrifuð á dönsku. Halldór dvaldi um það leyti í borginni við Sundin, hafði sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar (1919) og hugðist nú hasla sér völl sem rithöfundur á danska tungu. I jólabréfi til móður sinnar frá árinu 1919 sagði hann meðal annars: „ég hef heitið því, að koma ekki heim fyr, en ég sé bú- inn að „slá í gegn“ á dönskunni". Sagan kom síðar út á íslensku undir heitinu „Kálfkotúnga- þáttur“. Þessi tvö verk, Sjálfstætt fólk og smá- sagan, eru mjög ólík en greina þó bæði frá lífi í örreytiskoti þar sem fátækt og bjargarleysi ríkja og í báðum sögunum er komið að lifandi afkvæmi hjá látnu foreldri. Salt jarðar Verkið sótti áfram á Halldór Laxness og hann glímdi stundum „frammá nætur við þennan bóndadjöful sem ég hafði sært uppúr jörðinni í Danmörku“, eins og segir í minn- ingasögunni Grikklandsárinu (1980) en náði ekki utan um efnið. Átti verkið að heita Salt jarðar. Drögin urðu öll eftir hjá móður hans þegar skáldið hélt til meginlands Evrópu síð- sumars 1921. Átta árum síðar, í kæfandi sum- arhita í Kaliforníu, skaut „bóndadjöfullinn" upp kollinum á ný og Halldór fór enn að glíma við hann. Nú hét sagan Heiðin. Enn eina at- rennu gerði hann að efninu í Berlín 1932, eftir að hafa sent Sölku Völku frá sér (1931-1932), og er Halldór kom frá Rússlandi sama ár small sagan saman og hann skrifaði hana á tveimur ái’um. Bókin kom síðan út í tveimur hlutum 1934-1935 undir heitinu Sjálfstætt fólk. Konúngleg reisn Halldór Laxness var ævinlega með minniskompur á sér og hripaði niður í þær at- hugasemdir, hugdettur og annað sem skipti máli fyrir þau verk sem hann vann að hverju sinni eða gátu nýst honum síðar. í „nótissu- bókunum“ frá því að hann glímdi við kotbónd- ann má sjá margt forvitnilegt. Hann vísar í uppkastið frá Berlín hér og hvar en einnig lít- illega í drögin frá Los Angeles. I kompunum segir t.d.: „I þessu mjög svo samþjappaða verki á að túlkast saga íslensku þjóðarinnar in nuce [í hnotskurn]“. Á einum stað hripai- skáldið hjá sér eins og til áminningar: „Hið óheyrilega child labor [barnaþrælkun] á ís- lenskum kotbæum". Við sjáum í minnisbókunum að nafnið á aðal- söguhetjunni, Bjarti, kom ekki strax. Um tíma er talað um 'Páljón Sigursteinsson og „verald- arstríð“ hans, á öðrum stað heitir hann Þorleifur Jónatansson og í lokin kemur Guðbjartur Jónsson - Bjartur í Sumai’húsum. I komp- unum eru drög að köflum en einnig áminning til höfundarins á borð við: „Þarf að ljá öllu fólkinu persónulegar (sympatískar) lín- ur, einkanl. konunum og dóttur- inni.“ Og á_ öðrum stað: „Laga samtölin Á la Hemingway“. Einnig: „Gleyma aldrei eitt augnablik tilfinníngum samlíðun- arinnar - með öllu sem er.“ Með- an Bjartur heitir ennþá Þorleifur segir á ein- um stað: „Gæta þess ennfr. að láta Leifa aldrei tapa sinni konúnglegu reisn alt í gegn um sög- una, - þann eiginleik að vera hafinn yfir um- hverfið." Þá slo’ifar hann hjá sér: „Segja sög- una í dillettantískum epísódum, eins og höf- undurinn ráði ekki við frásögnina - en teingja allar epísódurnar undir niðri, svo þær gefi full- komna listræna heild.“ Litlu síðar stendur: „Sleppa öllu því hreinelegiska í stílnum, en gera alt að frásögn með elegiskum lit hér og hvar. Boðorð: þáttur, saga, ekki róman eða kúnstform." Soðning og braedingur Framarlega í minniskompunum víkur Hall- dór að stríðinu um kúna í Sumarhúsum: „Kai’l- inn í heiðinni berst snemma móti því að hafa kú, en er þraungvað til þess af bygðafólkinu. Konan hættii’ fljótt að mjólka börnum, en karlinn vill gefa þeim saltað tros í dúsuna sína. Konan elskar kúna mest af öllu.“ I hinni end- anlegu gerð sögunnar segir Bjartur síðan: „Eg fékk soðníngu og bræðíng í dúsuna mína * fyrsta ári og þroskaðist vel.“ (46) I þessari baráttu stóðu allir með þessari skepnu sem færði heimilisfólkinu mjólk - nema húsbóndinn á heimilinu og auðvitað tíkin sem ævinlega fylgdi honum að málum. Á meðan Bjartur heitir ennþá Þorleifur segir í þessu samhengi í minniskompunum: „Þegar allh’ aðrir sneru baki við Leifa í Heiðinni, þá tignaði tíkin hans hann. Koma þessum andstæðum að.