Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 14
MOÐIR FEMINISMANS SIMONE DE BEAUVOIR í bóklestur. Faðir hennar á að hafa sagt við hana að hún væri telpa með karlmannsheila. Góður námsárangur tryggði henni setu í mestu úrvals menntastofnun Frakklands. Gegn vilja strangtrúaðrar móður sinna lagði hún sturid á heimspeki. Henni tókst að ljúka háskólanámi sínu á skemmri tíma en flestir og var næst hæst í sínum árgangi, á eftir Je- an Paul Sartre, sem þreytti prófið annað árið í röð. Beauvoir tók fljótt eftir Sartre sem var smávaxinn, hirðulaus til fara og tileygður, en heillaði alla í kringum sig með leiftrandi greind. Beauvoir hafði sjálf getið sér orð fyrir að vera skarpasti neminn í deildinni. Skóla- bróðir hennar gaf henni viðurnefnið „Castor“ (,,bifur“) vegna þess að hún var sívinnandi eins og bifurinn og það festist við hana. Sartre og Castor Þar kom að kynni og ástir tókust með Sar- tre og Castor, eins og þau nefndu hvort ann- að. Beauvoir sá strax að Satre væri sálufélag- inn sem hana hafði dreymt um. Þau gerðu snemma með sér samning um að hvort þeirra viðhéldi frelsi sínu í sambandi þeirra. Fram- an af nýtti Sartre sér þetta frelsi sitt meir en Beauvoir, en brátt kom að því að hún fékk sér líka aðra elskhuga til lengri eða skemmri tíma. I röskan áratug átti hún í sambandi við bandarískan rithöfund, Nelson Algren, og segir hún að þar hafí hún fundið „ástríðu lífs síns“. Hinn fjallmyndarlegi Algren kynnti henni bandaríska menningu sem hún fylgdist grannt með eftir það. Staða kvenna í Banda- ríkjunum á árunum kringum 1950 gerði hana að eigin sögn mun meðvitaðri um kjör kvenna. Kynþáttahatur sem hún varð vitni að vestanhafs gerði hana ennfremur næmari á hliðstæður í stöðu kvenna og annarra minni- hlutahópa. Kúgaðir hópar lenda í þeirri stöðu í menningunni að vera framandlegir, eða þeir verða „hinir“ eins og hún skilgreinir það. Þessir „hinir“ og „hitt kynið“ eru ólík „okk- ur“ og ógna, og því verður að halda þeim niðri. Þótt Beauvoir hafi komist næst því að hefja hefðbundna sambúð með Algren treysti hún sér ekki til að flytja til Bandaríkjanna. Líf hennar og starf áttu sér rætur í París. Hún vildi heldur ekki fórna fræðilegu sam- starfí og þátttöku í opinberu lífi með Sartre. Sartre var „maðurinn í lífi hennar" og sam- band þeirra mesta lán lífsins að hennar sögn. Það kom ekki til greina fyrir þau að eignast börn eða stofna heimili. Hvorugt kærði sig um það því borgaralegt lífsmynstur hefði staðið í vegi fyrir að þau gætu sinnt hugðar- efnum sínum. Eins og til að innsigla þetta sérstæða sambandsform þéruðust þau alla ævi. Þau bjuggu lengst af í eigin herbergjum á sama hóteli, og það var ekki fyrr en seint og um síðir sem þau fengu sér hvort sína íbúð- ina. Þau kenndu bæði heimspeki við mennta- og háskóla, en sinntu einnig skriftum. Þegar þau hófu að gefa út bækur gátu þau hætt kennslunni og helgað sig ritstörfum. Þau höfðu það fyrir sið að hittast á kaffihúsum og Simone de Beauvoir fæddist í París árið 1908 inn í hástéttarfjölskyldu sem á ættir að rekja langt aftur í aldir. Faðir hennar missti aleiguna þegar hún var ung og eftir það bjó fjölskyldan við þröngan kost. Foreldrar hennar reyndu samt að viðhalda reisn sinni og stéttarvitund, sem fól m.a. í sér að dætr- um bæri að greiða heimanmund. Þar eð ein- sýnt var að faðir hennar gat það ekki, varð snemma ljóst að hún og yngri systir hennar myndu ekki geta gifst og væri