Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 13
eiginmannsins, en samskonar hrösun af hálfu eiginkonu dugar körlum ef þeir sækja um skilnað. 23 Um líf Taílendinga og taílenzkt þjóðfélag verður ekki fjallað án þess að trúarbrögðin komi við sögu; svo snar þáttur eru þau í lífi hvers manns. Þetta má sjá jafnvel á fjölfar- inni götu þar sem nokkrir hressir unglingar ganga framhjá einum af þessum algengu bænastöðum; eins konar ör-musteri á mann- hæðarháum stalli. Allt í einu biður einn úr hópnum hina að bíða á meðan hann bregður sér á kné fyrir framan bænastaðinn. Hann hristir ílát með nokkrum grönnum pinnum, velur einn og kveikir á honum um leið og hann handfjallar bænaband. Að skammri stund liðinni hefur hann lokið sinni bæna- gjörð og hópurinn heldur áfram. Theravana-búddisminn í Taílandi er með ívafi af brahmatrú frá eldri tíma, ásamt með andatní sem er kapítuli út af fyrir sig. Þessi búddismi er afar mild trúarbrögð; það er ekkert auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og ekkert refsingaofstæki, byggt á trúarbókum, ekkert tal um villutrú og villutrúarhunda. Taílendingar eru lausir við ofstæki og trúar- lega þröngsýni og önnur trúarbrögð fá að vera í friði. Stærsti minnihlutahópurinn er þó nokkuð stór; 2 milljónir múslíma, sem hafa byggt í landinu 2 þúsund moskur. Önn- ur trúarbrögð, kristni þar á meðal, aðhyllist aðeins 1% þjóðarinnar. Kristniboð var reynt í Taílandi á 16. og 17. öld, en næstum án ár- angurs. Fyrir utan hina hefðbundnu búddati-ú er átrúnaður á yfirnáttúrlega hluti snar þáttur í trú og í daglegu lífi Taflendinga. Sumt af því er komið aftan úr grárri forneskju. Umfram allt er þetta andatrú; einnig trú á verndar- gripi, tattóveringar og fleira. Sagt er að phi, eða húsandar, séu margfalt fleiri en íbúar landsins og þá verður sífellt að blíðka með blómum og jafnvel með matargjöfum. Fyrir þær fórnir eru byggð örlítil andahús, sem standa á súlu í nánd við hvert heimili. Nátt- úruandar geta verið varasamir; sérstaklega kvenkyns andi, sem býr um sig í banana- plöntum og tælir unga menn. Slæmir andar eru yfirleitt kvenkyns. Ef veikindi verða á heimili eða önnur óáran getur reynzt nauð- synlegt að leita til fjölkunnugra og spyrja andann hvað ami að. Þessi hliðargrein í taí- lenzkum trúarbrögðum á sér þó ekki stoð í kenningum Búdda. 24 I fyrstu skímu dagsins má sjá ungan mann í appelsínugulum munkakufli ganga virðulega eftir íbúðargötu með skál í hendi. Fólk bíður hans með eitthvert lítilræði af hrísgrjónum og öðru matarkyns og lætur í skálina. Ekki segir þessi ungi munkur neitt og ekki þakkar hann fyrir, enda er hann að gera fólkinu greiða samkvæmt búddískri kenningu; hann er að skapa þeim skilyrði til að láta eitthvað af hendi rakna og vegna þess arna fæðist gjafarinn sem þroskaðri vera í næsta lífi. Hann hefur unnið sér inn prik. Þannig hafa menn gengið með ölmususkálina meðfram mannabústöðum í Taflandi í 2000 ár. Sumir segja að búddismi sé fremur heim- speki en trúarbrögð, en hvort sem hann er má slá því fóstu, að þetta lífsviðhorf hefur framar öðru mótað þjóðarsál og viðmót Taí- lendinga; auðmýktina sem til að