Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 16
GOÐ SKALD VERÐA TUNGUMÁLIÐ SJÁLFT Vilborg Dagbjartsdóttir skóld lætur í fyrsta sinni uppi þó skoðun sína í samtali hennar og ÞORVARÐAR HJÁLMARSSONAR að ákveðið 1 óð eftir T.S. Eliot í sænskri Dýðingu hafi haft grundva lar 'St d’ 00 c * íslensk ská d sem helst stuðluðu að því að Ijóð- formið breyttist. Það er sólbráð á götum Reykja- víkur þegar ég kveð dyra hjá Vilborgu Dagbjartsdóttur. Eftir kaldan vetur er sólin aftur tekin til við að ylja okkur hér úti við ysta haf og dagarnir lengjast óðum. Vetur er á förum og betri tíð í vændum. Og Vilborg er sumarkona: „Eg á afmæli 18. júlí og mér þykir ákaflega vænt um þann mánuð. Eg heiti Vilborg eins 'og ömmusystir mín og föðursystir. Við áttum sama afmælisdag og hún hét Vilborg Júlíana og mér þykir hálfgerð synd að heita ekki Júlí- ana líka,“ segir Vilborg glettnislega og heldur áfram: „Ég á litla bók sem heitir Júlíana sem ég nota til að gera uppköst að Ijóðunum mín- um í og passa það alltaf vel að júlí líði ekki án þess að ég skrifí eitthvað í Júlíönu!" A borðinu fyrir framan okkur liggur ljóða- bók. „I sumar fór ég niður í bæ á afmælisdaginn minn og brá mér í bókabúð og keypti Birth- day Letters eftir Ted Hughes handa mér í af- mælisgjöf. Að því búnu fór ég inná Hótel Borg, keypti mér gott kaffí og fínasta koníak, kom mér vel fyrir og byrjaði að lesa í bókinni. Ég held að ég skrökvi engu þegar ég segi að það líði ekki dagur án þess að ég gluggi í bók- fína. Hún er stórkostleg og hefur haft sterk áhrif á mig. Höfundinum skipa ég á bekk með T.S. Eliot. Mér hefur fundist margt af því sem er nýtt ekki höfða til mín, ég er alltaf að lesa eldri bækur og klassíkina. En þama kom ný bók sem opnaði mér nýja heima. Þetta er svo hreinskilið og djúphugsað verk, unnið af miklu listfengi. Vissulega þarf ég að hafa svo- lítið íyrir því að ná ljóðmálinu, tungumálið er þungt og geymir ótal vísanir sem ég þarf að leita að, en ég hef gaman af því. Þegar Ted Hughes lést skömmu síðar þá varð mér hverft við eins og ég hefði misst náinn vin. Sorgbitin fór ég aftur inná Hótel Borg og keypti kaffí og koníak, kom mér fyrir í skuggsælu horni og hugsaði um hann og sá mikið eftir honum. Bókin er mikið uppgjör þar sem hann lýsir lífi sínu með skáldkonunni Sylvíu Plath. Það er 'merkilegt fyrir konu að lesa þetta og mér fannst hann vera að skrifa mér þessi bréf líka. Kannski öllum konum! Hann hafði legið undir miklu ámæli fyrir að svíkja Sylvíu konu sína í tryggðum en hann hlífir sjálfum sér ekki, heldur ekki henni eða okkur!“ Vilborg á að baki glæsilegan feril sem ljóð- skáld og ekki er hún síðri sem ritgerðahöf- undur og þýðandi. Ég minnist bráðskemmti- legrar ritgerðar um Söknuð eftir Jóhann Jónsson, þar sem hún nálgast viðfangsefnið frá óvæntu sjónarhorni. „Ég les alltaf Eliot, og hef gert frá því að ég var 23 ára gömul og dvaldist árlangt í j'ikotlandi. Þar var ég við nám í ensku og kynntist verkum Eliots á frummálinu. Síðar bjó ég um skeið í Danmörku og las dönsku. Þetta gerði ég til að búa mig sem best undir kennarastarfið sem hefur verið mitt aðalstarf Morgunblaðið/Golli VILBORG Dagbjartsdóttir er aðdáandi enska skáldsins T.S. Eliots og nú hrífst hún mikið af landa hans, Ted Hughes. í 44 ár. En þó ég geti lesið verkin á frummál- inu er gaman að lesa þýðingar á ljóðum, fá ljóðin á fleiri málum. Ég hef líka fengist við upplestur og þá verður maður að kafa inní ljóðið, kryfja hvert orð. Þetta gerir maður ekki þegar maður les einn með sjálfum sér, það er mikil vinna að brjóta ljóð til mergjar. Þýðingar á Ijóðum eru krefjandi á sama hátt, þá tekst maður á við efnið, reynir að skilja það til hiítar og vinnur sig niður í botn. Þetta verður ástríða og á eftir verð ég alltaf tóm. Þessi aðferð við að umskapa er svo mikil reynsla! Þar sem ég vinn aðallega með börn- um get ég ekki rætt svona hluti við þau, en með því að lesa ljóðin svona þó ég sé ein, þá er þetta eins og að hafa marga til að ræða við. Kennarar og rithöfundar eiga það sameigin- legt að vera oft einmana við vinnu sína. Bæði störfin eru þess eðlis!