Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 9
JÓN VALUR JENSSON HAUST Nú hvílir drungi haustsins yíir bænum. A gráum himni sjást ei skýja skil. Það skrúð sem varð í röðuls eldi til sem fölnað lauf nú bærist fyrir blænum. Og napur, lævís súgur berst af sænum. Hve fjarri er lífíð sínum sólaryl, þá sumargeislar fíóðu um glugga og þil og kitluðu blóm og runna í görðum grænum. Mér sýnist allt svo undurbert og kalt, öll tilveran sem titri á feigðarstundu, - æ, tággrönn björk! hve dapurt er þitt kveld. Hann kemur senn, sem kæfír þetta allt: I konunglegri ró á jarðargrundu hann þykkan, hvítan breiðir bjarnarfeld. Á SELTJARN- ARNESI Ólmast sjór í öldufóllum. Uthafsbrim á klettum brýtur. Lemur úðinn landið hvítur... Lífsins tök þig herði! Fallin grös með fífum öllum. Frost í jarðarsverði. Ofar sænum úfnum, gráum: Akrafjall með hlíðum bláum. HEIÐIN (úr þrítugri drápu) Heiðin er líf, sem eg lofa, leggst gjarnan niður að vexti jarðar og sækh• í svörðinn sárglaður bót minna tára. Undurheitum með höndum hlýjum á degi nýjum vin sinn að baðmi vænum vefur hún skáld og sefar. Höfundurinn er guðfræðingur og forstöðu- maður Ættfræðiþjónustunnar. PÁLMÍ EYJÓLFSSON TRYGGVA- SKÁLI Hús, sem lætur lítið yfír sér hin Ijúfa minning þar um hugann fer. Frá gömlum dögum er ég einn af þeim, erylinn fann sem minnti á komu heim. Því húsfreyjan varhlýleg, sönn og góð, sem hér með brosið sitt við verkin stóð Úr borg og sveitum gesti að garði bar, sem góðan beina og alúð fengu þar. Við rauða húsið allt er orðið hljótt, þar áttu margir þreyltir góða nótt og létt var stiginn dansinn kinn við kinn, menn kræktu þar í betri helminginn. Úr sveitum komu hálfkassar íhlað, með hreppstjóra og presta á fundarstað. I litlum stofum leystu menn sín mál. í minningunni er opið hús með sál. Höfundurinn býr ó Hvolsvelli. LEIFUR HEPPNI Leifur Eiríksson ÞORGEIR UÓSVETNINGAGOÐI Þorgeir Þorkelsson Leifur knár í stafni stóð, stýrði knerri Eiríks jóð. Sigla undan vindi varð og Vínlands fann þá aldingarð. í skeri sá hann lánlaust lið, við lítinn kost þar hafðist við. Því var nefndur heppni hann að hjálp hann þessum mönnum Sæhafi eitt sumar var til Suðureyja. Lagði þar hug á fljóð af hárri ætt en hvarf á braut með engri sætt. A kóngsfund austur kappinn fló - komst til Noregs lygnan sjó - skírður var og vesturför að vilja jarls var síðan gjör. Til Grænlands kristinn boðskap bar og byggð var kirkja Þjóðhildar. Fátt af Leifí fréttist meir, en frægðarorð hans þeygi deyr. Deildu’ á þingi mektarmenn, manngi lausn gat fundið enn á miklum vanda: væri í hag að veita kristnum bandalag? Skyldi þeirra taka trú? Torvelt var að svara nú, en Þorgeir goði’ á þingi snar þáði’ að leysa deilurnar. Undir feldi loðnum lá lögin ígrundaði þá: vann. að halda friði hugði ráð sem helst með kristni yrði náð. Svipti’ hann af sér feldi fljótt - fékk ei sofíð langa nótt - og þingheimi þau bar hann boð: burt skal flæma heiðin goð! Hélt svo norður halur sá, hjáguðum var steypt í á. Og enn í sögu lifir lands lof um visku þessa manns. LANDAFUNDIR OG KRISTNITAKA EFTIR ELSU E. GUÐJÓNSSON GUÐRÍÐUR OG SNORRI GISSUR ÍSLEIFSSON Guðríður Þorbjarnardóttir og Snorri Þorfinnsson Skólholtsbiskup Grænland hátt úr hafí rís hauður þakið snæ og ís. Bjó þar kjör við köld og hörð kona fjarri ættarjörð. Örlög hennar æði ströng. Ævireisan varð og löng. Dreng á Vínlandsvöllum ól, en varanlegt þar fann ei skjól. Heim til Islands hélt hún enn, Hegranesið gisti senn. Til Rómar síðar suður gekk og syndaaflausn páfa fékk. Reis í Glaumbæ guðshús smátt. Gerðist úr því sagna fátt, þótt áður víðreist ætti frú og engin meir en kona sú. Guðríðar nú minnast má. þótt margar aldir séu frá, og Snorra’ er fyrstur fæddur var af frændum okkar vestur þar. Gissur, ísleifs biskups bur, biskup sjálfur, röggsamur, skenkti drottni garð og góss og gjörði margt er varð til hróss. Byggði staðnum helgihús harla stórt, og gjafafús þjónn því veitti veglegt skart og vígslufat af bestu art. Góðum friði Fróni á frómum tókst að halda þá. En stjórnsamur í starfi var og stöðu efldi kirkjunnar. Tíund mönnum setti sá og sáttum þar um kunni ná. Til Hóla einnig hans í tíð heimtist biskup utan klíð. Lærður var hann löndum í. Leit og tvígang Rómar bý. Þótt liðnar séu aldir, ár hans orðstír nú sem fyrrum stár. m # # % # # * wm 1 ir # "W * J W Wm MYNDIRNAR saumaði höfundur Ijóðanna með gamla íslenska krosssaumnum. Höfundur er textíl- og búningafraeðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.