mynda birt- ist í því hvernig þeir heilsa með lófana saman á brjósti sér og lúta um leið höfði. Uppruna búddisma má rekja til Gautama Búdda sem uppi var í Indlandi á 6. öld f. Kr. Hann var prins, fæddur til auðæfa og munað- ar, en varð einhvern tíma gengið út á meðal fólksins og rann svo til rifja fátækt þess og þjáningar, að hann afsalaði sér tign og auði og mótaði kenningu um það hvemig fólk get- ur losnað við allar langanir, en það var að mati hans forsendan fyrir því að hægt væri að frelsast undan ánauð endurfæðinga og öðl- ast nirvana, upjilýsta stöðu hins eilífa friðar. Hlutverk munka er geysilega þýðingar- mikið í þessu trúarsamfélagi. Það er heilög skylda að hver einasti ungur maður lætur krúnuraka sig, klæðist munkakufli og býr í klaustri einhvern tíma. Það getur skemmst verið vika, oftar þó hálft ár, eða jafnvel allt lífíð. Það er hefð að menn fá lausn úr opin- berum störfum til þess að þjóna í munklífi og fyrirtæki verða að sjá á eftir starfsmönnum sínum þangað tíma og tíma og ekki tíðkast að draga af þeim laun á meðan. I landinu eru hvorki meira né minna en 28 þúsund munkaklaustur, eða wat eins og þau heita. Þar era 300 þúsund munkar ýmist við þögla íhugun, að hjálpa samborgurum sínum að vinna sér inn prik hjá almættinu, eða þá að þeir predika hinar 2500 ára gömlu kenn- ingar Búdda. TVEIR PÚKAR EFTIR BALDUR INGÓLFSSON Iðulega kemur það fyrir að vitnað er, í ræðu eða riti, í „púkunn á fjósbitanum“ og látið eins og allir viti deili á honum. Á því vill þó verða misbrestur því að flestir rugla saman tveimur sögum og um leið tveimur púkum, nefnilega sögunni af púkanum á kirkjubitan- um sem truflaði messugerð hjá presti einum ogsvo sögunni um púkan og fjósamanninn. Sá púki hírðist á bás í fjósi Sæmundar fróða og lifði á böivi og ragni fjósamannsins. Fyrri söguna er að finna á bls. 4-5 í II bindi Þjóðsagna Jóns Árnasonar (Leipzig 1864, ijósprent 1930), hin er á bls. 23 í íslenskum ævintýrum sem Magnús Grímsson og Jón Árnason söfnuðu og komu út í Reykjavík 1852. Fróðir menn sem ég hef spurt kannast ekki við neina sögu um púka á fjósbita svo að óhætt virðist að gera ráð fyrir að hún sé alls ekki til. Til þess að allir geti sjálfír lesið sér til um púkana tvo og hætt að rugla þeim saman langar mig að biðja Morgunblaðið að birta sögurnar um þá íheild eins og þær eru prent- aðar í bókunum sem eru nefndar að ofan. Púkinn og Ijósamaðurinn Sæmundur hjelt einu sinni fjósamann, sem honum þótti vera um of blótsamur, og fann opt að því við hann. Sagði hann fjósamanni, að kölski hefði blótsyrði og illan munnsöfnuð mannanna handa sjer og púkum sínum til við- urværis. „Þá skyldi jeg aldrei tala neitt ljótt,“ segir fjósamaður, „ef jeg vissi, að kölski missti við það viðurværi sitt“. „Jeg skal nú bráðum vita, hvort það er alvara, eða ekki,“ segir Sæmundur, og ljet nú púka einn í fjósið. Fjósamanni var illa við þennan gest; því púk- inn gerði honum allt til meins og skapraunar, og átti þá fjósamaður bágt með að stilla sig um blótsyrði. Þó leið svo nokkur tími, að hon- um tókst það vel, og sá hann þá, að púkinn horaðist með hverju dægri. Þótti fjósamanni