því nauðugur einn kostur að menntast. Jafnvel þótt Beauvoir hafi hafíð sig upp yfir flestar strangar hefðir stéttar sinnar, sagði hún sjálf síðar að það hafi ekki komið til greina að gift- ast því enginn var heimanmundurinn. Þær systur urðu að geta séð fyrir sér sjálfar og foreldrar þeirra reyndu að veita þeim bestu mögulega menntun í kaþólskum kvennaskól- um. Simone var framan af æsku sinni vinafá sökum skuggans sem stéttarfall fjölskyld- unnar brá á líf hennar, en hún sótti sér fróun BEAUVOIR og Nelson Algren, bandarískur elskhugi hennar um tíma. BEAUVOIR og Sartre niðursokkin í vinnu 1966. EFTIR SIGRÍÐI ÞORGEIRSDÓTTUR „Telpan með karlmannsheila" BEAUVOIR og Sartre 1938. Megininntak „Hins kynsins" felst í gagnrýni Beauvoir á viðteknum hugmyndum um hlutverk og stöðu kvenna. Fleygasta setning bókarinnar er sú að maður „fæðist ekki kona, heldur verði kona". Beauvoir vildi afhjúpa þá sögulegu og menningarlegu þætti sem móta kynferði og kynhlutverk. Aþessu ári eru liðin 50 ár síðan bók Simone de Beauvoir (1908-1986), „Hitt kynið“ („Le Deux- ieme Sexe“), kom út í París. Þegar litið er yfir 20. öldina er óhætt að segja að „Hitt kynið“ sé ein þeirra bóka sem hafi sett mark sitt á öld- ina enda olli hún straumhvörfum í kvenna- baráttunni. Með rannsókn sinni á stöðu kvenna kom Beauvoir hinni svokölluðu . „annarri bylgju" femínismans af stað. Hún er af þeim sökum oft talin „móðir femínismans". I augum almennings hefur Beauvoir alla tíð verið umdeild. Lífshlaup hennar vakti ýmist aðdáun eða fyrirlitningu. „Beauvoir og Sartre voru nú eitthvað klikkuð,“ sagði virðuleg eldri frú við mig á dögunum og var sem setti hroll að henni við tilhugsunina um þau. Klikkun þeirra vakti engu að síður aðdáun margra sem reyndu að líkja eftir sambandi þeirra og lifa og velja í frelsi samkvæmt slag- orðum tilvistarspekinnar. Innan femínismans hafa verið skiptar skoðanir um fræðileg viðhorf Beauvoir til kvenna og kvenfrelsis. Við gröf Beauvoir í apríl 1986 lét franski heimspekingurinn Elisabeth Badinter þau orð falla að konur ættu henni allt að þakka. Sumir femínistar telja Beauvoir hins vegar vera hina „vondu móður“ femínismans vegna þess að hún hafi gert lítið úr móðurhlutverkinu. Allir eru hins vegar sammála um sprengikraft Hins kyns- ins, sem var ein fyrsta viðamikla tilraunin á þessari öld til að lýsa stöðu kvenna í sögulegu og félagslegu ljósi. Bókin fékk í fyrstu óblíðar viðtökur í heimalandi höfundarins og var m.a. sett á lista kaþólsku kirkjunnar yfir bannaðar ' bækur. Með tilkomu ensku þýðingarinnar sem kom út árið 1953 í Bandaríkjunum barst hróður Beauvoir fljótt út og hefur bókin síð- an selst í milljónum eintaka. Síðustu áratugi ævinar helgaði Beauvoir sig í auknum mæli kvennabaráttu. Þegar hún skrifaði „Hitt kyn- ið“ hafði hún hins vegar ekki skipulagða kvennahreyfingu að baki sér. Hún var ein á báti að fást við spuminguna um konur. Fram að þeim tíma hafði hún einkum fengist við að skrifa skáldsögur og sögur sem sóttu efni í ævi hennar sjálfrar. Hún vildi dýpka sjálfskönnun sína og komst þá að raun um að sú staðreynd að hún væri kona skipti sköpum fyrir hana og því ákvað hún að skrifa „Hitt kynið“. SIMONE de Beauvoir á yngri árum. SIMONE de Beauvoir fyrir miðju í góðra vina hópi á kaffihúsi í París. Lengst til hægri er sambýiismaður hennar og sálufélagi, heimspekingurinn Jean-Paul Sartre. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.