Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 20
FJÓRAR EINKASÝNINGAR OPNAÐAR í GERÐARSAFNI í DAG SKÍMA, HUÓÐHEIMUR, GEGNSÆI OG LANDSLAG FJÓRAR listakonur opna einkasýningar í Lista- Á neðri hæS safnsins eru einnig tvær sýningar, safni Kópavogs, Gerðarsafni, í dag klukkan „Samryskja" Mireyu Samper og „Raddir" Elvu 15. „Skíma" nefnist mólverkasýning Rúnu Jónsdóttur. Sýningarnar eru opnar alla daga Gísladóttur í vestursal safnsins og Guðrún Ein- vikunnar nema mónudaga og standa þær fram arsdóttir sýnir mólverk í austursal. til 28. mars næstkomandi. AÐ SAMEINA HUOÐ- HEIM OG MYNDHEIM UOÐRÆNAR MYNDIR MEÐ MIKILLI BIRTU > - A NEÐRI hæð Gerðarsafns er Elva Jóns- dóttir með sína fyrstu einkasýningu og ber hún yfírskriftina „Raddir". „Það sem ég er að fást við er að sameina hljóðheim og mynd- heim í einhvers konar leik. Minn heimur hef- ur verið svo mikið mótaður af tónlist," segir Elva, sem býr með tónskáldi, Erik Júlíusi Mogensen, og er vinkona annars tónskálds, Mistar Þorkelsdóttur. Horfi í þögn inn í þennan heim „Þessi heimur hefur verið svo sterkur í mínu umhverfi síðastliðin ár og ég mótast af þessum hljóðatónheimi. Eg stend fyrir utan þennan heim í hljóði og mér finnst ég horfa í þögn inn í þennan heim án þess að skynja hann á þann hátt sem þau gera,“ segir Elva, en eitt verkanna á sýningunni er mynd- bandsverk með tónlist sem hún og Mist hafa unnið saman. „I þeim leik sameinum við þessa tvo heima,“ segir hún. „Þagnir er afar rómantískt verk, sem er þannig til orðið að ég safna saman stroki sem verður til við það þegar maðurinn minn er að semja verk og strokar út af nótnablöðunum þær skissur sem hann notar ekki í heildar- verkið. Það eru þær nótur sem verða aldrei spilaðar." Jónsdóttur „ÞETTA eru frekar ljóðrænar myndir með mikilli bii-tu, ég leik mér með birtu, ljós, lit- brigði og form,“ segir Rúna Gísladóttir, sem sýnir hátt í tuttugu olíu- og akrýlmálverk í vestursal Gerðarsafns. Verkin eru unnin á síðastliðnum fjórum til fímm árum. „Það er svo langt síðan ég hef haldið málverkasýningu að þetta nálgast það að vera yfirlitssýning síðustu ára,“ heldur hún áfram, en þetta er fjórtánda einkasýning listakonunnar. „Sumar myndirnar eru mál- aðar í París, en þar dvaldi ég í Kjarvalsstofu í tvo mánuði vorið 1997. Það var alveg yndis- legur tími,“ segir hún og kveðst hafa skoðað mjög mikið af listasöfnum í borginni en samt verið nokkuð afkastamikil og oft málað fram á nætur. I verkunum fæst Rúna að eigin sögn við ýmis huglæg form, bæði hljóðbylgjur og ljós- bylgjur, en einnig kemur íslenskt land við sögu og fiskar, eða silfur hafsins. „Þannig að þetta eru form sem fólk þekkir, þó að það sé farið svolítið frjálslega með þau.“ Sýningin ber yfirskriftina Skíma, enda birtan í lykilhlutverki í myndunum. Rúna segir reyndar að finna megi fyrir trúarlegri tilvitnun í sumum verkanna, enda eigi hún sjálf trú sem hljóti að skína í gegn. Morgunblaðið/Golli SKÍMA, eitt verka Rúnu Gísladóttur á sam- nefndri sýningu. GEGNSÆI OG ÓENDANLEIKI ......... .. i . ’ - ■" Morgunblaðið/Golli ÞRJU verkanna á sýningu Guðrúnar Einarsdóttur. ÓHLUTLÆG NÁTTÚRA OG LANDSLAG „SAMRYSKJA“ heitir fyrsta einkasýning Mireyu Samper á neðri hæð Gerðarsafns. Sýningin fjallar um samband tvívíðra og þrí- víðra verka en Mireya segist einnig fást við gegnsæi og óendanleika í verkum sínum. „Hvert verk er sjálfstætt en um leið eru þau saman hálfgerð innsetning,“ segir hún. A sýningunni eru tveir stórir skúlptúrar, hvor í sínum enda salarins, og þar á milli eru tvær línur af myndum þvert yfir salinn. Myndirnar hanga ekki uppi á vegg, heldur á tveimur stöngum milli veggjanna. Listakon- an lýsir skúlptúrunum þannig: „Annar er eins og spírall sem maður gengur inn í, það er hægt að horfa út um hann og í gegnum hann og maður endar inni í pínulitlum hring. Hinn stóri skúlptúrinn er bæði úti og inni og vísar til óendanleikans, annar hlut- inn stendur og vísar upp í himininn, en hinn liggur.“ Myndimar sem hanga á stöngunum fjalla um gegnsæið. „Þessar myndir eru allar þess eðlis að það er ætlast til að þær séu skoðað- ^ ar beggja megin frá. A annarri línunni eru tíu litlar myndir, unnar í kínverskan hrís- grjónapappír, og á hinni eru fimm frekar stórar myndir, svartar öðrumegin en hvítar hinumegin,“ segir Mireya. Morgunblaöið/Golli HÆGT er að ganga inn í spíralinn, annan skúlptúranna á sýningu Mireyu Samper. í UPPHAFI ferils síns vann Guðrún Einars- dóttir eingöngu í hvítu og svörtu en er nú einnig farin að mála myndir i rauðum, græn- um, bláum og öðrum litum. Lengi framan af segist hún ekki hafa haft neina löngun til þess að nota aðra liti. „Ætli það séu ekki svona þrjú eða fjögur ár síðan ég byrjaði að vinna í lit. Ég þurfti bara þennan tíma til að skoða litinn og efnið,“ segir hún en bætir við að hún sé þó alls ekki búin að snúa bakinu við svarta og hvíta litnum. A sýningu Guðrúnar í austursal Gerðar- safns, sem er fimmtánda einkasýning hennar, eru ellefu olíumálverk. „Þetta er óhlutlæg náttúra og landslag í víðum skilningi,“ segir hún. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.