Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 6
GAGNRYNIN FJARLÆGÐ EFTIR RUI HORTA Rui Horta Borgirnar sem við búum í eru svo ofsafengnar og flóknar, að hvers- dagslegar athafnir krefjast þess af okkur að við reynum að velja svo að raunverulegar þarfír okkar fái einhverja athygli. Við lifum á tíma hugans, þar sem samskipti og upplýsingar eru að móta heim- inn á ný. Við erum í hlutverki véla. Skynfæri okkar eru svo önnum kafin við að reyna að átta sig á heiminum að við finnum naumast fyrir líkömum okkar. Líkaminn sem eitthvað náið, sem skjól, er seinasti leynistaðurinn sem varðveitir tilfínningar okkar og lætur okkur fínna fyrir eðli okkar. Ég er farinn að efast um hlutverk mitt sem dansskáld. Er það einhvers konar barátta við vindmyllur að færa lík- amann í öndvegi við listræna tjáningu? I háþróuðum samfélögum hafa þegnarnir lært að greina hátæknisinnaðan huga frá hefð- bundnum, gamaldags líkama, og una því að það sé auðveldara að skilja sundur en fella saman þetta tvennt sem ætla mætti að væru andstæður. Þegar dagur er að kvöldi og starfsfólk stórfyrirtækja í Tókýó fer heim, klæðist kímónó og leggur stund á einhvers- konar bardagaíþróttir, eða skrifstofumenn í New York fara úr jakkafötunum og dubba sig upp í stuttbuxur og skokka hring í almenn- ingsgarði, ein báðir hóparnir að viðurkenna að líkaminn sé afdrep, eitthvað sem þeir hafí misst tengslin við. Aður fyrr var gatan staður samskipta en núna er hún staður háskans. Henni fylgir hug- myndin um landamæri, og um þá gagnrýnu fjarlægð sem er á milli okkar og annarra. Þessi fjarlægð er hlutfallslega jafn mikil og fjarlægðin milli hugar og líkama - og mikið autt svæði skilur þá að. Við hneigjumst tO að stækka þetta svæði jafnt og þétt um leið og við leitum skjóls. An þess værum við berskjölduð andspænis átökum, óreiðu, jafnvægisleysi - en einnig andspænis göldrum og töfrum. Það er einkum vani sem viðheldur þessum landamær- um, þau eru skjólgarðar sem við reisum sjálf, hólf sem geta varið sálir okkar líkt og húðin ver nashyrninginn, og að brjótast úr viðjum þeirra verður að þeirri kvalafullu, opinberandi reynslu sem Beckett lýsir með tilvísun í Proust og kallar „ómeðvitaða endurminn- ingu“: „Þessi tilviljana- og flóttakennda frels- un í lífinu miðju kann að skjóta upp kollinum þegar virk „ómeðvituð endurminning" er vak- in af vanrækslu eða af kvöl vanans, og ekki við aðrar aðstæður, ekki endilega þá.“ Eina leiðin til að greina sköpunargáfuna er að leita þeirra fágætu andartaka þegar við getum brotist úr viðjum þessarar keðju orsaka og afleiðinga, og fundið hina snöggu bletti sálarinnar. Krafa samtímans um að við endurhæfum líkamann og færum hann bókstaflega inn á mitt sviðið gefur dansinum stórt tækifæri. Þar með er dansskáldið krafið um að reyna að uppgötva hvað tilheyri dansinum og hinni leik- rænu andrá. Ég horfi á heiminn og endurvinn hann með sporum mínum. Útkoman er óhjákvæmilega hröð. Það kemur mér stöðugt á óvart að jafn- vel þó að ég taki óendanlega langan tíma í að lýsa ástandi á sviðinu, virðist það hratt, í skynjun okkar getum við staðið kyrr í tíman- um. Við notum alltaf valið sem skynfæri okkar gera, það er eina leiðin til þess að halda geð- heilsu í borg. Athyglisvert er að við notum jafnan innsæið til þess að