Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 5
UNGIR drengir í KFUM í Danmörku í byrjun aldarinnar. SÉRA Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM í Reykjavík 2. janúar 1899. Áður hafði hann byrjað starf meðal íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn og var það fyrsta starfsemin í nafni KFUM sem eingöngu var ætluð íslendingum. skil í kirkjulegri umræðu hér á landi og ver- ið öðrum prófastsdæmum hvatning og fyrir- mynd. A héraðsfundinum sumarið 1891 flutti séra Hjörleifur skeleggan íyrirlestur þar sem hann benti meðal annars á lífsnauðsyn þess að unnt yrði að vekja nýja andlega hreyfingu innan safnaðanna. Hvatti hann starfsbræður sína til að efla samvinnu og bindast samtökum í því augnamiði að ráðast af alefli gegn kristindóms-pukrinu þar sem hver hokraði einn í sínu horni. Birtist fyrir- lesturinn í Sameiningunni haustið 1891 en um líkt leyti hóf Kirkjublaðið göngu sína undir forystu Þórhalls Bjarnarsonar presta- skólakennara. Þar með var loks kominn op- inn innlendur vettvangur til trúarlegra skoð- anaskipta í landinu. Sofandahættinum í kirkjunni og hinu trúarlega pukri hafði verið sagt stríð á hendur. Fermingin - útskrift úr kirkjunni? Ekki leið á löngu uns séra Hjörleifur kvaddi sér hljóðs í blaði Þórhalls til að svara því „hvað gjöra [ætti] frekar. en gjört hefir verið og enn er gjört til þess að krist- indóms uppfræðingin geti borið varanlega og blessunarríka ávexti“. Eftir að hafa rætt um hlutverk skólanna, kennaranna, heimilanna og prestanna kemst Hjörleifur að þeirri nið- urstöðu að það sé eitt helsta „þjóðmein“ kirkj- unnar að hún geri ekkert fyrh* hina fermdu. Þar sé íslenska kirkjan ein á báti meðal lútherskra kirkna því yfir 4.000 kristileg unglingafélög séu þegar starfandi vítt og breitt á erlendri grund; „vorir tímar heimta verklegar fram- kvæmdir, verklega starf- semi, elju og áhuga“ áréttar Hjörleifur í nið- urlagi greinar sinnar og hvetur menn til að hraða sér að leita hinna „týndu sona“. Stuttu síðar birtist einnig í Kirkjublaðinu fyrirlestur Hjörleifs: „Hvað eigum vjer að gjöra fyrir hina fermdu?“ sem hann flutti á Höskuldsstöðum haustið 1891. Þar kveður Hjörleifur ekki síður fast að orði og segir að fermingin sé í reynd nánast útskrift úr kirkj- unni. Til að snúa þeirri óheillaþróun við telur Hjörleifur að stofna þurfi kristileg unglinga- félög, helst í hverju einasta prestakalli lands- ins og ætti félagsskapurinn að vera lögbund- inn „en bróðurkærleikurinn og elskan til guðsorðs ætti þó fyrst og síðast að vera lög- mál hans“. Þykir Hjörleifi eðlilegt að kirkj- urnar hýsi unglingafélögin að öllu jöfnu en telur brýnt að ofnar verði settir í kirkjumar svo hægt sé að kynda þær ef þörf er á! Allt of „múðins" eða nytsamt „lífgunarmeðal"? Ekki kunnu allir að meta hinn mikla áhuga séra Hjörleifs á kristilegum unglingafélög- um og sá einn af eldri og virtain prestum landsins, séra Þórarinn Böðvarsson prófast- ur í Kjalarnesþingi, ástæðu til að gera at- hugasemdir við málflutning Hjörleifs. Að vísu vildi Þórarinn stuðla að sunnudagaskól- um og almennum biblíulestri eins og Hjör- leifur en verulegar efasemdir hafði hann um unglingafélögin. Taldi hann margt á móti því að slík félög gætu þrifist hér á landi og gaf í skyn að sum slík félög erlendis hefðu „það eigi aptast í reglum sínum, að trúa ekki á neinn Guð“ og bætti síðan við í lok gi*einar sinnar: „Jeg segi það með lifandi sannfæringu; oss er ekki eins áríðandi að gjöra neitt nýtt, hversu „móðins“ sem það kann að vera í öðr- um löndum, eins og hitt, að gjöra með sívax- andi alúð og árvekni það sem vjer höfum gjört og kirkja vor krefst af oss, bæði kenni- mönnum og alþýðumönnum.