“ Vilborg bregður sér andartak frá og kemur aftur með bók í hendi: „Ég er héma með sænskar þýðingar á ljóðum T.S. Eliots sem komu út á bók árið 1948. Þetta eru helstu ljóð hans, þýdd af ýmsum kunnum höfundum, Ronald Bottrall og Gunnar Ekelöf sáu um út- gáfuna. Höfundarnir sem þýða ljóðin eru Erik Blomberg, Karin Boye, Johannes Edfelt, Gunnar Ekelöf, Erik Lindegren, Artur Lund- kvist, Erik Mesterton, Karl Venneberg og Anders Osterling. Þetta er bókin sem Steinn Steinarr og Jón úr Vör lásu! Einmitt þessi bók hafði svo mikil áhrif á íslensku skáldin, þetta er bókin sem kom með módernismann til íslands! Ég hef aldrei sagt frá þessu áður en ég er þess fullviss að þessi bók hefur haft feiknaleg áhrif á íslenska ljóðlist. Mér þykir ákaflega vænt um þessar þýðingar. Atóm- skáldin lásu öll þessa bók og ég er viss um að til dæmis þessi þýðing hér á þessu þekkta kvæði hefur haft mikil áhrif á ljóðagerð þeirra! Döden Genom Vatten Phlebas feniciem, död sedan Qorton dar, glömde másarans skrik, och havets tunga dyning, och vinst och fórlust. En djuphavsström sög viskande köttet av hans ben. Nár han steg och sjönk, levede han om igen sin mogna álder och ungdom, tills han drogs in í virveln. Hedning eller jude, du som vrider ratten och vánder dig mot vinden, minns Phlebas, som en gáng var högrest och vacker som du. Ég er enn í fullu starfi sem kennari þó ég sé að verða 69 ára gömul og ég hef stundum sagt að ég ætli að þrjóskast við og hætta ekki að kenna fyrren árið 2000. Þegar maður eldist líður tíminn hraðar en um leið verður maður seinlátari og vandvirkari. Kennsla er skap- andi starf og það er talsverður skyldleiki með kennslu og ritstörfum. Ég hef líka fengist við að þýða bækur fyrir börn og það er tímafrek vinna. I sumar fór allt fríið mitt í að þýða seinni hluta verks sem ekki er af verri endan- um. Ég var haldin lotningu, hrædd við að þýða þetta enda um endursögn á sjálfri Biblí- unni að ræða. Bókin kemur út í vor og heitir Ríki Guðs. Ég skilaði þýðingunni af mér í október og það hefur verið frekar lítill tími sem ég hef haft fyrir sjálfa mig, minni en ég hefði viljað af því að mér finnst gaman að geta tekið mér tíma til að lesa og hugsa, kafa inní sjálfa mig og þurfa ekki að vera í hálfgerðri angist og tímaþröng. Ég lifi og hrærist í bók- um alla daga og þó ég hafi reynt að vera góð- ur kommúnisti, þá hef ég alltaf fundið návist Guðs. Foreldrar mínir og afar og ömmur ef- uðust ekki um tilvist Guðs! Hann var hluti af heiminum en ekki horfinn á braut eins og núna. Guð var staðreynd í lífi fólks hér áður fyrr.“ En hvaða höfundum skyldi Vilborg hafa mestar mætur á? „Það eru margir höfundar sem hafa haft mikil áhrif á mig. Ég les Georg Trakl mikið, aðallega á dönsku og sænsku. Jóhann Jónsson og Jóhann Sigurjónsson hafa án nokkurs vafa þekkt ljóð hans og fleiri íslensk skáld hafa sótt ýmislegt til hans. Edith Södergran og Önnu Akhmatovu les ég líka mikið en það eru þó þeir Eliot og Trakl sem standa hjarta mínu næst. Það sem einkennir þá er þessi djúpa til- finning, sterka og hreina sem þeim tekst að skila á persónulegan og hnitmiðaðan listræn- an hátt svo að engir gera betur. Og það er hægt að lesa Eliot eins og Ijóðaflokkinn Fjóra Kvartetta, á sama hátt og maður hlustar á tónlist. Orðin segja ekki bara eitt, heldur allt eins og tónverk. Maður skynjar að það opnast víðáttur og einhvern veginn finnur maður alltaf eitthvað nýtt. Verður aldrei þurrausinn eða leiður á að lesa hann: Other echoes Inhabit the garden. Shall we follow? Quick, said the bird, find them, find them. Go, go, go, said the bird: human kind Cannot bear very much reality. Þarna talar höfundurinn eiginlega fuglamál eða öllu heldur líkir með orðum eftir tísti fugla. Það er ekki hægt að þýða þetta, tungu- málið er á svo mörgum plönum í einu. Góð skáld verða tungumálið sjálft! Það sem ljóð- skáldið færir sínu eigin tungumáli er ekki hægt að þýða.“ 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.