átta okkur á hegðun- arkóðanum sem við greinum í líkamstjáningu annaiTa. En við notum það til að réttlæta skelfingu okkar, óttann við að verða fyrir truflun, andúðina á því að leyfa öðrum að þramma gegnum landamæri okkar. Með löng- un okkar til að ná einhverju settu marki höf- um við tapað hæfileikanum til að skynja smá- atriði og hve allt er viðkvæmt. Við erum komin á leiðarenda áður en við komum þangað. Sem dansskáld erum við að vekja tilfinning- ar sem eru varðveittar sofandi í fjarlægu hug- skoti. Hvert okkar er efni og við mengum TIMARIT Máls og menningar er komið í nýjan búning en hönnuð hefur verið ný og stílhrein kápa á ritið. Hæfir það vel þar sem það stendur nú á talsvert merkileg- um tímamótum en 60 ár eru liðin síðan það kom fyrst fyrir augu lesenda, myndað úr Rauðum pennum og „litla tímaritinu" svokallaða sem var gefið út af Máli og menningu árin 1938 og 1939. Eiga ritstjórinn, Friðrik Rafnsson, og Robert Guillemette, teiknari og kápuhönnuð- ur, heiðurinn af breytingunni. Ohætt er að segja að TMM hafi sett svip sinn á bókmenntalíf hér á landi þessi sextíu ár. Ritið hefur einkum birt og fjallað um ís- lenskar samtímabókmenntir og hefur haft nokkra sérstöðu að því leyti á tímaritamark- aðnum hér. Friðrik hefur lagt áherslu á „blöndu þjóðrækni og heimsmenningar", eins og hann kallar það sjálfur í P.S.-grein í þessu hefti. Þannig hefur verið meira um erlent efni í ritinu undanfarin ár, einkum frá erlendum tímaritum sem ritstjórinn hefur komið á sam- starfi við. Hefur þetta aukið gildi ritsins mjög og bætt nokkuð úr skorti á umfjöllun um er- lendar samtímabókmenntir í íslenskum bók- menntatímaritum. Goytisolo og heiður skóldsögunnar Það er raunar töluverð erlend slagsíða á nýjasta hefti TMM. Nýtt og áður óbirt viðtal birtist við spánska rithöfundinn Juan Goytis- olo, sem tekið var í París í október síðastliðn- um. Viðtalið nefnist „Af „Cervantísku“ bergi brotinn" og eru höfundar þess Francisco Herrera, Wolfram Eilenberger og Haukur Astvaldsson. Goytisolo er einn af áhrifamestu skáldsagnahöfundum Spánar en einnig hefur hann ritað fjölda greina og ritgerða um ýmis málefni. Hann hefur til dæmis tekið mikinn þátt í Evrópuumræðunni og fjallar viðtalið að nokkru um stöðu og hlutverk Spánar í Evr- ópu. I viðtalinu ræðir Goytisolo einnig um sína eigin stöðu í spænskum bókmenntum og talar þar um útlegð sína frá Spáni. Segist hann ævinlega hafa „haldið fram mikilvægi þess að eiga kost á að skoða sína eigin menn- ingu í ljósi annarra menningarheima vegna þess að forgangsröðunin í gildismati manns gerbreytist við það.“ Orð hans gætu í raun átt við um hvaða höf- und og hvaða samfélag sem er, ekki síst það Á TÍMAMÓTUM MEÐ ERLENDA SLAGSÍÐU Tímarit Máls og menningar á sextíu ára afmæli í ár. A þessum óræða aldri hefur það að markmiði að kynna íslenskar og erlendar samtímabókmenntir. ÞRESTI HELGASYNI fannst sérstaklega áhugaverð erlend slag- heftinu. skáldsögunnar og lögmál hennar tekin til um- ræðu. Fuentes stillir frásagnarlegum eigin- leikum nítjándu aldar raunsæisins upp í and- stöðu við skáldsögur í anda fjölröddunar eða díalektíkur rússneska bókmenntafræðingsins Mikhaíl Bakhtíns. Talar hann um heiður skáldsögunnar í því samhengi: „Hið skapandi frjálsræði Bakhtíns hentar nútímaskáldsög- unni vel og rýmir til fyrir óuppfylltum mögu- leikum hennar. Hér á ég við skapandi frjáls- ræði í orðanotkun, en líka, fyrir milligöngu tungunnar, sagnfræðilegt frjálsræði, pólitískt og jafnvel þjóðernislega dýnamískt, ekki hlutlaust; með rifjasteik, ekki vellingi; um- faðmandi, ekki útilokandi. í þessu felst heið- ur skáldsögunnar í samtímanum. Juan Goyt- isolo holdgerir þennan heiður og skilgreinir hann á framúrskarandi hátt.