Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg KRISTÍN ísleifsdóttir og Sigrid Valtingojer koma verkum sínum fyrir í Listasafni ASÍ. TVÆR sýningar verða opnaðar í Lista- safni ASI í dag kl. 14. Myndlistarmennirn- ir Sigrid Valtingojer og Kristín ísleifsdótt- ir sýna verk sín saman í Asmundarsal og í Gryfju. Sigrid sýnir grafíkmyndir, tréristur og einþrykk. Hún hefur þróað myndmál sem vísar til arftekinna tákna og náttúru- forma, sem oftast flæða yfir myndflötinn og umbreytast, sameinast eða klofna. Þessi sýning er 15. einkasýning Sigrid. Auk þess hefur hún tekið þátt í ijölda sam- sýninga víða um heim og hlotið viðurkenn- ingar fyrir verk sín á Italíu, í Japan og Bandaríkjunum. Sigrid er stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Islands. Myndmál og málshættir '\ f Listasafni ASÍ Kveikjan að verkum Kristínar eru máls- hættir, sem hún flokkar niður eftir orðum eða inntaki og veltir fyrir sér einkennum íslenskrar kímni. „Við flokkun málshátt- anna og staðfestingu á tilveru þeirra studdist ég helst við ritin Islenskt máls- háttasafn eftir Finn Jónsson, Islenskir málshættir eftir Bjarna Vilhjálmsson og Óskar Ilalldórsson og Spakmæli í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar," segir í sýning- arskrá. Verk Kristínar eru unnin í leir og málm og á þau er þrykkt með silkiþrykks- tækni. Kristín hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar á íslandi og í Japan. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum erlendis, að- allega á Norðurlöndunum og í Japan. Hún er stundakennari við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Sýningarnar eru opnar frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga og þeim lýkur sunnudaginn 28. mars. LEIKIÐ A STRADIVARIUSFIÐLU FRÁ 18. ÖLD í NORÆNA HÚSINU BERENT Korfker fiðluleikari og Kana Yamaguchi píanóleikari. BERENT Korfker, fiðluleikari frá Hollandi, og Kana Yamaguchi, píanóleikari frá Japan, halda tónleika í Norræna húsinu í dag, sunnu- dag, kl. 17. Þau hafa verið á tónleikaferðalagi víðs vegar um Evrópu á vegum ARSIS og reka tónleikarnir hér endahnútinn á ferðalag- ið. Á efnisskránni eru sónötur eftir Beet- hoven, Brahms, Hándel og Fauré. Á tónleikunum mun Berent leika á forláta Stradivariusfiðlu frá árinu 1703 sem nefnd er eftir fyrri eigenda sínum, Maximilian Joseph, sem var konungur í Bæjaralandi í byrjun 19. aldar. Berent Korfker var ungur að aldri þegar hann hóf nám við Sweelinck-tónlistarháskól- ann hjá Davinu van Wely. Hann lauk einleik- araprófi með hárri einkunn (cum laude) og hélt til framhaldsnáms hjá rússneska fiðlu- kennaranum Zakhar Bron, við tónlistarhá- skólann í Liibeck og síðar í Köln. Berent vann Beethoven-verðlaunin í Wieni- awski-keppninni í Lublin í Póllandi og árið 1991 hlaut hann önnur verðlaun í Oskar Back- keppninni í Hollandi, auk þess sem honum voru veitt verðaun fyrir bestu túlkun á nú- tímaverkinu sem var skylduverkefni. Berent hefur haldið fjölda tónleika víða um heim. Hann var aðeins 13 ára þegar hann lék í fyrsta sinn einleik með hljómsveit. Kana Yamaguchi hóf píanónám sitt í Japan en aðeins 10 ára að aldri fluttist hún með for- eldrum sínum til Hollands og sótti til að byrja með tíma til bandaríska píanóleikarans Lud- wigs Olshanskys. Hún lærði síðar hjá Willem Brons við tónlistarháskólann í Amsterdam og hjá Sumiko Nagaoka við tónlistarháskólann í Utrecht og lauk einleikaraprófi þaðan. Hún hefur unnið með Mariu Kulakowska að undir- leik og kammermúsík. Kana hefur leikið á tónleikum víðs vegar um Evrópu. Kana Yamaguchi og Berent Korfker hafa leikið saman síðan árið 1990 og halda reglu- lega tónleika. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Gallerí Fold, Rauðarárstíg Ómar Stefánsson. Til 14. mars. Gallerí Horn Sesselja Björnsdóttir. Til 24. mars Gallerí Stöðlakot, Jón Adólf Steinólfsson. Til 28. mars. Gerðarsafn Vestursalur: Rúna Gísladóttir. Austursalur: Guðrún Einarsdóttir. Neðri hæð: Mireya Samper. Til 28. mars. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Samsýning sex einfara: Svava Skúladóttir, Sig- urður Einarsson, Hjörtur Guðmundssor., Þórð- ur Valdimarsson, Sigurlaug og Guðrún Jónas- dætur. Til 9. maí. Hallgrímskirkja Kristján Davíðsson. Til 15. apríl. Hafnarborg Norræn samsýning. Til 22. mars. Iláskólahókasafn Örsýning - Bríet Héðinsdóttir. Til 30. apríl. Ingólfsstræti 8 ívar Valgarðsson. Til 21. mars Kjarvalsstaðir Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí. Miðrými: Einar Garibaldi Einarsson. Til 14. mars. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og Gryfja: Kristín ísleifsdóttir, keramik. Sigrid Valtingojer, grafík. Arinstofa: Svavar Guðnason, úr eigu safnsins. Til 28. mars. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Salur 1: Fjórir frumherjar; Þórarinn B. Þor- láksson, Asgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval. Til 11. apríl. Salur 3: Sig- mar Polke. Til 28. mars. Salur 4: Gunnlaugur Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Nína Tryggvadóttir, Þorvaldur Skúlason og Snorri Arinbjarnar. Til 18. apríl. Ljósmyndir Inez van Lamsweerde. Til 14. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfírlitssýning á verkum Sigurjóns. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Friðríkur. Myndljóðsýning. Til 27. mars. Norræna húsið Aðalsalur: Líf og list H.C. Andersen. Til 14. mars. Anddyri: Ljósmyndasýning af rithöfund- um eftir Ulla Montan. Til 21. mars. Nýlistasafnið Rósa Gísladóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og ívar Brynjólfsson. Til 28. mars. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. Ráðhús Reykjavíkur Sýning nýútskrifaðra arkitekta, innanhúss- arkitekta og iðnhönnuða. Til 21. mars. SPRON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Þjóðarbóklilaðan Lárus H. List. TIl 26. mars. Laugardagur Langholtskirkja: Tónleikar til styrktar fötluð- um. Kl. 17. Ráðhús Reykjavíkur: Lúðrasveit Þorlákshafn- ar, Lúðrasveit Hafnafjarðar, Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit Verkalýðsins. Kl. 16. Sunnudagur Norræna húsið: Berent Koríker, fiðluleikari og Kana Yamaguchi, píanóleikari. Kl. 17. Salurinn, Kópavogi: Björk Jónsdóttir, sópran og Svava Víkingsdóttir, píanó. Kl. 17. Kristskirkja, Landakoti: Guðný Guðmunds- dóttir, fiðluleikari, Gunnar Kvaran, sellóleikari og Ulrik Ólason, orgelleikari. Kl. 20.30. Mánudaguar Salurinn, Kópavogi: Jóhann Smárí, bassi og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Samkór Kópavogs. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Tveir tvöfaldir, lau. 13., fös. 19. mars. Bróðir minn ljónshjarta, sun. 14. mars. Abel Snorko býr einn, lau. 13., fös. 19. mars. Maður í mislitum sokkum, lau. 13., sun. 14., fím. 18., fös. 19. mars. Borgarleikhúsið Fegurðardrottningin frá Línakri, lau, 19., fim. 18. mars. Pétur Pan, lau. 13., sun. 14. mars. Horft frá brúnni, lau. 13., fim. 18. mars. Sex í sveit, fös. 19. mars. Islenska Óperan Ávaxtakarfan, lau. 13., sun. 14. mars. Hellisbúinn, lau. 13., sun. 14., fós. 19. mars. Loftkastalinn Hattur og Fattur, frums. 17. mars. Iðnó Leitum að ungri stúlku, lau. 13., fös. 19. mars. Ketilssaga Flatnefs, sun. 14., mars. Þjónn í súpunni, lau. 13. mars. Skemmtihúsið, Laufásvegi 22 Bertold Brecht, sun. 14. mars. Kaffileikhúsið Hótel Hekla, lau. 13., mið. 17. mars. Hugleikur Nóbelsdraumar, lau. 13., mars. l'jarnarbíó SvartkJædda konan, sun. 14., fös. 19. mars. Möguleikhúsið v. Hlemm Snuðra og Tuðra, lau. 13., mið. 19. mars Hafrún, sun. 14. mars. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.