“ Viðbrögð Þórarins höfðu án efa letjandi áhrif á framgang hugmyndarinnar um kristi- leg unglingafélög hérlendis en Þórhallur Bjarnarson, ritstjóri Kirkjublaðsins, tók skrif Hjörleifs sem áskonm um að kynna sér málið nánar og gaf fyrirheit um að hann myndi afla upplýsinga um starfsemi slíki*a félaga á Norðurlöndunum. Sjálfur lét Hjör- leifur ekki deigan síga þótt á móti blési. Hann hreyfði málinu á fundi hjá Húnvetn- ingum í júní 1892 og sendi Kirkjublaðinu svargrein við aðfinnslum Þórarins. Enn skrifaði Hjörleifur ítarlega um kristi- leg unglingafélög í febrúarblað Kirkjublaðs- ins næsta ár og var nú betur vopnum búinn en áður. Þórhallur Bjarnarson hafði sett sig í samband við A. Chr. Hall í Noregi og fengið hjá honum félagsblöð og annað lesefni um starfsemi KFUM og KFUK. Síðan sendi Þórhallur pakkann norður í Húnavatnssýslu og byggir Hjörleifur grein sína í Kii-kjublað- inu á þeim gögnum sem bárust honum að sunnan. Gerir hann skilmerkilega grein fyrir sögu og starfsaðferðum unglingafélaganna og bendir á að þrátt fyrir allar hrakspár hafi félasskapurinn „magnazt, eins og súrdegið (Matt. 13.33) og orðið að lífgunarmeðali í kristilegri kirkju." Að lokum hvetur Hjörleifur lesendur Kirkjublaðsins til að hrinda ekki málefninu frá sér og bendir á að Þórhallur hafi látið kveðju frá Islandi berast inn á aðalfund fé- laganna í Noregi sumarið 1892 og samþykkti þingheimur einróma að senda Islendingum kveðju á móti. „Jeg skil það svo,“ bætir Hjörleifur við, „að þingheimurinn hafi með því gjört ráð fyrir að á eptir kveðju voití, er flutt var á þessum stað, mund[u] koma verk- legar og blessunarf[u]llar framkvæmdir, er sýni að vjer sjeum ekki einungis með að kveðjum, heldur með lífi og sál.“ Fyrsta KFUM-félag ú íslandi! Þótt sjá megi af framansögðu að séra Hjörleif Einarsson skorti hvorki rök né eld- legan áhuga reyndist honum róðurinn þung- ur að fá menn til að kaupa hugmynd sína um kristileg unglingafélög. Leið nú nokkur tími að lítið var ritað um málið annað en það sem Friðrik Friðriksson ritaði í Kirkjublaðið í ágúst 1895. Einhverjar tilraunir segist Hjör- leifur þó hafa gert til að koma áhugamáli sínu á rekspöl í prestakalli sínu en án árang- urs. Það var fyrst með því að fara krókaleiðir sem honum tókst að koma málinu á fram- kvæmdastig vorið 1897. Honum hafði árinu áður hugkvæmst „að koma á fjelagi, sem ekki væri svo hræðilegt í augum manna sem nafnið „kristilegt unglingafjelag.",, Hér átti Hjörleifur við bindindisfélagið sem hann stofnaði í Undirfellssókn á sumardaginn fyi-sta 1896, en félagið hafði meðal annai*s á stefnuskrá „að glæða og efla fjelagsanda í sveitinni“. Innan bindindisfélagsins skapaði Hjörleif- ur sér svigrúm til að stofna bæði söngfélag og lestrarfélag og í fyllingu tímans einnig ki’istilegt unglingafélag. Það gerði hann á ár- safmæli bindindisfélagsins á