harla vænt um, er hann sá það, og blótaði aldrei. Einn morgun þegar fjósamaður kom út í fjósið, sjer hann, að allt er brotið og bramlað, og kýrnar allar bundnar saman á hölunum, en þær voru margar. Snýst hann þá að púkanum, sem lá í vesöld og volæði á básn- um sínum, og hellir yfir hann bræði sinni með óttalegum illyrðum og hroðalegu blóti. En sjer til angurs og skapraunar sjer hann nú, að púkinn lifnaði við og varð allt í einu svo feitur og þrifalegur, að við sjálft lá, að hann mundi hlaupa í spik. Stillti hann sig þá, fjósamaðurinn, og hætti að blóta. Sá hann nú, að Sæ- mundur prestur hafði satt að mæla, og hætti að blóta, og hefur aldrei talað ljótt orð síðan. Enda er sá púkinn fyrir löngu úr sögunni, sem átti að lifa á vondum munn- söfnuði hans. - Betur að þú og jeg gætum breytt eptir dæmi fjósamannsins! Púkinn ú kirkjubitanum (Eptir Sigurð múlnrn Guðmundsson) Einu sinni var prestur; en ekki er þess get- ið, hvar hann hafi verið. Hann messaði einn sunnudag, sem optar, og fór alt í sniðum hjá honum, eins og vant var, og bar ekki neitt á neinu, fyrr en eptir það að hann var kominn upp í stólinn, og farinn að flytja ræðuna, að þá var einn maður í framkirkjunni, sem skellihló undir ræðunni. Ekki var þessu neinn gaumur gefinn, hvorki af presti né öðrum að sinni, enda bar ekki svo til, nema í þetta eina skipti. Prestur lauk svo ræðu sinni, fór úr stól og fyr- ir altari eptir messuna og gjörði öll prests- verk, sem vera bar, og gekk að lokinni emb- ættisgjörð úr kirkju. Þegar úti var, fór prestur að spyrjast fyrir um mann þann, er gjört hafði hneykslið í söfnuðinum um messutímann, og var honum sagt, hver verið hafði. Lét þá prestur kalla manninn fyiár sig, og spurði hann, hvort hon- um hefði þókt það svo hlægilegt, sem hann hefði farið með í dag í stólnum, að hann hefði ekki getað varizt hlátri, og hneyksla með því söfnuðinn, eða hvað honum hefði til þess gein- gið. Maðurinn kvað því fjærri fara, að sér hefði dottið í hug að hlægja að kenníngu prestsins. „En eg sá nokkuð,“ segir hann, „sem þér hafið líklega ekki séð, prestur góð- ur, og trauðlega nokkur annai- af söfnuðin- um“. „Hvað var það?“ segir prestur. „Þegar þér, prestur minn, voruð ný- kominn upp í stólinn,“ segir maðurinn, „fóru tvær kerlíngar, sem sátu kven- mannamegin í krókbekkn- um að rífast, og jós þar hvor yfir aðra óbóta skömmum. í því bili varð mér litið upp á kirkjubitann, sá eg þá, að þar var kominn púki. Hann hafði í annari krumlu skorpna skinnbót, en í hinni hélt hann á hrosslegg. Púk- inn lagði kollhúfurnar við hverju fúkyrði, er úr kerlíngunum fór, og hleraði grant að, og ritaði jafnóðum með hrossleggnum á skóbót- ina, alt sem þær sögðu, meðan hún endist til. En þar kom um síðir, að skóbótin varð of lítil; varð fjanda þá eigi ráðafátt, því hann fer þá til og teygir hana, tekur í hana með tönnunum öðru megin en með krumlunum hinu megin, og endist hún honum þá enn um hríð. Heldur hann þó áfram í óða kappi, uns skóbótin er út- skrifuð. Gjörir hann þá enn sem fyrr, að hann teygir bótina, og fer svo aptur að skrifa. Gein- gur þetta svo koll af kolli, að púkinn teygir bótina á alla