Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 10
+
Ljósmynd/BÁ
AF ÞESSARI mynd má marka mannfjöldann á listakaupstefnunni,
en slíkur var hann allan daginn.
Sífellt fjölgar árvissum listakaupstefnum í heiminum og
er FIAC í París ein þeirra rótgrónustu og þekktustu.
BRAGI ÁSGEIRSSON var á vettvangi á | þeirri tuttugustu
og fimmtu, sem halc lin var 7.-12. október á sl. hausti
og hermir frá henni, tæpir einnig á öðru markverðu er
fyrir augu bar af skyldum toga.
AÐ SEM íslendingar þekkja
næsta lítið til, eru þær stóru lista-
kaupstefnur úti í heimi, sem eru
árviss viðburður í hinum mikils-
verðari listaborgum og er hér
samkeppnin ótæpileg. Þetta era
oftast risaframkvæmdir sem
stöðugt vinda upp á sig, era jafn
fjölskrúðugar og þær eru margar. Hér era ým-
is mikils háttar listhús samtímalistar að mark-
aðssetja sig og skjólstæðinga sína mikið til þau
staðbundnu, en svo eru þær ekki síður reknar
á alþjóðlegum grundvelli og mikið um að er-
lendir aðilar reyni að festa sig í sessi á þeim.
Ekki veit ég ennþá fullkomlega, hvenær
hinni fyrstu og árvissu var komið á laggimar,
en það mun hafa verið eftir miðbik aldarinnar,
jafnvel ekki fyrr en um 1970, en þegar ég fæ
gleggri upplýsingar en ég hef milli handanna
mun ég koma þeim til skila. Hér er nefnilega
um að ræða fyrirbæri sem hefur undið upp á
sig eins og snjóbolti, einkum hin síðari ár og nú
er Berlín loks komin á blað, með braki eins og
vænta mátti úr þeirri áttinni. Eru kaupstefn-
urnar orðnar 40, svo sem meðfylgjandi listi er
til vitnis um, tekinn úr yfirliti aðalviðburða árs-
ins úr þýska listtímaritinu, art. Að sækja þær
heim er vafalítið besta ráðið til að vera á nótun-
um í heimslistinni, því hér kynna sýningarsal-
irnir það sem þeir helst hafa á boðstólunum,
sem gerir tímafrekan fiæking um heimsborg-
imar næsta óþarfan, þannig að meira svigrúm
skapast til að skoða söfnin og leita uppi það
sem í raun og sann er utangarðs, þ.e. ekki til-
búin utangarðslist kennd í skólum og haldið
fram af sýningarstjórum og markaðsfræðing-
um. Yfirleitt standa þær ekki yfír nema í fáeina
daga, en það fer eftir eðli þeirra og umfangi og
standa antík stefnur öllu jafna lengst, þær eru
auðvitað sér á báti, tengjast ekki samtímalist,
ogþó . . .
Sjálfur hef ég ekki haft tækifæri til að sækja
slíkar uppákomur nema að mjög takmörkuðu
leyti, og þó lífsnauðsynlegt fyrir þá sem rýna í
list að gera það reglulega til að vera með á nót-
unum, augliti til auglitis. Bækur og tölvugláp
segja ekki nema hálfa söguna. Eina mikla
antíkstefnu ruglaðist rýnirinn þó óforvarendis á
í París 1989, og var það ógleymanleg lifun, ekki
síst fyrir myndverk heimskunnra listamanna
sem þar voru til sýnis innan um mikilfenglega
antíkmuni, og menn sjá yfirleitt ekki annars
staðar, en frá því sagði ég á sínum tíma. Verð
að játa, að FLAC-kaupstefnan i París er hin
fyrsta sinnar tegundar sem ég skoða í kjölinn,
en stefni á fleiri í náinni framtíð, ef guð lofar.
Til Parísar kom ég föstudaginn 9. október og
Ljósmynd/BÁ
í BÁS Galerie 1900/2000, sem
kynnti m.a. Erró.
vissi að FIAC væri annað tveggja á fullu eða
nýlokið, en vegna endurnýjunar á aðalsölum
var hún ekki í Stóru höllinni að venju, en þang-
að hafði ég strax skundað og áttaði mig ekki al-
veg strax á hlutunum. Auk þess tók óþarílega
mikinn tíma að koma sér rækilega fyrir á Kjar-
valsstofu, sem ég hafði mestan áhuga á. Komst
svo að því að hún væri í kaupstefnuhverfí sem
nefnist Espace Eiffel-Branly, sem útleggst
hverfið Eiffel-Branly. Var kominn þangað á
hádegi eða um leið og opnaði á mánudegi, sem
reyndist vera síðasti opnunardagur, en hafi
einhver hugsað sér gott til glóðarinnar í ljósi
vikudagsins, varð sá fyrir nokkrum vonbrigð-
um, því að svæðið var strax þéttpakkað þrátt
fyrir ausandi rigningu með hreinu skýfalli inn
á milli og var svo lungann úr deginum. Slíkur
var áhuginn að fólk var enn að hópast þangað
rétt fyrir lokun kl. 18 og má vera að hún hafi
verið framlengd um einhverja klukkutíma, en
ég var fullkomlega útkeyrður og ekki til frá-
sagnar. Höfðu mér verið sagðar ýmsar hryll-
ingssögur af mannfjöldanum og þrönginni á
slíkum listakaupstefnum, en að aðsóknin væri
slík datt mér ekki í hug, hlýtur að hafa verið
MÁLVERKIÐ Mélibée eftir Francis Picabia (1879-1953), olía á léreft, 195,5 x 130 cm, 1931, vakti c
met. Minnist þess sérstaklega að á leiðinnu frá
metróstöðinni Alma Marceau, var mér gengið yfir
götubrú við brúna yfír Signu, þar sem sá niður yfír
staðinn sem Díana prinasessa lenti í slysinu og var
þar mikið um að vera og brúin eitt blómahaf, nafn
hennar ásamt fallegum orðum krotuð allstaðar þar
sem slíku var við komið, en ár mun hafa verið liðið
frá atburðinum. Seinna var mér sögð skrítin saga
af leigubílstjóra er ók japönskum blaðaljósmynd-
ara þangað frá de Gaulle flughöfninni og aftur til
baka eftir að sá skakkeygði hafði tekið nokkrar
myndir. Mikið á sig lagt til að ná þeim myndum í
ljósi þess að um 11-14 tíma flug er á milli eftir flug-
vélategundum og hvernig vindar blása yfir Asíuhá-
lendinu! Jafnframt lærdómsríkt fyrir mann frá
fjarlæga eylandinu þar sem menn eiga langt í land
+
1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999