sumardaginn fyrsta 1897 sem bar upp á fimmtudaginn 22. apríl. Var stofnunar félagsins fljótlega getið í nokkrum KFUM-blöðum erlendis, þar á meðal í málgagni Heimssambands KFUM og Mánaðarblaði KFUM í Kaupmannahöfn. Samkvæmt Hjörleifi Einarssyni tóku 19 af 42 meðlimum bindindisfélagsins þátt í stofn- un kristilega unglingafélagsins, þar af sex á aldrinum tólf til fjórtán ára, sex frá fermingu til tvítugs og sjö þaðan af eldri. Þriggja manna stjórn virðist hafa verið mynduð í upphafi og allt bendii* til að félagið hafi verið opið bæði piltum og stúlkum eins og algeng- ast var í KFUM og KFUK í Noregi og hjá Vestur-íslendingum; Fundarfoi*mið var einfalt í upphafi ef marka má orð séra Hjörleifs: „Fundurinn á að byrja með að syngja vers, - síðan bæn - þá biflíutími, svo bæn og vers sungið. Meira er nú ekki hugsað að geta gjört sem stendur." Oft var þó eitthvert efni til fróðleiks og skemmtunar á fundum félagsins, ekki síst blandað efni úr erlendum KFUM-blöðum og stöku fyrirlestrar. Lifði félag þetta misfjör- miklu lífi í nærri tíu ár og var um aldamótin síðustu jafnan talið fyrsti félagsvísir KFUM á Islandi. islensk KFUM-deild ■ Kaupmannahöfn Ekki verður svo skilist við þennan pistil að Friðriks Friðrikssonai* verði ekki getið lítil- lega. Fyi*stu kynni hans af KFUM hófust haustið 1894 og strax árið 1895 vai* hann orð- inn ötull liðsmaður unglingadeildar KFUM í Kaupmannahöfn. Þótt bent hafi verið á að Friðrik var hvorki sá fyrsti sem stofnaði KFUM á íslandi né sá fyrsti sem kynntist félaginu erlendis þá var hann engu að síður óumdeilanlega sá sem grundvallaði starf KFUM á Islandi til frambúðar og jafnframt sá fyrsti sem hleypti af stokkunum KFUM- starfi sem eingöngu var ætlað íslendingum. Laugardaginn 1. ágúst 1896 boðaði Frið- rik Friðriksson nítján íslenska iðnaðarmenn til fundar við sig og var erindið að athuga möguleika á stofnun íslenskrar deildar innan KFUM í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heim- ildum munu alls sextán iðnaðarmenn hafa þekkst fundarboð Friðriks og í lok fundarins kváðust ekki fæiri en tíu þeirra reiðubúnir að taka þátt í starfi fyrirhugaðrar deildar, en nokkrir stúdentar tengdust einnig fljótlega starfi deildarinnar. I fyrstu stjórn íslensku KFUM-deildar- innar í Kaupmannahöfn áttu sæti þeir Frið- rik Friðriksson, Guðbjartur Þórðarson klæð- skeri og Haraldur Þórarinsson stud. mag. Vitað er um flesta þeirra sem tóku þátt í starfi deildarinnar, en í hópi þeirra má nefna þá Gísla Skúlason, síðar prófast í Amespró- fastsdæmi og Einar Jónsson, síðar mynd- höggvmra. Þrjá úr deildinni valdi Friðrik seinna í fyrstu stjóm KFUM í Reykjavík. Voru það þeir Guðmundur Gamalíelsson bókbindari, Stefán Eiríksson tréskurðar- maður og Knud Zimsen, síðar borgarstjóri í Reykjavík. I ágúst 1897 hélt Friðrik loks heim til ís- lands til að vinna þar að stofnun KFUM eftir að hafa fengið hvatningu frá Þórhalli Bjam- arsyni þar að lútandi. En áður en hann ýtti úr vör frá Kaupmannahöfn fól hann umsjón íslensku KFUM-deildarinnar í hendur Knud Zimsens. Lifði deildin fram undir sumar 1899 og voru fundir jafnan auglýstir í mán- aðarblaði KFUM í Kaupmannahöfn. Höfundur er guðfræðingur og vinnur oð ritun sögu KFUMogKFUKMOOór. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.