vegu, í hvert sinn, sem rúmið þrýtur á henni. Loksins kemur þó þar að, að hann er búinn að rita bótina í æsar, og þenja hana svo, að öll teygja er úr henni. En með því bæði að kerlíngar létu enn dæluna gánga, og púki vildi fyrir eingan mun missa af fúk- yrðum þeirra, fer hann en til og teygir alt sem hann má. En í því hann tekur sem fastast í með tönnunum, rifnar skóbótin, og við það hrýtur púkinn aptur á bak ofan af kirkjubit- , anum, og hefði líklega skollið kylliflatur niður í kirkjugólfið, hefði hann ekki, um leið, og hann rauk ofari, fest klónum í kirkjubitanum. Og þá varð mér það, prestur góður, að eg hló, og bið eg nú bæði yður og söfnuðinn auðmjúk- lega fyrirgefningar á því, ef hneyksli hefir af mér orðið.“ Presturinn fann, að manninum var vorkun, að honum hefði þetta á orðið, og setti honum hægar skriptir til aðvörunar fyrir aðra; en prestur kvaðst vilja, að kerlíngar þessar ættu annað erindi næst til kirkju, en skemta skrattanum með skammyrðum í kirkjunni. ÞORSTEINS ÞÁHUR STANGARHÖGGS STÓRT ER NÚ HÖGGVIÐ EFTIR STEINGERÐI STEINARSDÓTTUR Einn hinna athyglisverðari íslendingasagnaþátta er Þorsteins þáttur stangarhöggs. Þar er sagt frá Þórarni bónda í Sunnudal í Vopnafirði og syni hans Þorsteini. MAÐUR að nafni Þórður var húskarl Bjarna á Hofi, hann var ójafnaðar- maður og þóttist að því meiri að vera í þjónustu ríkismanns. Ein- hverju sinni mætast Þorsteinn og Þórður með sinn hvorn unghestinn í hestaati. Hestur Þórðar vék sér undan bitum stóðhestsins sem Þorsteinn atti og reiddist Þórður því. Hann slær því mikið högg á nasir hests Þorsteins sem svarar í sömu mynt. Þá gafst hestur Þórðar upp og var ljóst að hann hafði tapað leiknum. Þórður reiðir þá hestastaf sinn til höggs og slær Þorstein sem hlaut af sár við augnabrúnina. Þorsteinn tók þessu rólega batt um sárið og bað menn að segja ekki föður sínum frá þessu atviki. Tveir aðrir húskarlar Bjarna á Hofi þeii' Þórhallur og Þorvaldur gerðu grín að þessu atviki og ujjpnefndu Þorstein, kölluðu hann stangarhögg. En eins og alltaf gerist varð ein- hver til að kjafta í karl föður Þorsteins og ekki leið á löngu þar til hann tók að núa atvik- inu syni sínum um nasir. Spurði kai'l hann hvort honum væri ekki illt í höfuðbeinunum og hvort hann myndi ekki hafa verið lostinn í svíma sem hundur á hestaþinginu. Hvort sem þeir ræddu þetta lengur eða skemur feðgar varð afleiðingin sú að Þor- steinn stóðst ekki frýjunarorð karlsins, gekk að heiman með vopn sín og hitti Þórð við hesthús Bjarna á Hofi. Átti Þórður ekki aft- urkvæmt úr þeirri hrossavitjun. Þorsteinn kemur við á Hofi í heimleiðinni og biður konu nokkra er hann hittir utan dyra að skila því til Bjarna að hann hafi stangað Þórð hesta- svein hans og muni Þórður bíða þess að hús- bóndi hans eigi leið framhjá hesthúsum sín- um. Bjarni fær fréttirnar með skilum og býr vígsmál á hendur Þorsteini. Ekki verður þess vart að Þorsteinn hafi kippt sér upp við að vera dæmdur skógarmaður því hann situr ró- legur í búi föður síns sem fyrr. Taka menn þá sem óðast að brýna Bjarna og hvetja hann til að lauga virðingu sína. Þeir húskarlar Þór- hallur og Þorvaldur