“ fámennissamfélag sem þrífst hér úti á hjara veraldar. Goytisolo segir ennfremur: „Þeir sem búa á Spáni og þekkja eingöngu spænska hefð - jafnvel þótt þeir þekki hana afar vel - fá gildisdóma, hugmyndir og skoðanir nánast eins og í arf og hvarflar því ekki að þeim að efast um neitt af þessu. Én ef maður býr erlendis getur maður borið hlutina saman og kemur þá oft í ljós að sumt af því sem hátt er skrifað á Spáni er ekki annað en eftirlíkingar úr menningu annarra landa. A sama tíma má finna verk á spænsku sem eru alveg einstök í frumleika sínum en enginn hefur þrátt fyrir það hinn minnsta áhuga á, jafnvel þótt útilokað sé að fínna nokkuð sam- bærilegt á öðru tungumáli.“ Aðspurður hvort menningarleg stöðnun og einsleitni geti lamað sköpunargáfu rithöfunda segir Goyt- isolo: „Ég tortryggi mjög hinar fast- mótuðu sjálfsmyndir sem gæða- þjóðernishyggjur einsleitra samfé- laga halda sífellt á lofti vegna þess að öll þessi einsleitni og allar þess- ar alheilögu sjálfsmyndir eru ein- ungis mögulegar með því að beita einstaklingana ofbeldi. Slíkt fær ekki þrifist nema í harðræðisríkjum.“ Einnig er birt grein eftir mexíkóska skáld- sagnahöfundinn Carlos Fuentes um Goytis- olo en Fuentes segir hann í hópi mikilvæg- ustu rithöfunda Spánar. Grein Fuentes er einkar fróðleg. Víða er komið við í sögu HÖNNUÐ hefur verið ný forsíða á Tímarit Máls og menningar í tilefni af sextíu ára afmælinu. Málverk á kápu nefn- ist Læsingin (1778) og er eftir franska málar- ann Jean-Honoré Fragonard. Átjánda öldin og nútíminn Og fleira er af erlendu bergi brotið í TMM að þessu sinni og það ekki af veira taginu. Birt er grein eftir franska skáldsagna- og ritgerðahöfundinn Guy Scarpetta um tengsl átjándu aldarinnar og nútímans en greinin er fengin úr nýju greinasafni höfundar, Pour le plaisir (Gallimard, 1998). Greinin er bráð- skemmtileg en í henni skoðar Scarpetta hvernig átjánda öldin birtist í bókmenntum og listum síðari tíma. Segir hann að það sé í raun ekki hin „raunverulega“ átjánda öld sem birtist í verkum síðari tíma heldur draumur eða draumórar um hana, „það er að segja öld sem byggð er á raunveru- leikanum en er samt afbök- uð, tilbúin og endurbyggð, [...].“ Scarpetta heldur því fram að það sé altént svo „að menn velja, einangra, nema burt, endurlífga ævin- lega tilteknar hliðar 18. ald- arinnar, og það í ákveðnum Juan tilgangi." Þannig nefnir Goytisolo hann til dæmis hvernig súr- realistarnir notuðu Sade og svörtu skáldsöguna hans „í þeim tilgangi að berjast gegn pósitívismanum, raunsæinu, og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, [...].“ Nú á tímum segir Scarpetta að fjöldinn allur af listamönnum vísi til átjándu aldarinnar, „yfirleitt til að mynda mótvægi við það and- rúmsloft siðavöndunar og rétttrúnaðar sem 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.