“ Halldór veltir líka ýmsu fyi’ir sér í nótissu- bókunum varðandi sögusviðið. Á einum stað skrifar hann: „Próblem: á bærinn að standa uppi á heiðinni, eða í krika inn með fjallinu? Ef bærinn stendur í krikanum liggur þar fram hjá honum vegur upp á heiðina, varðaður hest- vegur í fyrstu, síðar1 bílvegur.“ lllt innræti forsjónarinnar Þannig leggur skáldið niður fyrir sér í minniskompunum, hvaða dráttum eigi að mála persónurnar og hvernig stíllinn skuli vera, auk þess að punkta hjá sér álitamál. Þarna er einnig að finna ýmislegt sem ekki rataði inn í hina endanlegu gerð, að minnsta kosti ekki í sama formi. A einum stað nóterar skáldið hjá sér: „Þorleifur Jónatansson drap sín börn á heiðarlegan hátt,“ sem ekki er að finna í sögunni og á öðrum stendur: „Bjartur við Ástu Sóllilju: Hjá mér hefur altaf verið til nóg að bíta og brenna. Og ég hef altaf staðið í skilum, bæði við guð og menn. En ég hef orðið fyrir því óláni að eiga hjartveikar konur; sem er einsog hver annar guðs vilji." Síðari klaus- an er í sögunni en í öðru samhengi, lítillega breytt og í tvennu lagi. Fyrri hluti málsgrein- arinnar kemur inn í samtal Bjarts við oddvit- ann sem ýjar að því að það sé laus vinnu- mannsstaða hjá sér til að losa kotunginn und- an jarðakaupunum en þá segir Bjartur stoltur og sjálfstæður að hann hafi staðið „í skilum við guð og menn“. (126) Síðari hlutann er að finna í samtali Bjarts við hreppstjórann á Utirauðs- mýri þegai- sá síðai’nefndi reynir að koma kú inn á fólkið í Sumarhúsum en af því tilefni seg- ir bóndi: „ég hef orðið fyi’h’ því óláni að eiga hjartveikar konur, sem er einsog hver annar guðs vilji og ílt innræti forsjónarinnar.“ (182) Að sá í akur óvinar síns alll sitt lif Sjálfstætt fólk gerist í upphafi 20. aldar og segir frá Guðbjarti Jónssyni sem lætur gaml- an draum rætast með því að kaupa lítið kot sem hann nefnir Sumarhús. Bjartur er loksins orðinn sjálfstæður maður eftir áralanga vinnu- mennsku, sjálfs sín herra sem þarf ekki að sækja neitt til ókunnugra. Hann berst við að halda svokölluðu sjálfstæði sínu allt til enda - ekki síst gagnvart fyrrverandi yfirboðurum Halldór Laxness sínum á Útii-auðsmýri og fæinr fyrir það óbæt- anlegar fórnir. Öllum hlutum sögunnar lýkur t.d. með því að Bjartur missir eitthvað og má segja að „veraldarstríð" hans ki-istallist í eftir- farandi tilvitnun: „Það er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu." (524) I minniskompunum hnykkir Halldór á þessu með eftirfarandi orðum: „Framtak ein- staklíngsins í þúsund tilfellum á Islandi: Bjart- ur í Sumarhúsum. Hreppstjórinn á Útirauðs- mýri táknar framtak einstaklíngsins í einu til- felli af þúsund.“ Þannig gerir Halldór Bjart að eins konar táknmynd baráttu íslenskrar al- þýðu fyrir því að fá að ráða sér sjálf - baráttu sem er dæmd til að mistakast. Eða eins og seg- ir í minniskompu skáldsins: „Guðbjartur Jóns- son í Sumarhúsum, sjálfstæðismaður og frels- ishetja, fulltrúi íslensks þjóðemis.“ Að sigra sjálfan sig Þó að Bjartur í Sumai’húsum sé Islendingur í húð og hár er sagan þó sammannleg eins og útbreiðsla hennar um heiminn. Þannig er Sjálf- stætt fólk í senn eins íslensk saga og hugsast^ getur en um leið alþjóðleg. Með henni tókst Halldóri Laxness að reisa hinum íslenska kot- bónda óbrotgjarnan minnisvarða - hinum sjálf- stæða manni sem í miðjum ósigi’i sínum stend- ur uppi sem sigurvegari; honum tókst að lok- um að sigra sjálfan sig. (Vísanir í blaðsíður eiga við útgáfur Vöku- Helgafells frá 1996 (innbundin) og 1998 (kilja)) Pétur Mór Ólafsson er cand. mag. í íslenskum bók- menntum og útgófustjóri Vöku-Helgafells. A LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. MARZ 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.