voru manna ólatastir við þá iðju en hvort sem það var ætlun þeirra eða ekki verður skraf þeirra til þess að Bjarni sendir þá í Sunnudal til að hefna harma sinna. Segir þeim að hann telji þá best til líklegasta að þvo þennan flekk af virðingu sinni og biður þá að færa sér höfuð Þorsteins. Ekki töldu þeir félagar það ofverkið sitt og halda sem leið liggur út í Sunnudal. Þeir sögðu Þorsteini að þeir væru að leita hrossa en töldu sig ekki geta fundið þau við túngarðinn nema hann vísaði þeim á þau. Þor- steinn gerir það en viðskipti þeirra enda með því að Þorsteinn rekur þá báða í gegn með sverði sínu, bindur þá á bak öðrum hesti þeirra og lætur taumana á háls hestunum sem síðan tölta heim til Hofs. Á hlaðinu taka aðrir húskarlar ríkismannsins við félögum sínum og ganga í bæ og segja Bjarna að Þorvaldur og Þórhallur séu heim komnir og muni eigi erindislaust farið hafa. Nú er allt kyi-rt um hríð eða þar til Rann- veig kona Bjarna getur ekki stillt sig um að minnast örlítið á það við bónda sinn í sæng- inni að um fátt annað sé meira talað í hérað- inu en linkind hans við Þorstein stangarhögg. Bjarni býr sig þá til ferðar daginn eftir og heimsækir Þorstein í Sunnudal. Hann skorar á hann til einvígis við sig og tekur Þorsteinn áskoruninni. Áður en þeir berjast biður Þor- steinn Bjarna að sjá fyrir foður sínum falli hann. Berjast þeir síðan á hól í Sunnudalstúninu af harðfengi miklu þar til Bjarni biður um hlé því hann þyrstir af erfiðinu, segist enda óvanari stritinu en Þorsteinn. Þorsteinn býður honum bæjarlækinn að drekka úr og varla er Bjai'ni fyrr búinn að svala þorstanum og bai’daginn hafinn að nýju en hann verður þess var að skó- þvengur hans er laus. Margt hendir mig í dag segir þá Bjami. Stillingannaðurinn Þorsteinn leyfir andstæðing sínum að binda þvenginn, gengur í bæ á meðan og sækir tvo sldldi og sverð. Réttir hann Bjama sverðið og segir það frá föður sínum og ekki muni það bíta verr en það sem hann hafði áður, annan skjöldinn fær Bjami líka en hinn ætlar Þorsteinn sér því hann segist ekki nenna að standa hlífðarlaus undir höggum Bjarna lengur. Bjarni segist þá ekki geta skorast undan að berjast lengur en Þorsteinn lofar honum að höggva ekki frekt. Við það móðgast Bjarni og heggur allan skjöldinn af Þorsteini sem um- svifalaust svai'ar í sömu mynt. „Stórt er nú höggvið," segir Bjami þá. En Þorsteinn bendir á að Bjarni hafi ekki hoggið minna. Þegar svo var komið voru þeir búnir að fá nóg af bardögum í bili og ákveða að sættast. Bjarni gengur til bæjar og ætlar að heilsa upp á Þórarin gamla en karlinn skap-. styggur að vanda heggur til hans með sverði sem hann hafði falið undir sæng sinni. Bjarna hnykkir við og tilkynnir Þórarni að hann sé- allra fretkarla armastur og muni hann hafa Þorstein son hans á brott með sér til Hofs og fá honum húskarla til að sjá fyrir búinu. Þor- steinn var síðan á Hofi með Bjarna eftir það. Að lokum er sagt frá því að Bjarni hafi á efri árum ferðast suður í lönd og látist á Italíu og verið grafinn í bæ að nafni Vateri sem sé skammt frá Róm. Höfundur er blaöamaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.